Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 1
Frumvarp um málefni fatlaöra Geðfatlaðir heyri lika undir lögin Jóhanna Sigurðardóttir segir að fatlaðir skuli njóta þeirrar þjónustu sem fœrt er að veita til að þeir megi lifa eðlilegu lífi Kári Arnórsson, formaöur Skóla- stjórafélags Reykjavíkur og skólastjóri Fossvogsskóla, um niðurskurðinn í skólamálum Óttast að einsetning sé úr sögunni um sinn Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mælti fyrir nýju frumvarpi til iaga um málefni fatlaðra í gær. Hún sagði helstu ný- mæli frumvarpsins vera: „Geðfatlaðir heyri undir lögin, en í því felst ný skil- greining á fötlun. Aukin áhersla á rétt fatlaðrá til almennrar þjónustu svo og stoðþjónustu. Húsnæð- ismái fatlaðra og réttur þeirra til að búa í almenn- um íbúðarhverfum. Rétt- indagæsla fatlaðra og nýj- ar áherslur í atvinnumál- um.“ Börn nútlur- unnar tilnefnd til Óskars- verðlauna Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn nátt- úrunnar“ hefur verið til- nefnd til Óskarsverðlauna 1992, sem besta erlenda kvikmyndin. Fimm mynd- ir eru tilnefndar til verð- launanna: Börn náttúr- unnar (ísland), The Ele- mentary School (Tékkósló- vakía), Mediterraneo (ítal- ía), The Ox (Svíþjóð), Raise the Red Lantern (Hong Kong). Academy of Motion Picture Arts and Sciences tilnefndi 5 myndir af 35 frá jafnmörgum löndum. Endanleg niðurstaða Aca- demíunnar verður tilkynnt þ. 30. mars nk., þegar „Óskar- inn" verður veittur í Los Angeles. „Börn náttúrunnar" var frumsýnd í Stjörnubíói þ. 31. júlí sl„ og er núna á sínum sjö- unda sýningarmánuði. Friðrik Pór Friðriksson er nú staddur á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín. Hann er væntanlegur til landsins á sunnudagskvöld. Almennt um framvarpið sagði Jóhanna á Alþingi í gær m.a.: „Líta ber svo á að í frumvarpi þessu felist enn frekari áhersla á þau mark- mið sem fatlaðir hafa haft að leiðarljósi í baráttu sinni fyrir jafnrétti á við aðra þjóðfé- lagsþegna og rétti til fullrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig er andi frumvarpsins sá, að fatlaðir skuli njóta þeirrar þjónustu sem fært er að veita, til að þeir megi lifa eðlilegu lífi. Sumum kann að virðast sem óþarft ætti að vera að ít- reka þessi markmið, svo sjálf- sögð og eðlileg sem þau eru. Peim vil ég benda á að því miður er réttindabarátta fatl- aðra ekki komin. Sú umræða sem átt hefur sér stað á síð- ustu mánuðum um sambýli fatlaðra hefur fært okkur heim sanninn um hversu mik- ilvægt er að tryggja grund- vallarmannréttindi fatlaðra í löggjöf." Félagsmálaráðherra ítrek- aði að í frumvarpinu væru lagðar þungar áherslur á tvennt varðandi búsetumál fatlaðra: „Möguleika fatlaðra til að búa í félagslegum íbúð- „Noregur ætti að ein- beita sér í auknum mæli að norðurslóðum og að efla samskipti sín við Rúss- land,“ er haft eftir Östr- eng, yfirmanni Friðþjófs Nansen-stofnunarinnar i Noregi, í fréttabréfi þaðan. Hann bendir á að ef leiðin fyrir norðan Rússland verði opnuð fyrir sigling- um og þann sjálfsagða hlut að búseta fatlaðra skuli vera í al- mennum íbúðarhverfum." Þá leggur Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra til að yfirstjórn málefna fatl- aðra heyri undir eitt ráðu- neyti, félagsmálaráðuneytið. Lögum samkvæmt fara heil- Frá Noregi um verði Noregur í þjóð- braut og geti haft af því verulegan ávinning. Raunar mætti svipaða sögu segja um ísland. Verði leiðin í íshafinu fyrir norðan Rúss- land opnuð siglingum mun tíminn sem það tekur að flytja vörur milli Evrópu og Japans styttast um helming. Östreng segir að það myndi brigðis- og menntamálaráðu- neyti með mál er lúta að heil- brigðisþjónustu og menntun fatlaðra. Sagði félagsmála- ráðherra að tilgangurinn með þeim breytingum væri „að gera yfirstjórn skýrari, ábyrgð ljósari og eftirlit með málaflokknum markvissara". auka vægi Noregs í alþjóða- viðskiptum og þar með áhrif landsins í Evrópu. Félagi Östreng á Nan- sen-stofnuninni, Castberg, segir að norskur iðnaður og verslun geti hafa verulegan ávinning af samvinnu við rússneskan iðnað á Kola- skaga. Það eigi einnig við um fiskvinnslu, þar sem Rússa skorti tilfinnanlega þekkingu og tækni. Þá leggur