Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 2
2 Þotufíugmaður — og verðandi formaður Verk- fræðinga- félagsins Peir eru i>reinilega dui>n- aðarmenn synir Halldórs //. Jónssonar, margfrægs stjórnarformanns stærstu fyrirtækja landsins, og Marsjrétar (laröarsdóllur. Kinn sonurinn, Halldór Þór Hulldórsson, 39 ára, er verkfræóingur og flug- maóur aó mennt. Hann hefur starfaó sem flug- maóur hjá Flugleiðum hf. síóustu (i árin og flýgur nú á þotum félagsins. Verk- fræóikunnáttuna notar Halldór l>ór aó auki, rek- ur verk- og kerfisfræói- þjónustu í hjáverkum. Hann var nýlega kjórinn varaformaóur Verkfræó- ingafélags Islands. I>aó embætti jrýóir aó eftir eins árs setu í fram- kvæmdastjórn veróur hann sjálfkrafa formaóur aó ári. Bræóur Halldórs eru Jón Halldórsson, sem rekur logfræóistofu hér í horg og (lurdar llulldórs- son, húsameistari ríkis- ins. Halldór (>ór er kvænt- ur Mari’réti Þálsdóllur. flugfreyju og eiga þau tvær dætur. Hér býr hamingjan L'rlini>ur Hulldórsson, rithöfundur sjtur stíft vió skriftir. Út er komið leik- rit hans, Karnival eóa átt- undi áratugurinn. Leikrit- ió gerist í fertugsafmæli reykvísks hefóarmanns. sem hefur letraó á garó- hlióió sitt: Hér býr ham- ingjan. Kftir settum regl- um karnivalsins keinur djöfullinn í heimsókn, aó þessu sinni í líki heillandi poppara. Krlingur er vel menntaóur leikhúsmað- ur og hefur nú samió 10 leikrit og hefur starfaó frjálst sem leikstjóri og rithöfundur meðfram kennslustörfum. Kratar I Litháen skrifa Jóni Baldvin I Litháen hefur Jafnaóar- mannaflokkur hafió starf- semi sína að nýju. Flokk- urinn var stofnaöur 189(i og endurstofnaöur 1989. Prófessor Kazimierus Antunuuioius, formaöur flokksins í Litháen hefur nú skrifað kollega sínum hér á landi, Jóni Bulduin Hannibulssyni, og beðið> hann aðstoðar við aö komið verði á sjálfstæöi landsins. iNNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTASK ÝRING „Með tvo fulltrúa kjörna er Nýr vettvangur stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn i Reykjavík. Hann er samt ekki nógu stór til að geta oröið sjálfstætt afl eða nýr flokkur á landsvísu," segir Ingólfur Margeirsson m.a. í frétta- skýringu sinni um Nýjan vettvang. HVAÐ VERÐUR UM NÝJAN VETTVANG? Telst árangur Nýs vettvangs i borgar- stjórnarkosningunum mikill sigur eda ber að lita á hann sem ósigur og óbreytt ástand? spyr Ingólfur Margeirsson ritstjóri i eftirfar- andi fréttaskýringu. Greinarhöfundur álykt- ar, að Nýr vettvangur sé upphafið að mikilli gerjun meðal jafnaðarmanna i Reykjavik og eigi eftir að skila auknu fylgi við jafnaðar- stefnuna á íslandi. EFTIR: INGÓLF MARGEIRSSON Fyrslu viöbrögö aöstand- enda Nýs vettvangs á kosn- inganóttina, voru mikil von- lirigði. Pegar ljóst var oröiö aö þriöji frambjóöandinn á H-listanum, Bjarni P. Magnús- son, var ekki inni, var þaö al- mennt taliö mikill ósigur og sér í lagi fyrir alþýöuflokks- fólk sem misst haföi sinn eina þvottekta fulltrúa. Nú, nokkr- um dögum síöar, er tónninn í viömælendum Alþýöublaös- ins oröinn nokkur annar. Menn farnir aö líta víöar yfir sviöió eftir aö timlnirmenn- irnir eru farnir aö gufa upp eftir hinar miklu væntingar sem skoöanakannanirnar gáfu til kynna dagana fyrir kosningar. Stórsigur i____________ skugganum______________ „Auövitaö er 15% kosning gífurlegur árangur eftir aö- eins átta vikna vinnu," segir einn af aöstandendum Nýs vettvangs viö Alþýöublaöiö. „Menn gera sér kannski ekki nógu vel Ijóst aö Nýr vett- vangur náði ekki aöeins hefö- bundnu forystuhlutverki Al- þýöubandalagsins í hálfa öld í stjórnarandstöðu, heldur skutu bæöi Framsóknar- flokknum og Kvennalistan- um auk smáflokkunum á bak viö sig. Það veröur aö teljast stórkostlegur árangur." Kn einmitt vegna þess aö sumar skoöanakannanir höföu gefið Nýjum vettvangi þrjá menn og jafnvel loforö um fjóröa manninn, voru menn bjartsýnir. Tveir fulltrú- ar kjörnir voru því vonbrigði og einkenndu fyrstu viö- brögö vettvangsmanna og fyrstu skilgreiningar fjöl- miðla. Stórsigurinn livarf í skuggann fyrir vonbrigöum væntinganna. Alþýðuflokkurinn: smáflokkur i Reykjavík Margir þeir alþýöuflokks- menn sem Alþýðublaðiö hef- ur rætt viö, eru þeirrar skoö- unar aö Alþýöuílokkurinn heföi átt aö bjóða fram undir eigin nafni og sínum hefö- bundna listabókstaf. Þaö lieföi skilaö einum fulltrúa á hefðbundinn hátt. Tilraun Alþýöuflokksins með Nýjum vettvangi var aö brjótast út úr eins fulltrúa hjúpnum. Alþýöuflokkurinn hefur einfaldlega veriö smá- flokkur í Reykjavík frá hinum sögulega klofningi 1938 þeg- ar Sósíalistaflokkurinn tók viö forystuhlutverki stjórnar- andstööunnar í höfuðborg- inni. Fylgi Alþýöuflokksins frá stríðslokum hefur rokkaö frá um 15% niður í rúm 6%, en oftast um 10%. Yfirleitt hefur fylgi flokksins þó nægt til að koma manni að í Reykjavík; einn er betri en enginn en verður varla aö teljast viöunandi fyrir flokk sem hefur látiö mikið kveöa aö sér á landsvísu og er einn hinna hefðbundnu fjór- flokka. Margar tilraunir hafa veriö geröar til aö brjóta upp hina bágu stööu Alþýöuflokksins í Reykjavík. Kin djarfasta til- raunin er þó myndun Nýs vettvangs sem Alþýöuflokk- urinn átti frumkvæöi aö meö samþykkt Alþýöuflokksfélag- anna í Reykjavík á söguleg- um fundi á Hótel Sögu í árs- byrjun, þar sem samþykkt var aö bjóða öðrum flokkum og einstaklingum tii sam- starfs um opiö prófkjör til sameiginlegs framboöslista í Reykjavík. Hugmyndin var einfaldlega að sameina jafn- aöarmenn og frjálslynda um- bótasinna. Stórefld vigstaða i höfuðborginni____________ Snemma var þó Ijóst aö hinir heföbundnu flokkar í stjórnarandstööunni í Reykja- vík voru ekki reiöubúnir aö sameinast á einum lista. Framsóknarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, Kvenna- listinn og Alþýöubandalagiö afþökkuöu. Birtingarmenn í Alþýöubandalaginu gengu þó til liös við Alþýöuflokkinn og hópur úr Borgaraflokkn- um, og saman var myndaöur sá kjarni sem fljótlega fékk nafniö Nýr vettvangur. Þessi samruni gekk ekki þrauta- laust enda verið aö sameina ólíkt fólk sem áður haföi ekki unnið saman. Meginatriöiö var aö sam- einingin tókst. Nýr vettvang- ur varö fljótlega þverpólitískt afl sem byggðist á stefnumiö- um jafnaðarmanna. Það er þetta nýja afl sem nú er orðið stærsti stjórnarandstööu- flokkurinn í Reykjavík og hef- ur brotiö hina heföbundu, hálfrar aldar andstööuforystu Aljjýöubandalagsins og for- vera þess á bak aftur. Sú staö- reynd gefur Alþýöuflokknum sem frumkvööli aö Nýjuni vettvangi og jafnaðarstefn- unni í Reykjavík