Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						JUJYlllIlflD
Boðberi
nýrralíma
73.TOLUBLAÐ   71. ÁRGANGUR
• •
FOSTUDAGUR
18. MAÍ 1990
AKIMAnrLUu: Félagið hefur gengið frá sínum málum
varðandi þotuna sem tekin hefur verið á leigu frá Kanada.
Talið var í gær að þotan kæmi til landsins í dag. Lögfræð-
ingar þriggja lífeyrissjóða hafa krafist lögtaks hjá Arnar-
flugi vegna skulda við sjóðina. Opinberar stofnanir eru
sömuleiðis farnar að ókyrrast vegna vanskila Arnarflugs.
Segja má að nú reyni sem aldrei fyrr á auglýsingaslagorð
félagsins: Okkur kemur aldrei neitt á óvart.
SKAKSAMBANDIÐ: Um næstu helgi verður kjörinn
nýr forseti Skáksambands íslands þegar aðalfundur þess
verður haldinn. Einar S. Einarsson hefur fyrir nokkru til-
kynnt að hann gefi ekki kost á sér áfram. Tali&er líklegt
að Jón Rögnvaldsson verkfræðingur taki við af Einari.
VATRYGGINGAR: Hagnaður Vátryggingafélags ís-
lands h.f. nam 50,1 milljón króna á síðasta ári sem var
fyrsta starfsár félagsins, en það varð til við samruna Bruna-
bótafélagsins og Samvinnutrygginga. Heildariðgjöld í
fyrra námu nær þrem milljörðum króna en tjón að upp-
hæð liðlega 2,8 milljörðum. Afskriftir og niðurfellingar á
kröfum námu 96 milljónum. Félagið greiddi milljón á dag
í laun og launatengd gjöld. Skrifstofu- og stjórnunarkostn-
aður nam 251 milljón króna.
SKOoRÆKT: Forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skóg-
ræktar ríkisins að Mógilsá hefur sagt starfi sínu lausu og
það sama hafa allir undirmenn hans gert að einum undan-
skildum. Forstöðumaðurinn segir aö Steingrímur J. Sigfús-
son landbúnaðarráðherra hafi skert sjálfstæði stöðvarinn-
ar með því að ákveða að hún skuli áfram vera deild í Skóg-
rækt ríkisins en ekki gerð að sjálfstæðri stofnun.
uJALDPRUT: Nú mun vera ljóst að Grundarkjör verður
tekið til gjaldþrotaskipta. Allmargar kærur hafa borist
vegna meintra undanskota vörubirgða og verða þær kær-
ur rannsakaðar við umfjöllun skiptaráðanda.
ÞORARINNTYRF-
INGSSON: Nú er verið
að skrásetja endurminning-
ar Þórarins Tyrfingssonar
yfirlæknis og formanns
SÁÁ. Guðrún Guðlaugs-
dóttir blaðamaður skráir
en Örn og Örlygur gefa út.
SÆLUVIKAN: Skagfirðingar og aðrir virðast vera að
missa áhugann á hinni einu og sönnu Sæluviku sem lengi
hefur verið merkust samkoma þar í sveit. Nú hefur aðsókn
hins vegar verið dræm að flestum atriðum sem boðið er
upp á. Svipaða sögu er að segja af nágrönnum Skagfirð-
inga, Húnvetningum. Daufar undirtektir við Húnavöku á
Blönduósi hafa orðið til þess að rætt er um að sleppa vök-
unni á næsta ári.
rLUuLIÐAR: Ekki hefur enn verið samið við flugmenn
og flugvirkja og ganga viðræður lítið. Samningar hafa ver-
ið lausir í nokkrar vikur. í ársskýrslu Vinnveitendasam-
bandsins fyrir 1989 segir að þá hafi samningar við flugliða
gengið hroðalega. Þar hafi sést eðli hins sjálfstæða samn-
ings- og verkfallsréttar hvers stéttarfélags enn í sinni ýkt-
ustu mynd. Þessir hópar hafi þvingað fram snöggtum meiri
launahækkanir en aðrir nutu á árinu.
