Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						I
Sjómannaverkfallið
_..
	1L	wm
Þriðjudagur 12. febrúar 1985		29. t.bl, 66. árg.
Flotinn stöðvast nk.
sunnuda
hafi ekki samist fyrir pann tíma
Karl Steinar Guðnason:
Atvinnuleysi að verða
viðloðandi á Suðurnesjum
Næstkomandi laugardag verður
lialdinn almennur fundur í Félags-
biói í Keflavík. Að þeim fundi
standa ýmsir aðilar á Suðurnesjum,
sem tcngjast sjávarútvegi. Eru það
bæði verkalýðsfélög á svæðinu, út-
gerðarmenn og aðrir vinnuveitend-
ur. Hið slæma ástand sem ríkt hef-
ur í sjávarútvegsmálum á svæðinu,
hefur nú fylkt þessum aðilum sam-
an og ætla þeir í sameiningu að
reyna að snúa öfugþróuninni við.
„Tilgangur fundarins er að vekja
athygli á vandanum sem steðjar að
sjávarútvegi á svæðinu", sagði Karl
Steinar   Guðnason,   formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur, þegar við grennsluð-
umst fyrir um tilgang þessa fundar.
„Það sem hefur gerst á svæðinu
er að síðan í haust hefur 1000 tonna
kvóti verið seldur burt af svæðinu
samhliða því að fyrirtæki í sjávar-
útvegi hafa gefist upp vegna rekstr-
arörðugleika. Eftir stendur svo
hópur af verkafólki og á í enga aðra
atvinnu að venda. Atvinnuleysi er
að verða viðloðandi hér á Suður-
nesjum og ekkert til sem heitir at-
vinnuöryggi fyrir þetta fólk. fund-
urinn er tilraun til að snúa saman
bökum og krefjast þess að útgerðin
Aðför íhaldsins að BÚR.
Ottó N. næst-
ur á sölulista?
Nú hefur meirihluti íhaldsins í
stjórn borgarinnar og í útgerðar-
ráði Bæjarútgerðar Reykjavíkur
staðið að sölu tveggja af togurum
BÚR, en það er þriðjungur skipa
fyrirtækisins. Það sem er hins vegar
verra í málinu er aö ekkert liggur
fyrir um að söluherferðinni sé lok-
ið, þvert á móti hafa loðin svör
borgarstjóra og formanns útgerðar-
ráðs gefið tilefni til að ætla að enn
einn togarinn verði seldur á næst-
unni og hafa augu manna beinst að
Ottó N. Þorlákssyni.
Þegar togarinn Bjarni Benedikts-
son var seldur var borgarstjóri
spurður að þvi hvort vænta mætti
að fleiri skip yrðu seld. Svaraði
hann því til að það væri ekki á dag-
skrá, en að sérhvert tilboð yrði
skoðað rækilega. Nú hefur togar-
inn Ingólfur Arnarson verið seldur
og alls höfðu 18 áhugasamir aðilar
lýst áhuga sínum á kaupum. A
borgarstjórnarfundi í síðustu viku
vakti Sigurður E. Guðmundsson at-
hygli á þessu og itrekaði fyrirspurn
um hvort enn stæði til að selja fleiri,
en með sölu á einu skipi í viðbót
væri íhaldið búið að selja helming
skipastólsins. Svör borgarstjóra
voru mjög óljós og sá Sigurður E.
Guðmundsson því ástæðu til að
ætla að slíkt kæmi vel til greina.
Sigurjón Pétursson lét i ræðu að
hinu sama liggja, að það væri eng-
an veginn útilokað að íhaldið héldi
áfram á sömu braut. Ragnar Júlíus-
son formaður útgerðarráðs stóð
upp á fundinum og lýsti því yfir að
Sjálfstæðisflokkurinn vildi efla
Bæjarútgerðina og þótti mönnum
sú yfirlýsing ansi skondin í Ijósi
Framh. á bls. 2
fái rekstrargrundvöll og einnig að
verkafólk fái betri kjör og atvinnu-
öryggi. Hingað til hefur tíðkast að
hægt er að senda það heim með
viku fyrirvara. Slíkt óöryggi þekkist
ekki i neinni annarri atvinnugrein.
