Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 1
Helgi Skúlason leikari látinn Þingmenn mæta í vinnuna Helstu fyrirmenn landsins ganga fylktu liði úr Dómkirkj- unni til þinghússins f gær, en þá kom Alþingi saman. Fremst ganga forseti og biskup, en næst þeim koma Davíð Odds- son forsætisráðherra, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forseta- frú og Ólafur G. Einarsson for- seti Alþingis. Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar forseta er birt í Alþýðublaðinu í dag. ■ Útrás íslenskra poppara. Gus Gus hópurinn er helsta vonarstjarnan nú um stundir Viðtökur breskra tímarita lofa góðu - segir Baldur Stefánsson framkvæmdastjóri Gus Gus. „Það er blússandi gangur á þessu. Við gefum út stóra piötu í mars en þangað til verða gefin út lög af henni - svokallaðir „singles". Þessi umsögn í MUZIK Magazine gefur góð fyrir- heit,“ segir Baldur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Gus Gus hópsins í stuttu samtali við Alþýðublaðið. Smáskífan Chocolate með Gus Gus var valin smáskífa mánaðarins í MUZIK Magazine en að sögn Bald- urs er tímaritið víðlesið og reyndar eitt helsta tímaritið í tónlistarbransan- um. Auk þess hefur Gus Gus fengið lofsamlega dóma í The Face, 1D, Mix Mag og The Guest List sem allt eru þekkt tónlistartímarit. Lagið „Chocolate" er nú í 5. sæti á óháðum lista BBC. Baldur segir að smáskífan Chocolate verði ekki seld í búðum heldur hafi hún verið gefin út í tak- mörkuðu upplagi og dreift á útvarps- stöðvar og til áhrifamanna í tónlistar- heiminum. Hins vegar sé að koma út í næstu viku, aðeins á Bretlandi, smá- skífan Polyesterday en stuttmynd við lagið verður frumsýnd á MTV á næst- unni. íslenskir bíógestir geta séð myndina sem verður sýnd sent for- mynd við Djöflaeynna. Gus Gus, sem inniheldur níu meðlimi, er með fimm plötu samning við 4AB, sem að sögn Baldurs er umfangsmikið útgáfufyrir- tæki. 4AB hefur meðal annars verið með tónlistarmenn á borð við Pixies, Nick Cave og The The á sínum snær- um. Aðfararnótt Þriðjudags and- aðist í Reykjavík Helgi Skúlason leikari. Með Helga er fallinn frá einn af stærstu og áhrifamestu leikhúslista- mönnum þjóð- arinnar undan- farna áratugi. í upphafi ferils síns valdi hann sér stafsvettvang með Leikfélagi Reykjavíkur og fyllti þann flokk sem breytti Leikfélaginu í atvinnuleikkhús og var síðan lengi einn af for- ystumönnum þess, í félagsstarfi, en þó fyrst og fremst sem einn af bestu leikurum þess og afkasta- mikill og virtur leikstjóri. Síðar fór hann til starfa við Þjóðleik- húsið og hélt þar áfram að vera leiðandi leikari og leikstjóri. Verk Helga Skúlasonar sem leikhús- listamanns er fjölmörg, má þar meðal ann- ars nefna;---- . Þá eru ótalin hlutverk hans í k vikmyndum, en á engann er hallað þó sagt sé að hann var sá leikari íslenskur sem bestum ár- angri náði í glímunni við þann miðil og mesta athygli vakti meö öðr- um þjóðum saman ber hlut- verk hans í Leiðsögumann- inum eftir norska Leik- stjórann —. Helgi Skúlason er einn þeirra sem ruddu hinni ungu listgrein hér á landi, leiklistinni, braut og framganga hans og virðing fyrir listinni hlýtur að verða öörum til eftirbreytni. Alþýðublaðið vottar aðstandendum dýpstu samúð sína. ■ Ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna krefjast jöfunar atkvæðisréttar Stór hópur ungs fólks vill róttæk- ar breytingar - segir Vaidimar Valdimarsson ritari Sambands ungra fram- sóknarmanna: „Framsóknar- flokkurinn hefur staðið vörð um kerfið. Menn eru að gera sér grein fyrir að óréttlætið gengurekki lengur „Stór hópur ungs fólks í Framsókn- arflokknum vill gera róttækar breyt- ingar á kosningakerfinu. