Alþýðublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.11.1994, Blaðsíða 1
Hafréttarsáttmálinn innsiglaður á fundi á Jamaica í næstu viku: Söguleg stund í hugum íslendinga - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra „í næstu viku, nánar tiltekið þann 18, nóvember, verður sá sögulegi at- burður á Kingston á Jamaica, að þar koma saman fulltrúar þeirra ríkja sem hafa samþykkt og staðfest Haf- réttarsáttmálann. Þar verður það inn- siglað að Hafréttarsáttmálinn er orð- inn virkur hluti af alþjóðalögum um hafið og auðlindalögsögu ríkja. Þetta er söguleg stund í hugum okkar ís- lendinga," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanrfkisráðherra í samtali við Alþýðublaðið. Ráðherrann sagði að þetta væri það stóra mál sem Islendingar hefðu barist fyrir á alþjóðlegum vettvangi. Það hafi byijað með setningu land- grunnslaganna um vísindalega vemdun fiskimiða árið 1948 og síð- an unnist í áföngum með útfærslu landhelginnar og fiskveiðilögsög- unnar. Fyrst við uppsögn dansk- breska samningsins um þrjár mílur 1954 þegar Ólafur Thors færði út í ijórar mflur. Síðan útfærslu land- helginnar í 12 mflur 1958, sem leiddi til fyrsta þorskastríðsins, síðan bar- áttan sem endaði með 50 mílum 1972 og svo staðfesting á 200 mflun- um 1976. „Island var fyrsta ríkið sem stað- festi sáttmálann og til skamms tíma eina Evrópuríkið. Noregur hefur enn ekki staðfest sáttmálann. Iðnríkin í Evrópu hafa verið að týnast til smám saman eftir að samkomulag tókst um breytingu á ákvæðinu um auðlindir á hafsbotni núna fyrir skömmu. Sá maður sem var heilinn á bak við þessa miklu sókn af hálfu okkar Islendinga var Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur sem er nýlátinn. Eg minnist þess að við höfðum bundið það fastmælum fyrir nokkr- um árum að þegar þessi atburður gerðist þá yrði hann vissulega full- trúi okkar á þessari ráðstefnu, sem væri þá af okkur hálfu í heiðursskyni við hans mikla framlag varðandi þekkingu og þjóðréttarlega samn- inga þar sem hann var í fremstu röð þeirra sem beittu sér fyrir þessu máli á alþjóðavettvangi. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Gunnar G. Schram, ráðunautur utanríkisráðuneytisins varðandi þjóðarrétt á hafinu, verður okkar fulltrúi á fundinum á Jamaica. Hann mun flytja ræðu í nafni utan- ríkisráðherra og minnast alveg sér- staklega þeirra brautryðjenda sem þarna bar hæst, þar á meðal Hans G. Andersens," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Hann sagði ennfremur að þetta þýddi ákveðnar breytingar á réttind- um ríkja varðandi lögsögu og nýt- ingu auðlinda. Á Hatton Rockall- svæðinu opnuðust víðáttumikil fiski- mið fyrir okkur íslendinga sem aðrar þjóðir. Miðin við Rockall myndu þó ekki fá réttarstöðu úthafs fyrr en Bretar hafi gerst aðilar að Hafréttar- sáttmálanum og fyrri réttarheimildir þeirra þar með fallnar úr gildi. Bretar hafi lýst því yfir að þeir muni fljót- lega fullgilda sáttmálann. Ekki væri ljóst hvort þyrfti lög til fullgildingar eða einfalda tilskipun, en lagasetning gæti tekið um eitt ár. „Menn hafa líka verið að velta því fyrir sér hvort þetta breyti einnig fiskvemdarsvæði Norðmanna kring- um Svalbarða á grundvelli Sval- barðasamningsins. Það er hins vegar ekki ljóst hvort Smugan muni sjálf- krafa stækka við gildistöku sáttmál- ans þar sem mörk Svalbarðasamn- ingsins eru hugsanlega óbreytt eftir sem áður. Báðar geta eyjamar, Von- arey og Bjamarey, hugsanlega borið mannvist, það er veðurathugunar- stöð