Alþýðublaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a n FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996 ■ Séra Jakob Agúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur er þeirrar skoðunar að þjóðkirkj- an eigi sjálf að hafa frumkvæði að því að skilja sig frá ríkinu. Séra Baldur Kristjáns- son biskupsritari segir að hann sé tilbúinn að ræða breytt samband kirkju og ríkis, ef tryggt sé að ríkið haldi áfram að innheimta sóknargjöld. Kristín Ástgeirsdóttir al- þingismaður er fylgjandi fullum aðskilnaði Kirkjan hefur verið sofandi og hrædd Samtök um að.;kilnað ríkis og kirkju gengust fyrir opnum fundi um samband ríkis og kirkju í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag. Séra Jakob Agúst Hjálmarsson og séra Baldur Kristjánsson voru tveir frummæl- enda, en aðrir frummælendur voru Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennalistans, sem nýverið sagði sig úr þjóðkirkjunni, og Eðvarð T. Jóns- son fréttamaður, en hann er meðlim- ur í Bahái-söfnuðinum á Islandi. Mörður Ámason var fundarstjóri og stýrði pallborðsumræðum eftir fram- söguerindin. I erindi sínu sagði Baldur Krist- jánsson að hann væri hlynntur núver- andi þjóðkirkjuskipulagi, enda væri það einfaldlega skynsamlegt fyrir- komulag sem hefði gefíst vel og sátt ríkt um. Kirkjan hefði miklu sál- gæsluhlutverki að gegna og fram- kvæmdi nauðsynlegar athafnir eins og að koma fólki ofan í jörðina. Einnig væri samfélagslegt hlutverk þjóðkirkjunnar mikið í hinum dreifðu byggðum landsins. Þá væri þjóð- kirkjan vöm gegn ýmiss konar öfga- stefnum í trúmálum, þar sem víðsýni væri stillt upp gegn dómhörku og kreddum. Þjóðkirkjan væri auk þessa eins konar sáttmáli milli kynslóðanna og hluti af sjálfsskilningi íslendinga. Baldur minnti á að sambandið væri að breytast og að það ætti að gerast hægt og rólega. Baldur sagði að þjóðkirkjan væri ekki sjálfstæð um innri málefni en væri sjálfstæð um kenninguna. Varð- andi það að ríkið greiði laun presta og biskups, benti Baldur á samning frá 1907 þar sem ríkið fékk kirkju- jarðir gegn því að greiða þessa hluti. Kirkjan hefði sjálf beitt sér fyrir því að þessi samningur yrði endurskoð- aður og er hann nú til umræðu milli aðilanna. Baldur sagði að þegar spurt sé um trúarlegt jafnrétti væri bæði hægt að svara já og nei. Það megi segja að formlegt trúfrelsi ríki, en að þjóðkirkjan sé sett fremst trúfélaga. Hann vildi ekki taka undir þá kenn- ingu að núverandi vandamál þjóð- kirkjunnar ættu rætur í tengslunum við ríkið, en viðurkenndi hins vegar að skipulag kirkjunnar hefði alls ekki þróast sem skyldi, þar væri ekkert eiginlegt miðstjómarvald, sem þyrfti að aukast með auknu biskupsvaldi. Getur kirkjan lifad án ríkisins Kristín Ástgeirsdóttir fór í sínu er- indi fyrst og fremst yfir sögulega þró- un málsins, allt frá upphafi kristinnar trúar. Hún kom meðal annars inn á þau þáttaskil sem urðu þegar Lúther hengdi upp yfirlýsingu sína árið 1517, en með siðaskiptunum varð söfnuðurinn grunneiningin og um leið varð fráhvarf frá afskiptum af veraldlegum málefnum. Hún kom inn á áðumefndan samning frá 1907 og sagði að enn væm eignamál ríkis og kirkju óútkljáð, þau mál yrðu býsna flókin ef til aðskilnaðar kæmi. Sagði hún ljóst að kirkjan fengi ýmislegt með sér við slíkan aðskilnað. Hún minnti á að í raun hefði ekkert breyst í sambandi ríkis og kirkju frá stjóm- arskránni 1874. í sjálfu sér þyrfti það ekki að vera mótsögn að tala um að trúfrelsi ríki en að samt sé þjóð- kirkjuskipulag, ef trúfrelsi allra trúfé- laga væri í raun virt. Hún vildi ekki fullyrða um hvort svo væri. Kristín sagði að það væri sín skoð- un að kirkjan ætti að skilja sig frá rík- inu og skipuleggja sig út frá því. Hún viðurkenndi að ýmsar spurningar vakni, til dæmis hvort þjóðkirkjan geti lifað af án stuðnings frá ríkinu og hvort ekki færi of mikil orka í að afla kirkjunni fjár. Hún minnti þó á að við aðskilnað yrði ríkið að láta af hendi mikið tjármagn í nokkur ár. Trúfrelsi en ekki trúar- bragðajafnrétti Eðvarð T. Jónsson er sem fyrr seg- ir meðlimur í Bahái-söfnuðinum. Hann sagði að hér á landi væri trú- frelsi en ekki trúabragðajafnrétti. Hann sagði að öll umgjörðin í af- skiptum ríkisins af trúmálum, sem mótast hefði mjög af hinni kristnu kirkju, væri Bahái-söfnuðinum þvert um geð. Þar átti hann við að til að fá trúfélag viðurkennt heimtaði dóms- málaráðuneytið að einhver tiltekinn einstaklingur væri titlaður forstöðu- maður. I Bahái væri