Alþýðublaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. mars 1995 Stofnað 1919 35. tölublað - 76. árgangur Afnotaréttur að fiskimiðunum talinn jafngilda eignarrétti, segir Kristján Ragnarsson formaður LIU um skattlagningu fiskikvóta Verið að festa eignarrétt útgerðarmanna í sessi - segir Lúðvík Bergvinsson, yfirlögfræðingur umhverfisráðuneytisins og 1. maður á lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi. „Eins og framkvæmdin hefur ver- ið er hætt við að það sé smám saman verið að festa eignarrétt útgerðar- manna á kvóta í sessi. Alla vega er ljóst að þessi framkvæmd skapar réttaróvissu. Þar er ég að vísa til dóms Hæstaréttar um að eignfæra kvóta, álits Ríkisendurskoðunar og úrskurðar sýslumannsins í Reykja- vík um að greiða skuli crfðafjárskatt af kvóta, framsalsheimildir laganna um fískveiðistjórnun og hugmynd- um Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra um veðsetningu kvóta.“ sagði Lúðvík Bergvinsson, yfirlögfræðingur umhverfisráðu- neytisins og I. maður á lista Alþýðu- flokksins á Suðurlandi, í samtali við Alþýðublaðið. „Þessi ruglingslega framkvæmd, sem samræmist ekki 1. grein fiskveiðistjómunarlaganna, getur leitt til þess að útgerðarmenn telji aflaheimildir eign í skilningi 67. greinar stjómarskrárinnar. Yrði það niðurstaðan þyrfti rikið að greiða himinháar skaðabætur vilji menn breyta núverandi fiskveiðistjómun- arkerfi. Þetta er því alvarlegt mál sagði Lúðvík. Það álit Ríkisendurskoðunar til sýslumannsins í Reykjavík að greiða skuli erfðafjárskatt af fiskikvóta hef- ur vakið mikla athygli. Með þvf virð- ist enn frekar rennt stoðum undir það að útgerðarmenn teljist eigendur fiskikvóta þótt sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum sé lögbundin. „Fjármálaráðherra gerir kröfu um að við eignfærum kvóta og afskrif- um. Hæstiréttur staðfesti þetta en að vísu með styttri fymingartíma en ráðherra gerði kröfu til. Síðan kemur þetta álit Ríkisendurskoðunar, en sú stofnun er angi af löggjafarvaldinu. Mér finnst ntjög erfitt að gera kröfu um að við eignfærum hluti sem yrðu svo teknir af okkur á morgun. Við höfum aldrei gert kröfu um annað en vera handhafar afnotaréttar. Hann er hins vegar talinn jafngilda eignarrétti og því þurfum að borga af þessu skatta," sagði Kristján Ragnarsson formaður LIU í samtali við blaðið í gær. Lúðvík Bergvinsson minnti á til- lögur Alþýðuflokksins varðandi stjóm fiskveiða. Þar væri lagt til að taka upp veiðileyfagjald sem yrði greitt árlega og þar með væri ekki hætta á að kvótinn gengi í erfðir. Síð- an væri það tillaga Alþýðuflokksins um að festa sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum í stjómarskrána sem kæmi í veg fyrir þessa eignamyndun á auðlindinni. „Við verðum að sætta okkur við þessa skattlagningu sem um er að ræða. Það sem er jákvætt í þessum úrskurðum er að þeir festa þetta í sessi og þá vita menn að hverju þeir ganga. Þetta er þá komið til að vera,“ sagði Kristján Ragnarsson. * Kosningar stúdenta við Háskóla Islands fíöskva vann yfirburðasigur - og hlaut 60% atkvæða, 8 menn kjörna og hefur þannig alls 17 fulltrúa í Stúdentaráði. Vaka hlaut 38% atkvæða, 5 fulltrúa kjörna og hefur nú alls 12 fulltrúa í ráðinu. Sé tekið tillit til kosninga til Háskólaráðs (háskólaráðs- fulltrúar sitja í Stúdentaráði) þar sem sitthvor hreyfingin fékk mann kjörinn, þá sigraði Röskva kosningarnar 9-6. Úrslitatölur í kosningum stúdenta við Háskóla Islands til Stúdentaráðs og Háskólaráðs vom gerð kunngerð um klukkan þijú í gærmorgun. Tvær fylkingar buðu fram lista: Röskva - samtök félagshyggjufólks við Há- skóla Islands og Vaka - félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta. 5.518 manns voru á kjörskrá, en 2.952 neyttu at- kvæðisréttar síns þannig að kjörsókn var einungis 53,5%. I kosningum til Stúdentaráðs fékk Röskva 1.671 