Alþýðublaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur 31. ágúst 1985 165. tbl. 66. árg. Lögvernd: „Verðtryggingin er mannréttindabrot! Kennaraskorturinn: Helmingur nýráðinna réttindalausir Samtökin Ixigvernd hal'a opnað skrifstofu að Ármúla 19 í Reykjavík og var blaðamönnum boðið á kynningarfund á fimmtudags- kvöldið, af því tilefni. Samtökin Lögvernd voru stofn- uð um miðjan marsmánuð í ár og hafa fyrst og fremst að markmiði að vinna gegn því að mannréttindi séu brotin á íslandi. Á blaða- mannafundinum kom frain að for- ráðamenn samtakanna telja mann- réttindi hins alinenna borgara mjög fótum troðin hérlendis og voru á fundinum nefnd ýmis dæmi þessu til staðfestingar. — Aflétting yfir- vinnuþaksins til vitnis um ástandið segir Kristján Thor/acius. Samkvæmt könnun um kennara- ráðningar sem Kennarasamband ís- lands gekkst fyrir, í lok þessa mán- aðar, hefur það fengist staðfest sem flestir þóttust vita, að kennara- skorturinn i grunnskólum landsins verður ekki leystur með öðrum hætti en ráðningu réttindalauss fólks til kennslu, og botnlausri yfir- vinnu. I könnuninni kemur fram, að enn Framh. á bls. 2 Meðal annars töldu forsvars- menn samtakanna að fólki reyndist oft erfitt að fá lögfræðiaðstoð, sem allir ættu þó rétt á. „Þeir sem þessa þjónustu fá,-standa oft frammi fyr- ir þeirri staðreynd að því virðast engin takmörk sett hversu dýrt lög- menn geta selt vinnu sínaþ sagði Lögverndarfólk einnig. Þá var því einnig haldið fram á Nú þykir Ijóst að réttindalaust fólk muni verða látið leysa kennarana af hólmi á vetri komanda. En hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér? — Samtökin Lög- vernd aðstoða fólk við að ná rétti sínum og hafa opnað skrifstofu í Reykjavík. fundinum að það væri tvímæla- laust mannréttindabrot að verð- tryggja allt nema laun. — Verðtryggingin „lög- legur þjófnaður“? Að áliti Lögverndar er útfærsla verðtryggingar hérlendis notuð sem forsenda fyrir stórkostlegum „lög- legum“ þjófnaði, sem bitnar ein- göngu á hinum almenna launþega. „Við sitjum ekki við sama borð og aðrar þjóðir í þessum efnum“, sögðu Lögverndarmenn og bættu því við að hérlendis hefðu myndast ýmsir sérhagsmunahópar sem græddu endalaust á verðtryggingu. Þessir hópar séu varðir af stjórn- völdum og af þeim sökum streymi til þeirra fjármagn í stórum stíl sem í raun og veru tilheyri almenningi. Til sannindamerkis var bent á hinn mikla fjölda nauðungarupp- boða sem auglýst eru í hundraða- og þúsundatali. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundin- um er til svokölluð bókun 188A frá árinu 1954, sem gefin var út af Efnahags- og samvinnunefnd Sam- einuðu þjóðanna, og fjallar um hversu reikna skuli verðtryggingu þannig að verðtrygging haldist í hendur við verðbólgu. Að sögn Þorgils Axelssonar hjá Lögvernd hefur þessari reikningsaðferð aldrei verið beitt á íslandi, þótt hún sé notuð í flestum eða öllum ná- grannalöndum okkar. Framh. á bls. 2 Suðurnes á uppboð í síðasta tölublaói Víkurfrétta í Kcflavík eru auglýst hvorki ineira né minna en 47 nauðungarupp- boó. í flestum tilvikum er hér um að ræða fasteignir, yfirleitt hús eða íbúðir einstaklinga. Auglýsandinn er bæjarfógeta- cmbættið í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu, sem allt er sama embættið. Sigurður Stefánsson hjá em- bættinu, kvað þennan auglýsinga- fjölda að vísu í meira lagi en hins vegar hefði borið allmikið á nauð- ungaruppboðsauglýsinguin upp á síðkastið. Sigurður kvaðst ekki rcikna ineð að allar þessar eignir yrðu seldar, heldur yrði skuldin í lang- flestum tilvikum gerð upp áður en af uppboðinu yrði. En þótt ekki verði af uppboði, þarf hinn skuldugi cigandi engu að siður að greiða auglýsingar- kostnaðinn og fer hann að sjálf- sögðu eftir stærð auglýsingarinn- ar en mun í flestum tilvikum vera á bilinu 7—800 krónur. ■SUNNUDAGSLEIÐARI" Á