Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ÍIPÍBUBIMID
Þriðjudagur 28. nóvember 1989
179. tbl. 70. árg.
Viröisaukaskattur í uppnámi:
Kratar berja í borðið
Þingflokkur Alþýduflokksins telur ekki þingmeirihluta fyrir einu
skattþrepi og fer fram á tillögur frá fjármálarádherra. Ólafur Ragn-
ar segir enn möguleika á ad skatturinn taki gildi um áramótin.
Alþýðuflokkurinn hef-
ur heimtað skýrar línur í
framkvæmd virðisauka-
skattsins. í samþykkt
sem þingflokkur Al-
þýðuflokksins gerði í
gærmorgun segir m.a.
að     virðisaukaskatti
verður ekki komið á
samkvæmt gerðu sam-
komulagi og því fari
þingflokkurinn fram á
að fjármálaráðherra
leggi fram tillögur sínar
um tveggja þrepa virðis-
aukaskatt sem haldið er
fram að nái markmiðinu
um meiri lækkun á verði
matvæla án þess að til
komi aukinn halli á ríkis-
sjóði eða önnur skatt-
lagning. Á undanförn-^
um  dögum  og  vikum
hafa samstarfsflokkar
Alþýðuflokksins í ríkis-
stjórn sent frá sér áiykt-
anir og yfirlýsingar sem
styðja hugmyndir um
tveggja þrepa virðis-
aukaskatt og ganga því
gegn meginstefnu frum-
varpsins. Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráð-
herra gerir sér hins veg-
ar enn vonir um að
VSK-frumvarpið     nái
fram að ganga um ára-
mótin.
Samþykkt þingflokks Al-
þýðuflokksins hefur valdið
talsverðum titringi ínnan
ríkisstjórnarinnar og á Al-
þingi. Af því tilefni var
haldin utandagskrárum-
ræða um virðisaukaskatt-
inn sem Þorsteinn Pálsson,
formaöur     Sjálfstæðis-
flokksins, fór fram á. Kvað
hann fjármálaráðherra
ófæran um að sjá um fram-
kvæmd upptöku virðis-
aukaskatts og kallaði eftir
stefnu ríkisstjórnarinnar
varðandi     framkvæmd
hans.
Ólafur Ragnar sagði und-
irbúning upptöku VSK hafa
verið víðtækan og gengið
vel. Hann taldi einsýnt að
ekkert væri því til fyrir-
stöðu að hann tæki gildi um
næstu áramót, þá með einu
skattþrepi eins og sam-
komulag milli stjórnar-
flokkanna kvæði á um. Á
næsta ári væri svo hægt að
koma á öðru skattþrepi.
Jón Baldvin taldi Ijóst að
ekki væri lengur þingmeiri-
Samþykkt þingflokks Alþýöuflokksins:
Ólafur leggi fram
tveggja þrepa dæmi
F.ftir að ljóst var að
hugur samstarfsflokka
Alþýðuflokksins í ríkis-
stjórn stæði til að taka
upp tveggja þrepa virðis-
aukaskatt sendi þing-
flokkur Alþýðuflokks-
ins frá sér samþykkt þar
sem hann felst á að
könnuð verði áhrif þess
að taka upp tvö skatt-
þrep. Einsýnt virðist að
Alþýðuflokkurinn vill
ekki þvinga í gegn lög á
Alþingi sem mikill meiri-
hluti þingmanna og
flokka hafa lýst sig and-
víga. Alþýðuflokkurinn
felst því á að kanna áhrif
þess að tekin verði upp
tvö skattþrep í virðis-
aukaskatti. Fer sam-
þykkt þingflokks AI-
þýðuflokksins hér á eft-
Virðisaukaskattur hef-
ur lengi verið á stefnuskrá
Alþýðuflokksins til þess að
bæta samkeppnisstöðu ís- ¦
lenskra atvinnuvega og
tryggja bætt skattskil.
Þingflokkur Alþýðu-
flokksins er hins vegar
þeirrar skoðunar að frum-
varpi um meiriháttar skatt-
kerfisbreytingu megi ekki
fylgja yfirlýsingar stjórnar-
flokka  sem  ganga  gegn
meginstefnu frumvarpsins
og veikja traust á breyting-
unni.
Þingflokkurinn bendir
á að nú hafa samstarfs-
flokkarnir með samþykkt-
um og yfirlýsingum horfið
frá samkomulagi því um
framkvæmd virðisauka-
skatts um næstu áramót
sem gert var með málefna-
samningi ríkisstjórnarinn-
ar og ítrekað við afgreiðslu
fjárlagafrumvarps fyrir ár-
ið 1990. I samkomulaginu
var gert ráð fyrir einu skatt-
hlutfalli en endurgreiðslu á
hálfum skattinum af helstu
matvælum.
Fjármálaráðherra hef-
ur áætlað að eins þreps
virðisaukaskattur með
endurgreiðslu skili 9—10%
verðlækkun á mjólk, dilka-
kjöti, fiski og fersku inn-
lendu grænmeti og að
heildaráhrifin til lækkunar
á matvælaverði nemi um
2%.
Samstarfsflokkarnir
og forystumenn samtaka á
vinnumarkaði og neyt-
enda- og bændasamtaka
hafa lýst því yfir að þeir telji
að með tveggja þrepa virð-
isaukaskatti megi ná meiri
lækkun matvælaverðs en
með samkomulaginu í mál-
efnasamningnum.    Við
þessar aðstæður verður
virðisaukaskatti ekki kom-
ið á samkvæmt gerðu sam-
komulagi.