at- kvæði (60%) og 8 menn kjöma, en Vaka hlaut 1.097 atkvæði (38%) og 5 menn kjöma. Röskva hefur nú yfir- burðastöðu í Stúdentaráði eða 17 menn af 30, Vaka hefur 12 og Óháði listinn áfram einn. I kosningum til Háskólaráðs hlaut Röskva 1.689 at- kvæði, en Vaka 1.105 atkvæði og fé- lögin verða því áfram með sitthvom fulltrúann í ráðinu. Fulltrúar í Há- skólaráði ganga sjálfkrafa inní Stúdentaráð þannig að í raun hljóðaði kosningasigur Röskvu uppá 9-6 sem er stærsti kosningasigur sem unnist hefur kosningum stúdenta við Há- skólann síðan 1932. Arndís Kristjánsson sagnfræði- nemi skipaði 1. sæti Röskvu til Stúd- entaráðs og Þóra Arnórsdóttir líf- fræðinemi I. sæti til Háskólaráðs. 1. sæti Vöku til Stúdentaráðs skipaði Sveinn Guðmarsson landafræði- nemi og Ingvi Hrafn Óskarsson lögfræðinemi 1. sæti til Háskólaráðs. Alþýðublaðið ræddi við Þóm Amórs- dóttur í gær og spurði fyrst hvað hefði skapað stórsigur Röskvu. „Það var fyrst og fremst brjáluð vinna þess stóra hóps sem að baráttunni stóð, góð stefnuskrá og einfaldlega frabært starf Röskvu á liðn- um árum. Ég get nefnt í því sam- bandi sumar- misseri, þjóðar- átakið, póst- Þóra Arnórsdóttir. kortaherferð, A-m»nd:E.ói. þriggja ára framkvæmdaáætlun, rétt- indaskrá, breytingar á úthlutunarregl- um LIN og fjölgun dagvistunarplássa fyrir böm stúdenta." Hvaða þýðingu hefur kosninga- sigurinn fyrir Röskvu? „Nú brettum við upp ermar og hefjumst handa. Röskva ntun halda sínu striki hvað varðar efndir á kosn- ingaloforðum. Það tók örlítinn tíma að láta þessar ótmlegu tölur síast inn. Vissulega komu þær á óvart, en ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér við eiga þetta fyllilega skilið.“ Þú ert nýnemi við skólann og ferð strax á oddinn í kosningabar- áttu. Hvernig er líðanin? „Þessi stutta kosningabarátta hefur verið alveg rnagnað tímabil, en ég viðurkenni að námið hefur setið al- gerlega á hakanum sfðustu vikur. Þegar úrslitin vom kunngerð lá hins vegar ljóst fyrir að þetta er búið að vera þess virði. Sigurvíman er rétt að renna af manni núna. Það eina sem skyggir örlítið á gleðina er þessi slaka kjörsókn, en hún var rúm 50%.“ Páll Magnússon hættur á Morgunpóstinum „Höfum náð meiri árangri en Alþýðublaðið" - segir Gunnar Sméúi Egilsson, sem nú er einn ritstjóri blaðsiris. Vísar því á bug að Morgunpósturinn eigi í rekstrarerfiðleikum. Blaðamönnum sagt upp. „Ég nenni nú ekki að fara tala ein- sog í einhverri minningargrein, en það er nú bara þannig að þegar maður vinnur með fólki, þá er sama hvað maður reynir að vera hlutlaus; manni er yfirleitt vel við fólk,“ sagði Gunn- ar Smári Egilsson ritstjóri Morgun- póstsins, aðspurður hvort hann myndi sakna Páls Magnússonar, sem sagði óvænt upp störfum sem ritstjóri blaðsins. Gunnar Smári staðfesti að blaðamönnum hefði verið sagt upp, en sagði að það tengdist ekki rekstri blaðsins. „Það var ákveðnum blaða- mönnum sagt upp, en það tengist ekki rekstri eða stöðu blaðsins. Þetta er persónulegt mál blaðamannanna." Gunnar Smári vísaði því á bug að Morgunpósturinn ætti í vemlegum rekstrarerfiðleikum, og kvað sölu- áform ekki hafa bmgðist. Hann sagð- Gunnar Smári: [Þaðl er sama hvað maður reynir að vera hlutlaus; manni er yfirleitt vel við fólk. A-mynd: E.ÓI. ist eftir atvikum ánægður með rekstur blaðsins, blaðið væri aðeins fimm mánaða og enn í mótun. „Við eigum eftir að gera margt. Við höfum náð meiri árangri en Alþýðublaðið í 70 ára sögu. Mér þætti vænt um ef þú vildir bæta þessu við, ef ég má ein- hveiju ráða um svör mín.