jafnréttið hins vegar í forgrunni og útvalningu ein- staklings hafnað. Þetta vilji ríkisvald- ið ekki skilja og heimti forstöðumann sem fullgildur sé til að annast sere- móníur eins og giftingar. Þetta gangi þvert á kenningar Bahái- trúarinnar, sem hefur enga leiðtoga eða yfirvald. Eðvarð sagði að ójafnréttið birtist til dæmis í því að engin trúarbragða- fræði væri kennd í Háskóla íslands. Þó væri aukin trúarbragðafræðsla helsta vopnið gegn fordómum. Því miður virtist sem mannleg samskipti ættu ekki upp á pallborðið í mótmæl- endatrúnni. Eðvarð sagði og að spurningin um aðskilnað væri ekki spuming um fjármál eða að lögbinda trúleysi, heldur spurning um virðingu fyrir grundvallarmannréttindum og getu mannsins til að velja sjálfur um afstöðu. Hann sagði að reynsla ann- arra þjóða sýndi að kristindómurinn myndi ekki bíða tjón af aðskilnaði við ríkið. Kirkjan eins og ómyndugur unglingur Jakob Ágúst Hjálmarsson er einn fárra presta sem hefur tekið undir kröfuna um aðskilnað ríkis og kirkju og í erindi sínu rifjaði hann upp grein eftir sig sem birtist í Morgunblaðinu í ágúst 1986.1 þessari grein hefði hann Um sjötíu manns sátu fund um samband ríkis og kirkju í Ráðhús- inu. Frummælendur voru Eðvarð T. Jónsson, meðlimur í Bahái-söfnuð- inum, Kristín Ástgeirsdóttir alþing- ismaður, séra Baldur Kristjánsson biskupsritari og Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur. en fundarstjóri var Mörður Árnason. sagt að samband ríkis og kirkju væri sögulega séð bara bráðabirgðalausn en ekki endanlegt fyrirkomulag. Þetta fyrirkomulag henti æ verr því lengra sem þróun til fjölgreiningar í þjóðfé- laginu nær að ganga. Hin innri og ytri stjómvöld kirkjunnar eigi að hafa það að markmiði að kirkjan taki yfir æ meir af málefnum sínum og fái lög- formlegan myndugleika til að standa sem sjálfstætt og fijálst trúfélag í ís- lenska þjóðfélaginu. Jakob sagðist lengi verið á þessari skoðun að aðskilnaður ætti að eiga sér stað. Frá því að hann skrifaði Morgunblaðsgreinina hefði hann hugleitt málið mjög og styrkst í af- stöðu sinni. Hann minnti á að fjár- hagslegt sjálfstæði trúfélaga hefði verið eflt og að miða ætti að því að setja trúarlífsiðkun í almennan laga- ramma með ríku athafnafrelsi. Hann sagði að þjóðkirkjan þyrfti ekki að verða fyrir fjárhagslegu hmni við að- skilnað, ekki væri óeðlilegt að ætla að Alþingi vildi áfram veija fé til trú- mála og líkast til fengi þjóðkirkjan eitthvað út úr aðskilnaðinum, auk þess sem sóknargjöld yrðu áfram greidd. Jakob sagðist hvergi sjá vís- bendingar um að eitthvað óttalegt tæki Við við aðskilnað. Jakob sagði að í málefnum sínum hefði þjóðkirkjan verið sofandi og hrædd og væri í raun að uppskera makleg málagjöld vanþroska síns þessa dagana. Þama átti hann við að kirkjuna vantaði heildstæða löggjöf frá kirkjuþingi og líkti hann þjóð- kirkjunni í þessu sambandi við ómyndugan ungling eða próventu- kerlingu. Fyrir liggur frumvarp um skipulag þjóðkirkjunnar en því miður bæri það merki um íhaldssemi og ófullkomleika. Hann undirstrikaði að þjóðkirkjan hefði enn um stund tæki- færi til að taka fmmkvæðið í aðskiln- aðammræðunni. Alþingi þarf að láta til sín taka Eftir framsöguerindin fóru fram pallborðsumræður og verður ekki far- ið ítarlega út í þær hér. Þó má nefna eftirfarandi. Séra Baldur sagði að ís- lendingar hefðu fremur lítinn áhuga á skipulögðum trúarbrögðum og þætti þægilegt að hafa tengslin eins og þau eru. Hann sagðist geta hugsað sér að- skilnað ef ríkið innheimti áfram sóknargjöldin (síðar í umræðunni breytti hann þessu um aðskilnaðinn í „gerbreytt samband"). Séra Jakob ræddi fjármálin og sagði að öll hugsjónafélög ættu að lifa á eigin köllun og krafti. Sagði hann að matarholumar væm ótrúlega margar og treysti hann prestum vel til að finna þær. Varðandi aðskilnaðinn sagðist Jakob telja að klerkamir væm sjálfir róttækari en safnaðarstjómim- ar í þeim efnum. Baldur tók undir gagnrýni á frumvarp um málefni kirkjunnar. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að vissulega væri tími til kom- inn að Alþingi léti málefni þjóðkirkj- unnar til sín taka og kannski gæfist tækifærið þegar hátíðarhöldin vegna 1000 ára afmæli kristnitökunnar yrðu rædd, ekki myndi standa á sér að ræða þessi mál. ■ Sl AN^* Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1980-1.fl. 15.04.96- 15.04.97 kr. 391.635,60 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. mars 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.