Alþýðublaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 1
Karl Steinar Guðnason: Á ekki að upp- ræta misréttið hvarvetna sem það er? Verða kennarar til þess að BSRB-samningurinn fellur eru lélegir í heild og þegar ofan á „Ég fagna mjög þessu samkomu- lagi og einkum þcim sinnaskiptum sem átt hafa sér staö í fjármála- ráðuneytinu. Alþvðusambandið hefur fyrir hönd verkalýðsfélag- anna á undanförnum árum lagt á það mikið kapp að ná þessari sam- ræmingu, að ná þeirri sanngjörnu og réttlátu kröfu fram, að fólk sem vinnur hlið við hlið, fólk sem ann- ars vegar er í almennu verkalýðsfé- lagi og hins vegar á samningi BSRB, fái hliðstæð kjör,“ sagði Karl Stein- ar Guðnason á Alþingi í gær þegar hann kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár vegna samkomulags fjármála ráðherra og Dagsbrúnar um launasamræmingu. „Á undanförnum árum hefur það sífellt færst í vöxt að hin almennu verkalýðsfélög hafa misst hundruð félaga sinna yfir í félög opinberra starfsmanna, því með því móti hef- ur fólkið fengið betri kjör en verka- lýðssamtökin hafa getað samið um. Ríkið og sveitarfélög hafa ástundað í allsherjar- atkvæðagreiðslu? „Það er þegar fyrirliggjandi að all- ir fulltrúar kennara í saminganefnd það siðleysi að neita verkalýðsfélög- ununt um sömu kjör og þeir hafa samið urn við BSRB. í veigamiklum atriðum er mikill munur bæði hvað varðar kaupgreiðslur og einkum hlunnindiþ sagði Karl. Hann sagði ljóst að á undanförn- um árum hefðu Dagsbrún og Fram- Framhald á bls. 3 BSRB greiddu atkvæði gegn samn- ingum forystu BSRB og fjármála- ráðherra. Ég kem ekki til með að geta mælt með þessum samningum við fólk í kennarastéttþ sagði Val- geir Gestsson formaður Kennara- sambands íslands í santtali við blaðið vegna nýgerðra samninga BSRB og ríkisins. Samningarnir verða bornir undir atkvæði i alls- herjaratkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna BSRB 19. og 20. mars næstkomandi. Valgeir Gestsson sagði að í heild gæfu þessir samningar litlar kjara- bætur. Þess utan hefði ekki verið staðið við fyrirheit, sem kennurum hefði verið gefið um að jafna kennsluskyldu grunnskólakennara, en mál væru þannig vaxin í þeint efnum, að þeir kennarar sem kenndu í yngri bekkjunt grunnskól- anna hefðu 1 og Vi tíma meiri kennsluskyldu á viku en þeir kenn- arar sem kenndu í efri deildum. „Það var stigið skref til jöfnunar á þessu sviði 1983 og við höfðum fengið um það fyrirheit, að í þess- um samningum yrði algerri jöfnun komið á,“ sagði Valgeir. „Þegar hins vegar gengið var eftir því í samn- ingaviðræðunum kom þvert nei frá fulltrúum ríkisvaldsins. Þar með var teningnum kastað hvað varðaði afstöðu kennara“ Aðspurður vildi Valgeir taka það fram, að þótt ýmsum kynni að virð- ast sem hér væri litilvægt mál á ferðinni, sem ætti ekki að ráða úrslitum í afstöðunni til heildar- samninganna, þá bæri að líta á þetta í samhengi. „Santningarnir bætist viljaleysi til að taka a þessu sérmáli kennara, þá fyllist mælir- inn!