Alþýðublaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.06.1989, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 24. júní 1989 Minning: Vigfús Jónsson. fyrrv. oddviti Vigfús Jónsson, oddviti Eyrar- bakkahrepps áratugum saman, máttarstólpi þess byggðarlags í blíðu og stríðu er fallinn frá. Með honum er horfinn á braut einhver heilsteyptasti og traustasti jafnað- armaður hans kynslóðar á íslandi. Ég kynntist Vigfúsi ekki að ráði fyrr en ég tók við formennsku Al- þýðuflokksins 1984. Frá þeim tíma hef ég komið nokkrum sinn- um til funda á Eyrarbakka og eft- irminnilegastur var fundur þar í „Hundrað funda ferðinni". Að fundum loknum var það föst regla á Eyrarbakka að sækja heim hinn aldna höfðingja staðarins, þiggja veitingar og ræða við hann um stjórnmál fram eftir kvöldi. Vigfús var sterkur persónuleiki, hann var íhugull maður, fáorður en orðaði hugsun sína gjarnan með þeim hætti að eftirminnilegt var. Allur hans ferill í þágu byggð- arlagsins staðfestir að þar var maður sem óx af verkefnum sín- um og vann sér traust, vinsældir og virðingu samferðamanna sinna. Fyrir hönd Alþýðuflokksins sendi ég öllum vinum hans og vandamönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. • Tveggja vikna gamall var hann reiddur á hestbaki yfir Hellisheiði og austur á Eyrarbakka, þar sem honum var komið í fóstur. Þar ólst hann upp á blómaskeiði byggðarlagsins, valdist snemma til forustu i félagsmálum, stjórn- aði undanhaldi í atvinnumálum, en beitti upp í og sá marga af draumum sínum rætast. Er Vig- fús varð áttræður, kaus hrepps- nefnd Eyrarbakkahrepps hann heiðursborgara hreppsins. Hann er borinn til grafar í dag. Vigfús Jónsson var fæddur í Reykjavík 13. október 1903, sonur Jóns Vigfússonar, steinsmiðs, og konu hans Helgu Sigurðardóttur. Þau áttu fjögur börn fyrir, og var því fimmta komið í fóstur hjá Tómasi bróður Jóns og Margréti Vigfúsdóttur, konu hans, sem þá voru nýflutt á Eyrarbakka austan úr Rangárvallasýslu. Hjá þeim ólst Vigfús upp. Þau ólu einnig upp Vigfúsínu Bjarnadóttur, og eftir að fósturforeldrarnir féllu frá, héldu þau Vigfús ogVigfús- ina heimili saman í Garðbæ á Eyrarbakka allar götur síðan, þangað til fyrir tveimur árum, að þau færðu sig yfir í Sólvelli, nýlegt dvalarheimili aldraðra á Bakkan- um. Vigfús gekk í Barnaskólann á Eyrarbakka, en þar kenndu þá ýmsir merkir skólamenn undir handleiðslu Péturs Guðmunds- sonar, skólastjóra. Meðal þeirra var Aðalsteinn Sigmundsson, sem stofnaði Ungmennafélag Eyrar- bakka árið 1925. Vigfús starfaði í stjórn þess og sama átti við um stúkuna Eyrarrós og verka- mannafélagið Báruna, að Vigfús átti sæti í stjórnum þessara félaga og stundum sem formaður. Þá' hafði á Bakkanum verið öflugt fé- lags- og menningarlíf, þar sem sönglíf, leiklist og tónlist blómg- aðist, og eiga nokkrar listgreinar í landinu mæta fulltrúa. sem bá ól- ust þar upp. í þessum jarðvegi mót- aðist Vigfús Jónsson. En tímarnir breyttust. Nýir samgönguhættir og breyttur verzlunarmáti kipptu fótunum undan hinum fyrri stoðum at- vinnulífsins. Siglingar lögðust frá og færðust til Reykjavíkur, og verzlunarmiðstöð Árnesinga byggðist upp við Ölfusárbrú. íbúatala hreppsins, sem hafði ver- ið yfir 