Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 05.07.1976, Blaðsíða 1
 um ekki eftir að lifa neitt þessu líkt" — sagði Hinrik Bjarnason, einn víkinganna, sem sigldu Leifi Eiríks- syni upp Hudson fljót í New York „Þetta var alveg ógleyman- leg stund, allt gekk Ijómandi vel og sigling okkar vakti töluveröa athygli,” sagöi Hinrik Bjarna- son, framkvæmdastjóri æsku- lýösráös Reykjavikur er Vlsir ræddi viö hann I New York I morgun, en Hinrik var sem kunnugt er, einn vikinganna, sem sigldu langskipinu Leifi Ei- rikssyni upp Hudsonfljot f gær, i tilefni 200 ára afmælis sjálf- stæöis Bandarikjanna. „Margir héldu nú, að einhver vandræði kynnu að hljótast af þvi, þegar um 300 skip af ýms- um geröum sigldu samtimis þessa 50 kilómetra leiö upp ána en þetta gekk allt saman stór- slysalaust. Þarna var eitt haf af seglum með tilheyrandi bægsla- gangi, en þaö fórst enginn maður, svo mikiö er vist, og viö komumst klakklaust á leiðar- enda á Leífi Eirikssyni,” hélt Hinrik Bjarnason áfram. Hann sagöi aö þau seglskip- anna, sem veriö heföu eitthvað óvenjuleg heföu vakiö mesta at- hygli á siglingunni og nefndi I þvisambandiannars vegar skip þeirra vlkinganna Leif Eiríks- sonog hins vegar efdrllkingu af skipi Kolumbusar Santa Maria. I beinni sjónvarpsútsendingu frá siglingunni i gær heföi sér- staklega veriö vakin athygli á einum fimm skipum af þeim 300, sem formlega tóku þátt i förinni upp Hudsonfljótiö, og heföi Islenska vikingaskipiö veriö þar á meöal. Hinrik sagöi, aö þeir vikingarnir heföu ekki fariö varhluta af myndatökum i dag, þar sem fjöldi blaöa- manna, ljósmyndara og kvik- myndatökumanna heföi fylgt skipalestinni á bátum, en hundruö þúsunda manna heföu fylgst meö þessari sérkennilegu siglingu af bökkum Hudson- fljóts. „Þetta var he.dur strembinn dagur, þar sem viö vorum á feröinni I 16 tima, — frá því aö viö þurftum aö mæta klukkan fimm I gærmorgun á þann staö, þar sem lagt var af staö og til klukkan niu i gærkveldi, er siglingunni lauk og viö komum til hafnar. En þetta var sérlega ánægjuleg ferö og viö islending- arnir eigum eflaust ekkieftir að lifa, neitt þessu likt,og óliklegt er, aö á næstunni geti að lita þá sjón, sem gat aö lita i gær, röö 300 skipa meö þéttum skógi mastra og segla alla leiö frá Verasanobrúnni og aö George Washington-brúnni hér i New York.” Hinrik Bjarnason sagði enn- fremur I samtalinu viö VIsi i morgun, aö skipin, sem þátt tóku I siglingunni, yröutil sýnis i dag og væri búist við aö f jöldi fólkskæmi til þessaöskoða þau. Vlkingarnir myndu þá dreifa ýmis konar upplýsinga- og kynningarefni, meðal annars bæklingi, sem prentaöur heföi veriö af þessu tilefni um fund Vinlands. Hann sagðiað i fyrradag heföi vikingaskipiö veriö til sýnis ásamt öörum þátttökuskipum i sigiingunni og heföu þá blaða- menn heilsaö upp á áhöfnina, myndir heföu þá þegar birst af Leifi Eirikssyni i blöðum og i einni útvarpsstöðva borgarinn- ar hefði veriö flutt alllangt viö- tal við einn vikinganna, Svein Sæmundsson, blaöafulltrúa Flugleiöa.—ÓR ísraelar björguðu gíslunum með árás um nótt í Uganda Þessi kona og kornabarn hennar voru meöal gisla, sem arabiskir flugræningjar tóku I frönsku þotunni og höföu I haldi á flugvelli Uganda. — Henni og 147 farþegum öörum var sleppt I vikunni I tvennu lagi, en eftir héldu ræningjarnir 100 farþegum samt. tsraelskar vikingasveitir hjuggu strandhögg á Entebbe- flugvellinum I Uganda og leystu rúmlega 100 gisla, sem verið höfðu viku i haldi flugræningja undir verndarvæng Idi Amins, ugandaforseta. Felldu þeir alla flug- ræningjana sjö að tölu og tuttugu Ugandahermenn, sen misstu sjálfir einn foringja og þrír gíslar féllu i skotbar- daganum. Gislarnir og hermennirnir flugu strax I nótt sömu leið til baka og vikingasveitirnar höfðu komiö, og lentu heilu og höldnu I Tel Aviv, þar sem mikill mann- safnaöur var til móttöku. Sjá bls.7 Hér vinna tveir starfsmenn siglingaklúbbanna, ásamt Björgvini Steinsen, einum þeirra er lenti I hrakningum viö aö bjarga seglbátum á land. Ljósmmynd Bragi. 20 í SJÓINN! Tuttugu unglingar frá siglingaklúbbum I Reykjavlk og Kópavogi len.tu I hrakningum I gærkvöldi eftir aö bátar þeirra höföu farið á hliöina. 14 seglbátar og þrir aðstoðar- bátar fóru upp i Saltvík nú um helgina. I gær héldu þeir til baka og gekk ferðin vel þar til þeir voru aö fara fyrir Gróttu. Þá haföi hvesst allverulega og tókst aöeins fjórum fyrstu segl- bátunum og aðstoðarbátnum aö ná inn á Nauthólsvikina. Hinum tiu seglbátunum hvolfdi og tókst unglingunum meö erfiöismunum aö koma þeim I fjöruna viö skála Golf- klúbbs Ness. Golfmenn og Jórunn Magnúsdóttir sem þar sér um veitingarekstur tóku á móti skipbrotsmönnunum, hresstu þá meö heitu kakói og komu þeim i þurr föt. Tveir þeirra unglinga sem i hrakningum lentu voru orönir þjakaöir af volkinu. — EKG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.