Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MtUjllN 14.- I/. Utötivitstn l»90 + Össur Skarphéðinsson var hinn kátasti þegar Kolbrún Bergþórsdóttir hitti hann á dögunum og yfirheyrði hann um Jón Baldvin, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Arna Johnsen, Alþýðufiokkinn, hugsanlega sameiningu á vinstri væng og birtuna í lífi hans Eg er lukkunnar Birta í lífi stjórnmálamannsins Hugsarðu stundum um það að dóttirþín eigi eftil vill eftirað verða fyrir aðkasti vegna sýnilegs erlertds uppruna? „Ég hugsa ekki mikið um það. Þegar við Amý sóttum um að fá bam til ættleiðingar þá vissum við ekki hvort það yrði hvítt eða svart og það skipti okkur heldur ekki máli. Síðan fengum við þessa dá- samlegu stúlku í hendur þegar hún inni.“ En jafhvel einhver af félögum þínum íþinginu? ,Jafnvel.“ Aiþýðuílokkur - mulningsvél nýrra hugmynda Þú virðist afskaplega sœll með þitt hlutskipti, en nú ertu stjómar- andstöðuþingmaður, er það ekki dálítið raunalegt hlutskipti? „Svavar Gestsson, sem mér líkar Þegar fyrir lá í vor að Alþýðu- flokkurinn kæmist ekki í ríkisstjóm var Össur Skarphéðinsson einn fárra flokksmanna sem fagnaði - og sagði að sér liði eins og bolakálfi sem hleypt væri út á vori. Fögnuð- urinn virðist standa enn því stjóm- arandstöðuþingmaðurinn var hinn glaðbeittasti þegar við hittumst í skammdeginu. Ég lagði fýrst fyrir hann spuminguna: Efþú hefðir verið í aðstöðu til að velja í vor á milli jjögurra flokka vinstristjómar og áframhaldandi samstarfs við Sjálfstœðisjlokk livom kostinn hefðirðu tekið? ,,Ef ég hefði átt kost á því að halda áfram samstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn þá hefði ég farið þá leið. Mér leið afskaplega vel í síð- ustu ríkisstjóm. Ég tel þá stjóm hafa skapað gmndvöll fyrir góðæri og tel það vera að sýna sig þessa dagana. Ég er því nokkuð stoltur af þeirri arfleifð sem núverandi ríkisstjóm tekur við. Mér líkaði líka persónu- lega mjög vel að vinna með ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins. Ég lenti ekki í útistöðum við Davíð Oddsson eins og ýmsir aðrir flokks- menn mínir. Þvert á móti skapaðist með okkur nokkuð góð vinátta, enda brást hann mér hvorki í pólit- íkinni né hefdur þegar ég þurfti á honum að halda persónulega.“ Af ráðherrum Sjálfstœðisjlokks áttirðu þá best samstarf við Davíð? ,Já, ég átti best samstarf við hann af öllum ráðhenum Sjálfstæðis- flokksins. En það var enginn þeirra sem mér líkaði illa við. Það lá reyndar stundum við að við Halldór Blöndal slægjumst með fleim en orðum, en við vomm samt góðir vinir og gerðum endanlega upp okkar mál á Hólsfjöllum.“ En eruð þið Ami Johnsen búnir að gera upp ykkar mál eftirað hann réðst á þig íþinginu? „Mér er að minnsta kosti batnað í eyranu. En þegar konan mín sá skó- farið eftir Ama á innanverðu læri mínu hafði hún á orði að það væri merkilegt að jafn höfúðstór maður væri svo fótsmár. I því sambandi má rifja það upp að iyrir daga Homo sapiens tengdist greindin fremur stærð fótanna en höfuðsins. Ég tek þó framað ég er alls ekki að gefa í skyn að Ámi Johnsen sé týndi hlekkurinn. En það er ágætt að hafa menn eins og Ama á þinginu, sér- staklega í umræðu um landbúnað- armál. Þingmenn þurfa ekki annað en líta til hans til að vita hvemig al- vöm sauður lítur út.