Tíminn - 05.06.1968, Side 1

Tíminn - 05.06.1968, Side 1
KYNNIÐ YKKUR UMFERÐATRYGGINGU TÍMANS ALLIR ASKRIFENDUR FÁ ÓKEYPIS TRYGGINGU I KAUPBÆTI 112. tbl. — Miövikudagur 5. júní 1968. — 52. árg. RáSherrar og bankastjórar skoSa Hin miklu jarSgöng gegnum SámstaS'amúla. Göngin eru 10 metra há. Vegalengd- ln frá stíflunni í Þjórsá aS stöSvarhúsinu er um 5 kilómetrar. Um þessi göng munu tveir þriSju hlutar meSal- rennslis Þjórsár renna, þegar þau verSa tekin í notkun. (Tímamyndir Gunnar. Hornsteinn lagður að Búrfellsvirkjun Forseti íslands leggur hornstein aS mesta mannvirki sem íslendingar hafa ráSizt í. OÓ-Reykiavík, þriðjudga. Forseti íslancls, lierra Asgeir Ásgeirsson, lagífi í gær hornstein að stöðvarhúsi orkuversins, sem verið er að bygg'ja við Búrfell. Forseti lagði hornsteininn, skinn, sem á er skráð saga orkuversins og rakinn aðdragandi framkvæmd anna og getið þeirra aðila sem hafa átt þátt f undirbúningi og gerð þess. Viðstaddir athöfnina voru ráðherrar, meðlimir borgar- ráðs Keykjavíkur bankastjórar og stjórn Landsvirkjunar. Athöfnin hófst með því að dr. Jóhannes Nordal, formaður stjórn ar Landsvirkjunar flutti ræðu og rakti að nokkru sögu verksins og gat þeirra verkefna sein enn er ólokið. Er forsetinn hafði lagt hornsteininn, flutti hann ávarp. Síðan skoðuðu gestir mannvirkin undir leiðsögn verkfræðinga Landsvirkjunar. í ávarpi sínu sagði forsetinn m. a- Rafvirkjun hófst hér á landi fyrst til lýsingar í velrarmyrkrum, .og síðar (i) „up I itunar í vctrar kulda. Það er hin mesta og bezta búningsbót í þessu landi, að ljós og hiti komi í stað myrkurs og kulda. Það búa óþrjótandi möguleikar í falivötnum og hvera svæðum þessa lands mótsagnanna sem geta gengið upp í æðri eining. íslenzkur iðnaður hefir vaxandi þörf fyrir afl, ljós og hita. Og það þarf fleiri og stærri verkefni en áður fyrir stórvirkjanir, sem eru sniðnar við vöxt framtíðarinn ar. Nafns Einars Benediktssonar mun lengi minnzt í sambandi við Þjórsárvirkjanir, en verkefnið vantaðj á hans tíð, þó fossaflið væri hið sama. Skáldin hafa löng um kveðið um fossana. „Tign býr í tindum, traust í björgum, feg urð í fjalldölum, en í fossmn afl“, segir Jónas þegar hann er að Framhald á bls. 14 Tala umferðarslysa 1. viku H-umferðar Svipuð og Y-umferð OÓ-Reykjavík, þri'ðjudag. Upplýsingar hafa nú borizt til Framkvæmdanefndar hægri um- ferðar úr öllum lögsagnarumdæm um landsins uin umferðarslys, er urðu fyrstu vikuna, sem hægri um ferð var í gildi á íslandi. Slysatöl ur eru þessar: Á vegujn í þéttbýli (>7 umferðarslys, þar af 49 í Hvík. Á vegum í dreifbýli 6 umferðar slys. Hér er átt við umferðarsiys sem lögregluskýrslur eru gerðar um. Umferðarslys er óhapp, sem á sér stað á vegi þar sem um meiðsli á manni eða eignatjón er að ræða og að minnsta kosti eitt ökutæki á hreyfingu á hlut að. Til þess að fá mælikvarða á tíðni umferðarslysa hefur Fram kvæmdanefnd hægri umferðar safnað saman upplýsingum um þau umferðarslys á landinu síðast liðin tvö ár, sem lögreglan gerði skýrslur um. Tala þeirra slysa var 5128 árið 1966 en 5058 árið 1967. Síðan hefur verið gert yfirlit yf ir tölu umferðarslysa á viku hverri þessi tvö ár og slysin flokk uð með ýmsu móti eftir aðstæðum og tildrögum. Yfirlitið er tvískipt: Annars vegar eru umferðarslys á vegum í þéttbýli, hins vegar slys á vegum í dreifbýli. Sú skipting er tekin upp vegna mikils munar á ytri aðstæðum í umferðinni og á tildrögum umferðarslysa. Að jafnaði er tala umferðar slysa á dag mjög breytileg. Tala umferðarslysa á viku er einnig breytileg, en þó (iltölulega minna breytileg. Því lengri sem tímabil in eru, sem tekin eru til athugun ar, því minni er breytileiki þeirra að tiltölu. Séu ár borin saman er siysatala þeirra að jafnaði svip uð. Með aðferðum tölfræðinnar má leiða í