Castberg mikið upp úr því að Norð- menn selji neysluvarning til Kolaskaga. Það ætti því að vera eftir nokkru að slægjast fyrir ís- lendinga að koma sér upp góðum samböndum við Rússa. Eflaust getum við átt góða samvinnu við þá á sviði sjávarútvegs, auk þess sem opnun landsins býður upp á fjölbreytta viðskiptamögu- leika á næstu árum. „Við vitum í raun afskap- lega lítið enn sem komið er, það er óljóst hvað gert verður,“ sagði Kári Arn- órsson, formaður Skóla- stjórafélags Reykjavíkur, í samtali við Alþýðublaðið í gær. í fyrrakvöld mætti Ól- afur G. Einarsson á fund Foreldrafélags Breiðholts- skóla þar sem skólamálin með tilliti til niðurskurðar voru rædd. Á fundinum var gengið hart eftir svör- um frá ráðherra um hvort reikna mætti með að horf- ið yrði til baka til sama kerfis haustið 1993. Ráð- herra hörfaði undan og lofaði engu þar um. Kári Arnórsson sagði að ljóst mætti vera eftir fundinn í Breiðholtinu að fjölgað yrði í bekkjardeildum skólanna, — í tveimur yngstu bekkjun- um í 24 og í 3. til 10. bekk upp í 30. Þá virtist ljóst að skóla- tími hjá nemendum frá 9 ára til 15 ára yrði skertur um 2 kennslustundir á viku. „Þetta eru stórar bekkjar- deildir, og vissulega gerir þetta kennurum erfiðara fyr- ir, þeir geta nú sinnt hverjum nemanda í bekk sínum minna en fyrr. Þá virðist það Ijóst að í mörgum skóium hagar svo til að 30 nemendur rúmast ekki í kennslustofun- um.“ Kári sagði að allir hlytu að taka undir þau sjónarmið að hér væri horfið aftur til gam- alla tíma. Væri íslenskt menntakerfi þó ekki beysið. Erlendis, þar sem við þekkj- um best tii, þekktist ekki ann- að en einsetning skólanna, og hefði svo verið um langan aldur. Þar væru bekkjardeild- ir, af þeirri stærð sem hér ætti að taka upp, óþekktar. Kári sagði að Islendingar verðu mun minna fé til menntamála en nágrannaþjóðir, sé miðað við þjóðartekjur. „Þessi stefna í skólamálum Vísitala byggingarkostn- aðar lækkaði annan mán- uðinn í röð, þegar hún var reiknuð hjá Hagstofu Is- lands. Hún reyndist miðað við verðlag um miðjan febrúar 187,1 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðustu þrjá mán- uði hefur vísitala bygging- arkostnaðar lækkað um 0,2%, en síðustu 12 mán- uði hefur vísitalan hækk- Kári Arnórsson er þeim mun einkennilegri að nú undirbúum við kynslóð fyrir harðnandi samkeppni við aðrar þjóðir í viðskiptum. Við þurfum á því að halda að þessi kynslóð verði vel menntuð. Veigamest tel ég í dag að skólar verði einsetnir en því er nú ekki víða að fagna. Tvísetningu skólanna fylgir mikill hringlandaháttur fyrir alla sem við sögu koma og óþægindin mikil," sagði Kári. Einsettir skólar eru nánast ekki til á íslandi, utan Foss- vogsskóli, sem Kári Arnórs- son stýrir, og e.t.v. Réttar- holtsskóli. Reynslan þar hef- ur verið ómetanleg að allra dómi, fyrir börnin, foreldr- ana og kennarana. Þar sem einsettir skólar starfa kemur í ljós að lyklabörnunum svo- nefndu fækkar til muna og fólk á auðveldara með að sinna störfum sínum utan heimilis. Kári Arnórsson sagði að nú væri svo komið að hann óttaðist að einsetn- ing Fossvogsskóla væri ekki lengur í myndinni. Kári Arnórsson benti að lokum á að einsetning skóla og lenging skóladags ætti að skila þjóðinni beinum hagn- aði upp á 2—2,5 milljarða króna á ári samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands, sem nýlega var gefin út. að um 5,7%. Það sem olli lækkun vísitöl- unnar var verðlækkun á stáli og timbri. Launavísitala fyrir febrúar er óbreytt, segir Hagstofan, hún er 127,8 stig. Samsvar- andi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána er einnig óbreytt, 2.795 stig í mars 1992. ALÞÝÐUFLOKKUR Á AÐALSTÖÐINNI ALÞÝÐUFLOKKURINN þessa stundina, auk þess ræður ríkjum á Aðalstöð- sem stefna flokksins í ýms- inni — FM 90,9 — á tíman- um málaflokkum er kynnt. um frá kl. 7 til 9 fyrir há- Ef þú ert að lesa Alþýðu- degi. Þar mun að sjálfsögðu blaðið snemma dags, skrúf- verða rætt um þau stjórn- aðu þá á 90,9 og fylgstu mál sem efst eru á baugi með. Sjá ávinning í opnun N-íshafsins - og verslunar við Kolaskaga. Ætti einnig að gefa íslendingum ný tœkifœri Byggingavísitalan NIÐUR Á VIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.