“ Forsetinn Davíð og formaðurinn Bjöm? Nú er Davíð Oddsson mjög orð- aður við forsetaframboð. Hvemig lístþér áaðfá hann semforseta? „Mér þykir Davíð afskaplega erf- iður viðureignar sem pólitískur and- stæðingur og ég hefði ekki á móti því að hann haslaði sér vöil á Bessa- stöðum og eyddi dögunum við að skoða margæsir sem hafa þar vor- setu. Það yrði farsælt fyrir stjómar- andstöðuna að hafa hann þar.“ Hvemig heldurðu að Sjálfstœðis- Jlokknum reiði af án Davíðs? pamfíll „Ég held að honum muni reiða miklu verr af. Davíð hefur náð sterkri stöðu sem stjómmálamaður og hann hefur mjög sterk tök á Sjálfstæðisflokknum.“ Bjöm Bjamason er nejhdur sem líklegur arftaki Davíðs. Er hann ekki mjög hœfur til þess? „Bjöm Bjamason er hugsandi mannvera, þeim fer fækkandi í ís- Ienskum stjómmálum. Því miður er hann líka vinnusamur og því líkleg- ur til að hrinda áformum sínum í framkvæmd. Það má kannski segja um Bjöm eins og Shakespeare sagði um Kassius: „Ég vil sjá feita menn í kringum mig, og höfuð- mjúka, menn sem sofa um nætur; Kassíus hefur magran svip og solt- inn; hugsar of fast; slíkt fólk er vara- samt“. Bjöm er einn af fáum stjóm- málamönnum Sjálfstæðisflokksins, og reyndar einn af fáum stjómmála- mönnum sem sitja á Alþingi í dag, sem veit hvað hann vill. Ég virði hann fyrir það, en ég er að mörgu leyti ósammála hans skoðunum og því kvíði ég því að hann komi þeim í framkvæmd. Þú spyrð hvort Bjöm Bjamason verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Davíð mun vilja það, en eins og staðan er í dag er ég ekki viss um að Bjöm yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Sá sem er ef til vill líklegri er Geir Haarde. Hann er vel hæfur og vinsælli. Hann er mýkri maður en Bjöm, enda réttu megin við hundr- að kílóin.“ Svörtu pétrar sameiningar Þú ert sá af forystumönnum Al- þýðujlokksins sem ert mestur tals- maður samfylkingar á vinstri væng. Hvemig sérðu þann gamla og þreytta draum rætast? „Ég lít nú ekki á mig sem einn af helstu forystumönnum Alþýðu- flokksins vegna þess að ég kem aldrei nálægt því að taka ákvarðanir fyrir hönd flokksins. Ég hef stund- um sagt um sjálfan mig að ég sé eini raunverulegi sameiningarsinninn innan Alþýðuflokksins. Það er auð- vitað ýkt frásögn af raunveruleikan- um, en samt er það svo að samein- ingarumræðan markast af því að enginn vill verða svarti péturinn. Um Árna Johnsen: Það er ágætt að hafa menn eins og Árna á þinginu, sérstaklega í umræðu um landbúnaðarmál. Þingmenn þurfa ekki annað en líta til hanstil að vita hvernig alvöru sauður lít- ur út. hvenær nauðsynlegt er að skipta um formann er Jón Baldvin sjálfur. Hann verður formaður eins lengi og hann vill. Ég tel Jón Baldvin ótví- rætt einn af mestu stjómmálamönn- um síðustu áratuga. Hann hefur það umfram flesta stjómmálamenn dagsins að verða minnst í Islands- sögunni. Sjálfum finnst mér oft, af því ég umgengst hann daglega, að hann skilji ekki sitteigið mikilvægi. Ég tel að þegar hann situr í hárri elli og horfir grár yfir