Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						iiinnun
TVOFALDUR1. VINNINGUR
Föstudagur 18. nóvember 1994
Stofnað 1919
176.tölublað - 75. árgangur
Þing Norðurlandaráðs í Tromsö:
ESB nánast eina umræðuef nið
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sem hlýddi á Hjörleif flytja „tveggja tíma ræðu á fimm mínútum".
„I inngangsræðu minni á Norður-
landaráðsþinginu í Tromsö, sem ég
flutti fyrir hönd utanríkisráðherr-
anna, vék ég að mörgum málum auk
þess að fjalla um Evrópumálin. En
það má segja að Evrópumálið hafi
verið eina málið sem umræður
spunnust um og þær stóðu lengi.
Hins vegar var ræðutfmi takmarkað-
ur og þarna flutti Hjörleifur Gutt-
ormsson fimm mínútna ræðu sem
hefði tekið tvo klukkutíma á Al-
þingi,", sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra f samtali
við Alþýðublaðið um nýafstaðið
Norðurlandaráðsþing.
I ræðu sinni á þinginu fjallaði
utanríkisráðherra meðal annars um
svæðasamvinnu í Evrópu, deilur um
veiðar á úthafinu og ýmis alþjóðleg
deilumál sem Norðurlónd hafa
markað stefnu um, svo sem Miðaust-
urlönd og málefni Bosníu. Hins veg-
ar voru þingfulltrúar með allan hug-
ann við Evrópumálin.
„Það má segja að þetta þing hafi
farið fram í hófuðborg Nei-lendinga
í Noregi og þar var efnt til mótmæla-
göngu gegn aðild Noregs að ESB.
Astríðuhiti mótmælenda náði því
marki að þingmenn Framsóknar-
flokksins norska rituðu undir yfirlýs-
ingar þess efnis, að ef Norðmenn
sunnar í Noregi samþykktu aðild að
ESB væri rétt að norðurhéruðin
segði sig úr lögum við suðurhlutann
Þingsályktunartillaga lögð fram á Alþingi:
Jón Baldvin taki upp
mál íbúa Austur-Tímor
- og beiti sér í auknum mæli á alþjóðavettvangi
til að binda enda á harðstjóm og mannrétt-
indabrot Indónesa.
Kristín: Tillaga um aðgerðir til
stuðnings íbúum Austur- Tímor.
„Island er eina Evrópuríkið sem í
19 ár hefur alltaf greitt atkvæði
með fordæmingu á innrás Indónesa
á Austur- Tímor, á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna. I ræðu sem
Gunnar Pálsson flutti fyrir hönd
utanríkisráðherra á allsherjarþing-
inu í haust nefndi hann Austur-
Tímor sérstaklega sem dæmi um
mannréttindabrot. Þetta vakti at-
hygli og nú viljum við að Alþingi
skori á utanríkisráðherra að beita
ser frekar í málinu," sagði Kristín
Ástgeirsdóttir alþingismaður í sam-
tali við blaðið.
Hún hefur ásamt öðrum þing-
konum Kvennalistans lagt fram
þingsályktunartillögu um aðgerðir
til stuðnings íbúum Austur- Tfmor.
Lagt er til að Alþingi skori á utan-
ríkisráðherra að beita sér á alþjóða-
vettvangi til stuðnings fbúum Aust-
ur-Tfmor í því skyni að binda enda
á harðstjórn og mannréttindabrot
sem þeir hafa mátt sæta um árabil
af hálfu Indónesíustjórnar.
„Austur-Tímor var portúgölsk
nýlenda en þegar þar var lýst yfir
sjálfstæði 1975 gerðu Indónesar
innrás.
Fyrir tveimur árum var ég á
fundi í nefnd á vegum Evrópuráðs-
ins um málefni flóttamanna, sem
haldinn var í Portúgal, en þar eru
margir flóttamenn frá Austur-Tfm-
or. I Lissabon er miðstöð fólks frá
Austur-Tímor og við heimsóttum
hana. Þá komst ég fyrst persónu-
lega í námunda við þetta mál sem
er mjög sérstakt.
Það er sérstakt að því leyti að það
eru svo mörg ríki sem eiga hags-
muni að gæta á þessu svæði. Eiga
mikil viðskipti við Indónesfu og
miklar erlendar fjárfestingar eru í
landinu.
