Alþýðublaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 1
Alþingi EES-frumvarpið lagt fram Málið tekið til efnislegrar umfjöllunar. Jón Baldvin sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að Alþingi taki pólitíska afstöðu til stjórnarskrárþáttarins. samningurinn væri í samræmi við stjómarskána. Var um tíma jafnvel búist við að stjómarand- staðan myndi hindra eðlilega málsmeðferð frumvarpsins á Alþingi. Eftir að ljóst var að fyrstu umræðu um EES verði ekki lokið fyrr en boðaðar breytingar stjómarandstöðunnar á stjómar- skránni verða teknar á dagskrá á Alþingi hefur sátt náðst um að það fari til eíhislegrar umfjöll- unar. Jón Baldvin lagði í ræðu sinni á Alþingi í gær áherslu á mikilvægi Evrópska efnahags- svæðisins fyrir Islendinga enda væm fáar þjóðir jafn háðar ut- anríkisverslun. Utanríkisráðherra kvað það rangt að tvíhliða samningar hefðu getað komið í stað EES með sambærilegum árangri. Benti hann á tvíhliða samning Færeyinga við EB máli sfnu til stuðnings en þau kjör sem EB biði þeim upp á væm mun lak- ari en þau sem íslendingum bið- ust nú. Utanríkisráðherra vísaði því algjörlega á bug að samningam- ir brytu í bága við stjómar- skrána og benti á einróma álit sérfræðinganefndar um að ekk- ert í samningum bryti í bága við stjómarskrána. Hann tók sérstaklega undir með þingmanni, Ingibjörgu Sólrúnu, sem sagði eftir að álit sérfræðinganna lá fyrir, að Al- þingi yrði að taka pólitíska af- stöðu til ólíks mats einstaka lög- fræðinga á þessu máli. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði fram á Alþingi í gær frumvarp um Evrópska efnahagssvæðið, þ.e. um heimild til að fullgilda samninginn fyrir íslands hönd. Samkomulag hefur náðst um það milli stjórnar- flokka og stjórnarandstöðu að frumvarpið fái efnislega umfjöllun á þinginu gegn því að frumvarp um breytingu á stjórnarskránni komist á dag- skrá meðan fyrsta umræða stendur yfir. Nokkur óvissa hefur verið um hvem ffamgangsmáta frum- varpið myndi hljóta á Alþingi en stjómarandstöðuflokkamir hafa haft uppi efasemdir um að Gœðaátaks þöifí meðferð fisks Færri og dýrari fiskar Tónlistarskóli íHafnaifirði Hagvirki - Klettur með lægsta tilboð Samþykkt var að ganga til samnings við Hagvirki - Klett um byggingu tónlistarskóla og safnaðarheimilis í miðbæ Hafnartjarðar á fundi bæjar- ráðs Hafnarfjarðar í gær. Hagvirki - Klettur á lægst til- boð í bygginguna upp á tæp- lega 137,7 milljónir króna. Bygging tónlistarskóla og safnaðarheimilis við Þjóðkirkj- una í miðbæ Hafnarfjarðar var boðin út og bámst 9 tilboð í hana. Armannsfell átti næst lægsta tilboð upp á rúmlega 141,4 milljónir króna. Önnur tilboð voru öll yfir 152 milljón- um en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt tæpar 178,5 milljónir króna. - 80% línu- og netafisks kemur óísaður til vinnslu, - þöifá aðfiskur verði dagmerktur og flutningar milli staða bættir - við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum í meðferð fisks Það á að vera sjálfsögð skylda að allir fiskar berist á land ísaðir, - eins sjálfsögð og að enginn keyri fullur, sagði Grímur Valdimarsson, for- stöðumaður Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins í gær. í Ijós hefur komið að 80% línu- og netabáta færa aflann að landi óísaðan. Grímur sagði að vissulega hefðu orðið framfarir á meðferð fisks, en betur mætti gera. A tímum þegar færri fiskar verða dregnir úr sjó sé það lífsnauð- syn að gera hvem fisk sem allra verðmætastan. Það telur hann og Gísli Jón Kristjánsson, fisk- matsstjóri, að sé unnt. Jafnvel að auka aflaverðmæti lands- manna um 1% eða meira, en það eru auðvitað fjármunir sem um munar. Gísli Jón sagði ennfremur að knýjandi þörf væri fyrir dag- merkingar á fiski, þannig að kaupandinn hafi á hreinu hve- nær fiskurinn var veiddur. Slík- ar merkingar ættu að vera hluti af tilverunni. Hann sagði ennfremur að bæta þyrfti fiskflutninga milli sveitarfélaga, oft væri þeim verulega ábótavant. Fram kom hjá þeim Grími og Gísla Jóni að meðan margir, þar á meðal stjómmálamenn, héldu því fram að við hefðum besta fisk í heimi til sölu, væri víða pottur brotinn, kerfíð væri ekki beinlínis hvetjandi íyrir þá sem vilja vanda vinnubrögðin. Það væri spuming hvort Islendingar selja besta fiskinn. Margar þjóðir, sem við höfum ekki talið til fyrirmyndar í meðferð mat- vælanna, væm nú að sigla fram úr okkur. Þannig skila franskir sjómenn eingöngu ísuðum afla á land. Fram kom í máli þeirra að rætt er um hvort áhafnir fiski- skipa séu of fámennar. Hvort þreyttir sjómenn ráði með góðu móti við verkefnin. Vitað er að fjölgun í' áhöfn veldur miklum óróa, enda kemur þá minna í hlut hvers og eins. A sama tíma og peninga er þörf fyrir meiri fræðslu og áróð- ur til að efla frumvinnslu fisks- ins, er miklu fé dælt í alls konar vélbúnað til að nema brott galla í fiskinum í vinnslunni, galla sem ekki hefðu átt að vera í fiskinum, hefði hann verið rétt meðhöndlaður. Þessi umræða átti sér stað í kjölfar frumsýningar á mynd- bandi sem Myndbær hf. gerði fyrir Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, - Góð fiskmeðferð. Myndbandið var gert í sumar og tekur á öllum helstu atriðum í sambandi við meðferð fisks um borð í skipum og bátum. Sérstök áhersla er lögð á þá verðmætaaukningu sem felst í góðri meðferð aflans um borð. A fundinum töluðu menn um góð köst sem „gæðaslys", - full varpa af fiski skilaði oftar en ekki mörðum og dauðum fiski um borð í veiðiskipið, - fiski sem augljóslega væri ekki gæðafiskur. VÍSI- TÖLIIR STOPP Vísitölur launa og byggingarkostnaðar fyrir ágúst hafa verið reiknað- ar út hjá Hagstofu ís- lands. Eins og undanfarin misseri hefur lítil breyting orðið á þessum vísitölum. Þær eru að heita má stopp, byggingavísitalan reyndar sú sama og í fyrra mánuði. Miðað við laun um miðj- an júlí hefur launavísitalan hækkað um 0,1% og er nú 130,2 stig. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.848 stig í septembermán- uði. Byggingavísitalan hefur ekkert hækkað frá fyrra mánuði og aðeins hækkað um 1,3% síðustu tólf mán- uðina, er nú 188,8 stig. Samsvarar það 0,6% hækk- un á heilu ári. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.