Alþýðublaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 1
■ Stjórn Ríkisspítala samþykkir formlega að segja upp samningi vegna heimilis fyr- ir geðklofa-sjúklinga á Bjargi. Rannveig Höskuldsdóttirforstöðumaður: Finnum mikinn stuðning við heimilið en heilbrigðisráðherra segist ekki gert neitt Bull að Ingibjörg geti ekkert gert „Verið að reyna að koma heimilismönnum á Bjargi af framfæri ríkisins yfir á sveitarfélögin." „Við höfum fundið mjög mikinn stuðning við heimilið, bæði frá al- menningi og fagfólki. Mér finnst að við njótum líka stuðnings hjá mörgum yfirmönnum í heilbrigðiskerfinu og stjórnmálamönnum. Allir eru sam- mála um að eitthvað þurfi að gera, en í augnablikinu virðist almennt ráðleysi um aðgerðir," sagði Rannveig Hösk- uldsdóttir forstöðumaður Bjargs á Sel- tjamarnesi í samtah við Alþýðublaðið í gær. f fyrradag samþykkti stjóm Rík- isspítala formlega að segja upp samn- ingum við Hjálpræðisherinn um rekst- ur Bjargs, en þar er heimili ellefu geð- klofa-sjúklinga. Engar ákvarðanir vom hinsvegar teknar um hvar ætti að vista heimilismenn á Bjargi þegar samningurinn rennur út. „Ég þykist vita hvað er að gerast í reynd,“ sagði Rannveig. „Það er verið að reyna að koma þessum mönnum af framfæri ríkisins yfir á sveitarfélögin. Engin vinna í þá vem hefur hinsvegar farið fram. Fyrst er semsagt skorið niður og síðan á að koma með tillögur um hvað eigi að gera. Það geta tæpast kallast góð vinnubrögð." Rannveig kvaðst ekki hafa rætt við Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra, aðeins heyrt ráðherra lýsa því í útvarpi að málið væri viðkvæmt. „Ingibjörg sagði þar að hún gæti ekk- ert gert. Það er auðvitað bull.“ Rannveig sagði að umræðan um yfirvofandi lokun Bjargs væri farin að hafa mikil áhrif á andrúmsloft á heim- ilinu. „Eftir alla tjölmiðlaumræðuna er fólkið að átta sig á að þetta er raun- verulega að gerast. Andrúmsloftið Rannveig: Heimilismenn á Bjargi að átta sig á að yfirvofandi lokun er raunveruleg. Andrúmsloftið hef- ur breyst mikið, fólkið er nú pirrað og dapurt. hefur breyst mikið, fólkið er pirrað og dapurt." Rannveig sagði að hún væri ekki búin að gefa upp vonina um að hægt væri að koma í veg fyrir að heimilið yrði leyst upp. „Maður er fullur bjart- sýni aðra stundina, en svartsýni hina. Hlý viðbrögð fólks styrkja þá trú að þetta verði ekki látið gerast." Tvær Snæfríðar ■ Fornbókasalan Bókin lokar Tvær leikkonur, báðar ljósar yfirlit- um, munu leika hlutverk Snæfríðar ís- landssólar í nýrri leikgerð fslands- klukku Halldórs Laxness sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu. Leikgerðin, sem er eftir Bríeti Héðinsdóttur, verð- ur án efa talsvert frábmgðin fyrri leik- sviðsuppfærslum fslandsklukkunnar, enda er þar einkum beint sjónum að Snæfríði, konunni sem skapar karlper- sónum sögunnar örlög. Þessu til áhersluauka hefur sýningin fengið heitið Hið ljósa man, en það er nafnið á annari bók fslandsklukkunnar. Það er Pálína Jónsdóttir, nýútskrif- uð leikkona, sem fer með hlutverk Snæfríðar ungrar, en Sigrún Edda Björnsdóttir leikur hina eldri og reyndari Snæfríði. Guðmundur Ólafs- son er í hlutverki Jóns Hreggviðsson- ar, en líklega sætir það ekki minnstum tíðindum að Jón Nordal, eitt helsta tónskáld þjóðarinnar, semur músík við sýninguna. Ég hef þá trú að bókamennirnir séu mikilvægur kjarni af mannkyninu, segir Gunnar Valdimarsson í Bókinni en verslunin er að loka. Fólki finnst bækur vera til vandræða - segir Gunnar Valdimarson fornbókasali. „Það er deyfð í fombókasölunni og reyndar svo mikil að ekki verður ann- að séð en þessi starfsemi sé á hröðu undanhaldi," segir Gunnar Valdimars- son verslunarstjóri í fombókasölunni Bókinni. í ellefu ár hefur Bókin