Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MPBUBLMÐ
Miðvikudagur 15. maí 1996
Stofnað 1919
71. tölublað - 77. árgangur
Kröfur hundsaðar um breytingar á frumvörpum um vinnumarkaðsmál
Ríkisstjórnin er að
breyta lýðræðisforminu
- segir Rannveig Guðmundsdóttir formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins.
„Það er óhugnanlegt að finna að
það er enginn bilbugur á stjórnarliðum
og ég efast um að þeir viti hvað það er
verið að brjóta stórt og slæmt blað í
sögunni," sagði Rannveig Guðmunds-
dóttir alþingismaður og fulltrúi í fé-
lagsmálanefnd í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær. Rfldsstjórnin hefur huns-
að kröfur verkalýðsnreyfingarinnar og
stjórnarandstöðunnar um grundvallar-
breytingar á frumvörpum um stéttar-
félög og vinnudeilur, og hyggst knýja
málið gegnum þingið. Verkalýðs-
hreyfingin hefur brugðist hart við, og
hótar verkföllum þegar samningar
losna.
„Annað hvort slá stjórnarliðar höfð-
inu við steininn, hvað varðar flilutun í
samningamál launþega, eða þeim er
nákvæmlega sama. Þeir ætla á þessu
afmælisári ASÍ að fara fram með full-
komnu valdi með vinnumarkaðsfrum-
vörpin og beygja verkalýðshreyfing-
una með offorsi," sagði Rannveig og
telur að með frumvarpinu sé verið að
vflcja frá sáttavinnubrögðum, sem hafa
viðgengist síðustu sextíu ár. „Þetta er
miklu stærra mál en að flytja frum-
varp og vilja breytingar, vegna þess að
það er í raun og veru verið að ger-
breyta sameiginlegu lýðræðisformi á
Norðurlöndum. Og ég vil benda á að
við sem höfum unnið á norrænum
vettvangi höfum oft lent í að fara til
annarra landa sem fulltrúar Norður-
landa. Þá höfum við gjarnan vakið at-
hygli á því sem kallað er norrænt
módel og hefur djúpa stoð í lýðræðis-
legum samskiptum stjórnvalda og
þegna. Á öðrum Norðurlöndum er far-
in sáttaleið að allri þróun í vinnumark-
aðsmálum og á flestum stöðum eru
lög, sem hafa verið sett í fullri sátt
milli aðila, eða það er hefð, sem hefur
þróast í sátt við alla, eins og í Dan-
mörku. Þetta mikla lýðræðisform er
ríkisstjórnin nú að brjóta," sagði
Rannveig.
Rannveig: Stjórnarliðar ætla á af-
mælisári ASÍ að fara fram með full-
komnu offorsi gegn verkalýðs-
hreyfingunni.
¦ Alþýðuflokkur og Sjátístæð-
isflokkur mynda meirihluta í
ísafjarðarbæ
Kröf ur Funk-
listans óað-
gengilegar
- segir Björn Hafberg varabæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins um við-
ræður annarra flokka en Sjálfstæð-
isflokksins um myndun meirihluta.
„Það er búið að skrifa undir mál-
efnasamning með fyrirvara um sam-
þykki félagsmanna og ég mun meta
hann á fundinum eins og aðrir félags-
menn," segir Björn Hafberg en í gær-
kvöldi funduðu alþýðuflokksmenn í
ísafjarðarbæ um málefnasamning við
Sjálfstæðisflokkinn. Ástæður þess að
svo fljótt slitnaði upp úr viðræðum A,
B, F og E-lista segir Björn vera kröfur
E- listans. „Það var E-listinn sem sleit
þessum viðræðum með því að setja
kröfur sem menn gátu ekki sætt sig
við, kröfur um ákveðna skiptingu
embættanna sem um er að tefla. Þann-
ig strandaði á því. Alþýðuflokkurinn
hafði því ekki aðra kosti en annars
vegar að reyna að komast inní þetta
samstarf, sem hafði verið lagður
grunnur að, eða að draga sig út úr
þessu og sitja í rninnihluta. Þetta eig-
um við eftir að ræða," sagði Bjöm.
Aelleftu
stundu í Kaffi-
leikhúsinu
/ kvöld kiukkan 21 verða tveir
einleikir frumsýndir í Kaffileik-
húsinu f Hlaðvarpanum undir
heitinu „Á elleftu stundu". Sýn-
ingin er liður í einleikjaröð Kaffi-
leikhússins þar sem ungir leik-
arar flytja einleiki í leikstjórn
þekktra og reynda leikstjóra.
Leikstjóri að þessu sinni er Við-
ar Eggertsson og leikarar þau
Bergljót Arnalds og ValurFreyr
Einarsson. Einleikur Bergljótar
ber heitið „Hús hefndarþorst-
ans" og er leikgerð hennar
byggð á grískum goðsögnum.
Valur Freyr flytur einleikinn
„Heilt ár og þrír dagar" og er
það byggt á sannsögulegum at-
burðum. Bergljót og Valur Freyr
voru svo sannarlega á elleftu
stundu þegar Einar Ólason Ijós-
myndari leit við hjá þeim ígær.
¦ Hver verður
næsti forseti ASÍ?
Engaryfir-
lýsingar
frá okkur
Benedikt Davíðsson: Við
Hervar Gunnarsson teljum
báðir að það sé ekki málið
að menn bjóði sig fram til
þessa embættis.