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir að nú- verandi kerfi er óréttlátt og það þarf að leiðrétta," sagði Valdimar Valdimars- son ritari Sambands ungra framsókn- armanna (SUF) í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. SUF stendur að ályktun, auk fjög- urra annarra ungliðasamtaka í stjóm- málaflokkunum, þarsem þess er kraf- ist að atkvæðisréttur verði jafnaður á Islandi. Forsvarsmenn ungliðahreyf- inganna afhentu formönnum stjóm- málaflokkanna ályktunina að lokinni þingsetningu í gær. Þar er þess krafist að Alþingi hefjist nú þegar handa við endurskoðun kosningalaga lýðveldis- ins, svo tryggt sé að henni verði lokið áðuren gengið verður til kosninga að nýju. Framsóknarflokkurinn hefur löng- um beitt sér gegn breytingum á kosn- ingalögum, sem miða að jöfnun at- kvæðisréttar. Valdimar sagði að Fram- sókn hefði til þessa „staðið vörð um kerfið“, en að hugarfarsbreyting væri að eiga sér stað. „Menn em að gera sér grein fyrir að óréttlætið gengur ekki lengur,“ sagði hann. Valdimar sagði að sjónarmið ungra framsóknarmanna ættu stuðning í þingflokknum, og ekki bara hjá þing- mönnum flokksins á suðvesturhom- inu. Hann kvaðst eiga von á því, að málið yrði tekið fyrir á flokksþingi Framsóknar síðar í haust. ■ Stúdentar æfir vegna menntaþingsins sem Björn Bjarnason hefur boðað til r tímar með gömlu fólki? Nýi - spyr Vilhjálmur H. Vilhjálms- son formaður Stúdentaráðs: „Menntamálaráðherra hefur úthýst námsmönnum frá menntaþingi." „Þetta er greinilega glansþing sem Bjöm Bjamason menntamálaráðherra hefur boðað til 5. október. Náms- mönnum hefur verið úthýst. Þingið ber yfirskriftina: Til móts við nýja tíma. Það er hins vegar ekki á dagskrá að hafa námsmenn með í ráðum. Það má spyrja hvort Bjöm Bjamason ætlar til móts við nýja tíma með gömlu fólki?“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálms- son formaður Stúdentaráðs. Námsmönnum sjálfum er ekki ætl- aður stór hlutur á þinginu og Vil- hjálmur segir að ekki verði velt upp einni einustu spurningu varðandi menntamál sem gæti orðið Birni óþægileg. „Það var haft samband við mig fyrir mánuði og stúdentum boðin þátttaka. Ég sagði já og bað um dagskrá," segir Vilhjálmur. „Starfsmenn ráðuneytisins sögðu að það yrði hringt í mig og loks var ég boðaður, ásamt öðrum for- svarsmönnum námsmannahreyfingar- innar, til fundar síðastliðinn fimmtu- dag í Háskólabíói, en þar á þingið að vera. Þeir byrjuðu á að sýna okkur hvar við gætum hengt upp veggspjöld og boðið gestum, brosandi, bæklinga," segir Vilhjálmur en þá sá hann fyrir- hugaða dagskrá í fýrsta sinn. „Ég setti strax fram ákveðnar at- hugasemdir við hana. 59 aðilar eru með framsögur á þinginu eða sitja í pallborði. Þar af einn námsmaður, 19 ára gamall, og hann á að tala um dóp. Jafnframt gagnrýndi ég að ekki er velt upp einni einustu spumingu sem gæti hugsanlega verið umdeild. Þama á að ræða gæði og árangur skólastarfs án þess að spyrja einn einasta sem situr á skólabekk hvemig gæði skólastarfsins eru,“ segir Vilhjálmur og telur það af- ar sérkennilegt. Hann segir að fyrirhugað sé að ræða menntun og jafnrétti en ekki á að minnast einu orði á LÍN svo eitt dæmi sé tekið. Vilhjálmur spurði starfsmann ráðuneytisins hvort stúdentar ættu haga kynningu sinni eins og þá listi í því homi bíósins sem þeim var ætlað. „Þeir segja að það sé í lagi svo fremi að hún verið innan almennra velsæm- ismarka. Þá hringi ég beint í Háskóla- bíó og bóka sal 5 og fékk hann, reynd- ar eftir að menntamálaráðherra hafði lagt ble^un sína yfir það. En klukkan hálf fimm á föstudegi er hringt úr bíó- inu og okkur sagt að ráðuneytið hafi sett þeim stólinn fyrir dymar - við fengjum salinn ekki,“ segir Vilhjálm- ur. Hann hafði samband við ráðuneytið strax á mánudegi en segist hafa fengið óskýr svör við spurningum sínum, menntamálaráðherra þurfti allt í einu á salnum að halda og fleira í þeim dúr. Stúdentar ætla ekki að taka þessari af- greiðslu þegjandi. „Námsmannasamtökin ætla að efna til eigin menntaþings á laugardaginn milli eitt og hálf fjögur þar sem þau mál, sem ráðherra telur of viðkvæm til að á þau sé minnst, verða rædd. Þingið verður haldið í 100 fermetra tjaldi, úti í kuldanum þangað sem okkur var vís- að af ráðherra, á grasbletti milli Suð- urgötu og Hótel Sögu. Það er af nægu að taka þegar umræðuefnin em annars vegar til dæmis hvort menntun eigi aðeins að vera fyrir þá sem hafa efni á henni,“ segir Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.