Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 01.09.1976, Blaðsíða 10
Meistararnir í veislu hjá borgarstjóra Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Is- leifur Gunnarsson hélt nýbökuðum islandsmeisturum Vals smásamsæti aö Höföa i gærkvöldi I tilefni þess aö Islands- meistaratitillinn er nú aftur kominn til Reykjavikur eftir fjögur ár I öörum byggöarlögum. Þaö voru þreyttir en ánægöir valsmenn sem þáöu veitingar aö Höföa, enda nýbúnir aö leika erfiöan leik gegn blikunum úr Kópavogi. A myndinni sem Einar Karlsson tók i Höföa I gærkvöldi heldur borgarstjórinn á tslandsbikarnum, en viö hliö hans standa Alexander Jóhannesson og Guömundur Þorbjörnsson, þar fyrir aftan er þjálfar- inn Youri Ilitcev og Magnús Bergs og fyrir aftan þá má þekkja Vilhjálm Kjartansson, Sigurö Dagsson, Halldór Einarssonar, Grim Sæmundsen, Atla Eö- valdsson, Dýra Guömundsson, Kristin Björnsson og Albert Guömundsson. Leikmenn v-þýska knattspyrnuliösins Berlingshoven voru orönir leiöir á leikvanginum slnum og ákváöu aö gera eitthvaö til þess aö llfga upp á útlit hans. Þeir tóku sig þvi saman einn góöan veöurdag áöur en keppnistimabiliö hófst og máluöu m.a. mörkin á vellinum. E.t.v.hefur þetta uppátæki þeirra komiö sóknarmönnum andstæöinganna á óvart þannig aö þeir hafi fariö illa meö upplögö marktækifæri! Hverjir fá þann júgóslavneska? — Ekki eru allir á eitt sáttir um það á hvers vegum júgóslavneski körfuknattleiksþjálfarinn kemur hingað til lands — ef hann kemur Einhverjar deiiur virö- ast nú vera i uppsiglingu varðandi það hverjir eigi að hafa afnot af hinum júgóslavneska körfuknatt- leiksþjálfara Siobodan I vkovic ef hann kemur hingað til lands f haust. Hilmar Hafsteinsson, form. Körfuknattleiksdeildar UMFN, sagði i viðtali við Visi um helgina, að það væri ekkert vafamál aö þessi þjálfari kæmi hingaö til lands á vegum UMFN, og þeir ættu allan rétt til þess að ráöstafa honum eins og þeim hentaði best. ,,Ég veit ekki til þess að körfu- knattleikssambandiö hafi gert neitt i þessu máli” sagði Hilmar. ,,Ég hefði lika gaman af að sjá hvernig KKÍ ætlar að fjármagna þetta fyrirtæki, þvi að mér vitan- lega er fjárhagur sambandsins afar bágborinn svo að ekki sé meira sagt. Við i UMFN höfum hinsvegar sent samningsdrög til Júgóslaviu, þar sem við skýrum frá þvi að Njarðvikurbær ábyrgist fjárhagshlið málsins, en við mun- um siðan endurgreiöa bænum. t samningnum sem við sendum er skýrt tekiö fram, að það sé á ,Super-Mac" kom Arsenal á sporíð Malcolm Macdonald sem Arsenal keypti frá Newcastle i haust viröist nú óöum aö kornast I sitt gamla góöa form og i gær- kvöldi skoraöi hann sitt fjóröa mark i þrem leikjum, þegar Arsenal sigraöi Carlisle 3:2, i deildarbikarkeppninni á heima- velli sinum Highbury i London. Hin tvö mörk Arsenal skoraöi Trevor Ross, Úrslit leikjanna deildarbikar- keppninni i gærkvöldi uröu þessi: Arsenal — Carlisle 3:2 Blackpool — Birmingham 2:0 BristolC —Coventry 0:1 Chester — Swansea 2:3 C. Palace —Watford 1:3 Doncaster—Derby 1:2 Exeter—Norwich 1:3 Liverpool — WBA 1:1 Fulham — Peterboro 1:1 Ipswich — Brighton 0:0 Míddlesboro — Tottenham 1:2 Northampton — Huddersf Orient —Hull Scunthorpe — Notts. C. Southampton — Charlton Sunderland — Luton Walsall —Notth. For. Wolves — Sheff. Wed. Liverpool náöi aðeins jafntefli gegn WBA. Kevin Keegan náði forystunni fyrir Liverpool, en fyrrverandi leikmaður hjá Leeds, Johnny Giles, sem nú er þjálfari og leikmaður með WBA jafnaði fyrir lið sitt. Þá vakti tap Birmingham fyrir Blackpooltals- verða athygli. Mörk Blackpool sem leikur i 2. daild skoruöu Willie Ronson og Bob Hatton, en hann lék áður með Birmingham. Rodney Mardi lék sinn fyrsta leik með Fulham I gærkvöldi og þó að liði hans tækist ekki að sigra, þá sýndi March mjög góðan leik. —BB. vegum UMFN sem þjálfarinn kemur hingað. Siðan er rætt um þaö i samn- ingsdrögunum að Sloþodan