Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 7. júní 1995 Stofnað 1919 83. tölublað - 76. árgangur ■ Þingferill Sivjar Friðleifsdóttur hefst með ósköpum Siv fer með ósannindi á Alþingi Oddviti Framsóknar á Reykjanesi neitar ummælum sínum; ummælum sem RÚVútvarpaði á sínum tíma. " Við harðar umræður á Alþingi í síðustu viku um stjórn flskveiða neitaði Siv Friðleifsdóttir að aðr- ir þingmenn Framsóknarflokks- ins hefðu hótað sér í kosninga- baráttunni vegna sérstöðu henn- ar í sjávarútvegsmálum. Þetta kom fram í andsvari hennar við ræðu Össurar Skarphéðinssonar. I ræðu sinni hafði Össur deilt hart á þingmenn Framsóknar- flokksins á Suðurnesjum, sem hefðu gert breytingar í þágu bátaflotans að helsta kosningatr- ompi sínu fyrir kosningar, en létu ekkert á sér kræla eftir kosningar. Hann spurði meðal annars hvort ástæðan fyrir því að Siv hefði gleymt kosningalof- orðum sínum væri sú, að aðrir þingmenn hefðu beitt hana hót- unum, og vitnaði til fréttar DV frá því fyrir kosningar. Þingmenn Framsóknar hafa ekki hótað mér í þessu máli,“ sagði Siv meðal annars í svari sínu. Össur kvaðst að sjálfsögðu taka þingmanninn trúanlegan og dró fyrrnefnd ummæli sín til baka. Nú er komið í Ijós, að í Kosn- ingahorni Ríkisútvarpsins 23. mars síðastliðinn var birtur kafli úr ræðu Sivjar frá kosningafundi á Suðurnesjum þar sem fram- bjóðandinn greindi frá því að Siv Friðleifsdóttir á þingi: „Þing- menn Framsóknar hafa ekki hótað mér í þessu máli." Siv Friðleifsdóttir í BÚV 23. mars 1995: „Sumir hafa jafnvel verið svo óánægðir að þeir hafa hótað því að ég myndi ekki ná fram öðrum mál- um sem ég er að berjast fyrir." hinar umdeildu tillögur Fram- sóknarmanna á Suðurnesjum hefðu verið sendar „... á tvo efstu menn í hverju kjördæmi,“ og hlotið misjafnar undirtektir. Sumir hefðu verið afskaplega óánægðir, en aðrir minna óánægðir. Síðan sagði Siv Friðleifsdóttir orðrétt í ræðunni sem útvarpið birti: „Sumir hafa jafnvel verið svo óánægðir að þeir hafa hótað því að ég myndi ekki ná fram öðrum málum sem ég er að berj- ast fyrir.“ Af þessu að dæma virðist því Siv Friðleifsdóttir hafa vísvitandi farið með ósann- indi á Alþingi. ■ Þjóðvaki bregstvið hugsanlegum hags- munaárekstrum í lyfjanefnd Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra Þjóðvakamaðurinn Kjartan Valgarðsson sagði af sér - og sleit samtali sínu við blaðamann Alþýdublaðsins í gær samstundis og hann vissi að spyrja ætti hann útí málið. Kjartan Valgarðsson - þjóðvaka- maður og fyrrum formaður alþýðu- bandalagsfélagsins Birtingar - hef- ur sagt af sér setu í Lyfjanefnd þar- inni,“ einsog sagði í frétt Morgun- póstsins í gær. Það var Alþýðublaðið sem greindi frá því 23. maí síðastlið- inn að Þjóðvaki hefði skipað Kjart- an í svokallaða Lyfjanefnd sem starfar á vegum Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra til að fjalla um ýmis mál sem varða hags- muni apótekara, meðal annars mál tengd lyfjaverði, auknu verslunar- frelsi með lyf og annað sem varðar lyfjalögin er sett voru í kjölfar gild- istöku EES-samningsins. Kjartan Valgarðsson er hinsvegar fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Klasa hf. er annast innflutning og dreif- ingu á vörum fyrir apótekara; fyr- irtækis sem nýlega þurfti að sæta afskiptum Samkeppnisstofnunar. Hætta þótti á hugsanlegum hags- munaárekstrum vegna setu Kjart- ans í nefndinni og því sagði hann af sér - eftir að harðorðar athuga- semdir voru gerðar. Alþýðublaðið hafði samband við Kjartan í gær til að spyrja hann nokkurra spurninga, til að mynda: Afhverju sagðirðu af þér? Varstu beittur þrýstingi - og þá af hverj- um? Ertu með þessari afsögn þinni að setja staðal fyrir íslenska stjórn- málamenn? Tengist afsögn þín yfir- lýstri stefnu Þjóðvaka um siðbót í íslenskum stjórnmálum? Kjartan gaf