Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 1
MKBIIMMD Þriöjudagur 7, maí 1996 Stofnað 1919 66. tölublað - 77. árgangur ■ íslensk stjórnvöld afsala sér 23 prósentum af því sem átti að koma í hlut íslands úr norsk-íslenska síldarstofninum. Norðmönnum og Rússum hleypt inn í íslenska lögsögu Ferðin til Osló var leiksýning - segir Steingrímur J. Sigfússon formaður sjávarút- vegsnefndar, og óttast framhaldið. Össur Skarphéð- insson: Halldór Ásgrímsson þurfti að sýna heiminum að hann gæti samið. „Atburðir helgarinnar, svokallað samráð við hagsmunaaðila og utanrík- isnefhd vom sýndarmennska. Ferðin til Osló var leiksýning. Þar fór ekki ffam hefðbundinn samningafundur, heldur undirritun á þegar gerðu samkomu- lagi,“ sagði Steingnmur J. Sigfiísson formaður sjávarútvegsnefndar við um- ræður á Alþingi í gær. Þar kynnti Hall- dór Ásgrímsson samning íslands, Rússlands, Noregs og Færeyja um skiptingu á norsk- íslenska síldarstofn- inum. Stjómarandstaðan gagnrýndi samninginn mjög harðlega; innihaldið, vinnubrögðin og skort á samráði. Sam- tök hagsmunaaðila í sjávarútvegi hafa einnig fordæmt samninginn. Samkvæmt samningnum munu löndin fjögur alls veiða 1107 þúsund tonn, eða 107 þúsund tonnum meira en fiskifræðingar hafa ráðlagt. Langmest kemur í hlut Norðmanna, 695 þúsund tonn; íslendingar fá 190 þúsund tonn, Færeyingar 66 þúsund tonn og Rússar 156 þúsund tonn. Hlutur íslands jafn- gildir 17,2 prósentum af heildarafla. Það þýðir að Islendingar afsala sér 23 prósentum af þeirri síld sem þegar hafði verið ákveðið að veiða. Sömu sögu er að segja af Færeyingum, samn- ingurinn felur í sér rúmlega 20 tuttugu prósenta skerðingu á fyrirhuguðum hlut þeirra. Norðmenn sjá hinsvegar aðeins á bak fjórum prósentum af þeim afla sem þeir ætluðu sér, en Rússar fá íjórum prósentum meira en ætlað var. Norsk stjómvöld hafa fagnað samn- ingnum. Halldór Ásgrímsson sagði kosti samningsins felast í því að heildar- stjómun yrði á veiðunum, og íslending- ar hefðu sýnt heiminum að þær gætu samið. Össur Skarphéðinsson þingmaður Alþýðuflokksins sagði margt gagnrýn- isvert við samninginn, meðal annars að fslendingar hefðu afsalað sér langmestu af fyrirhuguðum veiðum. Þá varaði hann við ákvæði í samningnum sem hleypir norska flotanum inm' lögsögu íslands, en alls mega Norðmenn veiða 130 þúsund tonn í okkar lögsögu. Öss- ur og Steingrímur gagmýndu það einn- ig að Rússum er nú í fyrsta sinn hleypt ■ Höfundarréttur brotinn Sagði mér að þýð- ing mín væri léleg -segirThorVilhjálmsson rithöfundursem nú deilirvið Leikfélag Selfoss. „Þeir nota 30 ára gamla þýðingu eft- ir mig, með örlitlum frávikum og alltaf til hins verra. Sums staðar eru hreinir hortittir og svo hefur þeim tekist að koma inn dönskuslettum," segir Thor Vilhjálmsson rithöfundur en Leikfélag Selfoss frumsýndi ekki alls fyrir löngu Sögu úr Dýragarði eftir Edward Albee sem Thor þýddi á sínum tíma. Thor tel- ur að um brot á lögum um höfundarrétt sé að ræða þar sem þýðing hans hafi verið notuð að honum forspurðum auk þess sem hans er hvergi getið sem þýð- anda verksins í leikskrá. „Það er sagt að leikstjóri, sem er kallaður svo, og heitir hvorki meira né minna en Svanur, hafi unnið upp gamla þýðingu. Hann sagði mér að þetta væri mjög léleg þýðing. Ég kannaði því málið og það kom á daginn að þetta var mín þýðing. Ég uni því náttúrulega ekki nema það sé leitað til mín og beð- ið um leyfi. Ég hef gefið mönnum leyfi til að nota þýðingar eftir mig, en það gildir ekki þegar menn koma dreissugt fram og taka til sín ófrjálsri hendi,“ segir Thor og hefur látið málið berast til Bandalags íslenskra leikfélaga og til Rithöfundasamband íslands. „Þetta verður ekki látið líðast. Þetta er mál sem varðar allan rétt og réttlæti í þess- Thor Vil- hjálmsson: „Ég hef gefið mönnum leyfi til að nota þýðing- ar eftir mig, en það gildir ekki þegar menn koma dreissugt fram og taka til sín ófrjálsri hendi." um efnum, að menn geti ekki bara skrifað sig fyrir annarra manna verk- um. Og það sem ekki er síður alvarlegt í mínum augum er að klæmast á mín- um texta. Þegar ég hef snúið Albee get- ur enginn farið að klæmast á mínum texta, hvort sem hann lætur sem hann eigi það eða lætur þess ekki getið," segir Thor. „Ég hef einu sinni neyðst til að gerast lögfræðingur til að veija mig, til að tryggja mér málffelsi og ég held að flestir hafi talið mig hafa haft sigur í því máli, en ég er afskaplega feginn að vita af málinu í höndum Ragnars Aðal- steinssonar, lögfræðings Rithöfunda- sambandsins“. til veiða í fiskveiðilögsögu íslands. Formaður sjávarútvegsnefndar kvaðst óttast að samningurinn gerði Is- lendingum erfitt fyrir í síldarsamning- um í ffamtíðinni, og bætti við: „Ég ótt- ast einnig urn ffamhaldið hvað varðar önnur deilumál okkar við Norðmenn, ef hendumar sem áramar halda verða áífam svona loppnar, einsog þetta sam- komulag ber með sér.“ Össur sagði að samningurinn bæri með sér að íslensku ráðherramir hefðu fyrst og fremst þurft að sýna að þeir gætu náð samningum. Hann vakti at- hygli á þeim orðum Halldórs Ásgríms- sonar að nú gæti heimurinn séð að ís- lendingar gætu samið, og bætti við: „Hæstvirtum ráðherra er nokkuð í mun að sýna ffam á að sjálfur geti hann gert samninga, vegna þess að það hefur ver- ið beðið eftir verkunum eftir öll þau orð sem vom látin falla í upphafi kjör- tímabilsins. Þessi samningur er því miður ekki nógu góður. Og við þurfiun að spyija okkur núna: Réttlætir þessi slaki árangur sem núna náðist það, að við náum ef til vill betri samningi í ffamti'ðinni?“ Jón Ormur spáir í spilin eftir kosningarnar á Bretlandi bls. sjö Þorsteinn Pálsson - á pólitískum pollabuxum. Sjá grein Hrafns Jökulssonar bls. tvö Prófaðu hann til dæmis með: ► bökuðum baunum, ► brúnuðum lauk og spældu eggi, ► kartöflusalati og fersku grænmet ► eða skerðu hann í litla bita og útbúðu spennandi sumarsalat. i Notaðn ! piparköku- f tnótið og búöu lil lisköntl, lisksvín, liskblóm cö.i annaö scm börnin \ilja bclsi. TAKTU EFTIR NYJA UTLITINU!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.