„Við Hervar Gunnarsson teljum
báðir að það sé ekki málið að menn
bjóði sig fram til þessa embættis,"
segir Benedikt Davíðsson aðspurður
hvort hann gefi áfram kost á sér sem
forseti ASÍ. Hervar Gunnarsson vara-
forseti hefur þráfaldlega verið orðaður
við embætti forseta, en hann hefur
ekki viljað segja af eða á um hvort
hann gefur kost á sér. Þegar Benedikt
var kjörinn forseti fyrir fjórum árum
kvaðst hann ætla að sitja eitt kjörtíma-
bil, en nú útilokar hann ekki að hann
gefi kost á sér áfram.
„Það á að vera hlutverk forystu-
manna stóru félaganna eða samband-
anna að velja forystu ASI með tilliti til
málefnaundirbúningsins og þeirrar
stefnumörkunar, sem við erum að
vinna að fyrir komandi tímabil. Þeir
eiga að gera tillögur um nýja forystu
fyrir sambandið. Fyrr en þeirri vinnu
er lokið er engra yfirlýsinga að vænta
frá okkur," segir Benedikt en þing
ASÍ stendur frá 20. til 24. maí.
Kirkjurækinn áhuga-
maöur um íþróttir
- Víkur-Skuggi blaðsíða 2
Fasisti á forsetastóli
- sjá leiðara blaðsíða 2
Afhverju eru kratar
alltaf að rífast?
- Þóra Arnórsdóttir blaðsíða 3
Strompur á
Þjóðleikhúsinu
- Snorri Freyr Hilmarsson
blaðsíða 6
Mandela
- Heimakær
og huggulegur
blaðsíða 7
¦ Verður næsti forseti lýðveldisins kostaður af tveimurtil þremur stórfyrirtækjum? ísland eitt af fáum
löndum þarsem engin lög eru um fjármál frambjóðenda eða stjórnmálaflokka
Engar reglur um fjármögnun kosningabaráttu
Herdís Þorgeirsdóttir stjórnmálafræðingur: Fyrirtæki
styðja stjórnmálaflokka og frambjóðendur án þess að
nokkur spyrji um upphæðir eða nöfn, hvað þá greiða-
semi pólitíkusa í staðinn.
„Hér á íslandi styðja fyrirtæki
flokka og frambjóðendur án þess að
nokkur spyrji um upphæðir eða nöfn,
hvað þá greiðasemi pólitíkusa í stað-
inn. Næsti forseti lýðveldisins gæti
hæglega verið kostaður af tveimur til
þremur stórfyrirtækjum - án þess að
almenningur hefði hugmynd um
það," segir Herdís Þorgeirsdóttir
stjórnmálafræðingur meðal annars í
mjög athyglisverðu erindi sem Al-
þýðublaðið birtir í dag. Þar fjallar
Herdís um fjármál íslenskra stjórn-
málaflokka og þá staðreynd að engin
lög eru til um þau efni. Þá ræðir hún
ítarlega um fjármögnun kosningabar-
áttu fyrir forsetakjör, og gerir saman-
burð á íslandi og óðrum löndum.
Herdís flutti erindið á fundi stjórn-
málafræðinga í síðustu viku og veitti
Alþýðublaðinu góðfúslegt leyfi til að
birta það.
Hún segir ennfremur: „Af hverju
eru flokkarnir svona ólýðræðislegir
að opna ekki bókhald sitt? Hér getur
verið um stórfelld fjárfratnlög að
ræða, þar af leiðandi óeðlilega mikil
áhrif ákveðinna fjársterkra aðila á
stóran hóp kjörinna fulltrúa - sem
geta ekki lengur staðið við stjórnar-
skrárheit sitt um að vera bundnir
sannfæringu sinni, því þeir eru
bundnir einhverjum kaupsýslumönn-
um.
í flestum vestrænum ríkjum - fyrir
utan ísland og hið sorglega dæmi af
móðurjörð Magna Carta, Bretlandi -
eru víðast ákveðin lög, þó ekki sé
um heildarlöggjöf að ræða, sem lúta
að þessum málum. Ameríkanar tala
gjarnan um hin þroskuðu lýðræðis-
rfki Vestur-Evrópa enda byggja þeir
sína lýðræðishefð á Magna Carta og
merkilegu framlagi Englendinga í
þágu lýðræðis £ gegnum aldiraar, en
hvað sem öllu tali um þúsund ára Al-
þingi íslendinga líður flokkumst við
vart undir þroskað lýðræðisrfki með
engin lög um fjárreiður flokkanna,
upplýsingaskyldu framlaga og svo
framvegis. Með þúsund ára sögu á
bakinu og aðeins komin þetta stutt,
er nær að segja að við séum þroska-
heft lýðræði."
Herdís nefnir mörg lönd þarsem
skýrar reglur um fjármál flokka og
frambjóðenda, og segir:
„Það er löngu tímabært að opna
umræðu um fjárreiður stjórnmála-
flokka og fjárstuðning við frambjóð-
endur - hvort sem er til þings eða
forseta. Það er hnekkir fyrir lýðræð-
ishugsjónina ef almenningur hefur
það á tilfinningunni að sumir eigi í
krafti fjármuna greiðari aðgang að
kjörnum fulltrúum, jafnvel forsetinn,
og það sé aðeins fyrir sterkefnaða
einstaklinga að fara í framboð eða
fólk á framfæri fyrirtækja. Spurning-
in snýst ekki eingöngu um hvað er,
heldur einnig hvað virðist. Það er
nauðsyn á víðtækari kosningalög-
gjöf, þar sem sett eru inn ákvæði um
fjárframlög einkaaðila og opinbera
styrki. Slík lagaákvæði eru óhjá-
kvæmileg í lýðræðisrfki til að draga
úr áhrifum fjársterkra aðila, jafna
möguleika einstaklinga og samtaka,
efla heiðarleika í kosningabaráttu og
auka tiltrú almennings á kosninga-
fyrirkomulaginu."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8