Tíminn - 15.06.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.06.1968, Blaðsíða 1
I N W\ '• ASalskrifstcfa stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns er í Bankastræti 6. Sími 83800- 'S 1 r-i rr-i rzr\ Samið um síldarsölu til fjögurra landa SÍLDARVERÐIÐ HEFUR HÆKKAÐ 121. tbl. — Laugardagur 15. júní 1968. — 52. árg. AF HVERJU k VEGUM ÆSKULÝÐS- FYLKINGAR? EJ-Reykjavík, föstudag. Blaðinu barzt í dag frétta tilkynning undirrituð „Æskulýðsfylkingin", þar sem segir, að „seinnibluta næstu viku eru væntanlegir hingað til lands tiu land- flótta Grikkir á vegum Sænsku Grikklandsnefndar- innar. Grikkirnir munu dvelja hér í viku til tíu daga daga og hafa hug á að kynna íslendingum ástandið í heimalandi sínu. Einnig munu þeir ræða við stjórn málamenn og félagasamtök hérlendis, sem hug hefðu á að veita grísku þjóðinni eitt- hvert lið í þeirri harðvítugu baráttu sem hún nú heyr við innlend og erlend aftur haldsöfl." Ekki er gefin nánari skýr ing á hverjir þessir' 10 Grikkir eru, né heldur hvers vegna Æskulýðsfylk Framhald á ols. 14. IGÞ-Reykjavík, föstudag. í dag barst Tímanum frétta tilkynning frá Síldarútvegs- nefnd, þar sem skýrt er frá síldarsamningum við fjögur lönd. Segir í tilkynnnigunni að söluverð til þessara landa hækki lítilsháttar frá því á fyrra ári, auk þess hafa tvö löndin fallizt á að hækka verð ið sem nemur gengisfellingu pundsins. Þá er það nýmæli, að heimilt er að afgreiða verulegan hluta upp í samn- ingana með síld, sem söltuð kann að verða um borð, og þarf ekki að raða þeirri síld í tunnurnar. Fréttatilkynning in fer hér á eftir: „Undanfarð hafa staðið yfir samningaviðræður um fyrirfram- sölu á saltaðri Norður- og Austur landssfld framleiddri 1968. Samn ingar hafa þegar tekizt við síldar kaupendur í Svíþjóð, Bandaríkjun um, Finnlandi og Vestur-Þýzka- landi. Kaupendur hafa eins og á undanförnum árurn nokkurn frest til að ákveða endanlegt samnings magn, en samið hefir verið um öll önnur atriði. Söluverðið til þess arra landa hækkar lítilsháttar frá því, sem það var á s. 1. ári. Auk þess hafa kaupendur í Finnlandi og Vestur-Þýzkalandi fallizt á að hækka verðið frá fyrra ári sem svarar gengisfellingu sterlings- punds gagnvart Bandarí'kjadollar, Framhald á bls. 14. TIL HJÁLPAR BIAFRA Rauði kross íslands hefur fyrir beiðni Alþjóða Rauða krossins ákveðið að hefja abnenna fjársöfnun hérlendis til aðstoðar almennuni borg- urum í Biafra, en eins og kunnugt er, rikir þar algjört neyðarástand vegna styrjaldar. RáSgert er að söfnunarfé þessu verði varið til kaupa á íslenzkum afurðum, sem sendar yrSu á vegum Alþjóða Rauða krossins til hjálparsveita þeirra í Biafra. Söfnun þessi hefst eftir helgina ,og mun blaðið skýra nánar frá tilhögun hennar þá. ' s ' •'•/'•/••, • • s ""/'/'fó "/'/"" ' ' '" """" ' '//'/ Hafa stöðvað pökkun og mat á saltfiski vegna sölutregðu KJ—Reykjavík, föstudag. Fyrir nokkrum dögum síðan var allt mat á saltfiski í land inu stöSvað, og þar með er stöðvuð pökkun á saltfiski. Staf ar þetta af því að mjög erfið lega hefur gengið fram að þessu að selja saltfiskinn frá vetrar vertíðinni og munar þar mestu að ekki hefur enn tekist að selja neitt til Portúgal, en nærri helmingur saltfiskfram- leiðslunnar 1967 var seld til Portúgal. Á árinu 1967 voru seld tæp tuttugu þúsund tonn af óverk uðum saltfiski en aðeins rúm tólf hundruð tonn af verkuðum saltfiski. Með verkuðum og ó- verkuðum saltfiski er átt við, að óverkaður saltfiskur er ekki þurrkaður en verkaður saltfiskur er þurrkaður. Helm ingur þessa magns eða tæp tíu þúsund tonn voru seld til Portú gal,. en næst hæsta sölulandið er Spánn en þangað voru seld rúm fjögur þúsund tonn. Lang mesta magnið af verkuðum salt fiski eða rúmlega eitt þúsund tonn voru seld til Brasilíu. Þegar það er haft í huga að Portúgal er aðalmarkaðslandið og þangað hefur ekki tekist að selja neitt að ráði. má sjá að ástandið i saltfisksölnmálum er mjög alvarlegt, og má jafn vel jafna því við það ástand sem nú ríkir í skreiðarsölumálum. Á undanförnum árum hefur ver ið ríkisfyrirtæki í Portúgal sem annast hefur um saltfisk kaupin af okkur, en núna hef ur því verið breytt, og eru það einstaklingar sem hafa kaupin í sínum höndum núna. Má vera að orsakanna til sölutregðunn- ar sé að leita til þessarar breyt ingar. Einnig getur verið að sölutregðunnar gæti fyrst og fremst frá því að íslendingar hafa ekki sem skyldi verkað saltfiskinn. en um það mál komst Tómas Þorvaldsson for- maður SIF svo að orði í yfir litsgrein um saltfiskframleiðsl una 1967, sem birtist í Ægi í vetur. Þar segir svo: „Það hefir lengi verið ljóst þeim, sem málefnum fiskfram leiðenda eru kunnastir, að sá samdráttur, sem orðið hefir undangengin ár á þurrkun salt fisks, hefir verið mjög neikvæð ur og til þess líklegur að skapa erfiðleika ef snögglega þyrfti að vinna markaði að nýju fyrir verkaðan fisk. Það hefir á undanförnum ár- um verið marg bent á, að for- ráðamönnum S.Í.F., bæði á þessum vettvangi og öðrum, að með aukinni velmegun í mark aðslöndum okkar í Evrópu, hafa stöðugt minnkað mögu- leikar okkar á að selja salt fisk í lægri gæðaflokkum og getur ekki hjá því farið, að við verðum að taka upp salt fiskþurrkun í ríkal-a mæli en nú er.“ Þegar það er haft í huga að skreiðarmarkaðirnir eru svo til lokaðir, og meira af lægri flokkum fisks fer í saltfisk- verkun, og sömu aðilarnir hafa á hendi í flestum tilfellum bæði saltfisk og skreiðarverk- un, má sjá að enn versnar að- Framhaia a bls. 15. 'í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.