Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 9
Á HJATEYRI 9 VISIR Föstudagur 6. ágúst 1976. VISIR A FERÐ UM LANDIÐ Séðneöan af eyrinni upp til brekkunnar ofan við. Gömul löndunarbryggja á miðri mynd, en hálf hrunin verksmiðjuhús til hægri. Norður i Eyjafirði, skammt norðan Akureyrar er litið þorp, trúlega flestum gleymt, enda má það svo sannarlega muna sinn fifil fegri. Þctta smáþorp, sem eitt sinn iðaði af lifi og fjöri, er nú nánast orðið „draugaþorp”. Fiest húsin hafa verið yfirgefin, og verksmiðjur og lýsisgeymar eru að grotna niður hægt og hægt. Þorpið sem svona dapurleg örlög hefur hlotið, heitir Hjalteyri. Vegur þess var mestur á upp- gangstimunum i sfldarútgerð, og þá voru þar reist feikistór verk- smiðjuhús, og þangað streymdi fólk til vinnu á sildarplönunum. Verbúðir, skrifstofuhús, ibúðar- hús og allt það sem öl stórat- hafnalifs þarf spratt þarna upp, og oft hefur mikið verið um að vera. Enn má sjá skiltá sem minna á hvar skrifstofur útgerð- arfélagsins Kveldúlfs voru til húsa, en þar eru ekki lengur færð- ar tölur inn i bækur fyrirtækisins né starfsfólki greidd laun. Sfldin hvarf frá norðurlandi, og siðan raunar frá landinu öllu, og þá voru örlög Hjalteyrar ráðin. Sömu örlög biðu margra annarra smáþorpa á landinu, einkum þeirra sem höfðu þaö einhæft at- vinnulif að ekki var uppá neitt annað að hlaupa ef sildin brást. Það er ekki laust við að, aö þeim er leggja leiö sina til „draugaþorpa”afþessu tagi setji nokkurn hroll, eöa e.t.v. fremur einhvern einkennilegan söknuð og dapurleika. Húsin standa auð, og sálarlaus- ir gluggar þeirra gapa á móti manni eins og tómar augntóttir, sildarplönin eru auö, og þar hljóma ekki lengur glaðvær köll eöa hlátrar ungs fólks við vinnu slna. Enn siður er þar slegið upp böllum á kvöldin, og ekkert spennandi hvisl heyrist úr rökkr- inu inni i verbúðunum. Aðeins örfáar manneskjur búa nú á Hjalteyri, það er að segja uppl brekkunni ofan eyrarinnar, en niðri á sjálfri eyrinni býr eng- inn lengur. Landsbankinn hefur slegið eign sinni á flest það sem þar er að finna, jafnt fémætt sem ekki. Séðinn á milli verksmiðjuhúsanna og lýsisgeymanna á Hjalteyri. Eins og sjá má hefur þakið fallið niö- ur á verksmiöjunni, en enn má finna lýsislykt af tönkunum. Óliklegt er að þetta þorp eigi eftir að risa upp til nýrrar frægð- ar, heldur mun þaö smám saman jafnast við jörðu, þar til aöeins fornir annálar og heimildir muna eftir uppgangstkna staðarins.-AH j, Hr i Það verður ekki séð á þessu húsi fremst á myndinni, að þar hafi eitt sinn verið skrifstofur eins af öflugustu útgerðarfélögum landsins. Það er fátt eitt sem minnir á forna uppgangstfma Hjalteyrar. Nokkrir trillukarlar eru þeir einu sem nú gera út frá þessari vör. Það er af sem áður var að drekkhlaðnir sfldarbátar sigldu þarna inn. Sálarlausir gluggarnir gapa viö þeim er ganga á vit gamalla húsa á Hjalteyri. TEXTI: ANDERS HANSEN MYNDIR: KARL JEPPESEN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.