Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LANDBUNAÐARBLAÐ Föstudagur 4. mars 1994 ÁMUNDILOFTSSON, bóndi í Lautum í Reykjadal, er einn skæruliðanna í bændastétt: Óhlýðni Skapaði Auðlegð,- Hlýðnin Hinsvegar Örbirgð - Hugmyndir Amunda og félaganna í Röst hafa vakið athygli almennings, en harkaleg viðbrögð í Kerfínu. Þeir berjast gegn kvótakerfinu á bændur landsins og sjá framtíð landbúnaðar í nýju og heillavænlegra ljósi ÁMUNDILOFTSSON,- berstfyrir rétti bœnda, sem hann ogfélagar hans segja að liafi veriðfyrir borð bor- inn með röngum stjórnvaldsaðgerðum, sem brjáti íbága við stjórnarskrána. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason SKÆRULIÐAHÓPUR- INN í bændastétt býr búum sínum mest á slóðum Hriflu-Jónasar og í næsta nágrenni. Ungir bændur með framtíðarsýn sem hafa sameinast í samtökum sem þeir kalla RösL Eins og títt er um unga og uppreisnar- gjarna menn, eru þeir um- deildir. En það er hlustað á þá, enda þótt þeir sjálfir telji að svo sé ekki. Alþýðu- blaðið hitti að máli helsta forsprakka Rastar-hópsins, Amunda Loftsson, formann Rastar, sem býr ásamt konu sinni Unni Garðarsdóttur, og sjö börnum þeirra í Lautum í Reykjadal. Engin kæti í Höllinni Amundi H. Loftsson er fer- tugur, uppalinn á mölinni í Kópavogi, og hefur lagt gjörva hönd á margt til sjós og lands. Hlutskipti hans varð að gerast bóndi á arfleifð konu sinnar í hinum búsældarlega Reykjadal. Rastar-hópurinn hefur látið ýmislegt flakka, og margt af því hefur ekki beinlínis vakið kátínu í Bændahöllinni á Mel- unum í Reykjavík, né heldur í landbúnaðarráðuneytinu við Rauðarárstíg. Sumar tillögur hópsins hafa hinsvegar geng- ið aftur og fengið meðbyr. Þannig er til dæmis með til- lögur Amunda Loftssonar sem hann segist hafa sett á blað í eldhúsinu heima hjá sér fyrir Ijórum árum um einfald- ara félagskerfi bænda. Hann segir að lítið hafi verið hlust- að. Nú er Búnaðarþing að ræða tillögu Kristjáns á Brún- um í Eyjafirði um sama mál og virðast menn sáttir við slíka einföldun í dag. Amundi segir líka að Búnaðarþing sem nú situr sé að kveða upp úr með, að það ríkir fátækt í sveitum. Það sé staðreynd að bændur hafi margir orðið fyr- ir 40% tekjuskerðingu. Við þessu hafi verið varað, og nú séu misheppnaðar og van- hugsaðar stjómvaldsaðgerðir að koma í ljós með hroðaleg- um afleiðingum. „Það hlustaði enginn á okk- ur þegar við bentum á þetta. Þess í stað vorum við sagðir fara með róg og níð“, segir Amundi. Verjast neyðarástandinu „I stuttu máli gengur bar- átta okkar í Röst út á það að verjast því neyðarástandi sem er að hellast yfir sveitir lands- ins. Við erum að vakna upp við stórfellda neyð og fátækt bænda. Við vorum búnir að vara við þessari þróun, en þá vildu bændasamtökin ekki hlusta. Nú er Búnaðarþing að kveða upp úr með að við höfðum rétt fyrir okkur, fá- tækt bænda er orðin slík að Qölmargir þeirra sjá ekki fram á að geta keypt áburð á túnin í vor. Bændur em famir að safna skuldum. Bændaforyst- an er jafnvel farin að íhuga að veita ókeypis sálfræðiþjón- ustu fyrir bændur sem komnir eru á heljarþrömina, og hvað segir það okkur“, sagði Amundi Loftsson í gær. Kjöt handa New York- búumíeinndag Amundi segir að landbún- aður á íslandi eigi ótvíræð sölutækifæri á erlendum mörkuðum, ekki síst með til- komu markaðssamninga við aðrar þjóðir. Rastar-hópurinn hafi hamrað á þessu en ekki hafi verið hlustað á þær radd- ir. Nú sé að koma í ljós að hægt er að selja íslenskt kjöt erlendis á viðunandi verði. Áður hafi ekkert gerst í sölu- málum landbúnaðarins og þegar bent var á það komu menn einfaldlega að læstum dymm í Bændahöllinni. „Það sem við emm að selja af kjöti er nú ekki meira en svo að það nægði til að seðja fbúa New York einn dag. Þarmeð er ársframleiðslan okkar horfin. Ef ná á árangri eigum við að taka fyrir tiltölu- lega lítil svæði til að koma vömnni inn, selja dýmm veit- ingahúsum, sem setja ekki fyrir sig að verðið kunni að vera nokkm hærra en á kjöti frá öðmm löndum. Við eigum möguleika ef