LESÐARINN IDAG
Rekstrarerfiöleikar Arnarflugs eru til umfjöllunar í
Alþýöublaðinu í dag. Alþýöublaðið er þeirrar
skoðunar að hlutur stjómvalda í rekstrarvanda
flugfélagsins eigi að taka mið af hagsmunum al-
mennings. Alþýðublaðið bendir á vaxandi hringa-
myndun í hlutabréfaeign ísamgöngufyrirtækjum
og telur mjög óæskilegt að samgöngur og flutn-
ingar frá og til íslands séu á fárra höndum. Eðlileg
samkeppni tryggi best verðlag og þjónustu.
Hitnar undir
bæjarstjórum
Bæjarstjórastöður eru valtar —
þar spilar pólitíkin inn í. Margir
bæjarstjóra landsins vita sem
er að eftir kosningar munu
margar stöður losna — ef að
líkum lætur.
5-8
Sveitarstjórnar-
kosningar
í blaðinu í dag er greint frá
framboðsmálum á Norður-
landi vestra, Vestfjörðum og á
Austurlandi.
Borgin reynir að
fela hagnaðinn
Hjá Reykjavíkurborg eru
óvenjulegar reikningsskilaað-
ferðir viðhaföar. Þar er allt gert
til að leyna ofboöslegum hagn-
aði af fyrirtækjum borgarinnar.
Gróðann má greinilega ekki
nýta til að .létta borgarbúum
byrðamar.
Olafur Jensson, framkvœrhdastjóri Byggingaþjónustunnar:
íbúðaeigendur tapa
milljörðum á fúskurum
„Fúskarar í húsavið-
gerðum hafa kostað íbúða-
eigendur milljarda króna.
Þetta eru oft eigna- og
ábyrgðarlausir menn sem
stinga af frá óunnu verki
eftir að hafa fengið greitt
fyrirfram og skjóta næst
upp kollinum á Hrauninu.
Eða þá að þeir skila svo ilia
unnu verki að það þarf að
vinna það upp aftur med
ærnum tilkostnaði. Við
vörum eindregið við þess-
um mönnum," sagði Ólaf-
ur Jensson framkvæmda-
stjóri Byggingaþjónust-
unnar í samtali við Al-
þýðublaðið.
Hann nefndi sem dæmi um
tilboð réttindalausra manna,
að nú i vikunni kom fólk til
Byggingaþjónustunnar með
tilboð um viðgerð á íbúða-
blokk frá manni sem ekki er
á skrá yfir þá sem hafa viður-
kenningu til slíkra verka. Til-
boðið hljóðaði upp á þrjár
milljónir króna, en jafnframt
boðinri verulegur afsláttur
gegn staðgreiðslu. Fólkið
hætti þegar í stað við að taka
þessu tilboði.
Ólafur Jensson nefndi einn-
ig, að eigendur ibúðablokkar
komu til Byggingaþjónust-
unnar og spurðu ráða. Þeir
höfðu þá fengið nokkur til-
boö í að gera við gafl á blokk-
inni og voru tilboðin í þetta
verk frá 250 þúsund krónum
og allt upp í 1,8 milljón. Flest
voru tilboðin skrifuð á serv-
íettur eða þaðan af lélegri
pappír. Vart þarf að taka fram
Alþingi flutt?
Samkvæmt heimildum
blaðsins eru ýmsir þing-
menn afar óhressir með
þau málalok sem kaup
borgarinnar á Hótel
Borg voru. Heyrst hafa
þær raddir að svo sé að
Alþingi brengt í MiðbSE
Reykjavíkur að réttast
væri ad færa það eitt-
hvað annað.