haft aðsetur á Laugavegi en á næstu dög- um verður versluninni lokað. Ástæðan er einföld; dræm sala gerir það að verkum að gmndvöllur er ekki lengur fyrir starfseminni. „Fólk er svo til hætt að safna bók- um. Því virðist almennt finnast bækur vera til vandræða á heimilunum og hefur engan áhuga á að safna þeim,“ segir Gunnar og telur viðhorfsbreyt- ingu hjá almenningi til bókasöfnunar hafa orðið á örfáum árum. Hann segir að böm sjáist nú ekki lengur í verslun- inni en hafi komið í stórum stíl á ámm áður. Þegar Gunnar er spurður að því hvaða bækur hafi mest verið spurt um gegnum árin segir hann að nokkrir höfundar haldi ætíð velli. Þar á meðal sé Stefán Zweig og vitaskuld Halldór Laxness, en útlendingar jafnt sem Is- lendingar spyiji mikið um verk Nób- elsskáldsins. Frá árinu 1988 hefur Gunnar haldið skrá yfir þá útlendinga sem kunna ís- lensku og heimsótt hafa búðina. „Þeir em nærri ijögur hundmð,“ segir hann. „Það sem mér finnst býsna merkilegt er hversu margir Bandaríkjamenn em þar á meðal. Annars eru Þjóðverjar æði fjölmennir." Gunnar segist kveðja búðina með söknuði. Um bókasafnarana, við- skiptavini sína segir hann: ,Úg hef þá trú að bókamennimir séu mikilvægur kjami af mannkyninu." Félagi Napóleon íforsetaframboð Efnilegur orgelleikari, liðtækur í knattspyrnu og steppdansi. Vegna fjölda áskorana hefur Félagi Napóleon, heiðurssvín, svín fárra orða, ákveðið að gefa kost á sér í kjöri á for- seta lýðveldisins síðar á þessu ári. Na- póleon hefur unnið ýmiss konar braut- ryðjendastarf á ýmsum sviðuni upp- byggingar í samskiptum manna og dýra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Leik- listarklúbbi Menntaskólans við Hamra- hlíð. Þar segir ennfremur: Félagi Na- póleon er hæfileikaríkur göltur, hann er einkar efnilegur orgelleikaii og einnig liðtækur í flestum íþróttum, þá aðallega knattspymu og steppdansi. Napóleon er vel fullorðinn göltur, 42 ára í svínsámm talið og gemr því að öllu leyti talist verð- ugur fulltrúi íslands í öllum samskiptum, hvort sem þau em innan lands eða utan. „Það gleður okkur að hreyfing skuli vera komin á rnálin og við lítum á þetta sem stórt skref í ferli sem hefur verið í gangi,“ sagði Kristinn Karlsson gjaldkeri Alþýðubandalagsfélagsins Birtingar-Framsýnar í samtali við Al- þýðublaðið, en félagið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það fagnar hugmyndum um nánari samvinnu þingflokka Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Þjóðvaka. Kristinn segist óttast að hörð and- staða sé við samvinnu- og sameining- arhugmyndir bæði í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. „Það er minnihluti í þessum flokkum sem styður ekki þessar hugmyndir og vill vinna gegn þeim. Þessi hópur er enn í skotgröfum gamalla tíma og elur á tortryggni. En þetta er minnihluti," sagði Kristinn og bætti við: „Ég vil sjá hugmyndir um stóran jafnaðarmannaflokk fæðast, og ekki hvað síst á 80 ára afmæli þessara flokka því allir eru þeir nú komnir frá Alþýðuflokknum. Það væri mikill sig- ur ef íslenskum jafnaðarmönnum tæk- ist að sameinast á 80 ára afmælinu. Nú er að hrökkva eða stökkva." Kristinn Karlsson: Það væri mikill sigur ef íslenskum jafnaðarmönn- um tækist að sameinast á 80 ára afmælinu. Þótt Bókin loki á Laugaveginum er ekki ómögulegt að Gunnar hefji bók- s,ölu á öðrum stað. „Það er á umræð- ustigi,“ segir hann, „og það yrði þá í samvinnu við aðra.“ Tvær leikkonur skipta með sér hlutverki Snæfríðar íslandssólar, Sigrún Edda Björnsdóttir og Pálína Jónsdóttir. ■ Félagar í Birtingu-Framsýn fagna sameiningartillögum Lítum á þetta sem stórtskref -segir Kristinn Karlsson. Óttast harða andstöðu minnihluta í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.