Alþýðublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 1
Sjálfstæðismenn og stjórnarandstaða taka höndum saman: Vilja ekki ræða ESB opinberlega - og gagnrýna opinn fund Alþýðuflokksins um ESB-skýrsIur HÍ, en finnst ekkert athugavert við að VSÍ og VR kynni skýrslurnar á lokuðum 60 til 70 manna fundum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna og Sjálfstæðisflokksins gagn- rýndu Jón Baldvin Hannibalsson utanrn<isráðherra harðlega, á Alþingi í gær, fyrir að leyfa opinbera um- ræðu um skýrslur Háskóla íslands unt kosti og galla ESB-aðildar. Að- draganda þessarar umræðu má rekja til ráðstefnu Alþýðullokksins um helgina þar sem höfundar þriggja skýrslna háskólans voru fengnir til þess að kynna helstu niðurstöður rannsókna sinna á kostum og göllum hugsanlegrar aðildar Islands að ESB. Jón Baldvin benti á það í umræð- unum á Alþingi, að aðeins ein af fimm skýrslum hefði verið stimpluð sem trúnaðarmál, það er að segja skýrsla Sjávarútvegsstofnunar. Að öðru leyti hafi stofnanir Háskólans óbundnar hendur um kynningu á skýrslunum. Hann benti á að höf- undum skýrslnanna hefði verið boð- ið að koma á ráðstefnu flokksins og segja frá viðfangsefninu og kynna helstu niðurstöður. Þeim hafi verið í sjálfsvald sett hvort þeir kæmu og hversu ítarlega þeir kynntu innihald skýrslnanna. Hvorki skýrslunum né samandregnum niðurstöðum þeirra var dreift á ráðstefnu Alþýðuflokks- ins. Einar K. Guðíinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi það á Alþingi síðastliðinn föstudag, að það ætti að kynna niðurstöðumar á ráðstefnu Alþýðuflokksins áður en Alþingi fjallaði unt þær. Hann fylgdi þessu sfðan eftir með grein í Morg- unblaðinu í gær, þar sem hann segir að skýrslurnar hafi ekki borist utan- ríkismálanefnd og aðeins tvær þeirra séu til. Blaðið hefur heimildir fyrir því að tjórar skýrslur af fimm séu fullbúnar og að utanríkismálanefnd hafi fengið þær í hendur ýmist drög eða frágengnar. Þá hafa allir ráðhen- ar ríkisstjómarinnar fengið skýrsl- urnar í hendur. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði einnig athugasemd við það að höfundar skýrslnanna kynntu helstu niðurstöður á ráðstefnu Alþýðu- fiokksins, í viðtali við Ríkisútvarpið og aftur á Alþingi í gær. Nú hefur hins vegar komið í Ijós að þessir sömu höfundar skýrslna háskólans kynntu helstu niðurstöður þeirra á fundi VSI og Verslunarráðs Islands á lokuðum fundi þann 14. október síð- astliðinn. Þennan fund sóttu um 60 til 70 forstjórar og stjómendur ís- lenskra fyrirtækja. Þá er þess að geta að leyndin yfir skýrslum Háskólans hefur ekki verið meiri en svo að helstu niðurstöður höfðu lekið til fjölmiðla fyrir tveimur mánuðum síðan. England: Bömum undir 14 ára aldri verður hleypt inná krár - frá og með febrúar 1995. Breski innanríkisráðherrann Mi- chael Forsyth hefur tilkynnt, að frá og með febrúar 1995 verði bömum í Englandi undir 14 ára aldri heimilt að dvelja í fylgd með fullorðnum á krám. Þetta er liður í aðgerðum ráðu- neytisins og bresku ríkisstjórnarinn- ar sem stefnir nú að enn frekari til- slökun á reglugerðum og lögum um vínveitingahús íEnglandi. Aðrarað- gerðir eru til að mynda frjáls opnun- artími kráa á sunnudögum, að minnsta kosti klukkutfma lengri opn- unartími á föstudags- og laugardags- kvöldutn og meiri sveigjanleiki gagnvart sérstökum umsóknum um rýmkaðan opnunartíma. Allt ntun þetta vera gert í vfðtæku samstarfi ráðuneytisins, hagsmunaaðila og al- mennings. Það var breska blaðiðThe Independent sem greindi frá þessu. A næsta ári mun kráareigendum í Englandi verða gert kleift að sækja um svokölluð „bamaleyfi" svo fram- arlega sem þeir hafi afmarkaða bari nteð óáfengum drykkjum og mat. Börnum sem eru undir 14 ára aldri verður heimilt að dvelja á kránum