Þingflokkur Alþýðu-
flokksins fer því fram á að
fjármálaráðherra leggi
fram tillögur sínar um
tveggja þrepa virðisauka-
skatt sem haldið er fram að
nái markmiðinu um meiri
lækkun á verði matvæla án
þess að til komi aukinn
halli á ríkissjóði eða önnur
skattlagning.
Þingflokkurinn lýsir sig
reiðubúinn til þess að
skoða slfkar tillögur enda
verði sýnt fram á að skatt-
svik aukist ekki og lækkun
matvælaverðs skili sér ör-
ugglega til neytenda.
Þingflokkur Alþýðu-
flokksins minnir jafn-
framt á tillögur um undan-
þágulausan virðisauka-
skatt í einu þrepi með mun
lægra skatthlutfalli en nú er
gert ráð fyrir. Þennan kost
þarf einnig að kanna.
Eins og mál hafa þró-
ast getur virðisauka-
skattur ekki tekið gildi
fyrr en þessum athugun-
um er lokið og niður-
stöður fengnar sem
njóta stuðnings þing-
meirihluta ríkisstjórnar-
innar.
Jón Baldvin Hannibalsson formaóur Alþýðuflokksins, Steingnmur hermannsson lormaour
Framsóknarflokksins og Ólafur Ragnar Grímsson formadur Alþýðubandalagsins stinga
saman nefjum i utandagskrárumræðum á Alþingi i gær um virðisaukaskattinn.
hluti fyrir upptöku VSK
eins og samið hefði verið
um, þ.e. um eitt þrep með
endurgreiðslu skattsins á
helstu matvæli þannig að
vægi hans yrði um helm-
ingi lægra á þau en aðra
vöru. Hann kvað þingflokk
Alþýðuflokksins tilbúinn
að skoða tillögu um tvö
skattþrep og fallast á að því
tilskildu að sýnt væri að
það yrði til þess að verð á
matvælum lækkaði og það
leiddi ekki til aukins halla á
ríkissjóði né leiddi af sér
aðra skatta. Eitt þrep í VSK
væri Alþýðuflokknum ekki
trúaratriði og hann væri til-
búinn til að fresta gildis-
töku VSK til að kanna hvað
tvö þrep myndu leiða af sér.
Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra sagði
Framsóknarflokkinn
standa við það sem í stjórn-
arsáttmálanum segir, þ.e.
um eitt skattþrep en sjálf-
sagt sé að skoða hvort ekki
sé rétt að taka upp tvö þrep
síðar. Júlíus Sólnes sagðist
alltaf hafa haft efasemdir
um ágæti VSK en hafi kosið
að beygja sig undir vilja
meirhluta Alþingis og at-
vinnulífsins.
Ýmsir fleiri tóku til máls
og ítrekuðu þingmenn
Sjálfstæðisflokksins að
bullandi ágreiningur væri
innan stjórnarinnar og ef
ekki lægi fyrir innan ör-
fárra dag hvernig fram-
kvæmd VSK yrði væri
ógerningur að koma henni
á um áramót. Þorsteinn
Pálsson sagði málið vera
komið í það óefni að ríkis-
stjómin ætti að segja af sér.
Talsmenn     Kvennalista
fögnuðu því að málið virtist
komið í hnút.
Jón Baldvin Hannibalsson um tveggja þrepa VSK:
Hækkar matvælaverð!
Jón Baldvin Hannibals-
son formaður Alþýðu-
blaðsins telur að tveggja
þrepa virðisaukaskattur
muni ekki lækka verð á
matvöru, heldur þvert á
móti hækka matvöruverð í
landinu. Þetta segir Jón
Baldvin í viðtali við AI-
þýðublaðið í dag.
„Þetta þýðir að þótt við
hefðum 15% þrep á matvæl-
um en yrðum um leið að tak-
marka niðurgreiðslur myndu
þessar hefðbundnu afurðir
hækka í verði, samkvæmt
flestum dæmum um 7—8%,
þrátt fyrir lægra skattþrep.
Vegna þess að í gamla kerf-
inu var þetta allt niðurgreitt,
en nú verða minni peningar
til niðurgreiöslna og verða að
duga yfir víðara svið."
SJÁ BLS. 5
Vandi loddýrarœktarinnar:
Samkomulag um tak>
markaðar aðgerðir
Samkomulag hefur tek-
ist milli Alþýðuflokksins
og landbúnaðarráðherra
um takmai kaðar aðgerðir
til lausnar á þeim vanda
sem loðdýrabændur eiga
við að etja. Upprunalegum
kröfum sérstakrar nefnd-
ar um vanda þennan, sem
fólu í sér mörg hundruð
milljóna króna fjáraustur
úr ríkissjóði hefur verið
ýtt til hliðar og samþykkt-
ar aðgerðir sem fela í sér
aðeins 25 milljón króna út-
gjöld.
Eftir sérstakan fund Jóns
Baldvins Hannibalssonar ut-
anríkisráðherra, Sighvats
Björgvinssonar formanns
Fjárveitinganefndar og Stein-
gríms J. Sigfússonar varð
samkomulag í megindráttum
um niðurstöðu sem takmark-
ast við að varðveita þekkingu
og stofn í landinu.
Samkomulagið felur í sér
útgjöld ríkissjóðs upp á 25
milljónir króna í gegnum
Byggðasjóð, en að auki mun
ríkið beita sér fyrir skuld-
breytingu hjá hinum gjald-
þrota og verst stöddu upp á
260 milljónir króna. Er þetta
talið leysa vanda um 20%
þeirra sem í vandræðum hafa
átt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8