Alþýðublaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 1
Ágúst Einarsson í flokk með Jóhönnu? Játa hvorki né nerta „Við Jóhanna Signrðardóttir höf- um þekkst lengi og ræðum saman af og til. Eg vil hvorki játa því né neita hvort það verður úr að ég fari og hjálpi til við að koma á þessari hreyf- ingu sem er í bígerð. Framboðsmál hefur ekki borið á góma. Ég hef verið að kynna mér hvað þarna er á ferð- inni en á þessu stigi er ekki hægt að segja hvert framhaldið verður,“ sagði Ágúst Einarsson prófessor í samtali við blaðið. Ágúst var spurður hvers konar hreyfingu væri verið að mynda. Hann sagði þarna á ferðinni áhugaverða hreyfingu sem byggði á annars konar pólitík en hefði verið höfð hér uppi. Þarna væri verið að leggja til grund- vallar atriði eins og trúverðugleika og heiðarleika í stjórnmálum, ný vinnu- brögð og breytingar frá þessu hefð- hundna flokkakerfi. Ef þetta afl byggðist á hefðbundinni jafnaðar- stefnu og frjálslyndum viðhorfum gæti það orðið mjög spennandi í ís- lenskri pólitík. Varðandi það hvort fylgi við fram- boð Jóhönnu í skoðanakönnunum táknaði óánægju kjósenda með þá flokka sem fyrir eru sagðist Agúst geta tekið undir það. Fólki finndist þar vera skortur á heiðarlegum .5 vinnubrögðum og vilja til að bæta sið- íj ferði í stjórnmálum. Niðurstaða skoð- g anakannana að undanfórnu endur- J spcglaði bersýnilega vilja kjósenda til breytinga. Það væri blindur maður sem sæi ekki að -í þjóðfélaginu væri mikil þörf fyrir nýtt afl með breyttum áherslum. Ágúst Einarsson taldi að sú stjórn- málahreyfing sem nú væri í burðar- liðnum yrði sjálfstæð hreyfmg án formlegra tengsla við aðra stjórn- málaflokka þótt samstarf við aðra væri auðvitað alltaf opið. Ágúst: Ef þetta afl byggðist á hefð- bundinni jafnaðarstefnu og frjálsiynd- um viðhorfum gæti það orðið mjög spennandi i íslenskri pólitík. Alþýðublaðið í dag Egill Helgason skrifar um eitraðar klisjur og orða- leppa Silfur Egils 2 Segja Svíar já eða nei? 4 Margrét S. Björns- dóttir og nýsköp- un í pólitík Pallborðið 3 Tímaritið The Ec- onomist fjallar um ESB og Norður- lönd 5 Solzhenítzín: Nóbelshöfundur ger- ist einkaritari. Solzhenítzín áhyggjufullur Alexander Solzhenítzín, einhver merkasti rithöfundur tuttugustu ald- arinnar og skrásetjari ógnarstjórnar sovéskra kommúnista, er ekki ýkja glaður með ástand mála í Rússlandi þessar mundir. Hann segir að nýrikir siðleysingjar vaði uppi og steli þjóðarauðnum, þar riki ekkert lýð- ræði, en gömlum kommúnistum sem nú ráði rikjum detti ekki í hug að biðja forláts á fyrra framferði sínu. Hann er nýkominn úr löngu ferða- lagi sem hann fór um allt Rússland til að ræða við fólk af öllum stéttum um líf þess og kjör. Því er ekki óeðlilegt að hann skuli líta á sig sem nokkurs konar einkaritara rússneskrar þjóðar. I Alþýðublaðinu í dag birtist úr- dráttur úr stóru og merku viðtali sem tímaritið Der Spiegel átti við Solz- henítzfn nýskeð. Ég er ekki karlrembusvín - segir Jón Hallur Stefánsson sem er ásakaður um að hafa „skrumskælt“ íslenska bókmenntasögu í sjónvarpsþætti með því að sniðganga kvenrithöfunda. Sjónvarpsþáttur um íslenskar bókmenntir á lýðveldistímanum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, hefur vakið hörð viðbrögð. 12 manna hópur sendi sjónvarpinu í gær mótmæli yftr því að hlutur kvenna hefði mjög verið fyrir borð borinn: Af tólf viðmælendum í þættinum hefðu verið tíu karlar en aðeins tvær konur. Þá hefði ekki verið minnst aukateknu orði á ýmsa valinkunna og áhrifamikla kven- höfunda. Undir mótmælin skrifa tíu konur og tveir karlar. Meðal þeirra eru prófessoramir Ástráður Ey- steinsson og Helga Kress, Dagný Kristjánsdóttir dósent, Soffía Auð- ur Birgisdóttir ritstjóri og Ólína Þorvarðardóttir gagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. 