950 rétt fyrir árið 1920, lækkaði á tiltölulega fáum árum niður í það, sem síðan hefur hald- izt, rúmlega 500. Margir höfðu séð fram á, hvað verða vildi og fluttust suður. En ekki Vigfús. Hann hélt kyrru fyrir og tókst á hendur það hlutverk að byggja upp og leita nýrra leiða. Hann lauk námi í vélsmíði árið 1926 og í trésmíði 1930. Hann stofnaði ásamt fleirum Trésmiðju Eyrarbakka hf. árið 1930, sem var fyrsta vélvædda trésmiðjan aust- anfjalls, og var framkvæmda- stjóri hennar í 15 ár. Á árinu 1943 beitti hann sér fyrir stofnun Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka hf. til þess að hefja á ný útgerð og fiskvinnslu, sem nær alveg hafði lagzt niður á stríðsárunum. Var hann framkvæmdastjóri hennar allt til ársins 1970. Árið 1940 tók Vigfús sæti í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps sem varamaður og tveimur árum síðar sem aðalfulltrúi. Oddviti varð hann árið 1946 og frá þeim tíma starfsmaður hreppsins, um leið og hann stjórnaði Hraðfrysti- stöð Eyrarbakka. Varð hrepps- skrifstofan og skrifstofa frysti- hússins nú hin sama. í því nýja og tvöfalda starfi beitti Vigfús sér fyrir ýmsum ný- mælum í atvinnulífi staðarins. Hann lét kanna markað erlendis fyrir humar og lét Eyrarbakka- báta hefja humarveiðar á árinu 1954 og var því meðal upphafs- manna hérlendis að þeim veiðum. Hann fékk efnafræðing til þess að kanna vinnslu og nýtingu á þangmjöli, og í þrjú til fjögur ár var með góðum árangri skorið klóþang í fjörunni og«það unnið í mjöl í fiskimjölsverksmiðju, sem Eyrbekkingar og Stokkseyringar höfðu sameiginlega reist árið 1952 og stendur milli þorpanna. Enn eitt dæmið var Plastiðja Eyrar- bakka, sem Vigfús beitti sér fyrir, að sett væri á stofn á staðnum. Var henni lagt til húsnæði í eigu hreppsins. Plastiðjan tók til starfa árið 1957 og veitti 20—30 manns atvinnu. Af öðrum framfaramálum, sem Vigfús beitti sér fyrir, voru m.a. kaup hreppsins á jörðum, sem byggðin stendur á, leit að neyzluvatni og lausn á þeim vanda, sem fólginn var í öflun neyzluvatns. Og síðast én ekki sízt lá það rannsóknarefni þungt á Vigfúsi og fleirum, hvernig bæta mætti hafnaraðstöðuna fyrir strönd þorpsins svo, að unnt væri að gera út frá Eyrarbakka með þeim bátakosti, sem bezt hentaði á hverjum tíma. Hann gerði sér glögga grein fyrir aðstæðum og þeim tæknilegu erfiðleikum, sem á því voru að gera góða höfn heima fyrir. Eygði hann þar þá frambúðarlausn, sem náði fram að ganga og fólgin var í gerð brúar á Olfusá hjá Oseyrarnesi. Vann hann þeirri hugmynd óspart fylgi m.a. með fundahöldum með þingmönnum. Var það honum mikið gleðiefni að fylgjast með framkvæmdum við brúarsmíðina og að vera við opnun hennar á sl. hausti. Vigfús sat í hreppsnefnd Eyrar- bakkahrepps óslitið til ársins 1978, einatt sem oddviti og kjör- inn með hreinan meirihluta hreppsnefndar með sér.Að með- töldum þeim tveimur árum, er hann starfaði sem varamaður í hreppsnefnd, höfðu störf hans að hreppsmálum varað í rétta fjóra áratugi, er hann lét af for- ustustörfum í þágu hreppsins. Einnig sat hann í sýslunefnd Ár- nessýslu 1950—1970, eða í tvo áratugi, og valdist af hálfu sýslu- nefndar um skeið sem stjórnar- formaður Sjúkrahúss Árnessýslu og í