Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						-,v  <• • vr .  • v/v/' vv',  v»v   *w  v/v  -iV.WiV
tMBUBLMB
Föstudagur 2. júni 1989
STOFNAÐ
T9Í9^
78.tbl. 70. árg.
^457- og BSRB-fólk mótmœlir verðhœkkunum:
Þúsundir lögðu niður vinnu
og fjölmenntu á baráttufund
Þúsundir félaga í ASI og
BSRB lögðu niður vinnu um
miðjan dag í gær til að fjöl-
menna á baráttufund á
Lækjartorgi, þar sem mót-
mælt var verðhækkunum
sem stjórnvöld hafa iagt
blessun sína yfir að undan-
förnu. í ályktún er þess kraf-
ist að ríkisstjórnin stöðvi
allar verðhækkanir og standi
við fyrirheit í nýgerðum
samningum.
„Auðvitað vitum við að
það eru til skýringar á þessu
öllu saman. Þeirra skýringa
má leita í efnahagsreikning-
um olíufyrirtækja, skipafé-
laga, flugfélaga og okut-
fyrirtækja. En heimilin hafa
líka sína efnahagsreikninga
og þá má einnig útskýra.
Auðvitað vitum við að þegar
ofurtekjufólkinu hjá Flug-
leiðum eru veittar hækkanir
um tæpar 40 þúsund krónur
á mánuði, eða sem nemur
launum lágtekjumanns, þá
þarf að sækja þá peninga
einhversstaðar. Og nú á að
sækja þá í okkar vasa. Þess
fólks sem gerði jafnlauna-
samninga. Það fólk á nú að
borga hærri flugfargjöld í
flugi innanlands. Þetta
ákvað ríkisstjórnin. Þessari
ákvörðun og óðrum ákvörð-
unuin ríkisstjórnarinnar,
sem opna fyrir verðhækkun-
arbylgjuna mótmælum við.
Við mótmælum öll sem
einn," sagði Ögmundur Jón-
asson formaður BSRB m.a. í
sinni ræðu og tóku fundar-
menn vel undir með honum.
Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambandsins,
var ekki minna harðorður en
Ögmundur í sinni ræðu.
Hann minnti á bréf forsætis-
ráðherra þar sem segir að
ríkisstjórnin lofar viðspyrnu
gegn . verðhækkunum. „Ég
hef ekki heyrt um neina við-
spyrnu. Ég hef enga tilburði
séð til að hamla gegn verð-
hækkunum. Ég hef hvergi
séð að ríkisstjórnin hafi
reynt að sporna við. Ég segi
þess vegna, að ríkisstjórnar-
flokkarnir hafi brugðist. Það
er hart, það er sárt og auðvit-
að sárast fyrir okkur sem
kusum þá sem flokka jafn-
réttis og félagshyggju. Ef
verðhækkanasóknin bráir
ekki af ríkisstjórninni, þá
liijóta viðbrögð okkar að
verða hörð. Þau hljóta að
ASI- og BRSB-fólk lét smá-
rigningu ekki aftra sér frá
þátttöku á útifundi sam-
takanna á • Lækjartorgi í
gær, þar sem mótmælt var
kröftuglega verðhækkun-
um.         A-mynd/E.ÓI.
verða mjög hörð. Láti ríkis-
stjórnin ekki segjast, þá
verða frekari aðgerðir til að
knýja ríkisstjórnina að
standa við sinn hlut að fylgja
í kjölfarið. Við verðum að
láta það gerast," sagði Ás-
mundur Stefánsson.
í  ályktun  fundarins  er
harðlega mótmælt gegndar-
lausum verðhækkunum sið-
ustu daga. Með þeim hafi
brostið forsendur nýgerðra
samninga. Skorað er á
stjórnina að stöðva hækkan-
irnar og bæta launafólki
þann skaða sem orðið hefur.
Fundinum barst fjöldi stuðn-
ingsyfirlýsinga víðs vegar að
af landinu.
