Alþýðublaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1
Ráðherra boðar lagabreytingu fari elliheimilin ekki eftir vistunarmati þegar rými losna BURT MEÐ KLÍKUSKAMNN! Reglur um vistunarmat sem undanfara vistunar í öldrunarstofnunum voru settar fyrir tveimur árum, áð- ur voru engar slíkar reglur til. Heilbrigðisráðherra bendir á í skýrslu sinni um málefni og hagi aldraðra að þrátt fyrir þessar reglur sé stjórnendum stofana hinsvegar í sjálfsvald sett hvern af biðlistum sínum þeir taka í laus rými. Á þeim hvílir engin skylda til að taka þá sem eru með flest stig í mati og þarfnast þjónustunn- ar mest Það hefur lengi verið rætt um að vistun á sum elliheimili væri háð klíkuskap og jafnvel að við- komandi væntanlegir vistmenn þyrfm að leggja vemlega með sér, til að fá vistun. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra segir í skýrslu sinni, sem samin var að beiðni nokkurra alþingismanna: ,.í samvinnu við Reykjavík- urborg hafa matsblöð vegna vistunarmats verið tölvuvædd og á næsm mánuðum er að vænta fyrstu niðurstaðna um það hvetjir það eru sem teknir eru í laus tými á stofnunum fyr- ir aldraða og hvort það em aðrir en þeir sem metnir em í mestri þönf fyrir stofnanavismn. Komi í ljós að stjómendur stofnana velji af biðlistum sínum aðra en Johanna Sigurðardóttir felags malaraðherra for um i h jolastol i gær til að kvnna ser þær aðstæður sem fatlaðir i hjolastol þurfá að hua við. Her er hun að koma ut ur Alþingishúsinu en inni fyrir er ekki greiðfært fyrir fólk í hjóla- stól. I dag mun Jóhanna væntan- lega skvra frá reynslu sinni á ráðstefnu um ferlimál fatlaðra í Hafnarborgí Hafnarfirði. A-mvnd E.OI. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra þá sem em í mestri þörf mun ráðuneytið þurfa að beita sér fyrir breytingum á Iögum um málefni aldraðra til að tryggja að stofnanarými aldraðra nýtist þeim sem mest þurfa á þeim að halda.“ Ráðherrann segir að öðm leyti ljóst að á næstu ámm þurfi með enn markvissari hætti að byggja upp heimaþjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun, um land allt. ..Vel skipulögð heimaþjónusta og stofnana- þjónusta við hæfl tryggja sam- fellda þjónustukeðju á sviði öldrunarmála og er gmnnur þess að aldraðir megi eiga áhyggjulaust ævikvöld," sagði Sighvatur Björgvinsson. \ Hrapaleg mistök Útvarpið auglýsti flokksstjórnarfundi stjórnarflokkanna - en auglýsingamar vorufrá þvífyrir sléttu ári þegar ríkisstjóm Davíðs Oddssonar var mynduð. Um fjögurleytið í gær byrjuðu allar símah'nur að glóa hér á Alþýðublaðinu og hjá Alþýðu- flokknum. Tilefnið var að auglýstir höfðu verið fiokksstjórnarfundir Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks þá um kvöldið og héldu ýmsir að stórir atburðir væru í aðsigi eða stjórnin væri sprungin. Skýringin var hins vegar sú að árs- gamlar auglýsingar hjá Ríkisútvarpinu höfðu með einhverjum hætti slæðst inn í auglýsinga- tíma útvarpsins. í dag er ár liðið frá því samsteypustjóm Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð undir for- ystu Davíðs Oddssonar. Að kveldi hins 29. apnl f fyrra vom kallaðar saman flokksstjómir Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks til að leggja blessun sína yftr myndun þeirrar stjómar. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa tilkynningar þar um varðveist vel, því þær komu upp á borð útvarpsins og þaðan út i loftið. Kom það flatt upp á marga. ekki síst þá sem höfðu setið flokksstjómarfund Alþýðuflokks- ins aðeins þremur dögum áður eða á sunnudaginn. Sjálfsagt hafa þessi mistök útvarpsins minnt fólk rækilega á að ríkisstjómin á eins árs afmæli í dag. Alþingi Deilt um mólsmeðferð og innihald EES-samnings Stjómarandstaðan vill ekki sérþingnefnd til að samrœma vinnu vegna samningsinsAlþingi Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt að utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hanni- balsson, hyggist undirrita EES-samninginn 2. maí og bera við að ekki liggi óyggj- andi fyrir að það brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Jón Baldvin vísar þeirri gagnrýni á bug og bendir á að undir- skrift sín verði með eðiilegum fyrirvara um samþykki Al- þingis. Stjómarandstaðan fer fram á að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samninginn í haust. Steingrímur Hermanns- son gagnrýndi á Alþingi að í samningnum fælist framsal á fullveldi til Evrópubandalagsins og að áhrif EFTA-ríkjanna væm allt of lítil innan EES. Hann benti einnig á að nefnd sem ætti að leggja mat á það hvort EES-samningurinn bryti f bága við stjómarskrána myndi ekki hafa skilað áliti þegar und- irskrift færi fram. Utanríkisráðherra sagði það margrætt að öllum fyrirvömm íslendinga hefði verið haldið til skila og að upplýsingar við öll- um spumingum stjómarand- stöðunnar hefðu þegar verið kynntar í utanríkismálanefnd. Hins vegar lét Jón Baldvin ít- rekað þá von í ljósi að takast mætti samkomulag um máls- meðferð EES-samningsins. Jón Baldvin hefur lagt til að stofnuð verði sérstök nefnd til að fjalla um EES-samninginn, enda taki hann til málasviða allra ráðuneyta. Stjómarand- staðan hefur aftur á móti verið því algjörlega mótfallin og reyndar formaður utanríkis- málanefndar, Eyjólfur Konráð Jónsson, einnig. Hann telur það brot á þingskaparlögum að taka forræði af utanríkismálanefnd í þessu máli. Jón Baldvin sagði að enginn ætlaði sér að taka þá þætti málsins, sem heyrðu undir nefndina, úr höndum hennar. Hins vegar lægi fyrir að leggja þyrfti fram frumvörp sem heyrðu undir ýmsar fagnefndir Alþingis og því væri gert ráð fyrir því í þingsköpum að þegar þannig háttaði til mætti setja upp sémefnd til að annast sam- ræmingu og verkstjóm. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.