á Bjamarey og hugsanlega efna- hagsstarfsemi til dæmis útgerð þótt svo sé ekki. Það er þess vegna álita- mál hvort þær eigi rétt til landgrunns og efnahagslögsögu. Aðalatriðið er þó að þessi dagur í næstu viku hlýtur að teljast einn af stóm dögunum í íslenskri sjálfstæð- isbaráttu eftir nær hálfrar aldar bar- áttu,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra. Sótt að Ragnari Arnalds? Samfylking ánægjuleg - segir Sveinn Allan Morthens á Sauðárkróki. Sveinn, sem er miðstjórnarmaður í Alþýðu- bandalaginu, er sterklega orðaður við framboð fyrir Jóhönnu. „Ég hefekkert um þessi mál að segja annað en það, að það var mjög ánægjulegt hljóð í mið- stjórn Alþýðubandalagsins á dögunum þess efnis að menn ætli að reyna móta einhvers konar samfylkingu með Kvennalistan- um og Jóhönnu. Að öðru leyti eru þessi mál ekki á dagskrá í augnablikinu hjá mér,“ sagði Sveinn Allan Morthens á Sauð- árkróki í samtali við blaðið í gær. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Sveinn sé kandídat Jó- hönnu Sigurðardóttur við fram- boð á hennar vegum í Norður- landskjördæmi vestra. Sveinn gaf ofangreint svar við spurning- um um hvort hann færi fram með Jóhönnu og vildi að öðru leyti ekki ræða málið. Áhrifamaður í Alþýðubanda- laginu sagði í samtali við blaðið, að hann vissi að Sveinn Allan kæmi sterklega til greina sem frambjóðandi Jóhönnu. Hann gæti orðið Ragnari Arnalds verulega skeinuhættur í kjör- dæminu, enda væri ekki ýkja mikil stemmning í kringum Ragnar, sem kjörinn var á Al- Ragnar Arnalds, fyrst kjörinn á þing 1963: Fær „vinsamleg til- mæli" um að draga sig í hlé. þingi árið 1963. Gert hefði verið ráð fyrir að Ragnar drægi sig í hlé fyrir kosningarnar í vor, en hann síðan ákveðið að taka einn slag enn. Þessi viðmælandi sagði enn- fremur að í hótun um framboð Sveins Allans, sem er áhrifamað- ur í sínum flokki nyrðra, fælust „vinsamleg tilmæli til Ragnars Arnalds um að draga sig í hlé.“ Bidjid fyrír þingmönnum - Imbakassinn er ad byrja! Þegar landslið íslenskra skemmtikrafta æfði á Austurvelli í gær mátti sjá áhyggjufulla alþingismenn gægjast útum glugga þinghússins. Imbakassinn, skemmtiþáttur Stöðvar 2, fer í loftið í kvöld, og því er full ástæða til að biðja fyrir þingmönnum: einsog allir vita geta þingmenn ekki hugsað sér neitt hræðilegra en að ekki sé gert grín að þeim. Þingmaður sem ekki er skemmtiefni á sér tæpast viðreisnar von. Við bíðum og sjáum hverjir hljóta náð fyrir augum Ladda, Sigurðar Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar og Pálma Gestssonar. A-mynd: E.ÓI. Stjórnarmenn Listahátíðar í Hafnarfirði hf. segjast enga ábyrgð bera á fjármálum eða bókhaldi: Fengu borgað fyrír frágang bókhaldsins! Stjóm Listahátíðar í Hafnarfirði hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að það félag beri enga fjárhags- eða bókhaldslega ábyrgð á listahá- tíðinni 1993. Þessi fullyrðing stang- ast á við yfirlýsingar bæjarstjórans í Hafnarfirði, bæjarlögmanns, bæjar- endurskoðanda og bókunar meiri- hluta bæjarráðs. Komið hefur í Ijós að stjórnarmenn Listahátíðar í Hafn- arfirði fengu sérstaka greiðslu fyrir vinnu við frágang bókhaldsgagna. í samantekt Magnúsar Jóns Áma- sonar bæjarstjóra í Hafnarfirði „varðandi helstu ákvarðanir vegna listahátíðar 1993“ segir í 4. lið: „GÁS undirritar samning við Lista- hátíð í Hafnarfirði hf. að þeir reki Listahátíð fyrir 17 milljónir. (15m + lm v/Péleikhússins og lm í hús- næði). Samningur aldrei lagður fram.