Jon Baldvin um verðhœkkanirnar:
Afleiðing óþolandi
mikillar verðbólgu
„Við erum að horfast
augu við afleiðingar af
þeirri staðreynd, að við er-
um hér með óþolandi
mikla verðbólgu. Það verð-
ur einfaldlega ekki við það
búið í þessu þjóðfélagi til
langframa að hafa hér
meiri verðbólgu en gerist
og gengur í viðskiptalónd-
um," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkis-
ráðherra þegar Alþýðu-
blaðið ræddi við hann i
gær um þær miklu verð-
hækkanir sem dunið hafa
yfir.
Jón Baldvin sagði að
spurningin væri hvort al-
menningur væri reiðubú-
inn að taka á sig þær fórnir
sem það óhjákvæmilega
þýðir til skamms tíma, að
kveða verðbólgu niður
með afdráttalausum hætti.
„Við munum aldrei komast
út úr þessum vandamálum
að óbreyttu kerfi í undir-
stöðuatvinnuvegum okkar,
landbúnaði og sjávarút-
vegi," sagði Jón Baldvin.
„Sérstaklega er komið á
daginn, að engin ríkis-
stjórn mun ráða við verð-
myndun í íslenskum land-
búnaði að óbreyttri grund-
vallarlöggjöf. Þetta er ekki
bara spurning um það að
knýja fram endurskoðun á
búvörusamningnum, held-
ur verður jafnframt að
breyta þeirri löggjöf um
landbúnaðarmál     sem
kveður á um skuldbind-
ingu ríkissjóðs til þess að
greiða og gefa ríkistrygg-
ingu fyrir nánast öllum
þeim kostnaði sem hleðst
upp í þessu kerfi — burtséð
frá því hvort framleiðslan
er langt umfram þarfir inn-
anlands eða neyslu.
Þetta er farið að kosta
gríðarlegar fjárhæðir og
kerfið hleður sífellt á sig
nýjum útgjöldum sem
ríkisstjórnir og fjármála-
ráðherrar standa varnar-
lausir fyrir, vegna þess að
meirihlutavilji hefur ekki
fengist á Alþingi til þess að
taka á þessum vandamál-
um.
Við erum að ræða hér
um grundvallarvandamál í
okkar tveimur höfuð at-
vinnugreinum, sem verða
ekki frekar en fyrri daginn
leyst með einhverjum
skottulækningum, eins og
gengiskollsteypum,    en
valda því þó að á ríkið og
ríkissjóð hlaðast útgjalda-
skuldbindingar langt um-
fram það sem eðlilegt er til
langframa," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
Sjá einnig bls. 3
Vinnueftirlitið:
Hækkun að undir-
lagi launamanna?
Kíkisstjórnin hefur fallisl
á beiðni Vinnueftirlits ríkis-
ins iiin hækkun á gjaldskrá,
fyrir sérstaka þjónustu og
eftirlitsstörf. Hækkunar-
beiðnin hljóðaði upp á
23,3%. Athygli vekur að
stjórn Vinnueftirlitsins er
skipuð fulltrúum þeirra aðila
sem stóðu að nýlegum kjara-
samningum og þeim sömu
sem mótmæla nú kröftug-
lega verðhækkunum.
Þjóðhagsstofnun var beð-
in um að meta beiðnina, sem
er rókstudd með því að hún
sé nauðsynleg til  þess að
mæta hækkunum á launaút-
gjöldum og öðru verðlagi.
Vinnueftirlitið er sjálf-
stæð stofnun sem heyrir und-
ir félagsmálaráðuneytið.
Formaðurinn er skipaður af
ráðherra, en átta aðrir
stjórnarmenn eru skipaðir
samkvæmt tilnefningu aðila
vinnumarkaðarins. Alþýðu-
samband íslands á þrjá full-
trúa í stjórninni, Vinnuveit-
endasambandið tvo, Vinnu-
málasamband samvinnufé-
laganna einn, BSRB og
Samband íslenskra sveitarfé-
laga einn.
A Iþýðubandalagið:
Flokkseigendafélagið
undirbýr hreinsanir
Sjá bls. 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8