barmi glötunar Fréttir af manndrápum og misþyrmíngum ógnar- stjórnar hvíta minnihlutans, sem ræöur ríkjum ( Suður Afríku eru þessa dagana fastir liðir f fréttum íslenzkra fjölmiðla. Nærfellt hvert einasta kvöld opnast á (slenzkum heimilum skjár sjónvarpsins þar sem við okkur blasa barsmíðar og linnulausar mis- þyrmingarásaklausu fólki, sem ekkert hefurtil saka unnið, annað en ef til vill það eitt að vilja safnast saman til friðsamlegra mótmæla,- og svo auðvitað það sem öllu máli skiptir í augum valdhafa Suður Afrfku, nefnilega að fólkið er af öðrum litarhætti en þeir, sem landinu ráóa. Lýðveldið Suður Afrika ramb- ar nú á barmi glötunar. Fólk um víða veröld stendur höggdofa andspæn- is þeim harmleik, sem rlkisstjórnin í Suður Afríku hefur með aðgeröum sínum sett á svió á undanförn- um vikum, og virðist staðráðin í að leika til sinnaeig- in endaloka, sem með sama áframhaldi og atburða- rás geta vart veriö langt undan. Margra ára viðleitni Sameinuðu þjóöanna til þess aó fá rtkisstjórn Suður AfiXu með góðu eða illu til að láta af kynþáttaofsóknum hafa ekki borió árang- ur. Samtök heimsþjóðanna hafa þar reynst vanmátt- ugt verkfæri. Skýring þess er ef til vill sú helzt, að stórveldin svonefndu hafaekki beitt sérf málinu. Af- staða Bandaríkjastjórnar til dæmis hefur veriö linkuleg gagnvart Suður Afrlku að ekki sé meira sagt. En hvað er til ráða? Eigum við aö horfa aðgerða- laus úr stofunum okkar hér heima, á harmleikinn sem er að gerast í Suður Afrfku, þótt i órafjarlægð sé? Ástandið I Suður Afríku kemur okkur vió. Það kemur öllum mönnum við. Einhverjir kunnaað segja, að orð og athafnir smá- þjóða megi sín ekki mikils í þessu sambandi. Það er rétt, en aðeins að hiuta. Við íslendingar gætum til dæmis beitt okkur fyrir þvi, að utanrlkisráðherrar Norðurlandanna kæmu saman til sérstaks fundartil þess að f jalia um þetta mál. Norðurlöndin eru virt af I á alþjóðavettvangi og geta þar haft veruleg áhrif, ef vilji og samstaða er fyrir hendi. Hér geta íslendingar tekið frumkvæöi og það er ekki eftir neinu að blða. Jafnframt þessu eigum við að sjálfsögðu þegar i stað að hætta öllum viðskiptum við Suður Af ríku og hefðum átt að gera fyrir löngu. Þau eru reyndar ekki mikil, og væru þetta þvl nánast táknræn mótmæli, en mótmæli samt. Þaöan fluttum viðinn í fyrravörur fyrir tæpar tuttugu og átta miiijónir króna, einkum ávexti. Þeir eru auöfengnir annars staðar. Þangað seldum við i fyrra vörur fyrir rúmar fjórar milljónir króna. Einkum veiðarfæri og útgeröarvörur. Þeim út- flutningi ætti að vera auðfundinn annar markaður. Alþýðublaðió skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir þvi, að hætt verði þegar f stað öllum við- skiptum við ofbeldis- og kúgunarstjórnina í Suður Afríku. e.g. Er þeim treystandi? Forystumenn Sjólfstæðisflokksins hafa gumað af þvi iáratugi, i utanrikis- og varnarmálum væri aöeins einum stjórnmálaflokki treystandi, — Sjálfstæóis- flokknum. Sú meginstaðreynd blasir nú við þjóð- inni, að helztu forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru komnir í hár saman út af þv! hvernig túika skuli varnarsamninginn miili íslands og Bandarikjanna. Fjármálaráöherrann, Albert Guómundsson, segir eitt, en utanrikisráðherrann Geir Hallgrímsson, fyrr- verandi formaður flokksins segir annað, og athygli vekurað Geir læturembættismenn sinaí utanríkis- ráóuneytinu aðmestu um að flytjafjölmiðlum skiln- ing sinn á varnarsamningnum. Þessi deíla innan forystusveitar Sjálfstæðisf iokks- ins hefur vakið athygli að makleikum. Kominn er í Ijós alvarlegur þverbrestur innan flokksforystunnar. En hliðin sem snýr að kjósendum flokksins er auð- vitað sú, hvort Sjálfstæðisflokknum sé yfir höfuð lengur treystandi I utanrlkls- og varnarmálum. Það er kjarni málsins. E.G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.