Alþýðublaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. mai 1996 Stofnað 1919 68. tölublað - 77. árgangur ■ Miklar líkur á forsetaframboði Jóns Baldvins Hannibalssonar Mun ekki draga fólk á svörum - segir Jón Baldvin. „Hingað til hef ég ekki leitt hugann að þessu í alvöru, en nú verður ekki undan þvívikist." „Það tjáir ekki að neita því, að fast hefur verið að mér sótt um ákvörðun í þessu máli. Hingað til hef ég ekki leitt hugann að þessu í alvöru, en nú verð- ur ekki undan því vikist. Það fólk sem hefur lagt að mér verðskuldar svar. Við Bryndís áskiljum okkur tíma til að hugsa málið vandlega, en við mun- um ekki draga fólk á svörum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í samtali við Alþýðu- blaðið í gær um möguleika á forseta- framboði sínu. Síðustu daga hefur nafn Jóns Bald- vins verið nefnt æ oftar í sambandi við framboð til embættis forseta íslands. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa menn úr öllum áttum skorað á Jón Baldvin að gefa kost á sér. Össur Skarphéðinsson þingmaður Alþýðu- flokksins hefur sagt að hann telji mikl- ar líkur á framboði Jóns Baldvins, og viðmælendur blaðsins í gær voru flest- ir sömu skoðunar. „Framboð Jóns Baldvins myndi breyta öllum línum í kosningabarátt- unni. Fyrir vikið yrði baráttan miklu jafnari og meira spennandi. Svo mikið er víst að Ólafur Ragnar verður ekki sjálfkjörinn ef Jón Baldvin fer fram,“ sagði einn af samstarfsmönnum Jóns Baldvins í samtali við blaðið í gær. „Vissulega leggur hann mikið und- ir, en það hefur Jón Baldvin gert áð- ur,“ sagði annar viðmælandi. „Við Bryndís áskiljum okkur tíma til að hugsa málið vandlega, en við munum ekki draga fólk á svörum." Tilbrigði við kven- líkamann „Einstaklingurinn er ríkur ef hann getur leitað úr hraðan- um og farið inn á við í til- raun sinni til að skapa. Ég held að slíkt sé hverjum manni hollt, hvort sem hann kallar sig listamann eða ekki," segir Guðný Rósa Ingimarsdóttir sem á föstu- dag opnar fyrstu einkasýn- ingu sína á Mokka. Sjá við- tal á blaðsíðu fjögur. A-mynd: E.ÓI. ■ Tlllögur um endurskoðun útvarpslaga Lýsa andúð á Ríkisútvarpinu - segir Svavar Gestsson „Ég er satt að segja hissa á þess- um tillögum því mér finnst þær lýsa svo mikilli andúð á Ríkisút- varpinu. Þess vegna held ég að það sé ekki svo rnikil ástæða til að taka mark á þeim. Ég held reyndar að þessar tillögur komist ekki í fram- kvæmd. Aðalgallinn við þær verð- ur kannski sá að það er búið að borga fyrir þær peninga úr ríkis- sjóði og fróðlegt væri að vita hvað útgáfa á skýrslunni kostar og starfsmaðurinn sem var ráðinn til að vinna hjá þessari innanflokks- nefnd Sjálfstæðisflokksins," segir Svavar Gestsson alþingismaður um skýrslu starfshóps sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á útvarpslögum og starfsemi Ríkisútvarpsins. Þessar tillögur virðast ætla að verða til- efni hatrammra pólitískra deilna, enda ljóst að Framsóknarflokkur- inn er ekki samstiga Sjálfstæðis- flokki í þessu efni. Skýrslan verður líklega til umræðu á Alþingi í dag. Sjá blaðsíðu 4-5. Nietzsche lýsti yfir að guð væri dauður og vildi nýtt siðferði, herra- siðferðið, þar sem meðalmennsk- unni var hafnað og mikið lagt upp úr vilja mannsins til valda. ■ Fyrirlestrar um heimspeki Hugsun Nietzsches var í molum - segir Kristján Árnason lektor og telur heimspekinginn þýska ekki síður skáld en hugsuð ,JÉg ætla að tala vítt og breitt um Ni- etzsche og reyna að átta mig á hvemig eigi að skilgreina hann í sögulegu sam- hengi," segir Kristján Ámason, lektor í bókmenntafræði, en í kvöld klukkan hálf níu verða haldnir þrír fyrirlestrar á Komhlöðuloftinu um þýska heimspek- inginn Friedrich Nietzsche. Auk Krist- jáns verða fyrirlesarar Vilhjálmur Ámason, dósent í heimspeki, og Arthúr Björgvin Bollason sem þýddi Handan góðs og ills, eitt höfúðverk Nietzsches. Kxistján segir Nietzsche sérstakan meðal heimspekinga. „Hann er alveg eins rithöfundur og skáld eins og hugs- uður. Hann er ekki mjög kerftsbundinn, hugsun hans er svolítið shtrótt, jafnvel í molum að því er virðist og mjög mót- sagnakennd. Þrátt fyrir það beinist hún í ákveðna átt, það er að segja gagnrýni hans á heimspekihefð Vesturlanda þar sem sameinast kristinn arfur og fom- grískur eða skynsemishyggja Sókrates- ar. Hann beinir spjótum sínum að þessu, fom grískri skynsemishyggju og kristinni trú,“ segir Kristján og ætlar í erindi sínu að leggja sérstaka áherslu á þá hlið Nietzsche sem honum fmnst at- hyglisverðust: skáldið og listamanninn. ■ Forsetakosningarnar Ólafur með þúsund sjálf- boðaliða Hátt í þúsund manns hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar, samkvæmt upplýs- ingum frá kosningamiðstöð hans. Stuðningsmenn Guðrúnar Agnarsdóttur eru búnir að safna tilskildum fjölda meðmælenda og ætla að skila inn formlegu framboði í næstu viku. Pétur Kr. Hafstein opnar kosningamiðstöð um helgina og á næstu dögum ætla stuðningsmenn Guðrúnar Pétursdóttur að ljúka söfnun meðmælenda. Sjá blaðsíðu 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.