Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MMDUBLMfi
Boðberí
nýrra tíma
79.  TÖLUBIAÐ  71.  ARGANGUR
MIÐVIKUDAGUR
30. MAÍ 1990
FLOTI VESTMANNAEYJA SIGLIR í LAND: vest-
mannaeyjaflotinn var á innleið í gærkveldi til að mótmæla
þeirri ákvörðun Aflamiðlunar að skerða útflutningsleyfi
gámaútflytjenda í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu orðið upp-
vísir að því að flytja út mun meira af gámafiski en þeir
höfðu leyfi til.
NORSKAR PRINSESSUR FÁ JAFNAN RÉn:
Norska stórþingið samþykkti breytingu á stjórnarskrá
landsins í,gær sem veitir konum sama rétt til ríkiserfða og
körlum. Akvæðið nær þó ekki til dóttur núverandi ríkis-
arfa.
SLÆMAR ATVINNUHORFUR SKÓLAFÓLKS:
Tíu umsóknir eru nú um hvert starf atvinnumiðlunar
námsmanna en á sama tíma í fyrra voru þær fjórar og tvær
árið þar áður. Atvinnumiðlun hefur farið fram á að ríkis-
stjórnin leggji fram fé til atvinnubótavinnu líkt og gert var
í fyrra.
FÆREYINGAR HAFNA TILLÖGUM EB: Færeyska
stjórnin hefur hafnað tillögum Evrópubandalagsins um
gagnkvæma verslunarsamninga. Þeir sætta sig ekki við
háa tolla á fullunnum fiskafurðum. Færeyingar vilja ekki
blanda saman fiskveiðisamningum og verslunarsamning-
um við bandalagið.
MEIRIHLUTAR OG KÆRUR KOSNINGAÚR-
SLITA: Nú er víða unnið að því að mynda nýja meirihluta
í bæjarstjórnum. Á þremur stöðum á landinu hefur taln-
ing atkvæða verið kærð. Það er í Keflavík, á Skagaströnd
og í Vestmannaeyjum.
AXIS-HÚSGÖGN í PARÍS OG LAUSANNE: Ax-
is-barna og unglingahúsgögn verða á næstunni á boðstól-
um í virtum húsgagnaverslunum ,,La Beautique Danoise"
í París og Lausanne í Sviss. Axis sýndi þessa hlið fram-
leiðslu sinnar nýlega á húsgagnasýningu í Bella Center í
Danmörku og fékk mikið hrós, bæði fyrir góða smíð og
hagstæð verð. Var það mál manna aö fyrirtækið stæöi fylli-
lega öðrum framleiðendum á sporði. Undirbúningsvið-
ræður standa yfir um sölu framleiðsluréttar á Axis-hús-
gögnum til markaðssvæða sem Axis getur ekki sinnt frá ís-
landi.
EIGA MEIRA EN MILLJARÐ: Fulltrúaráð Sjómanna.
dagsins í Reykjavík og Hafnarfirði býr við góðan hag, í nýj-
ustu reikningum samtakanna kemur í Ijós að eignir alls
nema einum milljarði króna og raunar 45 milljónum betur.
Skuldir eru um 62 milljónir. Hrafnystuheimilin tvö voru
hinsvegar rekin með halla í fyrra, sem nam samtals 37
milljónum króna. Pétur Sigurðsson var endurkjörinn for-
maður fulltrúaráðsins til næstu þriggja ára, hann hefur
gegnt því embætti í 28 ár.
LEIÐARINN i DAG
Staða ríkisstjórnarmnar í Ijósi úrslita sveitar-
stjórnarkosninganna ertil umræöu í leiöara Al-
þýðublaösins í dag. Að mati blaðsins hefur rík-
isstjórnin styrkst, bæði vegna góðs árangurs
Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og
batnandi og stöðugri efnahags. En einnig kem-
ur til veikari staða stjórnarandstöðuf lokkanna á
landsvísu, sérstaklega Kvennalistans sem virð-
ist á útleið úr íslenskri pólitík.
Hvað verður um
jan vettvang?
Um það má lesa í fréttaskýr-
ingu eftir Ingólf Margeirsson
þar sem hann veltir því upp
hvort Nýr vettvangur hafi unn-
ið sigur eður ei.