stjórn Elliheimflis Árnes- sýslu. Hann var fyrsti stjórnarfor- maður togaraútgerðarfélagsins Árborgar á árunum 1975—1978. Eyrarbakkahreppur var meðal stofnenda Sambands íslenzka sveitarfélaga. Vigfús sat öll lands- þing þess, meðan hann vann að hreppsmálum, og átti sæti í stjórn sambandsins á árunum 1963—1970. Af hálfu sambands- ins átti hann og sæti í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga ár- in 1969—1971. Vigfús átti aðild að stofnun Iðnaðarmannafélags Árnessýslu og var formaður þess í nokkur ár. Þá var hann virkur í félagsstörf- um Alþýðuflokksins, sat flokks- þing og skipaði sæti í fram- kvæmdastjórn. Hann skipaði oft eitt af efstu sætum á framboðs- listum flokksins í Árnessýslu og í Suðurlandskjördæmi. Þótt árin færðust yfir, hélt Vig- fús úthaldi sínu í atvinnurekstri. Hann stofnaði á efri árum til eigin fiskverkunar í fyrirtækinu Ein- arshöfn, og hann var orðinn hálf- áttræður, er hann hætti eignarað- ild að fiskibáti, þeim fjórða, sem hann hafði átt hlut í um dagana. Stundum er svo til orða tekið um athafnamenn í fámennum þorpum, að þeir „eigi“ staðinn. Á Eyrarbakka var þessu öfugt farið í tíð Vigfúsar Jónssonar. Eyrar- bakki átti Vigfús. Hann helgaði starfskrafta sina alla málefnum samfélagsins á Bakkanum og lagði sig fram í þjónustu við byggðarlagið, ekki aðeins í þess þágu sem heildar eins og á sviði hreppsmála. Heldur var hann líka sí og æ að starfi í þágu einstakl- inganna. Á tímabili átti hann oft erindi til Reykjavíkur, og þá bar ósjaldan við, að með honum í bílnum væru einn eða fleiri far- þegar, sem þurftu að fara til lækn- is eða að heimsækja fólk á sjúkra- hús og „notuðu ferðina". Þannig var hann. Og ekkert slíkt talið eftir. Vigfús var að mörgu leyti sér- stæður maður. Þrátt fyrir erfið- Ieika í atvinnurekstri, virtist ávallt hvíla yfir honum sérstök ró. Með honum var gott að sitja einum ásamt Vigfúsínu heima í Garðbæ jafnvel án þess að nokkuð orð væri sagt í dágóða stund. Hann var fagurkeri, átti gnótt bóka, sem hann merkti vel og raðaði skipu- lega. Hann tók sér fyrir hendur að smíða líkan af gömlu verzlunar- húsunum á Eyrarbakka, og stend- ur það nú varðveitt undir hlíf, þar sem verzlunarhúsin voru. Hann mótaði sjómann í fullri stærð, „kallinn“, er sumir nefna, og var afhjúpaður sem minnisvarði um drukknaða sjómenn á sjómanna- daginn 1984. Listfengi hans naut sín einnig, er hann endurbyggði Eyrarbakkakirkju að hluta til, þegar þörf var á viðgerð. Þá söng hann í kirkjukórnum. Öðru hverju fór Vigfús í ferða- lög ýmist innanlands eða utan, og leyndi sér þá ekki löngun hans til fróðleiks. Á.m.k. einu sinni skráði hann ferðasögu og lét í té vinum og kunningjum. Þá tók hann saman yfirlit um sjóslys við Eyr- arbakka, skráði drög að sögu brú- armálsins, þ.e. sögu baráttunnar fyrir Óseyrarbrú. Og það þótti honum verst við efri árin, að sjón- in skyldi deprast, því hann átti þá erfitt með að lesa og skrifa, en af hvoru tveggja hafði hann hið mesta yndi. En gott er að minnast þess, að síðustu æviár Vigfúsar voru hon- um góð. Hann gat notið þess að líta yfir farinn veg og sjá marga af draumum sínum rætast og þann stærstan, að Eyrarbakki hefur dafnað og er nú orðinn meðal bú- sældarlegri