Þess vegna hefur þetta mál átt
mjög erfitt uppdráttar á alþjóða-
vettvangi og til dæmis hafa Norð-
urlandaþjóðirnar ekki alltaf greitt
atkvæði með fordæmingu á Ind-
ónesa líkt og við Islendingar,"
sagði Kristfn.
Hún sagði að þrátt fyrir að innrás
Indónesa hefði verið fordæmd ár-
lega af Sameinuðu þjóðunum í 19
ár hefði málinu lítið verið fylgt eft-
ir. Indónesar hefðu drepið fólk mis-
kunnarlaust á Austur-Tímor og á
tímabili hefði verið talað um þjóð-
armorð. Hins vegar hefði dregið úr
þessum manndrápum eftir að farið
var að gera meira til að vekja at-
hygli á ástandinu.
Tímor er austarlega í eyjaklasa
Austur-Indía næst Astralíu. I
„sundinu" milli Tímor og Ástralíu
eru olíulindir og er þar komin meg-
inástæðan fyrir því hvers vegna
Indónesar ágirnast Austur-Tímor. I
lok greinargerðar með þingsálykt-
unartillögunni segir:
„Við Islendingar erum meðal ör-
fárra þjóða sem með nokkrum rétti
getum látið rödd okkar hljóma í
þágu mannréttinda á alþjóðavett-
vangi. Það eigum við að gera hvar
sem er og hvenær sem tækifæri
gefast til þess.
Með þessari tillögu er þess farið
á leit við utanríkisráðherra að hann
beiti sér á alþjóðavettvangi í þágu
íbúa Austur-Tímor ef það mætti
verða til þess að vekja athygli
heimsins á örlögum þessarar litlu
þjóðar sem nú býr við kúgun her-
stjórnar og má nánast daglega horfa
upp á ofbeldi, fangelsanir og morð
á saklausu fólki."
og stofnuðu sjálfstætt Kalottríki. í
Norðurljósinu, sem er eitt af eftirlæt-
isblöðum mínum í heimspressunni,
var viðtal við guðhræddan Norð-
mann af norðurhjaranum sem lýsti
því yfir afdráttaríaust að Guð væri
nei-maður, enda væri hann norður-
norskur," sagði Jón Baldvin.
Hann sagði að f óllum þessum
mótmælum hefði ekkert nýtt komið
fram nema þetta með Guð. Allt ann-
að hefði verið gamalkunnugt.
,JÉg tók eftir því að tveir samland-
ar mínir á þinginu, herra Guttorms-
son og frú Einarsdóttir, töldu að
utanríkisráðherra Islands hefði ekki
látið koma fram stefnu íslenskra
sfjórnvalda í Evrópumálum. Þeirri
stefnu var hins vegar skýrt til skila
haldið, enda ekki flókið mál. Það er
ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórn-
ar að leggja fram aðildarumsókn,
þótt það sé jafnljóst að spurningin
um aðild eða ekki aðild er á dagskrá
íslenskra sfjórnmála," sagði utanrík-
isráðherra ennfremur.
Jón Baldvin sagði að umræðan
hefði raunar verið nokkuð góð og
sérstaklega vegna þess að þarna giltu
ströng þingskóp sem framfylgt væri
af hórku. Málþófsmenn og konur
hefðu orðið að sæta þeim aga að
flytja mál sitt á átta mínútum sem
raunar hafí verið skorið niður í fimm
mínútur.
„Eg tók til dæmis eftir því að
Hjörleifur Guttormsson flutti þarna
ræðu innan fimm mínútna marka
sem hann hefði teygt í tvo klukku-
tíma á Alþingi Islendinga. Þessi
fimm mínútna ræða var mörgum
sinnum betri heldur en klukkutfma-
ræðurnar hans og öll rökin hans
komust fyrir á fimm mínútum. Ann-
ars urðu snarpastar umræður milli
Norðmannanna á þinginu, enda
reyndu þeir að semja fyrirsagnir fj'öl-
miðla.
Það má draga umræðurnar saman
í þrjár meginspurningar:
Er líklegra að unnt sé að tryggja
frið, öryggi og stöðugleika í Evrópu
innan Evrópusambandsins eða utan?
Er hægt að vinna bug á atvinnuleys-
inu og viðhalda velferðinni á
norræna vísu fremur með því að
vera innan en utan? Eru áhrif Norð-
urlandanna í Evrópu meiri eða
minni innan Evrópusambandsins
eða utan?