Á fundinum munum við leggja
fram tillögur til úrbóta og er verið
að vinna að þeim nú."
Þá sagði Karl Steinar að algjör
samstaða hefði náðst með þessum
aðilum að krefjast atvinnuöryggis
fyrir verkafólkið og betri skilyrði
fyrir útgerðina.
Ein ástæða þess að menn ákváðu
að snúa bökum saman nú eru þau
ummæli Halldórs Ásgrímssonar í
sjónvarpinu fyrir stuttu, um að rétt
væri að leggja niður útgerð á suð-
vesturhorninu. Sagði Karl að þrátt
fyrir þessar hugrenningar sjávarút-
vegsráðherrans þá hefðu menn full-
an hug á að halda útgerð áfram frá
Suðurnesjum, enda hefði til
skamms tíma vaxtarbroddur út-
gerðarinnar verið á Suðurnesjum.
Svo má heldur ekki gleyma því að
fleiri hundruð manns missa atvinnu
sína leggist útgerðin af.
í byrjun janúar voru á sjötta
hundrað  manns  atvinnulausir  á
svæðinu, en atvinnuleysið hefur
minnkað núna enda vertíðin komin
í gang. Það voru um 100 manns sem
fengu greiddar atvinnuleysisbætur í
siðústu viku. „Þegar aftur slaknar á
vertiðinni þá skellur atvinnuleysið
aftur á með fullum þunga. Það sem
þykja sjálfsögð mannréttindi hjá
öðrum starfsstéttum, er fótum
troðið gagnvart fiskverkunarfólki:
Þá sagði Karl að frumvarp Guð-
Framh. á bls. 2
Skipulagsbreytingar
á flokksskrifstofu
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
flokksins samþykkti á fundi sínum
sl. sunnudag tillögur að „starfs-
mannahaldi og verkaskiptingu í
flokksmiðstöð" Alþýðuflokksins.
Samkvæmt hinni nýju skipan
mála, þá verður starfsmannahald á
flokksmiðstöð með eftirfarandi
hætti: Starf framkvæmdastjóra í
núverandi mynd verður lagt niður.
Ráðinn verður útbreiðslufulltrúi,
sem  stýrir  upplýsingamiðlun  og
fjáröflun. Þá verður á flokksmið-
stöð erindreki, sem ráðinn var sam-
kvæmt samþykkt flokksstjórnar á
fundi hennar 2. febrúar síðastlið-
inn. Erindreki er einnig þinglóðs
Alþýðuflokksins og var Birgir Dýr-
fjörð kjörinn til þeirra starfa á
nefndum fundi flokksstjórnar. í
þriðja lagi verða tveir menn ráðnir í
hlutastörf og eiga þeir að vinna að
útgáfumálum: a) Til að sinna út-
Framhald á bls. 2
Nú þegar undirmenn á farskip-
um hafa samið og farskipin geta
aftur tekið upp eðlilegar siglingar
til og frá landinu þá stefnir í átök
hjá öðrum hetjum hafsins. Sjó-
mannasamband íslands hefur boð-
að til verkfalls og hefst það næst-
komandi sunnudag, hafi ekki tekisl
samningar fyrir þann lima.
Hafþór Rósmundsson, starfs-
maður Sjómannasambandsins,
Jsagði okkur í gær, að engir fundir
hefðu verið haldnir með deiluaðil-
um alla siðustu viku vegna þess að
formaður LÍÚ hefði verið staddur
erlendis i einkaerindum. Fundur
hefði hinsvegar verið boðaður hjá
sáttasemjara seinnipartinn í gær.
Hafþór sagði að enn hefði ekkert
þokast í samkomulagsátt. Frá ára-
mótum hefðu verið haldnir 6 fundir
og á þeim fundum hefur komið i
Ijós að sanminganefnd VSÍ og LÍÚ
hefur ekkert viljað ræða málin við
sjómenn. Hinsvegar kenna þeir hjá
VSÍ því um að sjómenn væru Iítt
viðræðufúsir. Sagði Hafþór að á
síðasta fundi þeirra hjá sáttasemj-
ara hefðu samningamenn sjó-
manna viljað fá að hitta samninga-
Framh. á bls. 2
Samið við
undirmenn
á f arskipum
Síðdegis á sunnudag undirrituðu
samninganefndir undirmanna á
farskipum og skipafélaganna
samninga og þar með var verkfalli
undirmanna aflétt. Atkvæða-
greiðslu um samningana lýkur ekki
fyrr en 22. febrúar.