nýjan byr undir báöa vængi, þótt flokksbundinn fulltrúi Al- þýöuflokksins hafi ekki náö kosningu. Þversögin er því sú, aö Aljjýöuflokkurinn hef- ur misst „sinn" mann í Reykjavík en stóreflt víg- stööu sína í höfuöborginni. Goðsögnin um guðfeðurna Mikiö hefur verið um það rætt í fjölmiðlum aö formenn A-flokkanna séu guðfeður Nýs vettvangs. Þetta er rangt. .lón Baldvin Hannibalsson formaöur Alþýðuflokksins hefur lítiö komiö nálægt Nýj- um vettvangi nema sem for- maður þess flokk sem hratt hugmyndinni upphaflega af staö. Hins vegar hefur for- maöur Aljíýöuflokksins aldr- ei fariö leynt meö þá skoöun sina aö hann líti á þaö sem eitt meginhlutverk sitt aö sameina íslenska jafnaöar- menn. Nýr vettvangur er óneitanlega liöur í þeirri framkvæmd. Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýöubandalags- ins lagöist gegn myndun Nýs vettvangs. Birtingarmenn sem hafa veriö helstu stuön- ingsmenn Ólafs Ragnars, fóru gegn formanninum i þessu efni og höföu betur. Það verö- ur |)vi aö telja sögulegan at- burö að hirðin fór út úr Al- þýöubandalaginu á undan foringjanum sem stóð eftir. Tekið skal þó fram að Ólafur Ragnar nýtur talsverös stuðn- ings á landsbyggöinni og nú reynir reyndar á, hvort sá stuöningur bjargar lífi hans sem formanns. Ólafur Ragnar kom því ekki nálægt Nýjum vettvangi en studdi hann á síðari stig- um einkum með yfirlýsing- um i fjölmiðlum sem beindust gegn G-listanum í Reykjavík. Nýr vettvangur: Ouo vadis?_______________ Nýr vettvangur: Quo vadis? Hvert liggur leiöin? Með tvo fulltrúa kjörna er Nýr vett- vangur stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn. Hann er samt ekki nógu stór til aö geta orðið sjálfstætt afl eða nýr flokkur á landsvísu. Margir viömælendur Alþýðu- blaðsins benda á, aö ef Nýr vettvangur hefði fengiö fjóra eða jafnvel hlotiö stórkosn ingu meö fimm fulltrúum, hefði myndin veriö allt ööru- visi. Nýr vettvangur heföi fengiö sjálfstætt líf og í raun getað knúiö birtingarmenn Ólafs Ragnars en sérstaklega Alþýöuflokkinn til samninga um sameiningu flokkanna í einn jafnaöarmannaflokk eöa stofnaö eigin flokk á landsvísu ella í næstu alþing- iskosningum. „Þaö er gæfa Alþýðufiokksins aö Nýr vett- vangur fékk ekki fleiri menn kjörna," segir flokksbundinn alþýðuflokksmaöur viö Al- þýðublaöið. Nýr vettvangur er of lítill til að verða stökkpallur í nýjan flokk á landsvísu. Hann er ennfremur of litill til að Ólaf- ur Ragnar geti beöið þar um pólitískt hæli veröi hann geröur landrækur úr Aljsýöu- bandalaginu og stofnað nýja stjórnmálahreyfingu. Ennfremur er Ijóst aö fólkiö úr Alþýðubandalaginu sem hvarf til Nýs vettvangs mun ekki fara aftur yfir í Alþýöu- bandalagiö. Alþýöubanda- lagið er einfaldlega á hraö- leið að verða einangraður sósíalistaflokkur þjóðernis- sinna. Hvað veröur þá um Nýjan vettvang? í fyrsta lagi mun Nýr vettvangur sinna skyld- am sínum við borgarbúa og veita Sjálfstæðisflokknum i Reykjavík aðhald sem stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. í ööru lagi mun hin pólitíska gerjun halda áfram og sam- starf birtingarmanna og al- þýðuflokksmanna mun efl- ast. Fáir efast um aö þaö sam- starf mun gagnast vel jafnaö- arstefnunni á Islandi. y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.