Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 26. febrúar 1985 40. tbl. 66. árg. Magnús H. Magnússon um húsnœðismálin: Eignaupptaka 1 stórum stíl Guðmundur G. Hagalín látinn Guðmundur G. Hagalín, rií- höfundur, lést í sjúkrahúsinu á Akranesi að kvöldi sl. mánudags, 86 ára að aldri. Guðmundur G. Hagalín fædd- ist 10. október 1898 að Lokin- hömrum í Arnarfirði. Á yngri ár- um sínum stundaði hann sjó- mennsku meðfram námi, en sneri sér síðan að blaðamennsku og rit- störfum. Var hann meðal annars blaðamaður á Alþýðublaðinu 1928, en kennari við gagnfræða- skólann á ísafirði 1928—1945 og sömu ár bókavörður Bæjarbóka- safns ísafjarðar. Við ritstörf í Reykjavík 1946—1949, í Kaup- mannahöfn 1949—1950 og Kópa- vogi 1950—1955. Var bókafulltrúi ríkisins 1955—1969. Var búsettur að Mýrum í Reykholtsdal frá 1965 til æviloka. Guðmundur gegndi ótal trun- aðarstörfum í gegnum árin. Með- al annars var hann bæjarfulltrúi á ísafirði 1934—1935, formaður Alþýðuflokks ísafjarðar í 6 ár, í stjórn Alþýðuflokksins 1932— 1946, ritari Alþýðusambands Vestfjarða 1932—1945 og for- maður Kaupfélags ísfirðinga 1935—1946. Hann gegndi mörg- um trúnaðarstörfum í tengslum við rithöfundarferil sinn og sömuleiðis fleiri trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn í Kópavogi og Garðahreppi. Eftir Guðmund liggur fjöldinn allur af ritum og greinum sem langt mál yrði að telja upp, en hans verður nánar minnst síðar í blaðinu. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Unnur Aradóttir. Á þriðja milljarðs króna þjófnaður úr Byggingasjóði ríkisins. Ef fylgt hefði verið forskrift hús- næðismálafrumvarps Alþýðu- flokksins frá 1979 væru lán Bygg- ingarsjóðs nú minnst 60°/o af bygg- ingarkostnaði staðalíbúðar í stað 311/0 eins og nú er. Væru fasl að tvö- talt hærri, auk þess sem frumvarpið gerði ráð fyrir að lán til kaupa á eldra húsnæði hækkaði samsvar- andi. Á 10 árum átti kostnaðarhlut- fall láns af staðalíbúð að vera kom- ið í 80%. Þetta er meðal annars niðurstaða Mangúsar H. Magnússonar, vara- þingmanns Alþýðuflokksins, er hann ritar um húsnæðismál í rit- stjórnargrein Brautarinnar, blað Alþýðuflokksfélaganna í Vest- mannaeynjum. Meginhugmyndin 1979 var að gera 10 ára átak til að byggja Byggingarsjóðinn upp í eitt skipti fyrir öll svo hann yrði í fram- tíðinni að mestu óháður duttlung- um fjárveitingavaldsins. Því miður hefur þetta ekki gengið eftir og hús- næðismálin nú í miklum ólestri, þannig að þúsundir manna fá nú að kenna á duttlungum fjárveitinga- valdsins. Jafnvel svo að Morgun- blaðið er farið að efast um siðgæð- isvitund þeirra manna sem með þau mál fara — væntanlega fyrst og fremst fjármálaráðherra og félags- málaráðherra. I frumvarpi Sighvats Björgvins- sonar og Guðmundar J. Guð- mundssonar til breytinga á tekju- og eignarskattslögum er lagt til að við álagningu tekjuskatts vegna tekna ársins 1984 komi til 10% af- sláttur til fiskverkunarfólks — af beinum tekjum af störfum ófag- lærðs verkafólks, faglærðs starfs- fólks í fiskiðnaði, sem og hjá fólki við verkstjórnarstörf í fiskiðnaði. Er þetta sams konar frádráttur Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru strax í febrúar 1980 þegar ríkis- stjórn sjálfstæðismanna, fram- sóknarmanna og alþýðubandalags- manna skerti markaða tekjustofna Framh. á bls. 2 og fiskimannafrádrátturinn nemur samkvæmt gildandi lögum. í grein- argerð með frumvarpinu segir meðal annars: „Hér er um tiltölulega einfalda aðgerð að ræða sem tryggir varan- legar kjarabætur og gæti komið nokkuð til móts við þá sérstöku kjaraskerðingu sem fiskverkunar- fólk hefur orðið fyrir að undan- förnu og auk þess getur þetta orðið Framh. á bls. 2 Sighvaiur og Guðmundur J.: 10% skattaafsláttur til fiskverkunarfólks Þessi mynd var tekin á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar á Ólafsfirði, sem var liður ífundaherferðinni um Norðurland um síðustu helgi. Fjölmenni var á öllum fundunum; samtals má œtla að fundina á Blönduósi, Hvammstanga, Skagaströnd, Ólafsfirði og Dalvík hafi sótt áfjórða hundrað manns. Fundirn- ir áttu það sammerkt að fjölmargar fyrirspurnir voru lagðar fram og umrœður líflegar. Nánar verður greint frá fundunum í máli og myndum á morgun. Útvarpslagafrumvarpið: Boöveitukerfið á vegum sveitarfélaga Tillögur Alþýðuflokksins Einsog