staða á landinu. Að þeirri þróun átti Vigfús Jónsson drjúgan hlut. Unnar Stefánsson. Það er sérhverju byggðarlagi mikil gæfa að eignast þegna, sem eru reiðubúnir að fórna starfsævi sinni í þágu uppbyggingar og framfara þess. Eyrarbakki átti slíku láni að fagna. Starfsævi Vig- fúsar Jónssonar, sem Eyrbekk- ingar kveðja í dag hinstu kveðju, er samofin hagsmuna- og fram- farabaráttu Eyrbekkinga á þess- ari öld. Ævisaga Vigfúsar er um leið saga Eyrarbakka síðustu níu áratugi. Um og upp úr 1920 verða mikl- ar breytingar á atvinnuháttum á Eyrarbakka. Verslunin, sem verið hafði undirstaða byggðar á Eyrar- bakka í margar aldir, fluttist ann- að með bættum samgöngum og breyttum tiðaranda. Þá fækkaði ibúum á Eyrarbakka mjög. Menn fluttu í aðrar byggðir, þar sem tækifæri til fjölbreyttari atvinnu voru fleiri og uppbyggingin hrað- ari. Það brann því á þeim, sem eftir urðu, að snúa vörn í sókn og tók Vigfús virkan þátt í þeirri baráttu. Strax innan við tvítugt hóf Vig- fús afskipti af félagsmálum á Eyrarbakka og var meðal annars einn af stofnendum Ungmennafé-1 lags Eyrarbakka, þegar það var endurvakið árið 1920 af Aðal- steini Sigmundssyni, Ingimar Jó- hannessyni og Jakobínu Jakobs- dóttur, kennurum við Barnaskól- ann á Eyrarbakka. Starfsemi fé- lagsins varð fjölþætt undir stjórn þessara þremenninga og má segja að hún hafi i mörgu jafngilt fram- haldsnámi, sem á þeim tíma var af skornum skammti, og hefur Vig- fús sagt í viðtali að starfið í Ung- mennafélaginu hafi verið sinn besti skóli, sem hann hafi búið að alla tíð. Jafnframt tók Vigfús þátt í starfi stúkunnar á Eyrarbakka og varð félagi í Verkamannafélag- inu Bárunni, þegar hann hafði aldur til. í báðum þessum félög- um var hann í forystusveit um ára- bil. Á árunum milli 1920 og 1930 stundaði Vigfús mest sjó- mennsku, en einnig var hann við smíðar á Eyrarbakka og í nálæg- um byggðarlögum og árið 1930 tekur hann próf í húsasmíðum. Það ár má segja að afskipti Vig- fúsar af uppbyggingu atvinnulífs á Eyrarbakka hefjist, þegar hann stofnar Trésmiðju Eyrarbakka ásamt Bergsteini Sveinssyni í Brennu. Trésmiðjan var fyrsta vél- vædda trésmiðja austanfjalls og var Vigfús forstöðumaður hennar til ársins 1946. Á þessu tímabili var hann formaður Iðnaðar- mannafélags Árnessýslu í nokkur ár. Árið 1943 var stofnað hlutafé- lag um rekstur frystihúss á Eyrar- bakka og var Vigfús einn for- göngumanna þess. Þá hafði út- gerð Iegið niðri á Eyrarbakka um nokkur ár og enginn afli borist þar á land. Hraðfrystistöð Eyrar- bakka hf. tók til starfa fyrrihluta árs 1944 og þá hófst útgerð að nýju frá Eyrarbakka. Vigfús varð forstöðumaður og framkvæmda- stjóri hins nýja fyrirtækis strax í upphafi og gengdi því starfi fram undir 1970. Frytihúsið varð brátt stærsti atvinnuveitandinn á Eyrarbakka og er svo enn, þó hlutafélagið, sem Vigfús tók þátt í að stofna, hafi verið lagt niður. Upphaflegt markmið með stofn- un frystihússins, að skapa næga og trygga atvinnu fyrir íbúa á Eyrarbakka, er þrátt fyrir það í fullu gildi. Árið 1942 er Vigfús fyrst kos- inn í hreppsnéfnd Eyrarbakka- hrepps, en hann hafði áður verið varahreppsnefndarmaður og set-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.