Alþýðublaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 1
Aktu ekki út i óvissuna aktu á 5UBARU Ingvar Helgason hf. Sævarhoföa2 Simi 91-67 4C 107. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 LISTAHÁTÍÐ NÆTURLÍFSSINS: í gærkvöldi hófst svokölluð Listahátíð næturlífssins í skemmtistaðnum Tunglinu með hljómleikum bresku hljómsveitarinnar The Band of Holy Joy. Einnig kom fram íslenska hljómsveitin Júpíters. Listahátíðin er fjölþjóðleg veisla í tilefni af endur- komu breska næturklúbbsins The Brain Club til Islands. Hún stendur yfir fram á laugardag. Af þeim sem koma fram auk The Band of Holy Joy, má nefna myndlistar- manninn Mark Wigan, hljómborðssnillinginn Mr. Monday, house-dúettinn Orbital, hljómsveitina If og fleiri og fleiri. Að sögn Jökuls Tómassonar, eins af aðstandendum lista- hátíðarinnar, er hún haldin til að hrista duglega uppí ann- ars illa stöðnuðu skemmtanalífi borgarinnar. MOKAFLI: Geysivel fisk- aðist í vikunni á Vestfjarða- miðum og gengu sjómenn frá allt að 100 tonnum í lest á sólarhring þegar best lét á þriðjudaginn. Að sögn Ríkisútvarpssins fór þó all- nokkuð að draga úr aflan- um er líða tók á vikuna, en margir togarar eru á leið til lands með fullfermi. FORNLEIFAGRÖFT- UR HEIMILAÐUR: Bandaríska fornleifafræð- ingnum Tómasi McGovern var í gær heimilað að grafa eftir fornminjum hér á landi með sérstakri reglu- gerð gefinni út af Svavari Gestssyni menntamálaráð- herra. Leyfið er staðbundið og hefur að mati ráðuneyt- isins ekki fordæmisgildi. ALVER A KEILISNESI: Karl Steinar Guðnason, þing- maður Alþýðuflokksins á Reykjanesi, sagði í Ríkisútvarp- inu, rás 2, í gær að á næstu dögum komi fram upplýsingar sem staðfesti að hagkvæmast sé að staðsetja nýtt álver á Keilisnesi. LEIÐARINN í DAG Sameinað Þýskaland í nýrri Evrópu er til um- fjöllunar í leiðara Alþýðublaðsins í dag. Blaðið er þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að hræð- ast endursameinað Þýskaland með grýlur for- tíðar í huga, heldur samgleðjast Þjóðverjum sem senn verða ein þjóð á ný. Jafnframt verð- um við að vera á varðbergi gagnvart uppstokk- un á herafla stórveldanna í kjölfar nýrrar skip- anar mála í Evrópu. Fornminjar Nú fær Tómas fornleifafræð- ingur að róta að vild með góð- fúslegu leyfi menntamálaráð- herra. En þýðir það að hingað geti komið útlendingar í tonna- tali og grafið upp gamlar vík- ingabyggðir sem sínar eigin? Moggans blinda auga „Af hverju skrifar Morgun- blaðið ekki langa leiðara og Reykjavíkurbréf um stórkost- legan stöðugleika og árangur í efnahagsstjórn?" spyr Guð- mundur Einarsson Arnarflug Dagfinnur telur það fásinnu að reka eigi fjármálaráðherra fyrir taprekstur á Amarflugi. Miklu nær væri að reka fram- kvæmdastjóra Arnarflugs fyrir ■ halla á ríkissjóði, eins mikið og það félag hefur verið í vösum þess sjóðs. _____________Póstur og sími:____ Greiðir niður póst á Norðurlöndum Póstur og sími niðurgreiöir póstþjónustuna á Norðurlöndum. Fyrir hvert bréf sem borið er út í Danmörku greiða íslendingar 19,75 kr. Danir greiða hins vegar íslendingum aðeins 12,60 kr. fyrir bréf sem berst frá Danmörku. Samkvæmt útreikningum Alþýðublaðsins þyrftu póst- burðargjöldin að hækka um 50% á Islandi til að jafnvægi næðist. Sjá bls. 3. Sameining þýsku ríkjanna: Drög að samkomulagi (BONN, Reuter) Háttsettir embættismenn frá þýsku ríkjunum tveim og fjór- veldunum komu saman í gær til sameiginlegs fundar þar sem drög verða lögð að samningi um sam- einingu þýsku ríkjanna. Meðal annars er búist við að á fundinum verði end- anlegur samningur gerð- ur um landamæri PóIIands og Þýskaiands, frelsi sam- einaðs Þýskalands til að ganga í NATO og að bund- inn verði endi á rétt fjór- veldanna til ákvörðunar- töku um málefni Þýska- lands. Utanríkisráðherrum ríkj- anna sex tókst að jafna helstu ágreiningsefni sín í þriðju lotu tveir-plús-fjórir-viðræðn- anna sem fram fóru síðasta þriðjudag. Þar tókst meðal annars að ryðja tveimur helstu ágreiningsmálunum úr vegi, annars vegar ágrein- ingnum um landamæri Pól- lands og hins vegar um hern- aðarlega stöðu Þýskalands framtíðarinnar. Utanrikisráð- herra Póllands sem sat fund- inn féilst á að taka gilda full- yrðingu stjórnvalda í Bonn um að sameinað Þýkaland muni virða landamæri ríkj- anna frá árinu 1945 og að samningur þar að lútandi verði undirritaður eftir sam- einingu Þýskalands. Vararannsóknarlögreglustjóri: Ástæða til að bregðast við atburðunum í Þórsmörk „Við getum átt frum- kvæði að rannsóknum á nauðgunarmálum en ef þolandinn vill ekki gefa skýrslu um málin getum við ekki þvingað hann til þess,“ segir Þórir Odds- son, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, í sam- tali við Alþýðublaðið. Hann segir ástæðu til að bregðast við því sem hefur verið að gerast í Þórsmörk undanfarnar helgar, þ.e. við þeim nauðgunum sem áttu sér stað þar — fjórar voru framdar fyrstu helgina í júlí — og við þeirri hrottalegu nauðgun er framin var í Þórs- mörk um síðustu helgi: ,,Hins vegar er alltaf spurning hve mikið maður á að skipta sér af hlutum sem fólk vill ekki láta skipta sér af,“ segir Þórir. Hann segir það sína skoð- un að blæbrigðamunur sé á því hvort kona verði fyrir nauðgun á almannafæri eða hvort konu sé nauðgað innan fjögurra veggja af einhverj- um sem hún kannast við eða þekkir. Býr lögreglan í fílabeins- turni?, sjá umfjöllun um nauðgunarmál og viðtal við Þóri Oddsson á bls.5. Breytingar í sam- einuðu Þvskalandi □ Bonn VESTUR - Tékkósl. ÞYSKALAND Frakkl. ©Fullveldi. Frjálst val á bandamönnum Sovéskir her- menn yfirgefa A-Þýskaland næstu 3-4 árin • Þýskar herdeildir veröa staðsettar í A - Þýskalandi en engar frá NATO • Herdeildir NATO verða staðsettar í V-Beriín svo lengi sem sovéskar herdeildir verða í A- Þýskalandi • Þýskum hermönnum fækkað um 375 þús. á næstu 3-4 árum • Engin kjarnorku- eða efnavopn reuter AUSTUR ÞÝSKALAND RITSTJÓRN rc 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.