ljós, með hverjum hætti þessi breytileiki er reglu bundinn. Af slysayfirlitinu má nú sjá, að E'ramhaid a bls. 14. Tillögur um bætta þjónustu við síldveiðiflotann komnar LOFTSKEYTAMANN OG LÆKNE Á SlLDARMIÐIN EJ-Reykjavík, þriðjudag. ir Á föstudaginn skilaði nefnd bú, sem gera átti tillögur um hag- nýtingu síldar og um bætta þjón- ustu við síidveiðiflotann á fjar- lægum miðum nú í sumar, áliti sínu til sjávarútvegsmálaráðuneyt isins. ir í álitinu kemur frani, a'ð nefndin telur nauðsynlegt að varð skip verði á miðunum til aðstoð- ar, og sérstakur loftskeytamaður þar um borð til þjónustu fyrir flotann. Einnig, að læknir verði um borð í varðskipinu, og kejmnr fram, að fjárhagsgrundvöllur iækn isþjónustu þeirrar hefur verið tryggður. Nefndin skipti þjónustu við síld veiði'flotann á fjarlægum miðum niður í 10 atriði. og verður hér á eftir gerð grein fyrir tiill'ögum nefndarinnar varðandi hvert at riði fyrir sig. 1. Læknisþjónusta. — Stóru varðskipin eru nú útbúin þannig, að aðstaða er í þeim lil að veita fyrstu læknishjálp. Ennfremur tel ur nefndin líklegt, að læknir verði fáanlcgur til þessa starfs, fái hann jil þess aðstöðu og þau kjör, sem ■hann krefst og uunt verður að semja um. Dómsmálaráðuneyt- ið miin beita sér fyrir því, að væntanlegum lækni á fjarlægum miðum verðj greidd ein og hálf héraðsiæknislaun, sem eru 27|anlegs læknis Verði fullnægt. Hef þúsu.nd krónur á mánuði, en þá ur Fiskimálasjóður ákveðið að vantair töluverða rjárhæð ti’ að brúa það hi! að ;au<nak:öfu vænt- ábyrgjast greiðslu á þeim mismun, Framnaid a oLs. 14 Stúdentaráð Háskóians: ENGAR MÓTMÆLA- AÐGERÐIR E.T-Reykjavík, þriðjudag. Stúdentaráð Háskóla íslands — scm er æðsti aðili stúdenta í hagsmuna- og menntamálum — hefur sent frá sér yfirlýs- ingu, þar sem gagnrýnd er harð lega notkun Háskólans undir hvers konar ráðstefnur. Aftur á móti segir í yfirlýsingunni, að Stúdentaráð hafi „ekki í hyggju að beita sér fyrir mótmælaað- gerðum í sambandi við f.vrirhug aðar ráðstefnur, enda telur Stúdentaráð nú sem áður, að framvindu í mennta- og hags- munamálum stúdenta sé bezt borgið með málefnalegri bar- áttu“. Yfinlýsing Stúdentaráðsins fer hér á eftir í heild. „Stúdentaráð Híáskóla íslands gagnrýnir harðlega notkun húsa kynna Háskólans undir hvers konar ráðstefnur, sumar hverj- ar á engan hátt tengdar starf- semi hans. Undanfarin ár hef ur háskólinn í auknum mæli verið notaður undir ráðstefn- ur og nú í ár mun ráðgert að þær verði fleiri og umfangs- meiri en nokkru sinni fyrr. Bendir stúdentaráð á, að tals- verðu-r hluti stúdenta stundar nám sitt við skótann jafnt sutn ar sem vetur við lestur eða samningu ritgerða. Valda ráð- stefnur þessar mikilli og óæski legri rbskun á námi áður- nefndra stúdenta. Stúdentaráð skilur erfiða af- stöðu háskólaráðs gagnvart beiðni frá yfirvöldum um af-' not af húsakynnum skólans. Þvi beinir stúdentaráð þeim tilmæium til yfirvalda, að þau Framhald á bls. 15. ELDFLA USAÁRÁS Á SAIGON NTB-Sajgon, þriðjudag. Fregnir frá Saigon herma, að í dag liafi borgin orðið fyrir mestu eldflauga- og spreiigjuárás í Viet- namstyrjöldinni til þessa. Þegar spréngjuregnið léll vfir áttu stjórn arhermenn í ofsalegum bardögum við smáhópa Víetcong itianna víðs vegar i rústum kínverska hverfis- ins Cholon og í Gie Dinh borgar liliitanum. Eldflaugnaárásirnar í dag lciddti m. a. til gífurlegs tjóns á stóru sjúkrahúsi, raforkuveri og hafnarmannvirkjum, auk mikilia eldsvoða víða um borgina. Tvö bandarísk skip nrðu fyrir minni- háttar skemmdum af völdum loft- árásanna. Tala þeirra, sem misst hafa heimili sín í Saigon frá því að önnnr stórsókn Víetcongmanna hófst þann 5. maí, er komin upp í 115 þúsund og munu þó ekki öll kurl vera kornin til grafar. Framtoald a bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.