í fylgd með fullorðnum til klukkan 21:00. Nýleg könnun sýnir að yfir 60 prósenl af eigendum kráa og annarra vínveitingahúsa myndu sækja um fyrrgreint leyfi svo laða megi að ungar fjölskyldur. í dag segir laga- bókstafurinn að börnunt undir 14 ára aldri megi ekki hleypa inná krár und- ir nokkrum kringumstæðum þar sem drykkir eru seldir. Unglingar á aldr- inum 14 til 18 ára mega fá óáfenga drykki á vínveitingahúsum. Eitt af því sem hjálpar krá- areigendum í þessum efnum er nýleg könnun sem sýndi svart á hvftu að rúmlega 75 prósent foreldra voru fylgj- andi því að leyfa bömum að dvelja á krám að vissum skil- yrðum uppfylltum og rúm 68 prósent bamlausra sögðust styðja slfka tilslökun. Skiljan- lega þóttu þessi tfðindi skoð- anakannanna merkileg; sér- ílagi þetta með bamlausa fólkið sem aldrei hefur þótt sýna bamgæsku á krám og veitingahúsum. Framleiðendafélagið: íhuga að kæra Ríkissjónvarpið Kvikmyndaframleiðendur í Fram- leiðendafélaginu hafa hug á að kæra Ríkissjónvarpið fyrir Samkeppnis- stofnun. Þeir telja að Sjónvatpið gefi ekki upp raunvemlegan kostnað við framleiðslu á eigin efni og deili þeim kostnaði á aðra liði. Með því móti verði sjálfstæðir framleiðendur ekki samkeppnisfærir hvað varðar verð- lagningu á gerð sjónvarpsþátta. í Framleiðendafélaginu em kvik- myndaframleiðendur sem einkum framleiða efni fyrir sjónvarp, aðrir en þeir sem em í Félagi íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Stjórn Framleiðendafé- lagsins hefur falið lögfræð- ingi að kanna gmndvöll þess að kæra Sjónvarpið fyrir Samkeppnisstofnun. Lög- fræðingur félagsins vildi ekki fjalla um málið í gær þegar blaðið hafði samband. Sagði að málið yrði kynnt ef ákveð- ið yrði að kæra og væri ákvörðunar að vænta innan skamms. Hallgrímur og Hallgrímur „Samtíminn er djammtími sem gaman er að dansa um og delera með. Hann er minn heimur. Ég þarf á honum að halda. íslenskt þjóðfélag er ekki bara fullkomnasta þjóðfélag í heimi heldur líka það skemmtilegasta. íslendingar eru séní. Ég dýrka allt sem fyrir þrífst á Fróni, jafn- vel Ijóðakvöld." Þetta segir Hallgrímur Helgason í bráðskemmtilegu viðtali við Hallgrím Helgason í tilefni af út- komu nýrrar skáldsögu eftir Hallgrím Helgason sem heitir Þetta er allt að koma. A-myndir: E.ÓI. Lyfjaverslun íslands hf: Öll hluta- bréfin verða seld 200 manns bíða í biðröð eftir hlutabréfum. Stjórnarfiokkarnir hafa lagt blessun sína yfir þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja öll hlutabréf ríkissjóðs í Lyfjaversl- un íslands hf. I fyrri löguni var heintild til þcss að stofna hlutafé- lag um rekstur Lyfjavcrslunar ríkisins og selja allt að helming hlutatjár í félaginu. Þegar hlutabréfin voru boðin út var strax mikil eftirspurn eftir þeim og seldust þau upp á nokkr- um dögum. Samkvæmt úttekt sem Kaupþing hf gerði fyrir Fjármálaráðuneytið var sölu- verð hlutabréfanna rúmar 200 milljónir króna og voru þau seld til 766 hluthafa. Þar af keyptu 40 starfsmenn fyrirtækisins um 20 milljóna króna hlut. Þegar opnað verður fyrir sölu hlutabréfa að nýju verður byrjað á að standa við fyrirheit til starfs- manna um kaup á hlutabréfum. Það sem eftir verður mun verða boðið til siilu þannig að allir sem áhuga hafa á kaupuni geta skráð sig hjá verðbréfafyrirtækjum. Fra 25. november: Jólahlaöborö í hádeginu og á kvöldin fram til 22. desember Njótið aðventunnar með okkur a Hotel Loftleiðum. Jolasöngvar og lifandi tónlist hljóma alla daga og skapa hina réttu jólastemningu Jólaheimur Hótel Loftleiða er fyrirþig og alla fjölskylduna. DIG LOFTLEIÐIR Jóláheimur út afjyrir sig Borðapantanir ísímum 22321 eða 627575. Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur íferðahappdrœtti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.