Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 1
FLmiimmiin Fimmtudagur 1. júlí 1993 96. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR Kvikmynd um lífog starf Jóns forseta gerð í sumar í tilefni hálfrar aldar afmœlis lýðveldisins á nœsta ári HANDRITIÐ ER UM MARGT SKELFILEGT - segir Hrafn Gunnlaugsson og segir Sjónvarpið bíða átekta og skoða myndina fullbúna - hann segir vangaveltur um Baldur Hermannsson og Hannes Hólmstein sem handritsráðgjafa bull Kvikmynd sem Saga film hf. er að hefja tökur á, heimildar- kvikmynd um líf og störf Jóns Sigurðssonar forseta, er í bið- stöðu hjá Sjónvarpinu. Hrafn Gunnlaugsson hefur verið sagður nefna þá Hannes Hólm- stein Gissurarson og Baldur Hermannsson til að lífga upp á handritið, sem nú liggur fyrir af hálfu Þórunnar Valdimarsdótt- ur, rithöfundar og sagnfræð- ings. Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps sagðist í gærkvöldi lítið hafa komið að máli þessu, en segir þó að handritið sé ekki full- nægjandi, og sum samtölin skelfileg. Það væri hreint bull að hann hefði rætt um þá Bald- ur og Hannes í þessu sambandi. Baldur hefði hinsvegar skoðað handritið en engan dóm upp kveðið um það. Guðmundur Magnússon, þjóð- minjavörður, vann upphaflega sem ráðgjafi að gerð handritsins, en lét frá sér verkið, þegar hann tók við núverandi starfi sínu. Meðan Pétur Guðfinnsson og Sveinn Einarsson héldu um stjóm- artauma hjá Sjónvarpinu var vel tekið í kaup á heimildarmyndinni um Jón forseta, og henni áætlað Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins, - handritið á langt í land. rými í dagskrá dagana í kringum I7. júní 1994, þegar Islendingar minnast 50 ára afmælis lýðveldis- ins. Myndin hefur hlotið nokkra rausnarlega styrki, þar á meðal úr Menningarsjóði útvarpsstöðva. Að öðru leyti stendur Saga film undir kostnaði. Guðmundur Magnússon sagði í samtali við Alþýðublaðið að hér væri um að ræða mjög skemmtilegt og vel unnið handrit af hálfu Þór- unnar Valdimarsdóttur og þar kæmi margt nýstárlegt fram um þjóðhetju Islendinga. Hrafn Gunnlaugsson var ekki jafn ánægður eins og fyrr greinir, hann segir að dramatískara handrit þurfi, handritið eigi í raun langt í land til að verða gott. Eftir að Hrafn Gunnlaugsson tók við starfi framkvæmdastjóra Sjón- varpsins tók málið nýja stefnu að því er virðist. Hrafn sýndi í orði efa- semdir um handritið og það hefur Sveinbjöm Baldvinsson, dagskrár- stjóri ekki síður gert. „Eg mun auðvitað af borgara- legri skyldu lesa handritið, ef eftir því verður leitað", sagði Hannes Hólmsteinn í gær og tók það fram að í sjálfu sér væri hann ekki sér- fróður um Jón Sigurðsson. Jón Þór Hannesson hjá Saga film sagði að myndin um Jón Sigurðs- son yrði kvikmynduð hér á landi og í Kaupmannahöfn í sumar. Hann viðurkenndi að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Sjónvarpsins til myndarinnar, eítir að Hrafn Gunnlaugsson, vinur hans og sam- starfsmaður hjá Sjónvarpinu til margra ára, tók við framkvæmda- stjórastarfi þar. Hinsvegar lægi fyr- ir að Sjónvarpið vildi fá að skoða myndina fullkláraða og taka þá af- stöðu til sýningar eða ekki sýning- ar. Sagði Jón Þór að hann væri ótta- laus um að myndin mundi líka vel hjá Hrafni og hans mönnum, þegar þar að kemur. Jón Þór sagði að myndin yrði í tveim hlutum, líklega 50 mínútur hvor þáttur. Myndin væri leikin mynd, en engu að síður væri gert ráð fyrir að kostnaður yrði ekki mikið meiri en 20 milljónir króna. 1 x mm ll f |||f ||y í ilfc fS alilf f' j mmm ' J — i i! ð ^sSIhíSSp^ < v < ii •1 ™ Egill leikur Jón ferseta EGILL ÓLAFSSON mun fara með hlutverk Jóns forseta Sig- urðssonar í kvikmynd Saga film. Alþýðublaðið náði tali af Agli í gær. Hann er hér staddur í stuttu fríi frá kvikmyndalökum í Frank- furt í Þýskalandi, þar sem hann fer með hlutverk í þýskri kvik- mynd, Der Gartenkrieg, eða Garðastríðið. Hann leikur þar reyndar íslending sem kann svo- lítið fyrir sér í þýsku. „Ég hef lítið um þetta hlutverk í myndinni um Jón Sigurðsson að segja, hef ekki séð handritið enn- þá. Myndatakan hefst ekki tyrr en í ágúst. Mér skilst að myndin verði heimildamynd og ef til vill reynir lítið á talaðan te\ta“, sagði Egill. Hann segist áður hafa leik- ið forsetann, í myndum sem gerð var um Innréttingamar fyrir Sjón- varpið. Þeir eru hreint ekki ólíkir, Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson og Sunnlend- ingurinn Egili Ólafsson. Hverjum íslandsklukkan glymur. Þráinn Bertelsson formaður Kithiifundasambands íslands og Vigdis forseti. Rithöfundar gcngu á fund Finnbogadóttur í gær og „leituðu ásjár forseta íslenska Ivðvcldisins vegna þcirrar ákvörðunar núverandi ríkisstjómar að skattlcggja bækur frá og með morgun- deginum, 1. júlí 1993,“ einsog sagði í ávarpi ríthöfunda til forsetans. 