Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Hœkkun á bensíni, tóbaki og áfengi:
Smjörþefurinn af
efnahagsaðgerðunum
Fimmtudagur 7. febrúar 1985
26. tbl. 66. árg.
Þá hafa landsmehn fengið að
finna smjörþefinn af efnahagsað-
gerðum ríkisstjórnarinnar, þessum
aðgerðum, sem beðið hefur verið
eftir í ofvæni frá áramótum og
Steingrímur hafði lofað fyrir þing-
Ríkisreikningur 1983:
Bifreiðakostnaður
430 milljónir króna
Risnan kostaði ríkissjóð um 25 milljónir
Risnukostnaður ríkissjóðs á ár-
inu 1983 nain alls 24,5 milljónum
króna, þar af voru rúmlega 5 millj-
ónir kr. „fösl risua" (fé ætlað til að
standa undir kostnaði við gestaboð
sem starfsmenn halda vegna starfs
síns) og um 19,5 milljónir vegna
annarrar risnu, en það er risnu-
kostnaður vegna gestaboða, sem
greiddur er samkvæmt sundurlið-
uðum reikningum, t. d. frá veitinga-
húsum, samkvæmt því sem tiain
kemur í fylgiriti með Ríkisreikningi
1983.
Þeir aðilar sem greiddu yfir 1
milljón í risnu á árinu voru Alþingi,
aðalskrifstofur menntamálaráðu-
neytisins og utanríkisráðuneytisins,
Landsvirkjun, en aðrar ráðuneytis-
skrifstofur, ríkisstjórn, Póstur og
sími og Rafmagnsveitur ríkisins eru
einnig ofarlega á listanum.
Fylgirit þetta hefur að geyma
sundurliðun á launagreiðslum, bif-
Tillögur Sigurðar E. Guðmundssonar:
50 milljónir í
kaupleiguíbúðir
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar verður afgreidd á fundi
borgarstjórnar, sem hefst kl. 17. í
dag.
Sigurður E. Guðmundsson borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins leggur
fram nokkrar breytingatillögur við
fjárhagsáætlunina og auk þess tvær
ályktunartillögur i tengslum við
hana.
í fyrsta lagi leggur Sigurður til að
50 milljónum króna verði varið til
kaupa og bygginga á kaupleigu-
íbúðum handa ungu fólki, en þetta
er í fyrsta skipti sem sveitarstjórn
færi út í slíkar framkvæmdir, ef til-
lagan verður samþykkt. Þá er lagt
til að 35 milljónum króna verði var-
ið í framkvæmdalán til að byggja
sjálfseignaíbúðir fyrir aldrað fólk,
en sem kunnugt er þá ríkir nú neyð-
arástand í húsnæðismálum
aldraðra.
Þá er lagt til að 1.5 milljónum
króna verði varið til verðlaunaveit-
inga, styrkja og/eða lána til upp-
finningamanna, sem nú njóta lítiilis
stuðnings af hálfu hins opinbera og
hafa margir hverjir orðið að flýja
Framhald á bls. 3
reiðakostnaði,          risnukostnaði,
ferðakostnaði og öðrum atriðum
Ríkisreiknings og er til komið út frá
lagafrumvarpi um ríkisbókhald,
gerð Ríkisreiknings og fjárlaga,
sem samþykkt var vorið 1982 og Al-
þýðuflokksmenn fluttu.
Alls voru þetta árið 1000 bifreið-
ar í eigu ríkisins, þar af flestar hjá
Áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins
(149), Pósti og síma (143), Raf-
magnsveitum ríkisins (132) og
Landsvirkjun (94), en 54 hjá Lög-
reglustjóraembættinu í Reykjavík.
Þegar litið er á rekstrar- og við-
haldskostnaðinn vegna ríkisbif-
reiða kemur í Ijós að hann nam alls
á árinu rúmlega 222 milljónum
króna, þar af 49,2 milljónum hjá
Rafmagsveitum ríkisins, 39,4 millj-
ónum hjá Vegagerðinni, 20,6 millj-
ónum hjá Pósti og síma og tæplega
15 milljónum hjá Lögreglustjóran-
um í Reykjavík. Rekstar- og við-
haldskostnaður á hvern bíl var rúm-
Iega 372 þúsund krónur hjá RARIK
en rúmlega 144 þúsund hjá P&S.