Svör við öllum þessum spurning-
um eru á þann veg að þjóðir Norður-
landa séu betur staddar innan Evr-
ópusambandsins en utan," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra.
IVIyif Cll fHl f Cf y I dU/I l „Ég var búinn að sitja yfir Fyrirgefningu syndanna ímörg ár, með
heldur svona þungbúinn mann í aðalhlutverki, og síðan yfir þýðingu bókarinnar á ensku sem mér fannst satt að
segja heldur leiðinlegt verk. Svo mig langaði að lyfta mér svolítið á kreik, enda held ég að þessi bók sé allfrá-
brugðin þeirri síðustu - það er meiri glettni í henni, kannski líka stríðni. Annars er þetta svona leikur kattar að
mús, eða ef til vill leikur tveggja músa þar sem þær standa báðar í þeirri trú að þær séu af rándýrsætt," segir
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri hjá Sony, sem er staddur á íslandi í þeim erindagjörð-
um að kynna nýja skáldsögu eftir sig. Hún heitir Sniglaveislan, gerist á íslandi og kemur út hjá Vöku-Helgafelli.
Pétur Tyrfingsson:
„OlavPalmevar
helvíti góður"
„Ég fylgdist líka með Olav
Palme þegar ég bjó útí Svíþjóð á
síiinm tíma. Palme var helvíti góð-
ur í stjórnarandstöðu. Svona sér-
stakur og braut allar reglur í
ræðustól. Hann hallaði sér ein-
hvernveginn utaní ræðustólinn á
svipaðan hátt og maður hallar sér
utaní barborð. Svo hékk hann
þarna og ræddi málin; hæddi
stjórnina og spottaði. Palme var
góður í stjórnarandstöðu en þegar
hann komst í ríkisstjórn: Jaa, allir
vita hvernig kratar verða þegar
þeir komast í stjórn," segir Pétur
Tyrfingsson ræðuskörungur í
föstudagsúttekt Alþýðublaðsins:
Hvaða ræðusnillinga á þessi þjoð?
- Sjá blaðsíður 6 og 7.
ESB er á
dagskrá
Alþýðuflokkurinn stendur fyrir
ráðstefnu um ísland og Evrópusam-
bandið á sunnudag, í Átthagasal Hót-
el Sögu, og hefst hún klukkan 14:30.
I upphafi ráðstefnunnar munu full-
trúar frá Háskóla Islands kynna nið-
urstöður skýrslna sem nokkrar stofn-
anir skólans hafa gert á kostum og
göllum ESB-aðildar út frá hagsmun-
um Islands. Að því búnu verða pall-
borðsumræður, þar sem Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra, Sig-
hvatur Bjarnason formaður SÍF,
Haukur Halldórsson formaður
Stéttasambands bænda og Ari Skúla-
son alþjóðafulltrúi ASI munu skipt-
ast á skoðunum.
Allt áhugafólk um Evrópumál er
hvatt til að mæta á ráðstefnuna og
taka virkan þátt í umræðunni. Með
ráðstefnunni vill Alþýðuflokkurinn
vekja athygli á því, að Evrópuum-
ræðan sé á dagskrá, en nokkuð hefur
borið á því að aðrir stjórnmálaflokk-
ar hafa viljað leiða hana hjá sér og
jafnvel banna alla umræðu um ísland
og hugsanlega aðild að ESB.
Leiðarinn
„Sjálfstæðisflokkurinn     er
margklofinn og stefnulaus um
llest mál. Á þessu kjörtímabili
hafa þeir Halldór Blöndal og Egill
Jónsson unnið sér sess sem andleg-
ir leiðtogar flokksins og bundið og
keflað þingmenn Reykjavíkur.
Nýjasta dæmið um undirlægju-
háttinn er kjördæmamálið, en þar
virðist í uppsiglingu lending að
skapi framsóknararms flokksins.
I Evrópumálum er umræða kæfð
á þeirri forsendu að málið sé ekki
á dagskrá! Upp úr þeim potti sýð-
ur fyrr en síðar hvað sem líður
boðum og bönnum formanns-
ins...Uppstokkun í landbúnaði og
sjávarútvegi kemur ekki til
greina...Þegar á hefur reynt hefur
flokkurinn alltaf tekið hagsmuni
framleiðenda fram yfir hagsmuni
neytenda."       - sjá biaðsíðu z.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8