Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) FiMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 á s t a m á I ■ Karólína Lamb, eiginkona William Lamb, síðar forsætisráðherra Breta, vartutt- ugu og sjö ára þegar hún kynntist Byron lávarði. Ástarævintýri þeirra varð aðalum- ræðuefnið í veislusölum aðalsmanna á Bretlandi og kostaði Karólínu hjónabandið, æruna og geðheilsuna. Kolbrún Bergþórsdóttir rekur þessa dramtísku ástarsögu Heimurinn sýnir ástkonum skálda miskunn Það gætti snemma ójafnvægis í skapgerð Karól- ínu Pensonby, dóttur Bessborough lávarðs og konu hans. Vegna þess hvers bamið komst óvenju oft í uppnám af litlu tilefni lét áhyggjufull amma kalla til lækni sem kvað upp þann úrskurð að stúlk- an væri ekki geðveik, en þyldi illa álag og því bæri að forðast að setja henni hömlur. Að læknisráði var Karólínu veitt fullkomið frelsi og hún naut engrar menntunar nema þeirrar sem hún sóttist eftir sjálf. Frjálslyndið efldi með henni sérvisku sem gerði hana ólíka flestum ungum hefðarkonum þess tíma. Hún var fjörmikil, hviklynd, hvatvís, bamsleg og taugabiluð, sem sagt fullkomlega óútreiknleg og tók ekki minnsta tillit til óskráðra siðareglna samfé- lagsins sem hún ólst upp í. Hún var tvítug þegar hún giftist William Lamb, auðugum og glæsileg- um manni sem ætlaði sér frama í stjórnmálum. Hann varð þingmaður ftjálslyndra umbótarsinna (Whig) og átti eftir að verða forsætisráðherra Breta og gegndi þá nafninu Melbo- ume lávarður. A brúðkaupsdegi sínum fékk Karól- ína móðursýkiskast og reif brúðarkjól sinn í tætlur. Það stafaði þó ekki af andúð á eiginmanninum, sem hún unni, heldur af álaginu sem varð henni um megn. Hjónabandið virðist hafa verið farsælt fyrstu árin, en þau hjón voru gjörólík. Hún var geðrík, full af orku og lífsgleði en hann var ástríðu- laus og atkvæðalítill skynsemis- hyggjumaður. Þau hjón eignuðust son, Agústus. Hann erfði fegurð föður síns, en var vangefinn og öðlaðist aldrei meiri þroska en sjö ára bam. Annað bam þeirra hjóna fæddist andvana. Hættuleg kynni Karólína var tuttugu og sjö ára þeg- ar hún las ljóðabálk Byrons Childe Harold, sem gerði skáldið að mestu bókmenntastjörnu Englands. „Aðal- umræðuefnið, það sem vekur forvitni og hrifningu þessa stundina er ekki Spánn eða Portúgal, hermenn eða ætt- jarðarvinir, heldur Byron lávarður,“ skrifaði bresk aðalskona syni sínum í Bandaríkjunum, „Childe Harold er á hvers manns borði og allir viðra sig upp við Byron, senda honum heim- boð, skjalla hann og lofa hvar sem hann kemur“. Þegar Karólína Lamb lýsti yfir áhuga sínum á að hitta Byron fékk hún það svar að hann væri með klum- bufót og nagaði á sér neglumar. Hún sagði um skáldið, sem talið var hafa fegurð á við grískan guð: ,JEf hann er jafn ljótur og Æsóp þá verð ég að hitta hann.“ Hún var hvatvís og hrifnæm og Viktoría drottning. Hún varð ást- fangin af William Lamb, eigin- manni Karólínu, og hann var henni meira virði en nokkur annar maður - þar til hún kynntist eiginmanni sínum. skrifaði Byron nafnlaust aðdáendabréf þar sem hún sagði: „Þú átt skilið að verða og átt eftir að verða hamingju- samur. Sóaðu ekki þeim hæfileikum sem þú hefur í depurð og eftirsjá eftir fortíðinni og umfram allt skaltu búa hér í föðurlandi þínu sem á eftir að verða stolt af þér og þarfnast krafta þinna.