Alþýðublaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 1
ÆT ■ Olafur Ragnar Grímsson settur í embætti forseta Islands Starfforseta þjónusta við þjóðina - sagði Ólafur Ragnar í innsetningarræðu sinni. Olafur Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Islands við hátíðlega athöfn í Alþingis- húsinu í gær. I innsetningar- ræðu sinni sagði Ólafur Ragn- ar: „Það er einlægur ásetningur minn sem forseti lýðveldisins að tengja saman krafta og hug- vit allra þeirra sem móta vilja sýn þjóðarinnar til nýrrar aldar og ræða þau markmið sem geta sameinað hana til góðra verka.“ Ólafur Ragnar gerði hlut ungu kynslóðarinnar í mótun íslensks nútímaþjóðfélags að umtalsefni og sagði: „Sú kyn- slóð kvenna og karla sem nú er að útskrifast úr skólum er hin fyrsta á íslandi sem hefur heiminn allan að vinnusvæði... Þá vaknar sú spurning hvort okkur tekst að sigra í hinni al- Þingmaöur sjálfstæðismanna, Árni Johnsen, brunaði til athafnarinnar í Dómkirkjunni á mótorhjóli og kiæddur kjólfötum. Meðan Ólafur Ragnar undirritaði drengskaparheitið sat Davíð Odds- son þungt hugsi. þjóðlegu samkeppni um unga fólkið á Islandi. Mun það kjósa að búa með okkur hér í útsæn- um eða afla sér viðurværis ann- arsstaðar? Svarið ræðst af því hvernig okkur, sem stöndum fyrir ráðum, tekst að opna hug okkar og setja þjóðinni hæfileg markmið." Ólafur Ragnar sagði í ræðu sinni að brýnt væri að mynda þjóðarvilja og trausta samstöðu svo lífskjör allra íslendinga gætu jafnast á við það sem best gerist hjá nágrannaþjóðunum. Undir lok ræðu sinnar sagði Ólafur Ragnar: „Að rækta starf forseta íslands er fyrst og fremst þjónusta við þjóðina. Einungis dómgreind, lífs- reynsla og lifandi tengsl við fólkið í landinu geta vísað for- seta rétta leið í starfi.“ Ólafur Ragnar, fimmti forseti lýðveldisins, og Guðrún Katrín, eiginkona hans, á svölum Alþingishússins, en mikill mannfjöldi var samankominn á Austurvelli og hyllti þau hjón. ■ Von á 6 þúsund manns á Siglufjörð Einstaka íbúar leggja á flótta -segirTheodór Júlíusson, „en flestir skemmta sér vel". „Fólk fór að streyma inní bæinn í gær,“ segir Theódór Júlíusson fram- kvæmdastjóri Síldarævintýrisins á Siglufirði í samtali við Alþýðublaðið. Síldarævintýri hefur verið haldið í sex ár á Siglufirði, við góðar undirtektir. „Við eigum von á 4 til 6 þúsund manns, í fyrra voru gestimir rúmlega 10 þúsund. Auðvitað em skiptar skoð- anir um hátíðina; einstaka íbúar leggja á flótta þegar bærinn fyllist af fólki, en mikill meirihluti tekur þátt í skemmt- uninni og hefur gaman af. Hátíðin hef- ur til allrar lukku alltaf farið vel fram; í bænum em nú ekki nema átta fanga- klefar, sem hafa dugað okkur. Þeir sem þá gista em helst að sofa úr sér, alvarlegra er það ekki,“ segir Theodór. ■ 12 þúsund til Eyja Ólátaseggir með frímerki á rassinum heim -segir Björn Þorgrímsson. Björn Þorgrímsson er frant- kvæmdastjóri Þjóðhátíðarinnar í Eyj- um. „Gestir eru óvenju snemma á ferðinni í ár,“ segir Bjöm í samtali við blaðið. „Við tökum þetta snemma hér í Eyjum, því fjörið hófst strax á mið- vikudagskvöld." Eyjamenn eiga von á stórhátíð í ár, Bjöm giskar á að gest- imir verði 12 þúsund. „f fyrra komu um það bil 10.000 gestir á Þjóðhátíð," segir Bjöm, og bætir við: „hér hefur alltaf verið haldin ein stærsta hátíðin um Verslunarmannahelgina. Hér er gífurlega margt um að vera sem laðar fólk að, til dæmis flugeldasýningin, brennan og síðast en ekki síst Arni Johnsen í Brekkunni með sinn tíuþús- und manna kór. Bjöm segist ekki hafa miklar áhyggjur af ólátum þrátt fyrir stórhátíð. „Svona vesen er búið - fyrir nokkmm árum voru oft ægileg ólæti og slagsmál á svæðinu, en það er sem betur fer liðin tíð. Skemmdafíknin hefur rénað. Við höfum stóreflt lög- gæslu og gæslan í dalnum er öflug. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, og alltaf þarf að hafa afskipti af einhverjum. En ólátaseggir fara í steininn og svo með frímerki á rassin- um heim,“ segir Bjöm. 16 þúsund á leið í Galtalækjarskóg Hann vill engafordildí kring- um sig hann Ólafur Ragnar -segir Jón K. Guðbergsson. „Gestir föru að streyma að strax á miðvikudagskvöld. Við eigum von á sem flestum... einhver nefndi töl- una 5 tii 9 þúsund, en ætli 5 eða 6 þúsund sé ekki heiðarleg áætlun,“ segir Jón K. Guðbergsson formað- ur mótsnefndar bindindismótsins í Galtalækjarskógi. „Veðrið spilar alltaf stóra rullu og spáin er rneiri- háttar. Ég veit raunar ekki hvað veðurfræðingar segja, hef hreinlega ekki haft tima til að hlusta á þá, en ég spái dásamiegu veðri sjálfúr. Svo verðum við að sjá hvursu spámann- lega ég er vaxinn. Óiafur Ragnar hefur sagst ætla að heimsækja okk- ur, sem við teljum mikinn heiður. Hann verður þarna með sinni fjöl- skyldu, einsog hver annar mótsgest- ur. Hvort hann sefur í tjaldi eða fer heim af'tur að kvöldi veit ég ekki, en hér er enginn viðbúnaður. Vilji hann gista verður hann að koma með eigið tjald. Hann vill enga for- dild í kringum sig hann Olafur Ragnar,“ segir Jón K. ÚTSALAN í fullum gangi ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Mo/ afsláttur af flestum vörum /o Frábærl verð benelfon Gerið góð kaup Laugavegi 97, sími 552 2555

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.