ekki færi á sér, vildi í engu svara blaðamanni og sleit símtalinu samstundis og hann vissi að spyrja ætti sig um þetta tiltekna mál. ■ Samskipti Alþýðublaðsins og Kjartans Valgarðssonar í gær Tilraun til viðtals 581-1855 „Klasi, góöan dag." Já, góðan dag. Er Kjartan Val- garðsson við? „Augnablik." [Ein mínúta af tölvulagi.] „Halló?" Kjartan? „Það er hann." Komdu sæll, þetta er Stefán Hrafn Hagalín á Alþýðublaðinu. „Hvað segirðu? Stefán Hrafn Hagalín - á Alþýðu- blaðinu. „Já, sæll." Þú varst að segja af þér - í þess- ari Lyfjanefnd, er það ekki rétt? „Jú." Afhverju? „Varstu beðinn um að spyrja að því?" Var ég beðinn um það... „Já..." Nja, ég er að hringja í þig... „Já, ég hef engan áhuga á að tala við þig um það. Blessaður," sagði Kjartan Valgarðsson og skellti á. Eitthvað hefur greinilega vakið eftirtekt þessara yngismeyja þar sem þær voru að sóla sig við bakka nýuppgerðrar Laugardalslaugarinnar í gær. Sólin brosti þá við höf- uðborgarbúum eins og þessi mynd Einars Ólasonar, Ijósmyndara Alþýðu- blaðsins, ber með sér og fólk flykktist í laugarnar: Sumir til að sýna sig og nokkrir bara til að sjá aðra... A-mynd; E.ÓI. ■ Opið bréf Kolbrúnar Bergþórsdóttur til herra Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokks, og Hrafns Jökulssonar, ritstjóra Alþýðublaðs og varaþingmanns Suðurlands Mun Kolbrún fá inngöngu í f lokkinn á 20. öld? „Sú er forsaga þessa máls að um alllangt skeið hef ég gert ítrekaðar til- raunir til að ganga í Alþýðuflokkinn. Þær tilraunir hafa ekki skilað viðun- andi árangri og fremur mætt fálæti en áhuga. Fari fram sem horfir mun ekki verða af inngöngu minni í flokkinn fyrr en einhvem tíma á næstu öld, eða um það leyti sem Birta Össurardótt- ir fær kosningarétt. Hætt er við að þá hafi orðið formannsskipti í flokknum og áhugi minn á inngöngu þarafleið- andi farið mjög dvínandi. Ég hef alloft kvartað við ritstjóra Alþýðublaðsins vegna þessa seina- gangs en fæ ætíð þau svör að málið sé í athugun. Jafnframt hefur ritstjórinn ýjað að því að þó taumlaus aðdáun mín á formanni flokksins og ritstjóra Alþýðublaðsins teljist óumdeilanlega traustur grunnur að farsælu flokks- starfi þá myndi ekki saka að ég kynnti mér helstu stefnumál og áherslur flokksins. Ég hef ákveðið að verða við þeim tilmælum í þeirri von að það muni flýta afgreiðslu þessa máls. Nú skora ég á Jón Baldvin Hanni- balsson, formann flokksins, og Hrafn Jökulsson, ritstjóra Alþýðublaðsins og varaþingmann Suðurlands, að beita áhrifum sínum á þann veg að af inn- göngu minni verði í allra nánustu framtíð og koma þannig í veg fyrir pólitískt umkomuleysi mitt. Með virðingu og von um skjót við- brögð.” If h % -■ ? ■& w " T, W V V V' V 1 ■miv Þeir eru óneitanlega flottir þessir en hverjir eru þetta? Sjömenning- arnir sátu fyrir einhvern tíma á ár- unum 1904 til 1910. ■ Sýning á nýupp- götvuðum myndum af óþekktum íslend- ingum Þekkirðu manninn? Á síðasta ári fannst safn af ljós- myndaplötum í risinu á Laugavegi 46 í Reykjavík. Þegar búið var að gera eftirtökur af plötunum kom upp úr dúmum að þær voru frá ljósmynda- stofu Bjarna Kristins Eyjólfssonar sem rak eina fínustu ljósmyndastofu landsins frá 1904 til 1910. Hún hét Atelier Modeme og var í Templara- sundi. Sýning á þessum myndum verður í Bogasal Þjóðminjasafns ís- lands dagana 8. til 25. júní. Alls fundust 800 ljósmyndaplötur frá Atelier Moderne og er nær ein- vörðungu um mannamyndir að ræða. Allt fólkið var óþekkt þegar eftirtök- urnar voru gerðar en nú er búið að bera kennsl á fáeina einstaklinga. Nú er leitað til gesta Þjóðminjasafnsins til að sjá hvort unnt reynist að þekkja fleiri. Kolbrún Bergþórsdóttir. Vill aö menn beiti sér svo komið verði í veg fyrir pólitískt umkomuleysi eins bókmenntafræðings. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.