við hlustum á markaðinn og þarfir hans. Það hefur okkur misheppnast fram að þessu. Auðlegð eða örbirgð Andóf þeirra Rastarmanna er beint gegn misskiptingu greiðslumarks milli bænda. Á Islandi er svo komið að 4 býli sem mest greiðslumark hafa er samanlagt meira en 640 bænda sem minnst hafa greiðslumarkið. Ámundi segir að svo sé komið að kvótakerfið sem verið hefur við lýði frá 1979 hefur haft þær afleiðingar í för með sér að fleyta bændum annað hvort til auðlegðar eða örbirgðar. Bændurnir í Röst hafa haldið því frani að af- skipti Iöggjafans og stjóm- valda af málefnum bænda fari á svig við stjómarskrá lýð- veldisins. Þeir hafa hauk í homi þar sem er Sigurður Líndal, lagaprófessor. Hann hefur stutt þessa kenningu í ít- arlegu riti sínu, Stjómkerfi búvöruframleiðslunnar og stjómskipan Islands. Grunnur óréttlætis lagður Ámundi Loftsson segir að á ámnum 1979 og 1980 hafi grunnurinn að þvf óréttlæti sem bændur horfast í augu við í dag verið lagður með svo- kölluðu búmarki. Þá fengu bændur úthlutað búmarki sem byggt var á meðalframleiðslu þeirra á þriggja ára tímabili á ámnum 1976-1978. Fullvíst megi telja að bændur hafi litið á búmarkið sem réttindi sem tilheyrði jörðum þeirra, fram- leiðsluramma án kvaðar um fullnýtingu. Bændur vom hvattir til að draga úr fram- leiðslu sinni með minni kjam- fóðursgjöf. „Það vaknar upp sú spum- ing hvort bændur hefðu hlýtt þessu kalli ef gmnur hefði legið á að með því afsöluðu menn sér réttindum fyrir fullt og allt. En vemlegur hluti bænda dró saman framleiðsl- una, og þurftu síðar að gjalda fyrir“, segir Ámundi. Óhlýðnu bændurnir högnuðust Árið 1985 tóku gildi lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvömm og í sam- ræmi við þau var gerður samningur milli ríkis og Stétt- arsambands bænda, svokall- aður búvömsamningur. Sam- hliða honum er réttur hvers bónda afmarkaður með full- virðisrétti sem svo er kallað- ur, en það er skammtur hvers bónda af þeim samningi. Þá var framleiðsluréttur miðaður við framleiðslu áranna 1984- 1985 með mismunandi skerð- ingu eftir nýtingu búmarks- ins. „Það er alveg ljóst að þeir sem hlýddu í engu tilmælum um samdrátt og framleiddu sem aldrei fyrr, þeir tryggðu rétt sinn með óhlýðninni, meðan þeir sem drógu saman í trausti á búmarkið, fyrir- gerðu rétti sfnum“, segir Ámundi. Þama er kjami málsins í málflutningi félaganna í Röst, upphafið að misrétti í bænda- stétt og lagfæringar á því ástandi sem skapast hefur. I afar fróðlegum skrifum Sig- urðar Líndals má lesa að stjómvöld hafi vægast sagt farið offari í lagasetningu sinni og vakna ótal spurningar um gæði aðgerða löggjafans. Of langt mál yrði að fara út í þá sálma hér. Örvænting og örbirgð „Það þarf enga vísindalega könnun til að komast að því að afleiðingar þess kerfis sem stjórnvöld skelltu yfir bændur á sínum tíma hafa valdið mik- illí örvæntingu og örbirgð hjá stómm hópum fólks. Ég veit að margir eru verr komnir en ég“, segir Ámundi. Hann er með 13 kýr og 70 ær, og þurfa þau hjónin að framfleyta 7 börnum. Ámundi segir að það sé erfitt að ná endum saman þegar menn em lögum sam- kvæmt settir í slíka fjötra. „Svo var Haukur Halldórs- son að dylgja um það í sjón- varpsþætti að mér hefði tekist að sölsa til mín meira en mér bar! Okkur er sagt að leita okkur vinnu annars staðar. Aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra virðist ekki vita að þegar einhveija vinnu er kannski að fá, em bændur f vorverkum og heyönnum. Ég er vanur sjómaður og er að reyna að komast á sjóinn. Það er einfaldlega engin pláss að fá. En þetta vita náttúrlega ekki aðstoðarmenn ráðherra, sem sitja í öryggi og hlýju á sínum kontómm og hafa ekk- ert jarðsamband við almenn- ing“, sagði Ámundi. Vill ekki fara á Alþingi Aðspurður segist Ámundi Loftsson ekki ætla sér að snúa sér að pólitík. Þessi spuming er ofur eðlileg, því Ámundi og hans menn hafa vissulega blandað sér í stórpólitísk mál. „Ég vil fá að vera bóndi og starfa í friði. Ég vil sinna mín- um áhugamálum í hófi og