14% virðisauka- skattur lcggst á bækur í dag en þær hafa notið griða í tvö ár. Rithöfundamir báðu Vigdísi fyrir gjafir til ráðherra ríkisstjómarinnar með þessum orðum: „Þeir vilja leggja skatt á bækur. Við viljum gefa þcim hækur." Ráðherramir fá Islandsklukkuna, meistaravcrk Halldórs Laxness, sem hefst á þcssum lleygu orðum: „Sú var tíð, scgir í bókum, að ís- lcnska þjóðin átti aðeins cina sameign scm metin var til f jár. Það var klukka." (A-mynd: E.Ó1.) „ Gens una sumus ‘ Viltu sýna í Sarajevo? íslenskum listamönnum boðið að sýna í hinni hersetnu borg Listamenn í Sarajevo, hinni arform á sjöunda áratugnum. umsetnu höfuðborg Bosníu- Herzegóvinu, undirbúa nú al- þjóðlega sýningu sem væntan- lega verður opnuð þar í borg í ágúst. Bréf um ntálið hefur meðal annars borist til íslands og eru listamenn beðnir að senda verk á sýninguna. Um er að ræða svokallaða „póst-list“, verk sem hægt er að senda með góðu móti í pósti mill- um landa; og var vinsælt sýning- Listamennimir í Sarajevo biðja um verk af öllu tagi: teikn- ingar, myndbönd, grafíkmyndir og ljósmyndir. Öll verk sem ber- ast verða notuð á sýningunni en sérstaklega er tekið fram að ekki sé unnt að skila listaverkunum aftur. Yfirskrift sýningarinnar er latneska máltækið Gens una sumus, og útleggst: Við emm öll ein fjölskylda. Umhverfisráðherra ræðst gegn mengun hafsins Vill banna losun þrávirkra efna Mjög mikilvœgt mál fyrir íslendinga. Talið snerta afkomu þorsksins Eitt fyrsta verk Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráð- herravar að láta Island greiða at- kvæði gegn losun þrávirkra efna í hafið á alþjóðlcgri ráðstefnu um mengun hafanna, sem nýlega var haldin í Berlín. Málið er sérstak- lega mikilvægt fyrir íslcndinga vegna þess að nýlegar rannsóknir sýna að þrávirk efni safnast fyrir á köldum hafsvæðum, og þau geta haft mjög neikvæð áhrif á klak og afkomu fiska. Bannið, sem átti að taka til sérstakra efna sem eru meðal annars notuð í ol- íur og málningu, náði ekki fram að ganga að þessu sinni vegna andstöðu nokkurra ríkja. Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra sagði að takmörkun á losun þrávirkra efna væri mikil- vægara fyrir Island en flestar aðrar þjóðir, og því væri nauðsynlegt að Islendingar gengju á undan með góðu fordæmi og takmörkuðu notkun slíkra efna, þrátt fyrir að al- þjóðlegt samþykki hefði ekki náðst fyrir því. Það myndi hjálpa málstað þeirra þegar til næstu atrennu kæmi. „Hér var um að ræða ákveðin klórtengd kolefni, sem em mjög stöðug í náttúrunni, og verka því yf- ir langan tíma. Þau safnast fyrir í seti, og berast síðan upp fæðukeðj- una og geta náð skaðlegu marki í til dæmis fiskum. Það sem er sérstakt áhyggjuefni er efnin berast til kaldra hafsvæða, og verði ekkert gert, þá munu þau í tímans rás safn- ast saman hér norðurffá, í kringum Island,“ sagði Össur. Aðspurður um hvort þessi efni gætu haft áhrif á afkontu fiskstofna kvað Össur ekki hægt að útiloka það í framtíðinni. „Eg get nefnt það, að í Eystrasalti er þrávirkum efnum kennt um lélega atkomu þorsksins, og raunar laxins líka. Við getum ekki tekið þá áhættu að svipað gerist með okkar fiskstofna í framtíðinni. Þessi efni geta valdið margvíslegum skaða þó áhrif þeirra á manninn séu ekki vel þekkt. En í dýrum valda þau lömun, fóstur- skemmdum, vansköpun auk ófrjó- semi og eru jafnframt álitin krabba- meinsvaldandi. Ef þau taka í fram- tíðinni að mælast í fiski héðlan gæti það haft skelfileg áhrif á markaðs- stöðu okkar erlendis.“ Umhverfisráðherra hefur því ákveðið að beita sér íyrir takmörk- unum á losun þessara efna hér á landi, en þau munu notuð í máln- ingar, olíur og ýmis fúavamarefni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.