‘ Félagsmenn í Kennarasambandi íslands eru urn 3000 talsins og nærri 30% félagsmanna í BSRB, þannig að hlutur þeirra kemur til rneð að vega þungt i allsherjarat- kvæðagreiðslunni innan BSRB nú i ntars. Ef svo færi, að kennarastéttin stæði sem einn maður gegn þessum samningum, þá er allt eins líklegt að það yrði til þess að fella samning- ana í allsherjaratkvæðagreiðslunni. Valgeir vildi þó ekki úttala sig unt afstöðuna almennt hjá kennurum til þessa rnáls, en það færi hins vegar ekki framhjá nokkrunt manni að það væri ntjög þungt hljöðið í kennurum vegna lélegra kjara stéttarinnar. Valgeir Gestsson sagðist einnig vera óánægður með að ekki hafi verið gengið frá sérkjarasamning- um við einstaka hópa innan BSRB samhliða því sem forysta BSRB skrifaði undir aðalkjarasamning- inn. „Það vantar sérkjarasamning- ana inní myndinaþ sagði Valgeir. Sérstakar reglur gilda um sér- kjarasamninga við aðildarfélög innan BSRB og réttur félagsmanna mun rýrari um þau mál en gerist þegar aðalkjarasamningar eru annars vegar. Verkfallsréttur er til að mynda ekki inní myndinni hvað varðar sérkjarasantninga, heldur tekur kjaranefnd af skarið ef ekki semst rnilli aðila innan tiltekins tímafrests. Kjartan Jóhannsson: Þjóðin á kröfu á skýrum svörum „Alþingi og þjóðin eiga kröfu á að vita hvað framundan er í þessu máli. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að fjármálaráðherra hafi ineð þessu samkomulagi farið langt út fyrir sitt verksvið. Forsætisráð- herra er verkstjóri þessarar ríkis- stjórnar og því spyr ég: Hvað ætlar hann að gera? Getur hann unað því að einstakir ráðherrar fari að hans sögn út fyrir sitt verksvið? Og látið gott lieita," sagði Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins, meðal annars í utandagskrárum- ræðunum um samkomulag fjár- málaráðherra og Dagsbrúnar á Al- þingi í gær. „Við höfum reyndar heyrt það oft áður að yfirlýsingar ráðherra séu ómark og innantóm orð. Forsætis- ráðherra hefur áður lýst því yfir að ekki sé að marka orð fjármálaráð- herra og fjármálaráðherra hefur reyndar sjálfur sagt nákvæmlega hið sama um forsætisráðherra. Mennirnir hafa í fjölmiðlum lýst hvor annan ómerkilegan, að ekki sé aó marka hvað hinn er að segja. Ég spyr: Er það viðhorf Framsóknar- flokksins að ekki sé að marka hvað fjármálaráðherra segir? Er það svo hins vegar viðhorf Sjálfstæðis- flokksins að ekkert sé að marka hvað forsætisráðherra segir?“ sagði Kjartan. Sagði hann að helst væri svo að Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Misrétti „Ég hef oröið fyrir þunguin ásökunum vegna embættisgjörða minna sem fjármálaráðherra . . . Þessa leiðréttingu tel ég sjálfsagða, taldi rétt að lagfæra þetta misrétti þegar í stað . . . Telji háttvirt Al- þingi að ég hafi brotið af mér í einb ætti, með því að leiðrétta kjör þessara verkamanna, sem vinna hjá rikinu eða fyrir ríkið, þá mun ég að sjálfsögðu taka afleiðingunum af þeirri gjörð.“ Þetta var það sem Albert Guð- mundsson sagði meðal annars er hann svaraði fyrirspurnum þeim er Karl Steinar Guðnason beindi til hansutandagskrár á Alþingiígær. Fagnaði Albert þessu tækifæri og sagði að ef hann væri beðinn um að leiðrétta misrétti þá myndi hann gera það ef hann gæti. „Get ég sem fjármálaráðherra horft upp á það, að tveir menn vinni hlið við hlið sömu störf, annar með fulla atvinnutryggingu, verðtryggð- an lífeyrissjóðsrétt, sérstaka matar- peninga, sérstaka fatapeninga og meira og meira, en hinn alls ekki neitt af þessum hlutum og lægri laun? Misrétti getur enginn al- þingismaður stuttþ sagði Albert. Albert vitnaði í greinargerð Albert Guðmundsson launamáladeildar