Alþýðublaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 1
. v4.«»ri.a£it8í!r- 1, j<«- ,j| r rr2sa&T.'<«BC; girv'f-,- gr mtzjms-miæmt ■■«. &. "**r~~**.- w. «.>'; ekki við erð sín - í^g/r Svanhildur Kaaber, fonnaður Kennarasambands íslands „Stjórn Kennarasam- bands íslands minnir á að allt frá því að hugmyndir ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármál- um komu fyrst fram hef- ur menntamáiaráðherra margsinnis lýst því yfir, í fjölmiðlum, á opnum fundum og á fundum með stjórn Kennarasam- bandsins, að hér væri ein- göngu um tímabundnar ráðstafanir að ræða. I fjölmiðlum héldu hann og aðrir talsmenn aðgerð- anna því fram hvað eftir annað að Kennarasam- bandið væri að „þvrla upp moldviðri“ að ástæðulausu enda giltu ákvarðanir þessar aðeins til eins árs,“ segir Svan- hildur Kaaber, formaður Kennarasambandsins. Stjóm sambandsins hef- ur fjallað um nýjustu yfir- lýsingar menntamáiaráð- herra um frekari niðurskurð á fjárveitingum til skóla- starfsins á næsta ári. Kom það skýrt fram í sjónvarp- sviðtali við Ólaf G. Einars- son að þær línur sem iagðar verða við fjárlagagerð 1993 muni miða að áframhald- andi og enn meiri niður- skurði á því fjárlagaári. ..Það er ljóst að mennta- málaráðherra mun ekki standa við orð sín þess efn- is að nemendur fái á næsta ári þann skólatíma sent grunnskólalög kveða á um.“ segir Svanhildur Kaa- ber. „Þessi álitsgerð dómstóls- ins þýðir að alvarlegasta hindrunin sem fyrirsjáan- lega gat orðið í veginum er frá,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra í samtali við Alþýðu- blaðið eftir að EB-dómstóll- inn gaf grænt ljós á samning- inn um Evrópska efnahags- svæðið. Jón Baldvin segir að þrátt fyrir að dómstóllinn hafi sett einn tæknilegan fyrirvara varði það ekki efniságreining heldur vilji hann að texti sent verið hafi í fylgiskjali verði færður í megintexta samnings- ins. Það varðar það að EES- ráðið geti ckki í ákvörðunum sínum sniðgengið niðurstöður EB-dóma í framtíðinni. Aðalsamningamennirnir munu svo væntanlega undir- rita samningstextann breyttan í dag og þar með er firekari um- fjöllun textans lokið. Upphaf- leg tímaáætlun var að ráðherr- ar aðildarlandanna 19 þinguðu 11. maí í Brussel. Portúgalar, sem nú eru í forsæti EB. hafa látið í Ijós ósk um að þessu verði flýtt og það verði í Portó í Portúgal fyrr í maí. Utanríkisráðherra segir að þá muni samningamir fara beint til hinna einstöku þjóð- þinga til untfjöllunar og af- greiðslu auk þess sem Evrópu- bandalagsþingið mun fjalla um EES-samkomulagið í haust. ..Evrópubandalagsþingið þarf að samþykkja samnirtg- ana fyrir sitt leyti." segir Jón Baldvin. ,.og þjóðþing EB- ríkjanna. en þjóðþing EFTA- ríkjanna þurfa bæði að stað- festa samninginn sjálfan og eins afgreiða þær lagabreyt- ingar sem af honum leiða. Það er nokkuð viðamikið og í okk- ar tilviki á bilinu 70 til 100 frumvörp sem má að vísu flvtja sem bandorma á mála- Níw sóttu um stöðu llugmálastjóra Níu sóttu um stöðu fiugmálastjóra en umsóknarfrestur vegna hennar rann út þann 10. þessa mánaðar. Eins og kunnugt er hefur Pétur Einarsson sagt stöðu sinni sem fiugmálastjóri lausri. Þeir sem sóttu um eru: Erling Aspelund. starfsmannastjóri hjá SÍS. Grétar H. Óskarsson. framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjóm, Guðmundur Matthíasson. framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjóm. Haukur Hauksson varafiugmálastjóri. Hörður Hafsteinsson fiug- maður. Þórður Óskarsson fiugumsjónarmaður. Þórður Öm Sig- urðsson. framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjóm. Þorgeir Pálsson prófessor og Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingur. Það er sam- gönguráðherra sem veitir stöðuna. Menntamálaráðherra boð- ar enn frekari niðurskurð á menntakerftnu Róðherra stendur Jón Baldvin Hannihalsson utanríkisráöhrrra. Þá sagði Jón Baldvin að það hefði verið afstaða stjómvalda hér á landi að ekki þyrfti að bera EES-samninginn undir þjóðaratkvæði hér á landi. Samningurinn væri í eðli sínu þjóðréttarsamningur og ekki væri hefð fyrir því hér á landi að legjzja slíka santninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu. sviði viðkomandi fagráðuneyt- is. þannig að þetta verði ekki eins umfangsmikið." Jón Baldvin kvaðst telja nauðsynlegt að halda sumar- þing hér á landi ef menn ætl- uðu sér að reyna að halda þeim tímaáætlunum sem fyrir liggja, þ.e. að Ijúka málinu fyrir næstu áramót. Um líkur þess að samning- urinn verði samþykktur af öll- um aðilum sagði utanríkisráð- herra: „Um Evrópubandalags- þingið er það að segja að laga- nefnd þingsins fetti fingur út í hinn endurskoðaða samning en dómstóllinn tók það ekki til greina. Þá verður að teljast ólíklegt að þingið gerist ka- þóslskara en sjálfur páfinn. EB-dómstóllinn. Sum EFTA- ríkin þurfa vegna stjómar- skráratriða sinna að bera málið undir þjóðaratkvæðagreiðslu, það hefur legið fyrir allan tím- ann er varðar Sviss en það er ekki enn séð fyrir endann á því hvenær Svisslendingar geta látið þá þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Hún var á dagskrá í desembermánuði en nú hafa heyrst efasemdarraddir um að það takist vegna allra þeirra tafa sem orðið hafa á málinu." Jón Baldvin sagði að þrátt fyrir að öll ríkin þyrftu að sam- þykkja samninginn gæti það komið til. ef hann yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu í einu ríki. að hin aðildarríkin gripu til ráðstafana sjálf til að samn- ingurinn tæki gildi í þeim ríkj- um þar sem hann yrði sam- þykktur. Ráðhús Reykjavíkur opnar í dag „Kyngi þessu ekki með einw kokkteil- glasi" - segir Olína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi „Mér var meiri alvara en svo með gagnrýni minni á ráðhúsframkvæmdirnar að ég fari að kvngja öllu saman með einu kokkteilglasi. Ég mæti því ekki í þennan mikla kokkteil sem borgin hcldur. Mér finnst reikn- ingurinn fyrir þetta hús orðinn svo hár að ég vil ekki íþvngja borginni með pær- veru minni,“ sagði Olína Þorvarðardóttir borgarfull- trúi í gær. Hún mætir því ekki til veisluhaldanna. „Hinsvegar verð ég mætt á hátíðarfund í borgarstjóm kl. 16 á morgun í nýja ráðhúsinu og mun sinna skyldum mín- um sem borgarfulltrúi á þeim vettvangi í þessu dýra húsi á sama hátt og ég hef gert hing- að til,“ sagði Olína. Evrópska efnahagssvœðið Alvarlegasta hindrunm frá - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra eftir að EB-dómstóllinn hefur gefið grœnt Ijós á EES-samkomulagið ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.