Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1
Stjórnunar- og eignatengsl í atvinnulífinu Kolkrabbinn stýrir 54 fyrirtækjum Armar Kolkrabbans teygja anga sína víða um þjóðfélagið. Atta stjóm- armenn í Eimskip ásamt forstjóra fé- lagsins sitja í samtals 53 stjómarsæt- um annarra fyrirtækja. Eimskip hefur 65 prósenta markaðshlutdeild í skipa- flutningum og á sfðan ríflega þriðjung í Flugleiðum sem hafa 80 prósenta markaðshlutdeild í flugrekstri. Sú staða getur komið upp að tengsl af þessu tagi hafi áhrif á samkeppni í flutningum til og ffá landinu. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra kynnti í gær skýrslu Samkeppnisráðs <um stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi. I skýrslunni kemur glöggt fram að í viðskiptalífmu hafa myndast tvær blokkir íýrirtækja þar sem fyrirtæki í blokk tengjast eigna- og stjómunar- lega. Þessar blokkir em einkum áber- andi á fákeppnismörkuðum eins og tryggingamarkaði, olíumarkaði, ferðaþjónustumarkaði og á markaði með útflutning sjávarafurða. Einnig á skipaflutningamarkaði þar sem Eim- skip hefur næstum því markaðsyfir- ráð og á flugrekstrarmarkaði þar sem markaðsyfirráð Flugleiða gilda. Fyr- irtækin á þessum mörkuðum tengjast greinilega með gagnkvæmu eignar- haldi og stjómunartengsl mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjómum og veita þeim forystu. Hér er um frekar fámennan hóp einstaklinga að ræða. Kolkrabbinn er önnur blokkin. Þau fyrirtæki sem mynda kjamann í Kol- krabbanum em Eimskip, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar, Skeljungur, Úrval- Útsýn og Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna. Sterk ættartengsl koma fram á miili einstaklinga sem em áberandi í Kolkrabbanum. Hin blokkin er Smokkfiskurinn þar sem gamla SÍS myndar kjamann. Fyrirtækin em Samskip, Vátryggingafélag íslands, Olíufélagið, Samvinnusjóðurinn og Islenskar sjávarafúrðir. Þriðja blokkin hefur myndast í við- skiptalífinu þótt minna hafi verið um hana fjallað. Umfang lífeyrissjóðanna á fjármagnsmarkaði em orðin gífúr- lega mikil og fjárfesting sjóðanna í fyrirtækjum leiðir gjaman af sér stjómarsetu í þeim. Skýrsla Sam- keppnisráðs leiðir í Ijós að lífeyris- sjóðimir fjárfesta í Kolkrabbanum og Smokkfisknum. Þannig íjárfestir Samvinnulífeyrissjóðurinn fVekar í fyrirtækjum sem áður höfðu tengsl við SÍS en Lífeyrissjóður verslunar- manna í fyrirtækjum Kolkrabbans. Sú spuming vaknar hvort hreint arðsem- issjónarmið hafi verið haft að leiðar- ljósi við fjárfestingar sjóðanna. Norðurlandameistari íbókmenntum ! Einar Már Guðmunds- son varð í gær fimmti íslenski rithöfundurinn til að hljóta Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Verðlaunin, sem nema hálfri fjórðu milljón króna, hlýtur Einar Már fyrir skáldsöguna Englar alheimsins sem út kom 1993. Þegar Alþýðublaðið heimsótti Einar Má í gær var hann að taka við hamingjuóskum barna sinna; dæturnar Anna Björk og Rakel María smelltu kossi á sitthvora kinn verðlaunahöfundarins, Guðmundur Már var upptekinn við að lesa bók ársins á Norðurlönd- um, en Hrafnkell og Hildur voru fjarverandi. Áður hafa Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjart- arson, Thor Vilhjálmsson og Fríða Á. Sigurðardóttir hlotið þessi eftirsóttu verðlaun. A-mynd: e.ói. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um störf Jakobs Frímanns Magnússonar lögð fram mm Ollum grunsemdum eytt - segir í greinargerð utanríkisráðuneytis. Athugasemdir einkum gerðar við með- ferð fylgiskjala og bókhalds sem var á ábyrgð Helga Ágústssonar sendiherra. I gær var dreift til fjölmiðla skýrslu Ríkisendurskoðunar um bókhald og fjárreiður sendiráðs fs- lands í London. Um er að ræða lið f reglubundnum athugunum stofnun- arinnar á fjárreiðum sendiráða. Mál- efni menningarfulltrúans í London, Jakobs Frímanns Magnússonar, hafa verið mjög til umræðu í fjöl- miðlum síðustu vikur, og látið hefur verið að því liggja að von