Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 1
A-mynd: E.OI. Fimmtudagur 17. nóvember 1994 Stofnað 1919 175.tölublað - 75. árgangur Prófkjör Alþýðuflokksins á Vesturlandi: Alþýðublaðið í dag Silfur Egils 2 Spáð í úrslitin í Svíþjóð í leiðara 2 Vilhjálmur Þorsteinsson finnur úrræði fyrir Alþýðuflokkinn 3 Santer í viðtali um ESB og Norður- lönd 5 Endurminningar Friðriks Þórs 7 Ný saga eftir Vigdfsi GRANDAVEGUR 7 er heiti á nýrri skáldsögu eftir Vigdísi Grímsdóttur. „Þetta er ástarsaga að flestu leyti. Sögusviðið er Reykjavik, Grandavegur, Vesturbærinn og fjaran. Sagan gerist árið 1987. Reyndar er farið mun lengra aftur í tímann eða allt aftur til fjórða áratugarins. Þetta er löng saga sem ég hef unnið að í að minnsta kosti tvö ár," sagði Vigdís þegar við litum inn hjá henni í gærdag. Mjög tvísýn barátta Sveins Þór og Gísla Gísli S. Einarsson alþingismaður þykir sigurstranglegri, en Sveinn Þór Elinbergsson hefur saxað á forskotið. „Það er Ijóst að barátlan milli mfn og Sveins Þórs er í járnum; hún er mun jafnari og meira spennandi en ég bjóst við. Hann hefur saxað mik- ið á forskot mitt,“ sagði Gísli S. Einarsson alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið í gær um próf- kjörsbaráttu hans og Sveins Þórs El- inbergssonar, aðstoðarskólastjóra í Snæfellsbæ. Þeir takast á um efsta sæti framboðslista Alþýðuflokksins á Vesturlandi í prófkjöri sem fram fer á laugardaginn. „Þetta hefur verið hörð og snörp barátta. Gísli hefur ákveðið forskot sem sitjandi þingmaður og ég geri mér fulla grein fyrir að það er á brattann að sækja. En ég hef fengið mikil og góð viðbrögð. Sérstaklega hérna á Snæfellsnesi þar sem menn vilja auka hlut sinn á Alþingi,“ sagði Sveinn Þór í samtali við blað- ið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru frambjóðendurnir nokkuð jafnir sem stendur, en Gísli þykir þó tals- vert sigurstranglegri; einkum vegna öflugs baklands á Akranesi. Sveinn Þór þykir öruggur með drjúgan stuðning á Snæfellsnesi, sinni heimabyggð. Hann fór kröft- uglega af stað og kom stuðnings- mönnum Gísla á óvart, en nú þykja Akurnesingarnir hafa tekið við sér. Að sögn kunnugra eru það Borg- nesingar sem ráða úrslitum; fái Sveinn Þór stuðning þeirra getur það gert gæfumuninn. Sveinn Gunnar Hálfdánarson, oddviti Borgnesinga, mun hafa lýst yfir af- dráttarlausum stuðningi við fram- boð Sveins Þórs. - Sjá fréttaskýringu og viðtöl á baksíðu. * Islensku bókmenntaverðlaunin: Aðeins 41 bók lögð fram Einungis 41 bók var lögð fram, af hálfu bókaútgefanda, til þess að keppa um tilnefningar til Islensku bókmenntaverðlaunanna. Tíu bæk- ur eru tilnefndar, fimm í flokki fag- urbókmennta og fimm í flokki al- mennra bókmennta sem svo er kall- aður, og inniheldur fræðirit, ævi- sögur. handbækur og fleira. 25 bækur voru lagðar fram í flokki fag- urbókmennta en aðeins 16 í al- menna flokknum; þar eru þvf þriðj- ungslíkur á því að bók hljóti tilnefn- ingu. Utgefendur þurfa að borga 25.000 krónur með hverri bók sem lögð er fram, til þess að standa straum af tilkostnaði. Verðlaunin nerna 500 þúsund krónum í hvorum flokki. í Bókatíðindum, sem vænt- anleg em innan skamms, em kvnnt- ar nflega 320 bækur. Þrátt fyrir að inni í þeirri tölu séu þýddar bækur er ljóst að aðeins hluti íslenskra bóka kemur til greina þegar til- nefndar eru bækur til Islensku bók- menntaverðlaunanna. Þriggja manna dómnefndir eru nú að störf- um íbáðum flokkum, og tilnefning- ar þeitra verða kynntar 5. desember. Síðan tekur önnur dómnefnd til starfa og velur sjálf verðlaunaverk- in. Endanleg niðurstaða liggur þannig ekki fyrir fytren í febrúar- byrjun á næsta ári. Dómnefndin, sem tilnefnir bækur í flokki fagur- bókmennta, er skipuð þeim Guð- mnu Nordal, Asdísi Egilsdóttur og Þorsteini Þorsteinssyni. I hinni dómnefndinni eru Olafur Oddsson, Haraldur Ólafsson og Sverrir Tóm- asson. Fimm rilhöfundar hafa feng- ið verðlaunin síðan þau voru fyrst veitt: Stefán Hörður Grímsson, Fríða A. