Alþýðublaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 1
Nýtt vikublað PRESSAN , KEMUR A MORGUN PRESSAN, nýtt vikublað sem framvegis kemur út á föstudögum, hefur göngu sína á morgun. PRESSAN er gefin út af Blaði hf., sem einnig er útgefandi Alþýðu- blaðsins. Ritstjóri PRESS- UNNAR verður Jónina Leós- dóttir og skrifstofur og rit- stjórn blaðsins til húsa í Ár- múla38, Reykjavik. Með til- komu PRESSUNNAR mun Al þýðublaðið ekki koma út á föstudögum en PRESSAN þess i stað og fá áskrifendur Alþýðublaðsins PRESSUNA i áskrift á föstudögum án aukagjalds. Auk þess er hægt að gerast áskrifandi að PRESSUNNI einni saman. PRESSAN er sjálfstæð vikuútgáfa og að sögn rit- stjóra mun blaðið leggja áherslu á fjölbreytt efni af ýmsum toga, en Ijóst væri að PRESSAN myndi að hluta til höfða til þess lesendahóps sem skilinn var eftir þegar Helgarpósturinn lagði upp laupana sl. júnímánuð, jafn- framt því sem PRESSAN mun leitast við að höfða til nýrra lesenda á íslenskum blaða- markaði. Útgáfa Alþýðublaðsins verður áfram óbreytt að und- anskildu föstudagsblaði og laugardagsblað Alþýðublaðs- ins, sem veriö hefur 24 síður, mun fyrst um sinn verða gefið út í 8 síóum. Samráðsnefnd ASÍ Skipuð formönnum landssambanda Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, og Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra ákváðu á fundi sínum i gær að við- ræður myndu halda áfram öðru hvoru megin við helg- ina. Formenn landssam- banda ASÍ og fulltrúar rikis- stjórnarinnar verða á þeim fundi. Ásmundur Stefánsson sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að fundur þeirra Þor- steins hefði ekki haft þann tilgang að komast að efnis- legri mðurstöðu, heldur væri hann ætlaður til að ákveða hvernig yrði staðið að áfram- haldandi viðræðum. Niður- staða fundarins varð sú að annar fundur yrði haldinn öðru hvoru megin við helg- ina, þar sem formenn lands- sambanda Alþýðusambands íslands og fulltrúar rlkis- stjórnarinnar færu yfir málin, og ríkisstjórnin myndi gera frekari grein fyrir þvf f hvaða áttir hún vildi ganga. For- menn landssambandanna verða I viöræðunefnd á vegum ASÍ. Landssamtök sauðfjárbœnda TIL ATLOGU GEGN SKRIFFINSKUNNI Vilja leggja Búnaðarfélag íslands niður í núverandi mynd Á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, sem hófst á Akureyri í gær, er til umfjöll- unar skorinort tillaga Lands- samtaka sauðfjárbænda um að félagskerfi landbúnaðar- ins verði stórlega einfaldað og gert ódýrara i rekstri. Sauðfjárbændur vilja draga úr skriffinnskunni með þvi að leggja Búnaðarfélag Islands niður í núverandi mynd og færa verkefni þess i auknum mæli til búnaðarsamband- anna í landinu. Sauðfjárbændur telja óvit- urlegt að bændur greiði fé- lagsgjöld til þriggja eða jafn- vel fjögurra félaga eins og þekkist. Að þeirra mati ætti gjaldheimtan að duga til að reka eitt öflugt stéttarfélag. Samkvæmt tillögunum yrðu búgreinafélög starfandi i hverri sýslu fyrir hverja bú- grein og yrð.u þau aðilar að búnaðarsamböndunum. Aðild að slíkum sambönd- um yrði skilyrði fyrir styrk- veitingum eða lánum frá op- inberum aðilum svo og nýt- ingu fullvirðisréttar, sam- kvæmt tillögum sauðfjár- bænda. Sjá nánar á bls. 5. Búist er við stefnumörkun á ríkisstjórnarfundi í dag Enn er engin lausn i sjón- máli innan rikisstjórnarinnar um hvernig beri að stoppa upp í fjárlagagatið upp á 31/2 milijarð sem blasir við á næsta ári og hvernig frum- varpið verði afgreitt með 5—700 milljóna króna tekju- afgangi. I gær sátu Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra og Matthías Á. Mathie- sen samgönguráðherra á fundi i ríkisfjármálanefnd og ræddu á annað hundrað til- lögur um niðurskurð. Skv. heimildum Alþýöublaðsins hafa ráðherrar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar enn ekki samþykkt neinar tillögur fjármálaráðuneytisins og munu viðræður ráðherranna halda áfram næstu daga. Til stóð til að ákveðin drög að fjárlagafrumvarpinu lægju fyrir á rfkisstjórnarfundi í dag, en nú er Ijóst að af þvf verður ekki. Þó er búist við að stefnumörkun um hversu langt verður gengið í niður- skurði verði gerð á ríkis- stjórnarfundinum og á þeim grundvelli verði frekari við- ræðum haldið áfram. Því næst fái einstakir fagráö- herrar tillögurnar í hendur til að skila gagntillögum varð- andi niðurskurð hjá stofnun- um og i málaflokkum hvers ráðuneytis. Nú er vinna starfshóps um endurskoðun á útgjöldum til landbúnaðarmála á lokastigi, en auk þess er brátt að vænta tillagna frá starfshóp- um fjármálaráðuneytis um lækkun kostnaðar á stórum útgjaldabálkum fjárlaganna, einna helst innan heilbrigð- is-, mennta- og dómsmála- ráðuneytanna. Ráöherrar i rikisfjármálanefnd hittust á stundarlöngum fundi í gær þar sem á annað hundrað niðurskurðartillögur við fjárlagagerð voru til umræðu. Indriði G. Þorláksson, fjárlaga- og hagsýslustjóri, sat fundinn með ráðherrunum en reiknað er með að viðræður þeirra haldi áfram næstu daga eða allt þar til samkomulag næst um hvar ráðist skal til atlögu. A-mynd/Magnús Reynir. Niðurskurður ríkisútgjalda ENGIN AFSTAÐA í RÍKISSTJÓRNINNI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.