Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MÞYÐUBLMÐ
Föstudagur 10. nóvember 1995
Stofnað 1919
172. tölublað - 76. árgangur
Fjárlagafrumvarpið „aðför" að kjörum öryrkja
Aldrei verið eins áhyggjuf ull
- segir Ólöf Ríkharðsdóttir formaður Oryrkjabandalags Islands.
„Það er ekki hægt að kalla þetta
annað en aðför að öryrkjum og öldr-
uðum. Ég held að við höfum aldrei
verið eins áhyggjufull út af h'fsafkom-
unni eins og núna. I fjárlagaframvarpi
rfkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að
skera niður greiðslur til þessara hópa
sem nemur um eða yfir einum millj-
arði króna," sagði Ólöf Ríkharðs-
dóttir formaður Oryrkjabandalagsins í
samtali við Alþýðublaðið.
Innan Öryrkjabandalagsins hafa
menn þungar áhyggjur af þeim skerð-
ingum á bótum til öryrkja sem eiga að
koma til framkvæmda um áramót
samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta
árs. „Það sem hæst ber er aftenging
örorkubóta við hækkun á launum á
vinnumarkaði. Þar með eiga öryrkjar
ekki að hafa nein afskipti af sínum
kjörum heldur bara taka við því sem
að þeim er rétt. Það er mjög hættulegt
að rjúfa svona tengslin milli þessara
þjóðfélagshópa. Nú eiga að koma ein-
greiðslur sem ákveðnar verða sérstak-
lega í hvert sinn en það er gjörsamlega
útilokað að þær bæti upp skerðinguna.
Þetta er ekki gert í neinum öðrum til-
gangi en þeim að reyna að hafa fé af
lífeyrisþegum, öryrkjum og öldruðum.
Það er mergurinn málsins," sagði
Ólöf.
Mega þessir hópar við því að kjör
þeirra verði skert?
„Nei, alls ekki. Þetta fólk má ekki
missa krónu af því sem það hefur. En
til viðbóta aftengingu launa og bóta á
að taka af þessu fólki heimildarupp-
bætur sem nemur 250 milljónum
króna. Það er mjög algengt að fólk
treystir á þær uppbætur vegna auka-
kostnaðar til dæmis vegna lyfjakaupa.
Þá er það beinlínis fáránlegt að fyrsti
þjóðfélagshópurinn sem á að greiða
fjármagnstekjuskatt skuli vera lífeyris-
þegar. Þeir eiga að byrja að greiða
þennan skatt áður en hann hefur verið
settur í lög og áður en þeir sem virki-
lega hagnast á fjármagni greiða nokk-
urnskattaf því."
Hafið þið einhver ráð til að kotna í
vegfyrir að þessar skerðingar komi til
framkvœmda?
„Við mótmæltum því harðlega að
bílalán til öryrkja yrðu aflögð og nú
hefur-Jheilbrigðisráðherra lofað að hætt
verði við það. Þetta er ljós í myrkri en
dugar skammt. Við munum fylgjast
með annarri umræðu um fjárlögin og
meta síðan stöðuna. En öryrkjar og
ellilífeyrisþegar eru stór hópur og ef
við tökum okkur saman og fáum
stuðning annars staðar frá mega
stjórnvöld vara sig," sagði Ólöf Rik-
harðsdóttir.
¦ Blindrafélagið óánægt
með 2000 króna seðilinn
Skýlaust
brot
Seðla-
bankans
„Seðlabankinn hefur tekið um
það sérstaka og meðvitaða ákvörð-
un að blindir eigi ekki að geta að-
greint peningaseðla eftir stærð,"
segir í frétt sem Blindrafélagið
hefur sent frá sér vegna útgáfu
2000 króna seðilsins.
Þar segir að Seðlabankinn hafi
ákveðið að gera sjónskertum örð-
ugt að aðgreina seðlana eftir lit. „-
Þessi makalausa stefnubreyting
bankans er skýlaust brot á þeirri
jafnræðisreglu sem opinberri þjón-
ustustofnun á borð við Seðlabank-
ann er skylt að gæta. Það er óskilj-
anlegt með öllu, eftir þá viðleitni
sem bankinn sýndi í útgáfu sinni
áður, að hann skuli nú ákveða að
varna blindum og sjónskertum
þátttöku í almennri verslun og við-
skiptum í landinu," segir í frétt-
inni.
VjlSrDrOT i PJOOISIKnUSinU íkvöldverðurfrumsýntíÞjóðleik-
húsinu leikritið Glerbrot eftir Arthur Miller, einn kunnasta rithöfund Bandaríkjanna og goðsögn í lifanda lífi. Leik-
stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en leikendur eru Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Helgi Skúlason.
