Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ_______________________FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 skoðanir MPÍBHBLMD 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Leysum Smugudeiluna Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hvatti til þess í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn sinni til Noregs, að ís- lendingar og Norðmenn settu niður deilur sínar um veiðar í Smugunni. Hann vitnaði til sameiginlegrar fortíðar, þar sem sagnaritarar á borð við Snorra lýstu frækilegum átökum höfð- ingja, en greindu einnig skilmerkilega frá hæfni harðsnúinna fjandvina til að setja niður deilur og skapa sættir. Það er sú sam- eiginlega arfleifð, sem okkur ber enn að hafa í heiðri, sagði forseti íslands. Þetta eru orð að sönnu. Herra Ólafur Ragnar á hrós skilið fyrir það frumkvæði sem hann hefur nú tekið. Það kemur hinsvegar engum á óvart sem þekkir til glöggskyggni og reynslu forsetans þegar alþjóðamál eru annars vegar. Frumkvæði hans hefur leitt til opnunar, sem bæði Norðmenn og íslendingar eiga að nýta sér til að ljúka deilunum með hætti, sem báðum þjóðum er til sóma. Vinaþjóðir, sem urðu til á svipuðum tíma, sem kalla til ríkrar frændsemi hvor við aðra, sem fylgja hvor annarri að málum í flestum efnum á erlendum vettvangi, eiga nú að slíðra sverðin. Deilumar um Smuguna hafa rist djúpt í stjómmálaátökum á ís- landi, og jafnaðarmenn hafa ráðið miklu um að Norðmönnum var mætt af fullri hörku. Það ber að rifja upp, að í djúpri efnahag- skreppu á síðasta kjörtímabili var það forysta Alþýðuflokksins, sem tók af skarið og lagðist alfarið gegn áætlun sjávarútvegsráð- herra um að stöðva Smuguveiðamar, með hæpnum lagarökum. Forysta Alþýðuflokksins kom þá í veg fyrir að vanþekking sjávar- útvegsráðherra á eðli alþjóðadeilna græfí undan hagsmunum ís- lendinga. Síðan hafa veiðamar á alþjóðlegu hafsvæði í Smugunni fært milljarða í þjóðarbúið, á tímum þegar vemlega syrti í efna- hagsál íslendinga. Nú em aðstæður allar breyttar. Norðmenn gera sér grein fýrir því, að þeir munu ekki komast upp með að flæma íslendinga frá veiðum á hafsvæði, sem er alþjóðlegt. Það birtist meðal annars í því, að í óformlegum samningaviðræðum þjóðanna hefúr komið fram vilji hjá þeim til að stuðla að því að íslendingar fái veiði- kvóta í Smugunm. Það stóð heldur aldrei til hjá íslendingum að halda úti stjómlausum veiðum um langan aldur, en á hitt ber að líta, að veiðamar áttu sér stað á tímum mikils uppgangs í þorsk- stofnum Barentshafs, þannig að aldrei var nokkur minnsta hætta á ofveiði. Nú em uppi þrennar forsendur, sem auðvelda samninga þjóð- anna: í fyrsta lagi skilja Norðmenn, að málið verður ekki leyst nema með því að íslendingar fái kvóta á hinu alþjóðlega haf- svæði. í öðm lagi er góðæri í sjávarútvegi á íslandi og allt útlit fyrir að þorskstofninn muni á næstu ámm vaxa bærilega hratt hér við land. ísland er því ekki jafn háð miklum afla úr Smugunni og áður. í þriðja lagi er gríðarlegur uppgangur í þorskstofnum Barentshafsins, sem auðveldar Norðmönnum að sættast á kvóta til íslendinga. Þetta eiga íslendingar og Norðmenn að notfæra sér til að setja niður leiðindadeilur, sem hafa skaðað samskipti þjóð- anna, þó gagnkvæmt vinarþel þeirra sé jafn ríkt og áður. Auðvitað þarf áræði til þess að breyta um stefnu í málinu. Það gildir ekki síst um jafnaðarmenn, sem hafa fylgt harðri stefnu gagnvart Norðmönnum frá upphafi. En þeir telja, að frumkvæði forseta íslands eigi að nota til að ljúka deilunum, og munu fyrir sitt leyti reyna að stuðla að farsælli niðurstöðu. Það er andstætt jafnaðarstefnu... Svavar Gestsson fjallar hér um Landsvirkjun og vitnar í Guðmund Árna Stefánsson og Lúðvík Bergvinsson máli sínu til stuðnings. Þegar umræðunni lauk um Lands- virkjun kom glöggt í ljós að mikill ár- angur hafði orðið í umræðunum; stjórnarflokkarnir höfðu haft uppi mikla svardaga og frumvarpinu