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Þorsteinn frá Hamri og Hannes Pétursson. Undirbúningur kröfugerðar verkalýðsfélaga langt komin: Ekki viðstaddir prédikanir VSÍ - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, en félagið er að móta eigin kröfugerð. „Við viljum ekki vera í þessu kompaníi sem verið hefur undanfar- in ár. Þar hefur sextíu til níutíu manns af öllu landinu verið smalað saman og látnir sitja í tvo til þrjá mánuði þar til þeir eru orðnir svo leiðir og uppgefnir að þeir em jafn- vel reiðubúnir að skrifa undir kaup- lækkun fái þeir að komast út og heim til sín. Vinnuveitendasambandið mun ekki draga okkur í þennan hóp.“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar. Guðmundur sagði Dagsbrún hins vegar eiga samleið með öðmm fé- lögum hvað varðar kröfur um skatt- leysismörk, skattamál og að breyta samsetningu lánskjaravísitölunnar eða fella hana niður. @Meginmál = Formaðurinn sagði kröfugerð Dags- brúnar vera í mótun. Daglega væru hópar manna úr ýmsum starfsgrein- um að fjalla unt þessi mál og ætti kröfugerð að liggja fyrir unt mán- aðamótin. Félagið væri að niörgu leyti sér á báti þar sem 80 til 90% fé- laga í mörgum öðmm verkalýðsfé- lögum störfuðu við ftskvinnslu. Fjöldi Dagsbrúnarmanna starfaði hins vegar við flutninga, skipaaf- greiðslu, á vinnuvélum og við bygg- ingastörf. Þetta hefði allt dregist aft- ur úr í kjarabótum og nú þyrfti að verða þar breyting á. „Vinnuveitendasambandið getur haldið sínar afmælishátíðir og fíló- sóferað í Garðastræti eða Karphús- inu. Við verðum ekki viðstaddir þær prédikanir. Ef Alþýðusambandið ætlar að elta þá, þá mega þeir gera það, en við verðum ekki í fylgd með þeim. Hins vegar emm við til í sam- vinnu varðandi þau mál sem ég gat um áðan,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. Hækkun tii sumra „Landssamböndin fara með sín sénnál í komandi kjarasamningum en mál sem snúa að ríkinu gætu ver- ið á sameiginlegu borði. En það er verið að funda í öllum deildum Verkamannasambandsins og með hinum ýmsu starfshópum hingað og þangað um landið," sagði Björn Grétar Sveinsson formaður sam- bandsins. Björn var spurður hvort verkfall sjúkraliða benti til þess að aukin harka væri að koma frant í kjarabar- áttunni: „Það er opinbert leyndarntál að hér hefur orðið launaskrið, bæði þar sem menn hafa verið að skríða upp um launaflokka og svo gegnunt kjarasamninga. Það sem sjúkraliðar ent að glíma við er að bera sig saman við þessa stéttir, sem meðal annars vinna inni á sjúkrastofnunum. Það er raunar verið að tjalla um það sem þegar hefur átt sér stað. Það er kanski ný launastefna hjá íjármálaráðherra að það séu bara sumir sem eiga að fá hækkun en ekki aðrir. Eftir því sem menn eru minna menntaðir þeim ntun ntinni hækkun fái þeir. Þetta er kanski nýja stefnan og það verður þá bara tekist á um hana. Við skulum sjá hverjir standa upp af þeint velli,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson. Fyrstu vidtöl „Það hefur verið í gangi veruleg vinna út í félögunum og samböndun- um og fyrstu viðtöl fulltrúa lands- sambandanna við samtök atvinnu- rekenda eru að fara í gang. Jafnframt eru forystumenn sambandanna í sameiginlegri vinnu við að ganga frá sinni tillögugerð sem yrði sameigin- leg gagnvart stjórnvöldum og hugs- anlega atvinnurekendum," sagði Benedikt Davíðsson forseti Alþýðu- sambands Islands. Benedikt sagði ennfremur að svo virtist sem ríkið hefði verið að móta vissa launastefnu í vor og sumar og það hlyti að hafa áhrif á allan vinnu- markaðinn. Hann sagði að Alþýðu- santbandið yrði með sambands- stjórnarfund í næstu viku og um mánaðamótin ætti kröfugerðin að verða orðin nokkuð ljós. A 30. þingi Alþýðusambands Vestfjarða um síðustu helgi var sam- þykkt að krefjast þess að lægstu mánaðarlaun verði ekki lægri en 80.000 krónur fyrir lok næsta santn- ingstímabils.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.