liðinn feril muni fáir geta slegið sér á lær og verið jafn ánægðir með árangur sinn og hann. Hann hefur náð því sem fáir ná. Hann hefur snúið hugsun einna Það vill enginn verða sá sem sam- tíðin bendir á og segir: Það var hann sem kom í veg fyrir sameininguna. Það á við um Alþýðuflokkinn eins og aðra flokka sem koma við sögu í umræðunni um sameiningu. Hálf- velgjan sem einkennir stærsta hlut- ann af forystu Alþýðuflokksins þegar sameiningarviðræður em annars vegar er líka einkenni Al- þýðublaðsins. Ritstjómargreinar blaðsins hafa aldrei fjallað með já- kvæðum hætti um sameiningu en hins vegar nokkmm sinnum með neikvæðum, og að minnsta kosti einu sinni með afar neikvæðum hætti. Þetta hefur komið mér á óvart. Ég held líka að sameiningamm- ræðan sé orðin allt of orðmörg og ótímabær að mörgu Ieyti. Ég held að fyrst hafi ákveðnir forystumenn viljað þegja hana í hel. Nú virðast þeir hafa tekið þann kostinn að tala hana í hel. Nú sitja menn á rökstól- um, fundum og mannamótum og ræða nauðsyn sameiningar og hvemig eigi að fara að því - og það em fjogur ár í kosningar. Mér finnst þessi umræða koma of snemma. Ég held að vissu marki megi kenna um örvæntingu hjá forystumönnum einstakra flokka, eins og til dæmis Þjóðvaka. Þeir telja sig vera rödd fólksins - fólksins sem ekki er úl því íylgi Þjóðvaka mælist varla í skoðanakönnunum. Samt em engir sem mæla jafn ákaft og hávært um nauðsyn sameiningar og einmitt þessir forystumenn. Það er vegna þess að í sameiningunni sjá þeir Um Davíð Oddsson: Brást mér hvorki í pólitíkinni né heldur þegar ég þurfti á honum að halda persónulega. möguleika á réttlætingu. Eg hef ekki trú á því að sú forysta sem tengist þinginu muni ákveða sameiningu. Það er yngra fólkið í þessum flokkum sem mun þrýsta á hana. Spumingin er fyrst og fremst þessi: Mun rödd þessa unga fólks veiða nógu hávær til að kæfa úr- töluraddir þeirra sem em í svokall- aðri forystu. Ég veit að sá tími kem- ur innan Alþýðuflokksins að menn verða að leggja sjálfa sig undir í sameiningammræðum og ef fram- vindan kallar á að ég geri það þá geri ég það.“ Áhrif Jóns Baldvins Telurðu að tímabært sé að skipta um formann íAlþýðuflokknum? „Eini maðurinn sem svarar því eða tveggja kynslóða í nýjan far- veg. Við emm stundum á öndverð- um meiði um menn og málefni en ég efast þó um að það séu margir sem skynji jafn djúpt og ég hið sögulega mikilvægi hans.“ Sœkistu eftir formannssætinu? „Nei, ég hef ekki áhuga á því. Ég er lukkunnar pamfíll og á háum aldri varð ég faðir, eignaðist dóttur með alls konar töfrabrögðum. Það eina sem hef á dagskrá fýrir utan að sinna starfí mínu sæmilega er að ættleiða annað bam. Hvort örlögin geri mér það kleift er ekki víst. Að því ætla ég að einbeita mér á næstu ámm og formennskudraumar hafa þar ekki rými. Ég viðurkenni að þama er ég undir nokkmm þrýst- ingi frá mínum betri helmingi." Um Birtu: Það fyrsta sem hún gerði var það sem hún hefur gert æ síðan; hún brosti við okkur. Um Jón Baldvin: Hann hefur náð því sem fáir ná. Hann hefur snúið hugsun einna eða tveggja kyn- slóða í nýjan farveg. var nákvæmlega tveggja mánaða gömul og það fyrsta sem hún