komið hefur í ljós, þá er Sjálfstæðisflokkurinn hund- óánægður með hvernig framsókn- armönnum hefur tekist að snúa sjálfstæðismönnum í meiri hluta menntamálanefndar í neðri deild Alþingis um fingur sér, varðandi út- varpslagafrumvarpið. Mikil heift er nú í garð Halldórs Blöndal og telja sjálfstæðismenn að hann hafi lúff- að fyrir Framsókn. Meirihluti menntamálanefndar skilaði sameiginlegu áliti. Það er tvennt í breytingatillögum meiri- hlutans, sem sérstaklega hefur pirr- að „frelsispostula“ Sjálfstæðis- flokksins. Annars vegar er það hinn svokallaði Menningarsjóður út- varpsstöðva, sem fái 10% af verði auglýsinga hjá einkastöðvum, og á að greiða úr honum hlut Ríkisút- varpsins í hallarekstri Sinfóníu- hljómsveitarinnar og nota hann til eflingar innlendrar dagskrárgerðar. Hitt atriðið sem fer fyrir brjóstið á þessum sjálfskipuðu fulltrúum „frelsisins" er að útvarpsstöð, sem sendir út eftir þræði, svokallaðar kapalstöðvar, hafa ekki leyfi til að auglýsa gegn gjaldi, þar sem þær geta innheimt afnotagjöld. Mogginn sá á sínum tíma ekki ástæðu til að bregða fæti fyrir út- varpslagafrumvarpið, hinsvegar tel- ur hann fulla ástæðu til þess nú og DV rembist einsog rjúpan við staur- inn í leiðara eftir leiðara og svart- höfðarausi að rakka niður álit meirihlutans. Sjálfur varaformaður Sjálfstæðisflokksins Friðrik Sóp- husson geysist fram á völlinn og ber fram sína eigin breytingartillögu, þar sem auglýsingafrelsinu er sleppt lausu. Minnihluti menntamálanefndar var klofinn í frumeindir sínar og skilaði hver fulltrúi sínum eigin til- lögum og áliti. Lang ítarlegastar voru breytingatillögur Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Við höfðum samband við Jón Baldvin og báð- um hann að greina okkur frá, hverj- ar helstu nýjungarnar væru í breyt- ingatillögunum. Jón Baldvin sagði að grundvall- aratriðið í þessum breytingatillög- um hans væri að boðveitukerfið yrði á vegum sveitarfélaganna og stefnt yrði kerfisbundið að því að koma upp sameinuðu kerfi til tölvuvæðingar þjóðfélagsins. Þetta er hin svokallaða „common carri- er“-regla, þar sem eignarhald og viðhaldsskylda á kapalkerfinu er aðskilin frá fyrirtækjunum, sem notfæra sér þjónustu kaplanna. Með þessu er allt boðveitukerfið haft undir einum hatti og mun það þjóna upplýsingaþjónustu í sveitar- félögunum. Það er að yfirlögðu ráði að sveit- arfélögin eru látin reka boðveitu- kerfið, en ekki ríkið, eða Póstur og sími fyrir þess hönd. Ef ríkið sæi um þetta, færi það eftir fjárveiting- um frá því, hversu hröð uppbygg- ingin yrði. Með því að láta sveitarfé- lögin reka boðveitukerfið geta þau sjálf ákveðið hvort þessi uppbygg- ing fær forgang fram yfir önnur verkefni. Þetta mun gerast á löng- um tíma en leggi sveitarfélögin megináherslu á þetta getur upp- byggingin gengið hraðar. Eðlilega má búast við að uppbyggingin verði hröðust í þéttbýlinu, en Alþýðu- flokkurinn telur best að frumkvæð- ið komi frá fólkinu sjálfu og það gerist best í gegnum sveitarfélögin. Jón Baldvin sagði að Alþýðu- flokkurinn hefði lagt fram lista yfir aðila, sem leitað yrði álits hjá, og varð meirihlutinn við þeirri ósk. Sagði hann að tilgangurinn með þvi hefði verið sá að fá sem flestar ábendingar og taka tillit til þeirra. Hefðu margar góðar ábendingar ’oorist og mikil vinna verið lögð í að samræma þær frumvarpinu. Þá sagði Jón Baldvin, að með breytingatillögum Alþýðuflokksins væri lagt til að tilraun yrði gerð með afnám einkaréttar Ríkisútvarpsins og leyfð yrðu óháð útvörp annarra aðila. Hvað auglýsingar áhrærði, þá legði Alþýðuflokkurinn til að leyfðar yrðu auglýsingar í þráðlaus- um útsendingum en ekki í kapal- kerfum, þar sem þeir aðilar gætu innheimt afnotagjöld. Einnig sagði hann að í breytingatillögunum væri gert ráð fyrir að félag, sem hyggst reka útvarpsstöð, leggi fram 5 millj- ónir í tryggingu fyrir ábyrgð félags- ins á útsendingum. Þetta er gert til að sá aðili, sem rekur útvarpsstöð, geti staðið við þær skyldur, sem á hann eru lagðar, t. d. ef deilur sköp- uðust um meiðyrðamál. Einsog fram hefur komið sendi Hjörleifur Guttormsson frá sér sín- ar eigin breytingatillögur og sömu sögu er að segja um Kristínu S. Kvaran og Guðmund Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna. Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.