Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MMBIIBLMIB
Miðvikudagur 13. desember 1989
STOFNAÐ
1919
18a tbl. 70. árg.
lfiáðherrafundur
EFTA í Genf:_______
Grænt
Ijosa
samninga
viðEB
í kjölfar leiðtogafundar
EB í Strassbourg og fund-
ar     utanríkisráðherra
EFTA-ríkjanna í Genf í gær
og fyrradag má heita ör-
uggt að ákveðið verði á
sameiginlegum ráðherra-
fundi EFTA og EB í Brssel
þann 19. desember nk. að
gengið verði til formlegra
samninga á næsta ári um
evrópskt efnahagssvæði
hinna 18 ríkja EFTA og EB.
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sagði í
samtali við Alþýðublaðið í
gær að EFTA hefði skýrt
tímamörkin á fundi sínum.
Stefnt skuli að því að útlín-
ur samninga verði tilbún-
ar um mitt næsta ár þann-
ig að hið sameiginlega evr-
ópska     efnahagssvæði
komi til framkvæmda í
árslok 1992, á sama tíma
og Evrópubandalagið lýk-
ur samrunaferli sínum.
Að sögn Jóns Baldvins var
hugsanlegri óvissu varðandi
afstöðu EFTA-ríkjanna til
samninganna við EB eytt á
ráðherrafundi EFTA í gær.
„Þar með var gefið grænt ljós
á að á fundinum 19. desemb-
er verði ákveðið að hefja
formlega samninga við EB,
um hið evrópska efnahags-
svæði," sagði Jón Baldvin.
Hitt meginmálið sem rætt
var á ráðherrafundi EFTA,
voru samskipti EFTA og ríkja
í Mið- og Austur-Evrópu. Á
fundinum var gerð sérstök
ályktun um þau mál um leið
og einstök EFTA-ríki gerðu
grein fyrir samskiptum sín-
um við einstök ríki austan-
tjalds.
EFTA-ríkin lýstu sig viljug
til að halda áfram aðstoð við
ríki Mið- og Austur-Evrópu. í
dag verður haldinn fundur
OECD-ríkja í Brssel þar sem
samræmdar verða aðgerðir
til aðstoðar ríkjum Aust-
ur-Evrópu. Þar verður eink-
um tvennt til umræðu, þ.e.
stofnun jöfnunarsjóðs fyrir
PólJand sem í verdur einn
milljarður dollara og svo
stofnun þróunarbanka fyrir
Austur-Evrópu. Jöfnunar-
sjóðurinn er stofnaður að
frumkvæði     Bandaríkja-
manna en Þróunarbankinn'
að frumkvæði Frakka.
Nýtt útvarpslagafrumvarp í burdarlidnum:
Útvarpsráð lagt niður
Menningarsjódur útvarpsstööva aflagöur — yfirmenn
Ríkisútvarpsins aöeins ráönir til fimm ára í senn
Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins er gert
ráð fyrir því í drögum að
nýju útvárpslagafrum-
varpi sem er til meðferð-
ar hjá þingflokkum
stjórnarflokkanna að út-
varpsráð verði lagt nið-
ur. I stað þess verði f ram-
kvæmdastjórn veitt mun
veigameira hlutverk við
stjórnun Ríkisútvarps-
ins. Sömuleiðis mun vera
í frumvarpinu tillaga um
það að yfirmenn Ríkisút-
varpsins verði ekki
ráðnir lengur en til f imm
ára í senn.
Þessi atriði eru meðal
helstu nýmæla frumvarps-
ins en að auki er þar gert
ráð fyrir því að útvarpsrétt-
arnefnd verði lögð niður en
menntmálaráðherra veiti
framvegis leyfi til útvarps-
rekstrar en til ráðuneytis
hafi liann þriggja manna
nefnd sem einnig tekur við
kvörtunum og kærum á
hendur útvarpsstöðva.
Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins er lagt til í
frumvarpinu að framvegis
verði greitt afnotagjald af
hverri íbúð í landinu í stað
hvers viðtækis eins og ver-
ið hefur. Aðflutningsgjöld
munu áfram renna í ríkis-
sjóð eins og verið hefur nú
til skamms tíma.