12-menningarnir gagnrýna að ekki hafi verið minnst aukateknu orði á Elfnborgu Lárusdóttur, Guð- rúnu frá Lundi, Þómnni Elfu Magnúsdóttur og fleiri kvenhöf- unda frá liðinni tíð. Þá hefðu kven- höfundar samtímans verið snið- gengnir, til dæmis Fríða Á. Sigurð- ardóttir, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Kristfn Ómarsdóttir, Þómnn Valdi- marsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Ragna Sigurðardóttir. Ekki var minnst á þær í þættinum. Þá er gerð athugasemd við þá fullyrðingu Guðmundar Andra Thorssonar að íslenskir kvenrithöfundar geti ekki verið fyndnir af því þeim liggi svo mikið á hjarta. „Átti þetta að vera fyndið?“ spyija 12-menningamir - og er ekki skemmt. Jón Hallur Stefánsson skáld og bókmenntafræðingur var umsjón- armaður þáttarins umdeilda ásamt Sigfúsi Bjartmarssyni. í samtali við Alþýðublaðið sagði Jón Hallur að það hefði „vissulega verið ámælis- vert að einungis tveir af tólf við- mælendum vom konur. Það stóð nú ekki til í upphafi, heldur æxlað- ist bara þannig," Hvað síðan varðaði hlut kvenna í þeirri bókmenntasögu sem sögð var í þættinum sagði Jón Hallur að konur hefðu goldið þess að um- sjónarmennimir vildu ekki „drekkja fólki í nöfnum. Við nefnd- um því færri höfunda sem nær dró Hvar er Guðrún frá Lundi? spyrja áhrifamenn í íslenskum bók- menntum. samtímanum." Jón Hallur bar eindregið af sér þær sakir að hann væri bókmennta- legt karlrembusvín. „Nei, alls ekki. Það er hægt að tína til ótal höfunda, karla og konur, sem kannski hefði verið ástæða til að fjalla um í þætt- inum. Tíminn leyfði það því miður ekki.“ Framsóknarvist. Guðmundur, Valgerður og Jóhannes Geir takast í hendur fyrir slaginn um efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Jóhannes Geir Sigurgeirsson missir þingsæti sitt til Reykjaness við næstu kosningar. Það verður harður slagur hjá Framsóknarflokknum fyrir norðan: Þrír þingmenn munu berjast um tvö sæti „Ég hefði viljað að það færi fram próf- kjör við val á listann í stað þess að láta kjördæmisþing um þetta. En ég beitti mér ekki fyrir prófkjöri og því verður valið á milli einstaklinga á kjördæmisþinginu og eins og málin standa 1' dag mun ég reyna að tryggja mér sæti,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður í samtali við blaðið. Jóhannes Geir er 6. þingmaður Norður- landskjördæmis eystra. Við næstu kosn- ingar flyst það sæti til Reykjaneskjör- dæmis. Við síðustu kosningar skipaði Guðmundur Bjarnason 1. sætið á lista Framsóknarflokksins, Valgerður Sverris- dóttir 2. og Jóhannes Geir 3. sætið. Jó- hannes vildi ekki viðurkenna að Fram- sóknarflokkurinn væri búinn að tapa sæti á Norðurlandi eystra við næstu kosningar þótt það yrði 6. sætið sem fiyttist til Reykjaness. Það þyrfti bara að spýta í lóf- ana og herða baráttuna. Hvað hann sjálfan varðar þá ætti eftir að raða í sæti á fram- boðslistanum en vissulega skapaði þetta aukna baráttu milli þessara þriggja þing- manna flokksins í kjördæminu. Valgerður SveiTÍsdóttir sagði ljóst að þriðji maður framsóknar í kjördæminu væri fallinn vegna þess að 6. sætið flyst á Reykjanes. Hún kvaðst keppa að endur- kjöri og Guðmundur Bjamason hefði lýst því sama yfir. Valgerður sagði að röð á framboðslista fyrir undanfamar kosningar hefði verið valin af fulltrúum kjördæmis- þings. Þetta væri þrefalt þing, það er að flokksfélög kjördæmisins senda þrisvar sinnu fleiri fulltrúa á þingið en ella. Val- gerður taldi að ef ekkert sérstakt drægi til ti'ðinda færi kjördæmisþingið ekki fram fyrr en íjanúar. Valgerður Sverrisdóttir vildi ekki taka undir þær raddir að konur ættu sérlega erfitt uppdráttar innan Framsóknarflokks- ins. Við val í efstu sæti á lista tlokksins í Reykjavík og á Austurlandi náðu konur ekki þeim árangri sem þær stefndu að. Valgerður sagðist vera svekkt fyrir þeirra hönd en yfirlýsingar út af þessu gengju alltof langt. Hins vegar væri ljóst að slakt gengi kvenna í stjórnmálaflokkunum yrði til að viðhalda Kvennalistanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.