Alþýðublaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.09.1991, Blaðsíða 1
MÞYÐUBUÐIÐ Miðvikudagur 11. september 1991 137.TÖLUBIAÐ - 72. ÁRGANGUR mmmmmammammmmm Sœnsku kosningarnar - smáflokkar ráða úrslitum Stjérna ekki neð barðarafUtkkimura - ef Jafnaðarmannaflokkurinn bœtir ekki við sig, segir Ingvar Carlsson forsœtisráðherra Frá Þorláki Helgasyni, Stokkhólmi, í gærkvöldi „Það eru engar forsend- ur fyrir samsteypustjórn með jafnaðarmönnum eft- ir kosningar, ef við bætum ekki við okkur,“ sagði Ing- var Carlsson forsætisráð- herra í samtaii við Aiþýðu- blaðið í gær, fimm dögum fyrir þingkosningar hér í Svíþjóð. Forsætisráðherrann mun heita Carl Bildt á mánudag, ef marka má veðbankana. Jafn- aðarmenn, sem komust í 37% fylgi fyrir viku, eru nú í 35—36% og það nægir jafn- aðarmönnum ekki. Bildt lof- ar Svíum borgaralegri stjórn næstu áratugi sigri þeir í kosningunum á sunnudag. Hann heitir þeim líka skatta- lækkunum upp á 230 millj- arða íslenskra króna. Jafnað- armenn saka borgaraflokk- ana um að vilja skera niður velferðina. „Ef valið stendur á milli skattalækkana og félagslegs öryggis, þá kjósa jafnaðar- menn seinni kostinn," sagði Carlsson á fundi í hverfi einu í suðurhluta Stokkhólms. ing- var Carlsson hafnar með öllu samstarfi við borgarafiokk að loknum kosningunum. ,,Sú ríkisstjórn yrði dug- laus," sagði Carlsson við Al- þýðublaðið í dag. „Við verð- um að bíða og sjá hvaða flokkar bjarga sér yfir 4% mörkin." I síðustu skoðanakönnun náði Vinstri flokkurinn rúm- um fimm af hundraði, en 4% þarf til að koma þingmanni að. Græningjar eru undir þeim mörkum og komist þeir ekki upp fyrir það mark er ríkisstjórn Carlssons að öllum líkindum fallin. Jón Sœmundur Sigurjónsson um lyfjakostnað Hlutdeild sjúklinga virðist lara lækkandi Svo virðist sem lækkun lyfjakostnaðar sem fram kom í júlí sé óbreytt. Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður Lyfjahópsins, segir að tölur sem borist hafa Tryggingastofnun vegna ágústmánaðar bendi til þess að fjórð- ungslækkun lyfjakostnað- ar, sem varð í kjölfar breytingar á lyfjareglu- gerðinni, breytist ekki í ágúst. Hannibal Valdimarsson Litríkur stjórn- móla- maður kvaddur í dag Útför einhvers litríkasta stjórnmálamanns ísiands á þessari öld, Hannibals Valdimarssonar, er gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30 í dag. Alþýðublaðið í dag er helg- að minningu mæts hugsjóna- manns. Blaðið sendir eftirlif- andi eiginkonu Hannibals, Sólveigu Ólafsdóttur, afkom- endum og ættingjum öllum, hugheilar samúðarkveðjur. „Það virðist hins vegar allt benda til þess að hlutur sjúk- lings í lyfjakaupum hafi lækk- að frá því sem var í júlí. Það er líklega til komið vegna þess að fleiri hafa notfært sér lyfja- kort en áður var,“ sagði Jón Sæmundur í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Nú er verið að skoða ýmsa kosti varðandi breytingar á lyfsölumálum. Heilbrigðis- ráðherra hefur skipað nefnd sem kanni hvort aukið frelsi í lyfjasölu og afnám einokun- arréttar apótekanna séu lík- leg til að skila lægra lyfja- verði til neytenda. Þá er til skoðunar hvort lækka beri álagningarprósentu apótek- anna en Jón Sæmundur segir að það sé engan veginn sjálf- gefið að það sé besta leiðin og kanna verði einnig hvort frekari afsláttur apóteka með mikla umsetningu geri ekki sama gagn. Hann segir að hætt sé við að litlu apótekin úti á landi þyldu ekki minni álagningu. Þá er verið að kanna hvort rétt sé að gefa lyfjaverðlagn- ingu frjálsa og sleppa verð- stýringu ríkisins. Eins hefur verið uppi á borði hjá spítul- unum að kanna möguleg út- boð á lyfjakaupum fyrir spít- alana og þá jafnt á erlendum markaði sem innlendum. Spítalarnir hafa haft sín lyfja- búr vegna lyfjanotkunar en ýmsar elli- og hjúkrunar- stofnanir hafa þurft að kaupa öll sín lyf í gegnum apótekin. Jón Sæmundur sagði við Al- þýðublaðið að það væri orðið fyllilega tímabært að huga að leyfi fyrir slíkar stoínanir að halda sitt eigið lyfjabúr. KAFFITÁR ÚR PLASTI. — Viðræður voru að hefjast og vinnuveitendur buðu upp á kaffisopa úr plastmálum. Lengst til vinstri Þórar- inn V. Þórarlnsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, Einar Oddur Kristjánsson, formaður sambandsins, og Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavikur. A-mynd: E.Ói. Samningahríðin hafin Það fór vel á með mönn- um í húsakynnum vinnu- veitenda við Garðastrætið í gærmorgun, þegar full- trúar Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur hittu vinnuveitendur að máli. Tveggja tíma rabbfundur þar sem andrúmslof tið var „vinsamlegt" að sögn. Verslunarmenn leggja áherslu á sérgreinaskipt- ingu og sérstaka samn- inga við sérgreinar innan raða verslunarfólks. Vinnuveitendur eru sagð- ir „mátulega áhugasamir" um slíkar viðræður, sem margir telja að gætu orðið flóknar. „í sjálfu sér eru þetta engin tímamót," var skoðun Þórar- ins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSÍ, þegar Al- þýðublaðið ræddi við hann. „Við viljum miða samning- ana við þjóðarhag og lögðum á fundinum meiri áherslu á að sköpuð verði meiri fram- leiðni. Næstu skref verða ef til vill að kanna betur hvað er að gerast í þessum efnum meðal annarra þjóða," sagði Þórarinn. . Þórarinn sagði að vart hefði orðið nokkur launa- skriðs í þjóðfélaginu á síðasta ári, trúlega allt að 10% þegar samningsbundin iaun hækk- uðu um 7%. „Þetta er okkur talsvert áhyggjuefni," sagði Þórarinn. Ekkert er ákveðið um fram- hald viðræðna, en ljóst að fyrsti þáttur samningahrin- unnar er hafinn, og ennfrem- ur að nokkur tími getur liðið áður en samningar komast í höfn. RITSTJÓRN (Ö 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.