Stefnt er að því að Menn-
ingarsjóður útvarpsstöðva
verði lagður 'niður í núver-
andi mynd og Ríkisútvarp-
ið á ekki að halda því áfram
að greiða hlut af rekstrar-
kostnaði Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands.
Slagurinn á Siglufiröi:
Halldor býður báðum
aðilum vinnsluleyfi
Halldór Asgrímsson
sjávarútvegráðherra reyn-
ir nú beint og óbeint að
þrýsta Sunnu hf annars
vegar og Marbakka/Siglu-
neshópnum hins vegar á
Siglufirði til að sameina
krafta sína í baráttu þeirra
fyrir vinnsluleyfi og kaup-
um á húsnæði Sigló hf.
Slíkar tilraunir hafa
reynst árangurslausar
hingað til og samkvæmt
heimildum  Alþýðublaðs-
ins íhugar ráðherra nú að
veita báðum aðilum
vinnsluleyfi.
Slík ráðstöfun yrði þó á all-
an hátt hin óhagkvæmasta
lausn í málinu. Hún myndi
þýða að Sunna keypti hús-
næðið af fjármálaráðuneyt-
inu og fengi vinnsluleyfi en
þyrfti að verða sér úti um vél-
ar. Marbakka/Sigluneshóp-
urinn tæki vélar sínar og
þyrfti að fjárfesta í húsnæði
undir þær. Og báðir aðilar
fengju leyfi og færu í sam-
keppni. Ráðherra mun hafa
boðið báðum aðilum leyfi á
þennan hátt, en þá fyrst og
fremst til að þrýsta á um að,
þeir komi sér saman um,
skynsamlegri lausn.
Sem stendur virðist þó
langt í land með að aðilar
bessir sameinist í eina heild
og spila þar inn í bæði póiit-
ískur og persónulegur ágrein-
ingur. Að Sunnu standa bæj-
arstjórnin, verkalýðsfélagið,
rafveita bæjarins, Dröfn hf,
Þormóður rammi og ýmsir
þjónustuaðilar, en meiri-
hiutavaldið     í     Mar-
bakka/Siglunesi mun vera í
höndum utanbæjarmanna.
Gísli Alfreösson Þjóöleikhússtjóri:
Ekki slæmt ef framlög
verða samþykkt óbreytt
„Þær upphæðir sem
fram koma í fjárlagafrum-
varpinu nú eru raunhæf-
ari en oftast áður, þar eru
okkar tillögur skornar
niður um 16%, en um
35—55% oft áður. Ef tölur
um framlög vegna rekstr-
arkostnaðar  verða  sam-
þykktar verðum við auð-
vitað að gæta fyllsta að-
halds, en ástandið ætti þá
ekki að vera slæmt. Eins
er um framlag í frumvarp-
inu vegna viðgerðar að
segja að óbreyttar ættu
þær að duga, en við ótt-
umst vissulega að þær fá-
ist ekki samþykktar,"
sagði Gísli Alfreðsson
Þjóðleikhússtjóri í samtali
við Alþýðublaðið í gær.
Fjárveitinganefnd Alþingis
lagði í gær fram breytingatil-
lögur sínar við fjárlagafrum-
varp næsta árs, en boðaði
hins vegar að tillögur um
Þjóðleikhúsið muni ekki
koma fyrr en síðar við af-
greiðslu málsins. Að frum-
varpinu óbreyttu er reiknað
með 260 milljónum í almenn-
an rekstur og 125 milljónum í
stofnkostnað. Menntamála-
ráðuneytið hefur hins vegar
lagt fyrir nefndina sparnað-j
artillögur sem lúta að laekkun,
á rekstrarkostnaði hússins.  t
í samtali við Alþýðublaðið í(
gær kom fram hjá mennta-:
málaráðherra óvissa um
rekstur og viðhald Þjóðleik-
hússins á næsta ári og sam-
kvæmt heimildum Alþýðu-.
blaðsins hefur komið til um-
ræðu hvort segja þurfi upp!
leikurum Þjóðleikhússins^  J
Gísli kannaðist ekki viði
slíkar umræður. „Hitt er ann-:
að mái að ef fjármagn til,
rekstursins verður ekkr
tryggt þá neyðumst við:%
kannski til að skoða slík málf
í samráði við menntairlála-,
ráðuneytið."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8