hafði verið breytt h'tillega. Það tel ég árang- ur Alþýðubandalagsins, sem beitti sér í málinu sérstaklega. Stjórnarand- stöðuflokkamir höfðu mjög gott sam- starf í iðnaðamefnd, og ég gerði ráð fyrir algjörri samstöðu um málið. Við Jóhanna Sigurðardóttir höfðum unnið sameiginiega að nefhdaráliti og breyt- ingartillögu. Af einhverjum mér óskiljanlegum ástæðum var skipt um stefnu og við skiluðum að lokum sitt hvom nefndaráhtinu. Pallborð Svavar Gestsson skrifar AF hveiju? Vegna þess að sú stefna sem var knúin ‘gegn með frumvarpinu er ekki jafnaðarstefna. Það er jafnað- arstefna að stuðla að minni ójöfnuði og að jöfnum tækifærum. Hvorugt næst; sá eini jöfnuður sem eftir stend- ur er jafn réttur íbúanna á köldu svæð- unum til að flytjast f burtu. Hvar er jafnaðarstefnan? I lagabreytingunum um Landsvirkj- un felst þetta: a) arðgreiðslumar em lögfestar en ekki verðlækkunin; tillaga mín um það að verðlækkunin væru jafnsett arðgreiðslunum í lögunum var felld þrisvar í atkvæðagreiðslum. b) arðgreiðslumar em reiknaðar af 14 milljarða stofni. Þær eru 5,5 %. Það þýðir að raforkuverðið verður að vera um 700 milljónum króna hærra á ári en ella til að ná þessum markmið- um. Þessi orkuskattur leggst þeim mun þyngra á fólk sem það borgar hærra raforkuverð fyrir. Þetta er lið- lega 10 % brúttóskattur á sölu raf- magns til almenningsveitna. Það er ekki jafnaðarstefna. c) með lagabreytingunni ræður iðn- aðarráðherra Framsóknarflokksins einn öllum fulltrúm ríkisins. Það er ekki Iýðræðislegt. Nær hefði verið að fara að óskum REykjavíkurborgar. Þær vom að ríkið keypti hlut borgarinnar út úr Lands- virkjun. Það er mjög erfitt fyrir Reykjavík að vera inni í Landsvirkjun og það er fráleitt að hafna óskum borgarinnar í þessu efni. Því varð borgin að taka þeirri niðurstöðu sem felst í arðgreiðslunum. Það er mikil óánægja með þennan samning hjá Reykjavíkurborg. Bókanir um aðra forgangsröðun hjóm Hver er niðurstaðan? Hún er sú, að það verður að breyta Landsvirkjun. Það verður að skipta henni upp að mínu mati í framleiðslufýrirtæki ann- arsvegar og sölu- og dreifingarfyrir- tæki hinsvegar. Og framleiðslufyrir- tækinu á að skipta í tvennt, það er í fyrirtæki sem selur til stóriðju annars- vegar en almenningsveitna hinsvegar. Sú lota sem var tekin um Landsvirkj- un á þinginu núna var aðeins fyrsta vers; ekki það síðast. “Þetta frumvarp,” sagði Lúðvík Bergvinsson, “gengur út á að löggjaf- arvaldið staðfesti og leggi blessun sína yfir samkomulag eigenda um skipt- ingu herfangsins.” Og Lúðvík sagði einnig: “Arðgreiðslurnar em...fórna- kostnaður. Þann kostnað er lands- byggðinni ætlað að greiða í formi hækkaðs raforkuverðs. Bókanir um aðra forgangsröðun á markmiðum fyr- irtækisins em því hjóm eitt.” Ósamrýmanleg markmið Guðmundur Ami Stefánsson er sá þingmaður í sveit Alþýðuflokksins sem þekkir best til Landsvirkjunar; hann var þar í stjóm um skeið. Hann sagði meðal annars: “Markmiðin um hækkaðar arðgreiðslur og síðan lækk- un rafmagnsverðs ganga einfaldlega í eðh sínu hvort gegn öðm.” Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins af Vestfjörðum sat hjá við afgreiðslu málsins og sagði meðal annars: “...tel ég forsendur til arðgreiðslna ákaflega hæpnar...” Og félagi hans Einar Oddur Kristjánsson var á móti frumvarpinu samkvæmt yf- irlýsingum. Þingmaður Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum Gunnlaugur Sigmundsson greiddi frumvarpinu aldrei atkvæði og það er athyglisvert að þegar upp er staðið þá fékk þetta frumvarp um Landsvirkjun aðeins eitt þingmannsatkvæði frá Vestfjörðum. Aðeins eitt. Það er andstætt jafnaðar- stefnunni í minni atkvæðaskýringu við loka- afgreiðslu málsins komst ég meðal annars svo að orði: “Það er andstætt jafnaðarstefnu Alþýðubandalagsins að skattleggja mest þá sem borga hæsta raforkuverðið fyrir...” Höfundur er alþingismaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.