Ijölskyldunni meira en ég hef getað að undanfömu. Ég vil ekki sogast inn í þann félags- fasisma sem allsráðandi er innan félagsmálakerfis bænda, heldur stuðla að upp- byggingu sveitanna á eðlileg- um gmnni. Mér og mörgum fleirum er ljóst að það er hægt. En á Alþingi vildi ég ekki sitja. Ég hef reyndar haldið því fram að þingsalina ætli að ryðja, og það sama mætti gera við þriðju hæðina í Bændahöllinni. Þama má gjaman skipta um mannskap. Úr því ég er að tala við Al- þýðublaðið get ég sagt að mér fannst það ekki heilbrigt þeg- ar Jón Baldvin lét setja Jón Sigurðsson í efsta sætið á Reykjanesi áreynslulaust héma um árið, en auðvitað þorið þið ekki að birta það (!!!). En syona er þetta á fieiri bæjum. Ég vil að fólkið í landinu fái að velja sér fólkið sem á að vinna fyrir það í lög- gjafarsamkomunni, en þannig er það ekki í raun í dag. Það skapar það aðhald sem þing- menn þurfa að hafa. Allt of margir þeirra halda að þeir séu á fínu hóteli og láta ekkert að sér kveða, aðrir eru vissu- lega duglegir og mikilsmeg- andi þingmenn, en þeir em nú færri. Þetta er nú bara vinsam- leg ábending til ykkar", sagði Ámundi. Sjómaður? vélvirki og bondi Ámundi Loftsson er eins og fyrr kom fram frá Kópa- vogi. Malarbúar eiga það til að fá áhuga á landbúnaði. Hann kynntist sveitastörfum hjá skyldfólki sínu austur í sveitum. Foreldrar hans em þau Ágústa Bjömsdóttir og Loftur Ámundason, jámiðn- aðarmaður, sem vann hjá Landsmiðjunni um 40 ára skeið og er mörgum kunnur. Loftur var einn hinn síðasti í sinni stétt sem kunni að smíða við eld og var mikill listjimað- ur í að móta jámið. Ágústa rak lengi gróðrarstöðina Rein að Hlíðarvegi 23 og skrifaði pistla um garðrækt í Morgun- blaðið. Ámundi er maður hár vexti og grannvaxinn með rauðan hárlubba. Það sópar að honum á mannamótum. Hann talar góða og skýra íslensku hárri raustu, mál sem eróskylt kerfismálinu víðfræga, sem enginn virðist eiga að skilja. „Ég fékk mikinn áhuga á starfi bóndans þegar ég var hjá Lámsi Bjömssyni í Grím- stungu. Það var mér dýrmætt tímabil", segir Ámundi. Síðar stundaði hann sjó af og til í tíu ár, mest á togurum en líka á loðnuveiðum. Þá starfaði hann við vélaviðgerðir í Reykjavík hjá Þ. Jónsson. Hvað gera bændur nú? I dag er Ámundi Loftsson bóndi og býr við rýran kost sem honum hefur verið skammtaður. Hann hefur allt aðra innsýn í framtíð ís- lenskra bænda en tíðast hefur verið. Hann sér fyrir sér frjálsa bændur, sem geta nýtt jarðir sínar til fullnustu. Ekki bændur sem dæmdir em til hokurs. Hann sér fyrir sér er- lenda markaði, sem muni taka við góðri og hreinni vöm á verðlagi sem nægi til að bændur geti unað vel við sitt. Fyrir þessu berst Ámundi undir merkjum Rastar ásamt ýmsum framsýnum bændum, sem hafa unglegar hugmyndir um starfsgrein sína. Ljóst er að bændasamfélag landsins stendur á krossgöt- um. Annað hvort er að hugsa allt dæmið upp á nýtt, - eða að bændastéttin flosnar upp í óhugnanlegu atvinnuleysi, eða þá að hún rís upp og sýnir hvað í henni býr. Sá kosturinn verður áreiðanlega ofan á. Það er töggur í bændastéttinni og nýjar raddir ættu að vera velkomnar, líka í Bændahöll- inni og landbúnaðarráðuneyt- inu. Stærð búa miðað við greiðslumark í sauðfé mjólk 92/93 Staerðarfl. Hrein Hrein Bl. mjólk Samtals Ærgildi ærg.af. mjólkurbú sauðfjárbú + sauðfé bú afurðir 0-100 17 606 17 640 29.543,6 101-200 33 456 34 523 78.495,0 201-300 49 372 103 524 132.837,5 301-400 93 273 197 563 197.411,8 401-500 96 99 216 411 184.003,8 501-600 96 25 175 296 161.897,3 601-700 49 11 106 166 107.173,5 701-800 30 4 53 87 64.458,2 801-900 15 0 26 41 34.587,5 901-1000 8 0 13 21 19.932,0 1001-1100 3 0 5 8 8.534,7 1101 og stærri 11 0 13 24 29.830,5 Saintals 500 1.846 '958 3.304* 1.048.705,4 ‘Af þessum fjölda eru um 400 bú félagsbú tveggja eða fleiri bænda. Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins. MISRETTIÐ. Þessi tafla úr Hagtölum landbúnaðarins segir sína sögUy þegar hún er skoðuð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.