gerði var það sem hún hefur gert æ síðan; hún brosti við okkur. Hún er eigin- lega alveg hvít, en hefur viss ein- kenni indíána og stundum þegar hún vaknar á morgnana svefnþrútin þá h'tur hún út eins og gömul ind- íánakona. Ég fór til Kólumbíu til að sækja hana á miðjum annatíma þingsins. Ég var ráðherra, fór í miðjum Ijár- lögum og þegar ráðherra hverfúr úr Ijárlagaumræðu þá er eðlilega spurt hvert hann sé að fara. Ég hélt á fund Davíðs Oddssonar og sagði honum til hvers ég væri að fara á háanna- tíma, en sagði honum jafnffamt að ég hefði áhyggjur af afgreiðslu nokkurra erfiðra mála sem vötðuðu mitt ráðuneyti. Þá stóð Davíð upp, tók í höndina á mér og sagði: „Öss- ur, í svona máli stendur Sjálfstæðis- flokkurinn 100% að baki þér.“ Það stóð með þeim hætti, að starfsmenn míns ráðuneytis töldu hér eftir betra að hafa ráðherrann í Suður Amer- íku þegar fjárlög væm ákveðin. Þegar ég síðan var á ferðinni orð- inn faðir þá vom menn alltaf að óska mér til hamingju með að hafa eignast þessa dóttur en þeir vom furðumargir sem óskuðu mér sér- staklega til hamingju með að hún væri hvít - enginn þó í ríkisstjóm- miklu betur við eftir að ég hætti að vera í sama flokki og hann, sagði einu sinni um mig að það væm fáir menn sem væm betur hæfir til að vera stjómarandstöðuþingmenn en Össur Skarphéðinsson. Ég tel að það hafi verið nauðsynlegt fyrir Al- þýðuflokkinn að fara í stjómarand- stöðu eftir átta ára vist í ríkisstjóm. Ég tel að við höfum misst sjónar á mörgum af okkar stóm málum við að fara í ríkisstjóm með Sjálfstæðis- fiokknum og vek eftirtekt á því að við héngum í þessari ríkisstjóm án þess að ná nokkm af stóm málun- um fram. Nú er nauðsynlegt fýrir okkur að hugsa okkar gang og sækja okkur þrótt í nýsköpun hug- myndanna. Það sem ég óttast hins vegar er að þetta tækifæri verði ekki notað, vegna þess að í dag finnst mér vera alltof lítill hugmynda- þróttur í Alþýðuflokknum.“ Alþýðuflokkurinn vill eirm flokka sœkja um aðild að Evrópusam- bandinu. Flokkurinn gumar líka af því að liafa einu skynsamlegu stefn- una í mörgum stórmálum Hvemig stendur á því að Jlokkur sem berst fyrir ýmsum stórmálum sem hafa mikinn hljómgrunn meðal þjóðar- innarfær ekki meira fylgi í kosning- um? .Alþýðuflokkurinn hefur alltaf verið eins konar mulningsvél fyrir nýjar hugmyndir. Hann hefur óhik- að þorað að raðast á gamlar úreltar hugmyndir og komið með nýjar og ferskari. Það er óvinsælL Gleymdu því ekki að höfuð hrópandans í eyðimörkinni var flutt landstjóran- um á fati. Þeir sem em brautryðj- endur nýrra hugmynda, uppskera ekki alltaf eins og þeir sá. En þeir gegna sögulegu hlutverki. Miðað við hversu margar hugmyndir Al- þýðuflokksins eiga sér góðan hljómgmnn þá gegnir það vissulega furðu að við skulum ekki hafa náð sterkari stöðu. Við hljótum að verða að íhuga eigin stöðu, okkar eigin aðferðir, skera okkur sjálf sem að nafninu til að minnsta kosti em í svokallaðri forystusveit til hjartans og nýmanna. Én sú umræða hefur hvergi farið fram í Alþýðuflokkn- um eftir kosningar. En þetta er líka ástæðan fyrir þvr að við hljótum að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.