Þegar litið er á annan bifreiða-
kostnað kemur í ljós að þetta árið
fóru alls um 21,5 milljónir kr. í
leigubíla, 45,5 milljónir kr. í bíla-
leigubíla, 95,9 milljónir kr. i starfs-
mannabíla og 44,8 milljónir kr. í
annan ósundurliðaðan rekstur, en
allt þetta gera samtals 207,6 millj-
ónir króna. Með rekstrar- og við-
haldskostnaði nam því bifreiða-
kostnaður ríkisins þetta árið um -
430 milljónuni kr. Leigubílakostn-
aðurinn var mestur vegna dvalar-
og ferðakostnaðar og vistunar
þroskaheftra (4,2 milljónir), rekst-
ur Landspitalans (2,5 milljónir) og
hjá Skipaútgerð ríkisins (1,7 millj-
ónir). Bílaleigukostnaður var mest-
ur hjá Pósti og síma (12 milljónir),
Landsvirkjun (5,5 milljónir),
RARIK (5 milljónir), Vegagerðinni
(4,4 milljónir) og Kröfluvirkjun
(2,6 milljónir). Kostnaður vegna
starfsmannabíla   var   mestur   hjá
Frh. á bls. 3
byrjun 28. janúar. I gær hækkaði
Iítrinn af bensíni um 80 aura og
áfengi og tóbak að meðaltali um
15%.
Ekki er við olíufélögin að sakast
um þessa bensínhækkun, því öll
hækkunin rennur óskipt í ríkissjóð.
Bensíngjaldið hækkar úr 5,72 kr. í
6,30 og ofan á það bætist svo sölu-
skattur. Eftir þessa hækkun er
bensínverðið komið upp í 26,70 kr.
Fyrir bessa hækkun var bensín-
verð á lslandi það lang hæsta sé
borið saman við verð í nágranna-
löndum okkar. Samkvæmt upplýs-
ingum Jónasar Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra FIB, er bensinverð í
Danmörk 22,37 kr., í Svíþjóð 18,32
kr. í Noregi 22,45 kr., í Finnlandi
22,44 kr., í Bretlandi 18,32 kr., í
Frakklandi 21,54., og í Þýskalandi
17,02 kr., en þessar tölur eru frá 1.
desember 1984.
í viðtali sem Alþýðublaðið átti
við Jónas Bjarnason fyrir nokkru
kom í Ijós að það kostar um 150
þúsund krónur á ári að meðaltali að
reka bíl á íslandi. Þar kom líka
fram að bifreiðaskattar á íslandi
væru þeir hæstu í Evrópu, auk þess
sem bifreiðar eru mun dýrari í inn-
kaupum hér en annarsstaðar. í of-
análag búum við svo við
versta
Framh. á bls. 2
Fundarherferð Jóns Baldvins:
150—160 manns á
fundi í Sandgerði
„Þetta var hreint út sagt rosa-
fundur," sagði Grétar Mar Jóns-
son, sveitarstjórnarmaður í Sand-
gerði, þegar við slóguiu á þráðinn
til hans og forvitnuðumst um fund
Jóns Baldvins, í Sandgerði sl.
þriðjudagskvöld.
„Fundarsóknin var með ólíkind-
um. Um 150-160 manns mættu til
að hlýða á formann Alþýðuflokks-
ins, og bera fram fyrirspurnir til
hans og þeirra Kjartans Jóhanns-
sonar og Karls Steinars Guðnason-
ar. Þetta er fjölmennasti pólitíski
fundur, sem haldinn -hefur verið í
manna minnum hér í Sandgerði.
Þessi fundarsókn er sambærileg og
ef 15 þúsund manns sæktu fund í
Reykjavík"
Grétar sagði að mikil stemmning
hefði verið á fundinum og margar
góðar fyrirspurnir verið bornar
fram. Þeim hefði verið vel og skil-
merkilega svarað af þeim þremenn-
ingum og þeir hefðu útskýrt stefnu
jafnaðarmanna mjóg vel.
„Ég er mjög bjartsýnn með fram-
tíð Alþýðuflokksins," sagði Grétar.
„Flokkurinn er í mikilli uppsveiflu
um þessar mundir og við væntum
góðs af þessari fundaherferð Jóns
Baldvins um landsbyggðina"
Að fá fálkaorðuna
fyrir bankarán
JF élagsmálaráðherra ríkisstjórn-
ar Steingríms Hermannssonar,
Alexander Stefánsson, á um þess-
ar mundir mjög í vök að veíjast.
Hann horfir upp á húsnæðis-
málakerfið nánast í rústum og
horfir upp á neyðarástand unga
fólksins sem ekki getur komið sér
upp þaki yfir höfuðið. Og hann
getur varla hreyft legg né lið, því
samráðherrar hans, einkum úr
Sjálfstæðisflokknum, setja hon-
um stólinn fyrir dyrnar og hann er
auk þess ofurseldur ægivaldi
Seðlabankans — þar vilja menn
ekki hlusta á hann.