“ Hún sá Byron í fyrsta sinn á dans- leik þar sem hann var umkringdur kvenkyns aðdáendum. Hún féll í stafi yftr fegurð hans en kom sér undan því að vera kynnt fyrir honum. Hún fór heim og skrifaði um hann í dagbók sína hin frægu orð. „Mad, bad and dangerous to know“. Hún skrifaði síð- ar: „Þetta fagra, föla andlit er örlög mín“. Skömmu síðar vom þau kynnt fyrir hvort öðm hjá vinafólki og urðu sam- stundis nær óaðskiljanleg. Hin geðríka Karólína var algjörlega á valdi þessar- ar nýju ástar og hirti ekki um að leyna henni. Hún skrifaði Byron hvert bréfið á fætur öðm með fjálglegum yfirlýs- ingum á borð við þessa: „Þú ert svo fölur.. eins og stytta úr hvítum marm- ara. Ég hitti þig aldrei án þess að mig langi til að gráta.“ Hann skrifaði: „Ég hef aldrei kynnst konu sem býr yfir meiri og ánægjulegri hæfileikum á öll- um sviðum, eins og konur ættu að hafa til að bera, eitthvað af öllu en ekki of niikið af neinu... Og hjarta þitt, Karó mín, (þvílíkt eldfjall!), sem dælir hraunkviku gegnurn æðar þinar; og samt get ég ekki óskað þess að það væri kaldara... Þú veist að mér hefur ætíð fundist þú vera sú greindasta, geðþekkasta, einkennilegasta, tor- skildasta, hættulegasta, mest heillandi vera sem nú er á lífi...“ Sturluð ástkona, kaldlyndur elskhugi og aðgerðarlítill eiginmaður Meðan ást Byrons entist var hún honum raunveruleg. Vandinn var sá að hún entist ekki nema í nokkra mán- uði. Því var öðmvísi farið með Karól- ínu. Ást hennar varð að þráhyggju og átti eftir að leiða hana í glötun. Byron var eirðarlaus og geftnn fyrir tilbreytingu og langt frá því að vera staðfastur í tilfinningalífi og eftir nokkra mánuði tók hann að þreytast. Honum fannst sem ást Karólínu væri að kæfa sig. Ákafx hennar var of mik- ill. Uppátæki hennar fáránleg. Hún talaði endalaust. Honum fannst sem hann fengi ekki um ftjálst höfuð strok- ið. Ef hún hitti hann fyrir tilviljun í samkvæmi gerði hún þá kröfu að þau yfirgæfu samkvæmið saman. Ef íiún vissi af honum í samkvæmi sem henni hafði ekki verið boðið í beið hún hans fyrir utan. Eftir eitt slíkt samkvæmi sást til hennar þar sem hún hljóp á eft- ir vagni Byrons og henti sér inn í hann meðan vagninn var á fullri ferð í ákefð sinni við að láta hann ekki komast undan. Ást Byrons tók að kulna og hann gerði tilraunir til að losa sig undan ákafri ástkonu sinni án þess að mikið bæri á. Karólína skynjaði sinnaskipti hans og brást við með þvt' að herða tak sitt á honum. Hún tók að vakta allar athafnir hans af hálfu meiri ákafa en áður. Hún réð manneskju til að njósna um hann á heimili hans og lét gefa sér nákvæma skýrslu. Eitt sinn dulbjó hún sig sem sölumann og hélt heim til hans. Þegar henni var vísað til Byrons féll hún að fótum hans og tók síðan að rífa af sér dulargervið. Þegar vinur Byrons bað hana að fara greip hún hníf og gerði tilraun til að skaða sig. í annað sinn sendi hún Byron skapahár sín í pósti og fór fram á að hann sendi henni sín. Meðan á öllu þessu gekk virtist ein- um manni ekki brugðið. Eiginmaður Karólínu virtist taka framferði konu sinnar með jafnaðargeði. William Lamb var, eins og pólitískir fréttaskýr- endur myndu segja, maður sátta, en hann var sömuleiðis ekki maður mik- illa aðgerða. Það átti jafnt við í einka- lífí sem pólitísku starfi. Hann var ekki ástríðumaður og leitaðist eftir að hafa reglu á hlutunum. Hann virðist einnig hafa gætt þess að halda eigin tilfínn- ingum í jafnvægi og brást við af yfir- vegun - sem var miklu meira en hægt var að ætlast til af kokkáluðum eigin- manni. Hann sá að andlegt ástand eig- inkonunnar var í hættu og brá á það ráð að fara með hana í frí til írlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.