Þegar blaðiö bar þetta
undir forseta sameinaðs
þing, Guðrúnu Helgadótt-
ur, kvaðst hún ekki vita um
neinar formlega umræðu
um að færa þingið. Hins
vegar væri ljóst að nú væri
svo að því þrengt að vand-
séð væri hvernig mætti
leysa húsnæðisþörf Alþing-
is á þeim stað sem það er
núna, þ.e. í nágrenni Aust-
urvallar.
að þessi tilboð fótu beint í
ruslafötuna.
„Hér rekum viö ókeypis
upplýsingaþjónustu fyrir al-
menning þar sem arkitektar
og aðrir sérmenntaðir menn
gefa ráð og leiðbeiningar um
flest er viðkemur húsbygg-
ingum, viðgerðum, viðhaldi
og ööru er máli skiptir svo
sem lýsingu. Um þessar
mundir eru landslagsarkitekt-
ar með ráðgjafaþjónustu á
miðvikudögum og garðeig-
endur þyrpast þá ningað,"
sagði Olafur Jensson.
Það kom einnig fram hjá
Olafi, að sótt var um styrk frá
fjárveitinganefnd Alþingis til
að efla upplýsingamiðlun til
almennings. Nefndin veitti
60(1 þúsund krónur í þetta
verkefni sem duga skammt.
Olafur Jensson sagði að þessi
þjónusta sparaði þjóðfélag-
inu milljarða króna og eina
ráðið til að vinna gegn fúsk-
urum væri að efla upplýs-
ingamiðlun. Stundum héldi
fólk að það væri að spara
með þvi að láta réttindalausa
menn vinna að viðgerðuni
eða við aðrar framkvæmdir.
Þessi spamaður reyndist hins
vegar oftar en ekki dýrkeypt-
Jónas  á  Hverfisgötunni,  —  einn  grónasti  kaupmaöur  Reykjavikur.  A-mynd:  E.ÓI.
Lilli hverfískaupmaðurinn
Verðkönnun sem nýlega var birt
hjá Verðlagsstofnun segir m.a.
þá sögu að sífellt minnkar verö-
niunur  milli  stórmarkaða  pg
hverfisverslana — kaupmanns-
ins á horninu. í raun er munur-
inn svo litill að nú er orðiö spurn-
inií hvort fara skal langar leirtir
^'ftir björginni. Hvar er gott að
versla? — Sjá nánar á bls. 3.
Hvaö er í stresstösku borgarfulltrúans?
Stöðumælasektir upp
á 40 þúsund krónur!
Vilhiálmur
Vil-


hjálmsson, borgarfull-
trúi, upplýsti miðborg-
arkaupmenn um inni-
hald stresstösku sinn-
ar, á fundi sem káup-
menn héldu í fyrra-
kvöld. Sagði borgar-
fulltrúinn að méðal
þess sem þar væri að
finna, — væru stöðu-
mælasektir fyrír 40
þúsund krónur.
Almennir borgarar eru
vanir að hlaupa til og
oreiða sjíkar sektjr —
borgarfulltrúar virðast
ekki allir gera slíkt.
Nefndi Vilhjálmur þessa
staðreynd í sambandi við
bílastæðavandamál mið-
borgarinnar — þau kæmu
líka niður á borgarfeðr-
unum!
Bílastæðamálin brenna
mjög á kaupmönnum og
öðrum sem vilja að mið-
bærinn gamli fái að lifa
áfram.  Kvartað er  yfir
sektaizlöðum sveinum frá
Stöðumælasjóði, og enn
ákafari kranabílstjórum.
Kona ein kom nýlega
og kvaddi kaupmann
sinn í miðbænum. Hélt
hann í fyrstu að hún væri
að flytja til útlanda. Svo
var ekki: „Ég hef ekki
efni á að koma hingað —
kranabíllinn og sektin
kostuðu mig 8000 krón-
ur," sagði hún. „Ég sný
mér annað til að versla".
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8