“ Þegar kemur að 16. lið í samantekt bæjarstjórans segir: „13. júní 1994. Reikningur frá SÓ, GG og ÖÓ dag- settur 13.6. kr. 114.881 fyrir listræna ráðgjöf og vinnu við frágang bók- haidsgagna (leturbreyting blaðsins) greiddur ásamt fleiri reikningum vegna listahátíðar úr bæjarsjóði, alls 1.270.528 krónur. GG kvittar fyrir móttöku.“ Þessar skammstafanir þýða Sverr- ir Ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Öm Óskarsson, sem skipa stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði hf. í sam- antekt Magnús Jóns Árnasonar bæj- arstjóra segir svo í 19. lið hennar: „7. september skilar stjóm Lista- hátíðar Hafnarfjarðar hf. bæjarráði möppum með pappírum og telja að þeir geti ekki lokið reikningum (leturbreyting blaðsins) þrátt fyrir að listahátíð hafi lokið fyrir 14 mánuð- um.“ Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar síðast liðinn mánudag, 7. nóvember, samþykktu fulltrúar meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalagsins ályktun sem hefst svo: „Skylt er að árétta og draga fram að sú umræða sem hefur átt sér stað um fjármál listahátíðar 1993 hófst ekki að frumkvæði núverandi meiri- hluta, heldur vegna þess að stjórn Listahátíðar Hafnarfjarðar hf. ásamt sínum endurskoðanda gafst upp á að koma saman bókhaldi hátíðarinnar.(leturbreyting blaðs- ins). Það var ákvörðun stjómar Listahátíðar Hafnarfjarðar hf. að af- henda bæjarráði öll bókhaldsgögn (leturbreyting blaðsins) og þá kom í ljós að lugmilljóna fjárveitingum hafi verið varið í fjölmörgum tilfell- um á vafasaman hátt og gengið svo langt að fjölmörg atriði era enn óút- skýrð.“ Áður en þessi samþykkt var gerð á fundi bæjarráðs höfðu bæjarfulltrúar fengið í hendur skýrslu Endurskoð- unar og reikningsskila hf. um Lista- hátíð í Hafnarfirði 1993, skýrslu bæjarritara, fjármálastjóra, yfir- manns kostnaðareftirlits og deildar- stjóra innheimtu og greiðsludeildar Hafnaríjarðarbæjar varðandi fjármál listahátíð og skýrslu bæjarlögmanns og bæjarendurskoðanda vegna lista- hátíðar í Hafnarfirði. Samþykkt meirihluta bæjarráðs Hafnaríjarðar 7. nóvember lýkur með þessum orð- um: „Vegna rökstudds gruns um skattlagabrot, skjalafals og ótvíræða bókhaldsóreiðu og í samræmi við álit bæjarlögmanns samþykkir bæj- arráð að senda skattstjóra Reykja- ness fyrirliggjandi bókhaldsgögn fyrirtækisins Listahátíðar Hafna- fjarðar hf. til frekari meðferðar." Jafnaðar- maðurinn Alþýðublaðinu í dag fylgir JAFNAÐARMAÐURINN, mál- gagn Sambands ungra jafnaðar- manna, hvers innihald er ríku- lega myndskreytt umfjöllun um 41. landsþing SUJ sem nýlokið er. Alþýðublaðinu er af þessu til- efni dreift til allra ungra jafnað- armanna - og í framhalds- og háskóla víða um land. Blaðamenn Morgunpóstsins: Sögðu upp störfum Blaðamenn Morgunpóstsins sögðu upp störfum sem verktakar á blaðinu í gærdag. Þeir óska eftir því að vinna eftir kjarasamning- um Blaðamannafélags Islands. Stjórn útgáfufélags Morgunpósts- ins ræddi málið á fundi seint í gær- dag. Fram til þessa hafa blaðamenn Morgunpóstsins verið á verktaka- kjörum. Þeir hafa hins vegar unað illa því hlutskipti en breytingar ekki fengist á þessu fyrirkomulagi. I gær var þolinmæði blaðamann- anna þrotin og þeir kröfðust þess að verða ráðnir sem launþegar ineð þeim réttindum sem því fylg- ir. Stjórn Miðils hf. sem er útgáfu- félag Morgunpóstsins, kom saman seint í gærdag til að ræða kröfu blaðamannanna. Alþýðublaðinu tókst ekki að ná tali af stjórnar- mönnum í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.