Samkvæmt þessum samningi
hækka laun undirmanna á farskip-
um um rúm 15% frá undirritun
samníngs og auk þess verður greitt
11% sjóálag á mánaðarlaun. Með
því er tilfallandi yfirvinnu breytt í
fasta greiðslu. 1. mars hækka síðan
launaliðir um 2,4°7o og 1. maí um
önnur 2,4°/o. Gildistími samning-
anna er til 31. desember 1985.
Það mun hafa haft úrslitaáhrif á
að samningar náðust að fjármála-
ráðherra lofaði undirmönnum sér-
stökum sjómannafrádrætti á skött-
unum. Nemur hann 10% af brúttó-
tekjum og er sami frádráttur og sjó-
menn á fiskiskipum hafa.
10 skip stöðvuðust á meðan á
verkfallinu stóð en það skall á 30.
janúar sl. Hversu lengi þau geta
siglt er samt enn óráðið, því enn er
eftir að semja við yfirmenn á far-
skipum.
íi
Það sem vantar
á minnisblöðin
ðvokallaðar „efnahagsráðstaf-
anir" hafa litið dagsins ljós. Eftir
erfiða fæðingu gátu stjórnar-
flokkarnir loks komið sér saman
um almennan loforðalista, gömul
og ný loforð voru sett á minnis-
blöð forsætisráðherra til handar-
gagns. Nú um helgina benti Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, á það í sjón-
varpi, að hér væru i raun ekki um
efnahagsráðstafanir að ræða, sem
koma eigi til framkvæmda strax,
heldur listi yfir loforð, sem hafa
verið gefin áður, en ekki staðið
við.
Jón Baldvin benti á að það sem
vantaði á þessi minnisblöð væri
meðal annars eftirfarandi:
Það er ekkert um sjávarútveginn
(og  sjómannaverkfall  fram-
undan).
Það er ekkert um upprætingu
söluskattsvika.
Það er ekkert um skattlagningu
banka og ráðstöfun á hagnaði
Seðlabanka.
Það er ekkert um skattlagningu á
skattsvikinn  verðbólgugróða
stóreignafyrirtækja  og  stór-
eignamanna.
Það er ekkert um aðgerðir gegn
einokunarhringjum (SÍS, olíu-
félögin, Aðalverktakar, trygg-
ingafélög).
Það erekkert um einokunargróða
milliliðakerfisins  í  landbún-
aði.
Það er ekkert um leiðir til að
lækka innflutningsverð.
Það er ekkert um atvinnustefnu,
markaðsmál, frelsi til útflutn-
ings.
Það er ekkert um að draga úr „vél-
ferðarkerfi fyrirtækjanna" og
skerða ríkisbáknið.
Það er ekkert um ranglátt lífeyris-
réttindakerfi.
Það  er enga  byggðastefnu  að
finna.
Það er hins vegar ráðgert að-
hald  áfram:
(1) Að auka erlendar lántökur
miðað við 1984.
(2) Að líða viðskiptahalla upp
á 4—5 milljarða.
(3) Að  reka  ríkissjóð  með
halla.
(4) Að viðhalda ránvaxtastefn-
unni.
Þrjár tlllögur, fengnar að láni
frá Alþýðufloknum, eru allar til-
bóta:
(1) Að fjölga skattrannsóknar-
mönnum.
(2) Veita     húsbyggjendum
skattívilnanir.
(3) Takmarka húnæðislán við
hóflegri íbúðarstærð en nú er.
(4) Bæta  fyrir  misgerðir  við
íbúðakaupendur 1980—84.
Jtlins vegar vantar tillögur um
fjármögnun húsnæðislánakerfis-
ins og Jón Baldvin benti á að til-
lögur um allt, sem á vantar, fáist
ókeypis hjá Alþýðuflokknum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4