væri á „svartri skýrslu" um órciðu og jafn- vel misferli. f greinargerð utanríkis- ráðuneytisins kemur fram að öllum gmnsemdum hafi verið eytt. Þá seg- ÍSLENSKUR IÐNAÐUR 8 síðna aukablað er samferða Alþýðublaðinu í dag. ir ráðuneytið að ljóst sé af skýrslu Ríkisendurskoðunar, að nteð ráðn- ingu menningarfulltrúa í London var hafið brautryðjendastarf. Helstu aðfinnslur Ríkisendur- skoðunar beinast að því, að starfs- svið Jakobs Frímanns hafi ekki verið nægilega afmarkað, og hann hafi getað leitað beint til ráðuneytisins um afgreiðslu einstakra mála, án þess hafa Helga Agústsson sendi- heixa með í ráðum. Þá segir Ríkis- endurskoðun að verulega hafi skort á að í bókhaldi sendiráðsins vegna starfsemi menningarfulltrúa hafi ver- ið til staðar frumrit af fylgiskjölum. Ofullkomin skjöl hafa meðal annars leitt til tvígreiðslu kostnaðar. I skýrslunni kemur frarn að það er sendiherrann sem ber ábyrgð á bók- haldi menningarfulltrúans, enda Jakob Frímann undirmaður Helga Agústssonar. Fram kernur að ráðning Jakobs Frímanns hafði ekki í för með sér fjölgun starfsmanna við sendiráðið. Þá er gefið til kynna að Helgi Agústsson sendiherra hafi í önd- verðu verið andvígur ráðningu menningarfulltrúa að sendiráðinu, og þeir Jakob hafa lítið samstarf átt. Þó kemur fram í skýrslunni að Helgi Agústsson telur að Jakob hafi á margan hátt unnið gott starf við kynningu á íslenskri menningu í London og lagt sig ffam við þau störf. Jafnframt kemur fram að Jakob Frímann Magnússon aflaði sjálfur frá einkaaðilum ríflega 7 milljóna til kynningar á íslenskri menningu í London, og í greinargerð utanríkis- ráðuneytisins er farið lofsamlegum orðum um það fnimkvæði hans. S/á .. Greinaraerð utanríkis- ráðuneytis veana skvrslu Ríkisendurskoðunar" í heild sinni á blaðsíðu 2. Tillögur Reykjavíkurlistans til sparnaðar Launalækkun borgarfulltrúa Eðlilegt að pólitískt kjörnir fulltrúar leggi sitt af mörkum. Borgarfulltrúar Reykjavíkurborg- ar hafa ákveðið að leggja til við borgarstjóm að þeir lækki í launum um 5%. Þetta var samþykkt á borgar- ráðsfundi í gær og var tillögunni tek- ið með fagnaðarlátum að sögn Sig- rúnar Magnúsdóttur formanns borgarráðs. Borgarfulltrúum fannst þetta til- hlýðilegt á sama tíma og fyrirhugað- ur er 260 milljóna króna rekstrar- spamaður hjá borginni og í greinar- gerð sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri afhenti fjölmiðl- um á blaðamannafundi í gær er sagt að eðlilegt sé að pólitískt kjömir full- trúar leggi sitt af mörkum og sýni með marktækum hætti að þeim sé full alvara með spamaðaráformum sínum. Launalækkun þessi mun ekki ná til þóknana til þeirra sem starfa í nefndum á vegum borgarinnar, held- ur einungis til þóknana borgarfull- trúa og borgarráðsfulltrúa, sem og til launa borgarstjóra. Laun Borgar- stjórans í Reykjavík munu vera í kringum 320 þúsund krónur á mánuði. Svört skýrsla um innkaup á plöntum til skógræktar í landi Reykjavíkur Milljónatugir í súginn Skógræktarfélag Reykjavíkur sat eitt að plöntusölu til borgarinnar í 43 ár og gekk í opinn borgarsjóð að vild. Reykjavíkurborg hefur skaðast á viðskiptaháttum við kaup á trjáplönt- um til skógræktar í landi borgarinnar um upphæðir sem hlaupa á tugum milljóna. Þetta er niðurstaða lög- fræði- og rekstrarráðgjafaþjónust- unnar Ráðs hf. sem undanfarið hefur unnið að könnun á fyrirkomulagi innkaupa Reykjavíkurborgar á garð- og skógarplöntum og skilaði skýrslu um málið í gær. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, byggir þessi niðurstaða á því að sú þjónusta sem Skógræktarfélag Reykjavikur hefur sinnt frá árinu 1950 hafi ekki verið boðin út og því ekki fengist eins hagstætt verð og ella hefði orð- ið. Ráðgjafaþjónustan leggur til tvær tillögur til úrbóta. í fyrsta lagi að sú þjónusta sem keypt hafi verið af Skógræktarfélagi Reykjavíkur verði að mestu boðin út, svo og að leitað verði eftir að rekstur og eignir Skóg- ræktarfélagsins/Fossvogsstöðvar- innar hf. verði gerð að borgarfyrir- tæki. Ingibjörg Sólrún tók það fram við fjölmiðla að henni hugnaðist ekki síðari kosturinn. I skýrslunni segir meðal annars að Skógræktarfélag Reykjavíkur hafi á liðnum árum notið ýmissa forrétt- inda í viðskiptum við borgina um- fram aðra verkbeiðendur. Skógrækt- arfélagið hafi unnið verk fyrir borg- ina þar sem það hafi skipulagt verkin og lagt til allar plöntur úr eigin gróðrarstöð á verði sem það hafi meira og minna sjálft ákveðið. Fé- lagið hafi og haft aðgang að stóru og góðu ræktarlandi innan borgarmark- anna sem það hafi ekki greitt eðli- lega lóðaleigu fyrir. Þegar svo borg- in, árið 1993, fer að bjóða út innkaup sín á plöntum, lækkaði Skógræktar- félagið verðið á plöntunum verulega. Þannig fá skýrsluhöfundar þá niður- stöðu að Reykjavíkurborg hafi á um- liðnum árum greitt mun hærra verð fyrir skógrækt í landi sínu en hún hefði þurft að gera. Alþýðublaðið Stefán Hrafn Hagalín fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín hefur verið ráðinn fréttastjóri Alþýðublaðsins frá og með 1. febrúar. Blaðið væntir hins besta af störfum Stefáns Hrafns, enda er hann lesendum að góðu kunnur eftir störf á blaðinu síðustu ár. Stefán Hrafn er kvæntur Hildi Björk Sigbjörnsdóttur mannfræði- nema og á einn son, Andra Má Haga- lín. Samkeppnisráð segir að nú þegar búið er að kortleggja íslenskt atvinnu- líf eins og gert er í skýrslunni, verði eðlilegt framhald að fylgjast með hegðun einstakra fyrirtækja og fyrir- tækjablokka með samkeppnislög að leiðarljósi. Aðstæður á einstökum mörkuðum gefi tilefni til að sam- keppnisyfirvöld séu á varðbergi. Ný Gallupkönnun Alþýðuflokkur með 10% Fylgi hrynur af Þjóðvaka. Alþýðuflokkurinn hefur tvö- faldað fylgi sitt á einum mánuði, samkvæmt nýrri Gallup-könnun sem fréttastofa Rrkisútvarpsins sagði frá í gærkvöldi. Úrtak í könn- uninni var 1.150 manns og var svarhlutfall um 70%. Alþýðu- flokkur hefur nú 10% fylgi en var með 5% fyrir mánuði. Fylgi Þjóð- vaka hefur hrunið úr 25% í 11%. Sjálfstæðisflokkur hefúr nú 38% og hefur heldur bætt við sig og Framsóknarflokkur eykur við sig fimm prósentustigum, hefur nú 22%. Alþýðubandalag eykur fylgi sitt líúllega og er með 12% fylgi en Kvennalistinn er sem fyrr í krappri fylgislægð, með ríflega 5%. Þjóðvaki á Vesturlandi Ringulreið í framboðs- málum Leiðtogar flokksins í kjör- dæminu vita ekkert um fyrirhugaða framboðslista. „Ég tel að þetta sé ekki tímabær spuming, það verður raðað á list- ann á næstu tveimur vikum og ég á von um að þetta verði afgreitt í góðri sátt," sagði Runólfúr Ág- ústsson, lektor við Samvinnuskól- ann á Bifföst, er Alþýðublaðið hafði samband við hann til að grennslast fyrir um þann orðróm að hann myndi leiða framboðslista Þjóðvakans á Vesturlandi. Runólf- ur sagði að ekki hefði verið talað við hann um að leiða listann og benti á, að raðað yrði á listann á lýðræðislegan hátt af þeim sem hafa skráð sig í félagsdeild Þjóð- vakans á Vesturlandi, en þeir munu vera á milli tuttugu og þijá- tíu. Alþýðublaðið spurði Runólf álits á þeim fregnum að markmið Þjóðvakans að hafa konur í efstu sætum framboðslista flokksins í helmingi kjördæma gerði það ómögulegt fyrir karlmann að leiða listann á Vesturlandi og hugsan- lega yrði því leitað til Sigurlínar Sveinbjarnardóttur, skólastjóra Norræna skólasetursins á Hval- fjarðarströnd, um að leiða listann. Hann sagði að hann hefði ekki heyrt nafn Sigurlínar nefnt áður í Jtessu samhengi frekar en sitt. Al- þýðublaðið hafði einnig samband við Svein Hálfdánarson í Borgar- nesi, en hann var kjörinn í stjóm Þjóðvakans á landsfundinum um síðustu helgi. Sveinn vildi ekkert segja um uppröðun á listann, sagð- ist ekkert vita unt hvenær yrði gengið ffá honum og ekkert vera farinn að starfa með Þjóðvaka á Vesturlandi. Hann sagði ennfrem- ur að ekki hefði verið rætt við hann um sæti á ffamboðslista flokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.