Á Alþingi var í vikunni mælt
fyrir frumvarpi um breytingu á
lögum um stjórn efnahagsmála,
þar sem leitast er við að bæta úr
þessu neyðarástandi sem ríkir í
húsnæðismálum. Frumvarpið
flytja Jóhanna Sigurðardóttir,
Jón Baldvin Hannibalsson og
Karvel Pálmason. Á baksíðu
blaðsins í dag birtast kaflar úr
ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur þá
er hún mælti fyrir frumvarpinu og
skýrði frá meginefni þess. Jón
Baldvin Hannibalsson tók einnig
þátt í þeim umræðum og var mjög
harðorður í garð félagsmálaráð-
herra og ríkisstjórnarinnar: Um-
búðalaust lýsti hann ástandi mála
og setti meðal annars fram eftir-
farandi samlikingar:
„Þó að ekkert annað kæmi til
en þessi húsnæðismálafáránleiki
sem við höfum fyrir augunum, þá
nægir hann til þess að sýna okkur
að ísland er ekkert velferðarríki
lengur. Það er afskræmt verð-
bólguspilavíti, þjóðfélag, sem er
ekki mönnum bjóðandi. Og
heimskan, ábyrgðarleysið, sem
ríður við einteyming í þessum
málum er svo yfirgengilegt, að
það er vala hægt að ræða það með
jafnaðargeði"
Og áfram hélt Jón:
Reyndar var sú aðgerð að koma
á verðtryggingu fjárskuldbind-
inga eina efnahagsmálaaðgerðin
sem gerð var af viti á vitlausa ára-
tugnum. Fyrir þann tínía áttusér
stað hér á löngufn tíma gífurlegir
fjármagnstilflutningar, tilflutn-
ingar á eignum og tekjum frá
venjulegu fólki, launþegum,
sparifjáreigendum, til forrétt-
indastéttar sem fékk þessi lán og
notaði, þau til fjárfestingar en
þurfti aldrei að greiða þau til baka
nema að hluta. I raun og veru er
þessu kannski best lýst með þeim
hætti að á þessu tímabili var á
degi hverjum framið bankarán,
einkum og sér í lagi á rosknu
fólki, því fólki sem á spariféð sem
er í bönkunum. Þegar ótíndir eit-
urlyfjapeyjar ráðast hér að göml-
um konum á götum Reykjavíkur
og stela af þeim tóskunni, þá þyk-
ir flestum við hæfi að þeim sé
stungið inn. En á þessu tímabili
þegar bankarán var framið í
„pallisander höllunum" einkum
og sér í lagi kannski á rosknum
konum, þá þótti við hæfi að orðu-
nefnd kæmi að lokum með ridd-
arakross fálkaorðunnar í það
minnsta og verðlaunaði menn-
inna fyrirvel unnin embættis-
störf.
Þetta mái snýst ekkert um að
afnema verðtryggingu. Þetta mál
snýst um það að taka undir þá
kröfu sem fylgdi okkar tillögum í
upphafi, en var aldrei fram-
kvæmt: um að lengja lán. Þetta
mál snýst um það og það er aðeins
lágmarkskrafa af þessum hús-
næðisfáranleika, sem nú blasir
við. Það er búið að gera 4 árganga
fólks á íslandi að algeru vanskila-
fólki og síðan eru tillögurnar
kannski helstar þær, þegar búið er
að hengja fólkið, það er að iengja
í hengingarólinni, sem virðist vera
eftirlætisúrræði íslenskra stjórn-
málamanna margra hverra"
>3íðan vék Jón Baldvin að því
fyrirkomulagi að greiðslubyrði
þyngist i samræmi við hækkun
lánskjaravísitölunnar, sem að
tveimur þriðju hlutum er miðuð
við framfærsluvísitölu. Afleið-
ingar eru þessar:
„í vísitölumálunum í gamla
daga var mikið rætt um kaffiupp-
skeruna i Brasilíu, þegar frostin í
Brasilíu eyðilögðu kaffiuppsker-
una og það leiddi til kauphækk-
unar á íslandi. Nú er ástandið
þannig, að þessi sama frostharka
í Brasilíu og eyðilegging á kaffi-
uppskeru þar leiðir til þess að
maðurinn sem tók húsnæðis-
málalán á íslandi 1980 má búast
við því að greiðslubyrði af eftir-
stöðvum !ána hans hækki upp úr
öllu valdi vegna þess að hvort
heldur það er kaffi, bensín, græn-
ar baunir eða hvað það nú er, þá
hækkar það með tvöföldu vægi í
þessari samsettu lánskjaravísi-
tölu. Og þetta gengur ekki. Og
það er athyglisvert, að mér er sagt
af ábyrgum og sannsöglum fund-
armanni sem þarna var, að félags-
málaráðherra hafi látið sér um
munn fara þau orð, að það væri
nú ekki mikið mark tekið á svona
litlum körlum eins og íslenskum
ráðherrum, þegar væri komið að
embættismannaveldinu í Seðla-
bankanum. Sé þetta rétt eftir haft,
þá er ástæða til þess að spyrja? Til
hvers er verið að halda uppi þess-
. ari stofnun, sem heitir Alþingi?
Hvað eru stjórnmálamenn að
gera? Hvert er þeirra hlutverk?
Eru þeir einhvers konar sendi-
sveinar hjá sjálfskipuðum em-
bættismönnum, sem þykjast fara
hér með öll völd og öll ráð og eng-
inn hefur kosið til?
jVlér er líka sagt að hann hafi
tekið svo til orða að þeir Seðla-
banka-menn hafi kallað félags-
Framhald á bls. 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4