¦ Jón Baldvin
Hannibalsson
í Alþýðublaðinu í dag
Stjórnkerfi
Moskvu
hrunið
„Stjórnkerfið í Moskvu er
hrunið. Rússlandi verður ekki
bjargað með valdbeitingu gamla
nýlendukerflsins í Moskvu. Al-
menningur í Rússlandi hefur
upplifað breytingarnar hingað til
sem hrun lífskjara pg niðurlæg-
ingu, á sama tíma og fámennur
hópur úr gömlu kommúnistafor-
ystunni hefur makað krókinn. Að
verulegu leyti er þar um að ræða
einkavædda glæpamenn sem áð-
ur voru ríkisreknir glæpa-
mennn," segir Jón Baldvin
Hannibalsson í mjög fróðlegri
grein um ástandið í Rússlandi.
Jón Baldvin, sem nývérið var á
ráðstefnu í Vilníus í Litháen, seg-
ir ennfremur að rússneski herinn
sé ekki svipur hjá sjón, og að
ástandið sé svo slæmt að
Moskvustjórn hafl sent 43 þús-
und glæpamenn, sem lokið hai'a
fangavist, til að fylla upp í eyð-
urnar.
Sjá blaðsíðu 5.
¦ Bragi Sigurjónsson
Veistu, fagra blóm?
Veistu, fagra blóm, hvað verður um þig
að vetri liðnum, hvort þú aftur snýrð?
Skyldi hann nokkru varða, hve þú veittir
vegfaranda mörgum sumardýrð.
Ég ekki veit í huga eins né annars,
aðeins minn og það er himinsatt,
ég er þess viss, að annað blóm þér gæti
mig aldrei líku dýrðarsumri glatt.
Kannske er okkur ætlað næstan vetur
að eiga hinstan, bæði þér og mér,
og ekki dreymir mig til annars sumars,
ef engin von er til að mæta þér.
Bragi Sigurjónsson, skáld og stjórnmálamadur, verður borínn til grafar í dag á Akureyrí.
Ljódiö sem hér birtist er úr bókinni Misveeg orð sem Bragi heitinn lagöi lokahónd á
skómmu fyrír andlátið. Minningagreinar um Braga eru á blaðsíðu 7 í Alþýðublaðinu i
dag.
¦ Unnið að nýju starfsmati hjá Akureyrarbæ þar sem fólk er í sitt hvoru stéttarfélagi
Réttlætismál að meta störfin
-segirGísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi.
„Ætlunin er að nota sömu að-
ferðir til að meta störf þeirra Ein-
ingarfélaga sem vinna hjá bænum
og þeirra sem eru félagar í Starfs-
mannafélagi bæjarins. I dag er fólk
í sumum tilvikum að vinna svipuð
verk en á mismunandi launum eftir
því í hvoru félaginu það er. Það er
að mínum dómi réttlætismál að
nota sömu mælistiku við að meta
störfin," sagði Gísli Bragi Hjart-
arson bæjarfulltrúi á Akureyri í
samtali við Alþýðublaðið.
Við síðustu kjarasamninga var
samið um það milli Akureyrarbæj-
ar og Verkalýðsfélagsins Einingar
að fram færi starfsmat hjá starfs-
mönnum bæjarins. Margir starfs-
manna eru í Starfsmannafélagi Ak-
ureyrarbæjar en aðrir í Einingu.
Gísli Bragi sagði að nefnd væri að
vinna við starfsmatið og stefnt að
því að ljúka því verki fyrir áramót.
„Mér finnst það vera jákvæð til-
raun að gera svona starfsmat. Þetta
er það sem menn hafa verið að tala
um og ýmsar nefndir ríkisins verið
að skoða. Við ákváðum að hafa
forgöngu um slíkt starfsmat og
sömdum um það við Akureyrarbæ
við síðustu samninga að fram færi
starfsmat í þeim störfum sem okk-
ar félagsfólk vinnur hjá Akureyrar-
bæ," sagði Björn Snæbjörnsson
formaður Einingar.
„Starfsmat miðast við störf
þeirra sem vinna í starfsgreininni
en ekki hvern og einn starfsmann.
Þegar matstörfum nefndarinnar
lýkur þá tengja samninganefndir
aðila þetta við nýja röðun í launa-
flokka. Gömlu launaflokkarnir
verða felldir niður og raðað verður
upp í nýja launatöflu. Það eru
gerðar starfslýsingar fyrir öll störf
sem félagar í Einingu vinna hjá
Akureyrarbæ. Nefndin sem vinnur
að matinu raðar ekki í launaflokka
heldur gerir hún starfslýsingar og
metur störfin út frá ákveðnu kerfi.
Síðan er það kjarasamninganefndir
aðilanna sem raða í launaflokka.
Þetta hafa verið fáir launaflokkar
og margvíslegar starfsgreinar inn-
an sama launaflokks. Það er ætlun-
in að breyta þessu en þó ekki sjálf-
gefið að einhverjar launahækkanir
fylgi í kjölfarið," sagði Björn Snæ-
bjömsson.
Gísli Bragi: I dag er fólk í sumum
tilvikum að vinna svipuð verk en á
mismunandi launum eftir því í
hvoru félaginu það er.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8