“ Ekki náðust úrslit í átökum Þjóðvaka um fram- boðslistann á Suðurlandi á almennum félagsfundi r Afram kosið milli Þorkels og Þorsteins Atkvæði af fundinum sett í geymslu og þeir félags- menn sem ekki sóttu fundinn fá að greiða atkvæði. Ekki tókst að sætta stríðandi fylk- ingar Þjóðvaka á Suðurlandi á al- mennum félagsfundi í fyrrakvöld. Þorkell Steinar Ellertsson og Þor- steinn Hjartarson berjast því áfram um 1. sæti framboðslistans í fram- haldsatkvæðagreiðslu og þar verður einnig kosið milli tveggja kvenna um 2. sæti listans: Ragnheiðar Jónas- dóttur og Elínar Magnúsdóttur. Úrslit eiga að liggja fyrir á laugar- dagskvöld. Tæplega hundrað manns mættu á fundinn sem haldinn var í Þingborg. Var þar margt af nýju fólki úr báðum örmum Þjóðvakadeildarinnar á Suð- urlandi, enda mikið smalað fyrir fundinn. Rangæingar voru þama fjöl- mennir og mátti kenna þar í hópi marga fylgismenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kynnt var til- laga um Mörð Arnason úr Reykja- vík sem fundarstjóra ásamt Unnari Þór Böðvarssyni frá Hvolsvelli. Unnar Þór kemur úr röðum Alþýðu- bandalagsins sem og kona hans, Ragnheiður Jónasdóttir. Tillagan um Mörð mæltist misjafnlega fyrir og varð að greiða atkvæði um hana. Svo fór að Mörður var samþykktur sem fúndarstjóri með 59 atkvæðum, en 37 vom á móti. Stjóm félagsins lagði fram tillögu um skipan þriggja efstu sæta framboðslistans. Þar var Þor- steinn Hjartarson skólastjóri í I. sæti, Ragnheiður Jónasdóttir á Hvolsvelli í 2. sæti og Hreiðar Hermannsson á Selfossi í 3. sæti. Rangæingar lýstu óánægju með að ekki væri bónda að finna í efstu sætum. Þá kom fram breytingartillaga um Þorkel Steinar Ellertsson bónda í Ármóti í 1. sæti og ennfremur kptft tillaga úr sal um El- ínu Magnúsdóttur á Stokkseyri í 2. sæti. Elín er sögð standa utan við fylkingar Þorkels og Þorsteins og er þá væntanlega fulltrúi þriðja aimsins í Þjóðvaka. I tilnefningum félags- rnanna um röðun í efstu sætin sem fram fór fyrir nokkm fékk Þorkell Steinar langflest atkvæði í I. sætið en Þorsteinn hafnaði í 6. sæti, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Til fund- arins hafði verið boðað með skömnt- um fyrirvara og Þorkell Steinar sagði í Alþýðublaðinu í gær að ekki hefðu allir fylgismenn hans fengið boð um fúndinn. Fundarstjórar skutu nú á fundi með Þorsteini Hjartarsyni og Þorkatli Steinari og þar var tekin ákvörðun um að fram færi atkvæða- greiðsla á fundinum um framkomnar tillögur um skipan í tvö efstu sætin. Atkvæðin yrðu hins vegar ekki talin að sinni heldur geymd. Óllum skráð- um félagsmönnum Þjóðvaka á Suð- urlandi sem ekki komu á fundinn yrðu si'ðan sendir atkvæðaseðlar og þeim gefinn kostur á að greiða at- kvæði. Fundurinn samþykkti þessa ákvörðun. Samtals eni um 150 manns á félagaskrá og verður ekki bætt við á hana meðan þessi viðbót- aratkvæðagreiðsla fer fram. Henni lýkur klukkuna 19 álaugardaginn. Þá verða öll atkvæðin talin og úrslit kunngerð. Einfaldur meirihluti ræð- ur. Kristín Ema Arnardóttir, for- maður Þjóðvaka á Suðurlandi, sagði í samtali við blaðið í gær að hún væri ánægð með að samkomulag náðist um þessa tilhögun. Góður andi hefði verið á fundinum þrátt fyrir ágreining um skipan efstu sæta. Þorkell Steinar Ellertsson sagði í Alþýðublaðinu fyr- ir fundinn að þar ætti að leggja fram tillögur stjómar um efstu sæti listans til samþykkis eða synjunar og breyt- ingartillögur yrðu ekki leyfðar. Unn- ar Þór Böðvarsson sagði í samtali við blaðið í gær að þótt ummæli um að viðhafa þá hefðu slík vinnubrögð ekki komið til álita. Unnar var spurð- ur hvaða ástæða hefði verið að sækja fundarstjóra til Reykjavíkur. „Allir listar Þjóðvaka eiga að samþykkjast í Reykjavík og hér vom uppi ákveðnar deilur. Á þeim forsendum var reynt að fá þama óvilhallan mann því hann er nánast ekki að finna í þessunt röð- um hér. Það þurfti að fá mann með mikla þjálfun og kunnáttu til að ráða við það verkefni að stýra fundinum. Eg tel því að það hafi verið rétt ákvörðun að biðja Mörð um að koma. En auðvitað er allt svona mjög viðkvæmt á landsbyggðinni," sagði Unnar Þór.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.