ráðuneytis síns þar sem segir að þessi samræming gæti hugsanlega haft nokkur áhrif' á lægstu launaflokkana og kostn- aður af slíku gæti orðið nokkrir tugir þúsunda á ári, en ef gengið yrði að öllum kröfum Dagsbrúnar gæti kostnaðurinn hugsanlega orðið 1 milljón króna á ári fyrir ríkissjóð og nefndi hann að senni- lega væri það ekki mikið meira í reynd en kostnaðurinn við þá þing- mannafélaga sem nú eru á Norður- landaráðsþingi. skilja að ríkisstjórnin hefði jafn margar stefnur og ráðherrarnir Framhald á bls. 3 getur enginn þingmaður stutt Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Vona að samningurinn verið samþykktur „Það gilti við þessa samninga eins og svo oft áður, að það verður að vega og meta hlutina út frá aðstæð- ununt í þjóðfélaginu. Það er Ijóst að allar aðstæður eru nú erfiðar, meðal annars atvinnuástandið, og þegar svo er verður að meta hlutina raunsæjum augum. í stórum drátt- um tel ég að miðað við þetta höfum við náð ótrúlega ntiklu af því sem við settum fram í kröfugerð okkarþ sagði Kristján Thorlacius, formað- ur BSRB, í samtali við Alþýðublað- ið um nýgerðan kjarasamning bandalagsins og ríkisins. Sagði Kristján að frá upphafi hefði verið stefnt að því að bæta kjör hinna verst settu, annars vegar með beinum launahækkunum og hins vegar með óbeinum kjarabót- um. Og svo sérstakri hækkun lág- markslauna um leið og áframhald- andi kjaraskerðing væri stöðvuð. — Og rikisvaldið samþykkti við- ræður uin sérkjarasamninga? ,,Já það er rétt, að samningamenn ríkisins settu fram í tilboði sínu það santa og í Alþýðusambandssamn- ingunum, að það yrðu aliir sarnn- ingar framlengdir. En við höfnuð- um því að sérkjarasamningarnir yrðu framlengdir. Þaðsem í raun og veru greinir okkar samninga frá samningi Alþýðusambandsins að- alicga, er að við náðum því frant að sérkjarasamningarnir eru ekki bundnir. Okkar sérkjarasamning- ar eru á vegurn aðildarfélaga Framhald á bls. 3 Ráðstefna um starfsemi ungra jafnaðarmanna á morgun: Markið er öflugri unghreyfing „Markmiðið með ráðstefnunni er að leita hugmynda um það, hvernig starfsemi ungra jafnaðar- manna verði sem öfiugust. Við von- umst til þess að ungir jafnaðar- menn fjölmenni á ráðstefnuna og auðvitað að útkoman verði öflugri unghreyfing,“ sagði Snorri Guð- mundsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, þegar Al- þýðublaðið ræddi við hann um ráð- stefnu SUJ ogF'ræðsluráðs Alþýðu- flokksins sem haldin verður á laug- ardaginn í Alþýðuhúsinu í Hafnar- firði. Á ráðstefnunni verður fjailað um hina ýmsu þætti sem að starfsemi ungra jafnaðarmanna lúta. Snorri Guðmundsson kynnir starfsemi SUJ, fjallað verður um starf ein- stakra félaga innan sambandsins, um þátt Alþýðuflokksfélaganna i starfi ungra jafnaðarmanna, um al- þjóðasamstarf ungra jafnaðar- ntanna og hvernig unnt er að koma til móts við unga óflokksbundna jafnaðarmenn. Þá mun Kjartan Jó- hannsson^formaður Alþýðuflokks- ins, flytja erindi um Alþýðuflokk- inn og unga fólkið. Ráðstefnustjóri verður Bjarni P. Magnússon. Allir áhugasamir fé- iagar eru hvattir til að taka þátt í ráðstefnunni. Þátttaka tiikynnist í síma 29244 á skrifstofu Alþýðu- flokksins, sem allra fyrst. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Snorri Guðmundsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.