Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 1
Óskar Vigfússon um deilu sjómanna fyrir austan: Reynt er að koma í veg fyrir sanngjarna lausn ,,Við viljum leysa þessi mál,“ segir Óskar Vigfússon, for- maður sjómannasambands Islands, ,,en það virðast ekki vera mikil líkindi til þess í dag og koma þar margir að máli, bœði skyldir og óskyldir. Pað er reynt að koma í veg fyrir að sanngjörn lausn finnist á þessu máli. “ Óskar Vigfússon, formaöur Sjómannasambands íslands. Flótti einvaldsins í Rúmeníu: Ceausescu- hjónin rændu bíl og bílstjóra Hingað til hefur litlum fregnum farið af því hvern- ig Ceausescu-hjónin í Rúmeníu reyndu að flýja áður en þau voru handtek- in, yfirheyrð, dregin fyrir rétt og loks lífiátin á jóla- dag. Franska dagblaðið Libera- tion hefur nýverið birt viðtal við rúmenskan mann sem Ceausescu-hjónin rændu og neyddu til að aka sér um þjóðvegina í nálægð Búka- rest. Ceausescu og Elena eig- inkona hans komust að þeim bitra sannleik að þau voru vinalaus og hötuð þegar dag- ar ógnarstjórnar einvaldsins voru taldir. Alþýðublaðið birtir í dag samantekt af frá- sögn Libertion af þessum sögulega flótta Ceausescu- hjónánna. SJÁ BLS. 4. Deila sjómanna og fiskkaupenda fyrir aust- an hefur komið róti á viðraeðuaðila ASÍ og VSÍ og er talið hugsanlegt að verði samið fyrir austan um annað og hærra fisk- verð kunni það að eyði- leggja þann grundvöll sem ASI og VSI ræða. Oskar Vigfússon for- maður Sjómannasam- bandsins heldur því fram að reynt sé að koma í veg fyrir sanngjarna lausn deilunnar. Deilan fyrir austan stend- ur um það hvort og þá liversu mikið verð á fiski skuli taka miö af markaös- verði á fiskmörkuöum. í gildi er ákveðið verðlags- ráðsverð um flestar fiskteg- undir og er þar um að ræða láfmarksverð. Það verð sem hefur fengist fyrir fisk á fiskmörkuöum hérlendis er talsvert hærra en verð- lagsráðsverðið segir til um og fiskvinnslan víða um land hefur verið ófús að greiða meira fyrir fiskinn en það segir til um. Ari Skúlason hagfræö- ingur hjá ASÍ sagði aö- spuröur þaö af og frá að Al- þýðusambandiö stæði gegn því aö samiö yrði um hærra fiskverö til sjó- manna fyrir austan. Hann sagöi að bann vissi ekki betur en landverkafólk fyr- ir austan stæði fyllilega með sjómönnum. ..Hér væri ekki veriö að ræða uni aö bækka grunnverö til sjó- manna heldur einungis um samninga milli einstaka að- ila. Sjómenn eru aðeins að reyna aö fá fyrir fiskinn svipað verð og gildir víða annars staöar." EinarOddur Kristjánsson formaður VSÍ sagði að það Itefði ótal sinnum komið frant hjá sér aö við yröum, „vegna þess efnahags- ástands sem er í þessu landi, að reyna aö finna heildarlausn á kjaramál- um, a.m.k. yfir þetta ár og reyna að koma okkur út úr þessum hryllilega vita- hring sem getur ekki endað með öðru en að allir tapi. Þá tala ég um heildarlausn og hún er fyrir alla. ()g þeg- ar ég segi alla, þá meina ég alla." Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LIU taldi deiluna hafa verið í hnút frá upphafi. Honum fannst fráleitt að einhver tvö fiskvinnslufyrirtæki á Austfjöröum fari að semja sérstaklega. ,,Eg sé hins vegar ekki hvers vegna menn ættu að fara að blanda fiskverösmálum inn í þessi kaup- og kjaramál vegna þess að við erum að taka á okkur verulega afla- skeröingu og við erum að fá á okkur olíuhækkun sem nemur 75% frá ársbyrjun til ársloka. Margbreytilegar aöstæður hjá sjómönnum og útgeröinni er ekki hægt að bera saman viö kjör landverkafólks. Að því leyt- inu erum við sammála sjó- mönnum." Óskar Vigfússon formað- ur Sjómannasambandsins sagðist ekki vita hvort það væri almennur vilji fyrir þvi úti á landi aö koma þar á fót fiskmörkuöum. „En sjómenn vilja að eitthvert samræmi sé á milli þess sem þeir fá fyrir fiskinn og þess sem fæst fyrir hann á fiskmörkuöum. Fiskmark- aðir og fiskmiðlun gera það aö verkum aö verkendur geta sérhæft sig í ákveöinni vinnslu og borgað hærra verð fyrir fiskinn, en til þess að koma slíku kerfi á þarf áhugi að vera til staöar en hann viröist ekki vera." Iðnaðarráðherra rœddi við fulltrúa Alumax: Alumax hefur áhuga á Atlantal samstarfinu Fundur Alumax, Hoogovens, Gránges og íslendinga í lok nœstu viku. Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra og fulltrúar Landsvirkjunar hafa síð- ustu daga átt viðræður hér Bankarnir qræda of mikið Bankarnir græða meira en góðu hófi gegnir aö áliti meirihluta þjóðarinnar ef marka má niðurstöður skoð- anakönnuar sem birtar voru í gær. Meirihluta þeirra sem af- stöðu tóku í könnuninni virt- ust hins vegar ánægðir meö þjónustu bankanna og yfir- gnæfandi meirihluti hefur traust á bönkunum. Frá nið- urstöðum könnunarinnar er sagt á bls. 5. Jón Sigurösson á landi við fulltrúa banda- ríska álfyrirtækisins Al- umax um hugsanlega þátt- töku fyrirtækisins í áliðn- aði hér á landi. Svo er að sjá sem Alumax-menn hafi nokkurn áhuga á því að koma inn í samstarf Atl- antal-hópsins svo kallaða. „Þetta voru mjög gagnleg- ar viðræður og þær leiddu í Ijós mjög greinilegan og gagnkvæman áhuga á þvi að halda áfram viöræðum. Fyrst og fremst um hugsanlega þátttöku Alumax í Atlan- tal-verkefninu, en á því hafa þeir augljósan áhuga. Það varð að ráði að stofna til fund- ar með þeim og fulltrúum Grnges og Hoogovens þegar í næstu viku. Islenskir við- ræöuaöilar verða meö og ég reikna meö því aö fundurinn verði hér á landi í lok næstu viku" sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra i samtali við Alþýðublaðið i gær. Einnig var rætt viö þá um áhuga Alumax á öðrum ál- iönaöarfjáríestingum á ís- landi. „En það veröur þá að ræða nánar síðar, með þvi að þeir hafa sýnt þennan áhuga á Atlantal-verkefninu." Aðspurður nánar um fyrir- tækið, áherslur þess og hve- nær þaö væri reiðubúið til aö taka ákvörðun sagði Jón: „Þetta er mjög álitlegur sam- starfsaöili og öflugt fyrirtæki. Þetta eru raunsæismenn, þeir vilja líta á allt máliö, stað- setningu, þátttökuhlutfall og þar fram eftir götunum. Mér sýnist aö þeir séu tilbúnir til að komast aö niðurstööu frekar fljótt og það tel ég já- kvætt" sagði Jón. Samningamál sveitarfélaga: Nýtt samræmt starfsmat Samningaviðrœður skammt á veg komnar en taki mið af öðrum samningum ,,Það er útilokað annað en að taka mið af þeim kjarasamningum sem eiga sér stað í kringum okkur,“ sagði Páll Guðjónsson for- maður launanefndar sveit- arfélaga við Alþýðublaðið í gær. Ekki er enn ljóst hvort aðilar munu stefna að langtíma samningi eða semja til skemmri tíma. Samningaviöræður launa- nefndar sveitarfélaga og samflots bæjarstarfsmanna eru skammt á veg komnar. Aðilar ætluöu að hittast í gær að sögn Páls en veðurguðirn- ir heföu komið í veg fyrir það. Samningsaðilar koma alls staðar frá af landinu og því talsvert undir veðri komiö hvenær hægt er að hittast. Þá kom fram hjá Páli að í haust hafi fariö fram talsverö vinna í aö samræma starfs- mat hinna ýmsu sveitarfé- laga og inn í myndinni væri m.a. að semja til skamms tíma meðan aðilum gæfist kostur á að láta fara fram nýtt samræmt starfsmat. Það tæki hins vegar nokkurn tíma og reyndin af slíkri samræmingu væri sú að menn hækkuð í launum frekar en hitt. Veru- leg samræming átti sér stað meö „Akureyrarsamningn- um" en enn gætti þó nokkurs misræmis milli einstaka sveit- arfélaga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.