Hvað segja efstu
menn A-lista?
Hvað segja A-listamenn um
úrslit kosninganna í sinni
heimabyggð? Alþýðublaðið
hafði samband við suma þeirra
í gær og innti þá eftir áliti þeirra
á niðurstöðum kosninganna.
Persónudýrkun
eða kærleikur?
Jónas Jónasson segir sína
skoðun í blaðinu í dag. Hann
fjallar m.a. um kosningar og
kosningabaráttu fyrr og nú.
Eru menn orðnir hundleiðir á
stjórnmálum og stjórnmála-
mönnum?
Kópavogur:
Sigurður Geirdal
nýr bæjarstjóri?
Sigurður Geirdal, bæjar-
fulltrúi      Framsóknar-
flokksins, verður næsti
bæjarstjóri í Kópavogi, að
því er traustar heimildir
Alþýðublaðsins hermdu í
gærkveldi. í gærkveldi
voru boðaðir fundir fram-
sóknar-  og  sjálfstæðis-
manna til að taka endan-
lega ákvörðun um meiri-
hlutasamstarf flokkanna í
bæjarstjórn Kópavogs.
Sigurður Geirdal og Gunn-
ar Birgisson oddviti sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn Kópa-
vogs áttu með sér langan
fund í gær þar sem þeir munu
að stærstum hluta hafa geng-
ið frá helstu atriðum varð-
andi meirihlutasamstarf.
Samkvæmt heimildum sem
Alþýðublaðið metur traustar,
verður Sigurður Geirdal bæj-
arstjóri og fréttir um jafna
skiptingu f lokkanna við kjör í
nefndir og ráð munu í megin-
atriðum eiga við rök að styðj-
ast.
Framsóknarmenn eru víð-
ar í meirihlutaviðræðum. Um
meirihlutaþreifingar á ýms-
um stöðum á landinu er fjall-
að á bls 3.
Foreldrar í Reykjavík og dagvistarmál:
Fáir óska ellir
heilsdags dagvisl
Foreldrar sem svöruðu
spurningum í víðtækri
rannsókn sem Foreldra-
samtökin hafa gert undan-
farna mánuði í Reykjavík
vilja fyrst og fremst dag-
vistarþjónustu í 4—5 tíma
daglega  fyrir  börn  sín.
Hér var um að ræða víð-
feðma rannsókn Foreldra-
samtakanna, sem tók til
flestra foreldra barna á aldr-
inum 1—5 ára í Reykjavík.
Faglega var að rannsókninni
staðið. Alls náðist til 925 for-
eldra. Fyrstu niðurstöður
rannsóknarinnar hafa nú ver-
ið kynntar.
Helstu niðurstöður í ör-
stuttu máli eru þessar: Af
þeim 925 foreldrum sem náð-
ist til höfðu 52Q reynslu af
þjónustu dagmæðra og töldu
314 reynsluna góða eða mjög
góða. Alls 388 foreldrar sögð-
ust nota þjónustu dagvistar-
heimila en 424 ekki. Aðeins
528 vildu svara spurningu um
hvort sú þjónusta væri full-
nægjandi og töldu 263 hana
fullnægjandi.
Þegar spurt var um á hvaða
aldri barnsins fólk vildi helst
nýta sér dagvistunarrými.
Langflestir, eða 261 vildi nýta
sér slíkt þegar barnið væri
1,5 árs til 2 ára, 221 foreldri
vildi aldurinn 2 til 2,5 ára.
Spurningunni um lengd
dagvistarþjónustu á degi
hverjum var svarað svo að 31
foreldri vildi dagvistaþjón-
ustu 2—4 tíma á dag, 478
vildu 4—5 tíma þjónustu, 129
vildu 5—6 tíma, 104 vildu
6—7 tíma og 129 foreldrar
vildu dagvistarþjónustu í
meira en 7 tíma daglega.
I bárujárnshúsi vio Bergþórugötuna, vinna börnin, fóstrur og stundum foreldrar lika við ýmis
verkefni sem eiga að glæða áhuga á sköpun umhverfis, efla listhneigð, þroska börnin og auka
öryggi þeirra. Barnaheimilið Ós er i eigu foreldranna sjálfra.              A-mynd: E.ÓI.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8