verði tæknilegur ráðgjafi landsliösins, og i þriðja lagi er möguleiki á þvi að hann haldi þjálfaranámskeið. En ég vil að þaö komi skýrt fram, að hingað kemur þjálfarinn á okkar vegum og við höfum for- gang að þvi að njóta hæfileika hans”. Stjórn Körfuknattleikssam- bands tslands hélt i gærkvöldi fund með forráðamönnum Njarð- vikurliðsins. Þar voru þessi mál rædd, þvi að KKl-menn eru harð- ir á þvi að komi þjálfarinn, þá komi hann hingað fyrst og fremst á vegum körfuknattleikssam- bandsins og siöan gæti UMFN haft að honum einhver afnot. En ris þá ekki upp önnur deila? Við ræddum um helgina viö Kol- bein Pálsson, fyrirliða KR liösins, og hann hafði ákveðnar skoðanir á þessu máli. ,,Ef það er um það að ræöa að KKÍ sé að fá hingað til lands er- lendan þjálfara sem á fyrst og fremst að þjálfa landsliðið, þá fæ ég ekki séð hvers vegna njarð- vfkingarnir eigi að hafa einhver afnot af þessum þjálfara umfram önnur félög. Komi þessi maður hingað á vegum KKI þá eiga önn- ur félög sama rétt og UMFN. Ef til kemur væri réttast að KKl héldi fund meö félögum sem hefðu áhuga á aö njóta krafta þjálfarans, og þar yrði rætt ýtar- lega á hvaöa hátt kraftar hans yrðu best nýttir”. Það virðist þvi allt benda til þess að það sé einhver hnútur á linunni sem þarf að leysa. Viö höfðum i gærkvöldi samband við Pál Júliusson, form. körfuknatt- leikssambandsins, en hann vildi ekki tjá sig neitt um málið á þessu stigi. gk—. Táknræn mynd úr leiknum I gærkvöidi. Einar Þórhallsson gefur Guð mundi Þorbjörnssyni engan frið til þess að athafna sig, heidur spyrnir boitanum frá. Bjarni Bjarnason fylgist meö og er viö öllu búinn ef Einari skyldi mistakast. Ljósm. Einar. Lélegur bikarleikur Vals og Breiðabliks — Liðin gerðu jafntefli 0-0 eftir 120 mínútna baráttu og verða að mœtast að nýju til að fá úr því skorið hvort liðið mœtir Akranes í úrslitaleiknum Það var ekki rismikil knatt- spyrna sem Valur og Breiðablik „ISLENSKA LANDSLIÐIÐ ALDREI JAFN-STERKT ## — sagði Ellert B. Schram, formaður KSI, sem gerir sér miklar vonir um góðan árangur gegn belgum og hollendingum ,,Ég er þeirrar skoðunar að islenska landsliðið i knatt- spyrnu hafi aldrei verið jafn- sterkt og nú — og þess vegna gerum við okkur miklar vonir aö ná hagstæðum úrslitum i þeim leikjum sem framundan eru,” sagði Ellert B. Schrarn, formaður Knattspyrnusam- bands tslands, á blaðamanna- fundi I gær vegna landsleikj- anna við belga og hollendinga sem framundan eru. EHert sagði að þeir hjá KSI hefðu staöið i ströngu að undan- förnú við að fá atvinnumennina heim i þessa leiki. Það heföi gengiö illa I fyrstu, en tekist að lokum og kæmu fimm atvinnu- menn sem nú lékju með erlend- um liðum heim I þessa leiki, en þeir væru Jóhannes Eðvalds- son, Guðgeir Leifsson, Asgeir Sigurvinsson, Marteinn Geirs- son og Matthias Hallgrimsson. „Þetta er I þriðja skipti sem við tökum þátt i heimsmeistara- keppninni, fyrst var það árið 1957 og lékum við þá gegn belg- um og frökkum. Allir leikirnir töpuöust; heima töpuðum við 2:5 fyrir belgum og 3:5 fyrir frökkum. Ekki gekk það betur á útivöllunum: I Belgiu töpuðum við 8:3 og I Frakklandi 8:0. 1 þessum leikjum skoraði Is- lenska liðið 8 mörk en fékk á sig 26 mörk. Siöan liöu 15 ár þar til við tókum aftur þátt I heimsmeist- arakeppninni, en það var árið 1972 og þá lékum við I riðli með hollendingum, belgum og norð- mönnum. Þeir leikir töpuðust allir og skoraði Islenska liöið 2 mörk gegn 29 mörkum. Við höfum lagt út i dýrt og á- hættusamt fyrirtæki, en það var ráðning sérstaks landsliös- þjálfara, en við erum vissir um að það hafi veriö rétt ákvörðun — og árangur af starfi hans sjá- ist I þessum leikjum.” Síöan tilkynnti Jens Sumar- liðason landsliðsnefndarmaður, islenska liðiö eins og það veröur skipað gegn belgum — og verð- ur það skipað eftirtöldum leik- mönnum: Arni Stefánsson Fram Sigurður Dagsson Val ólafur Sigurvinsson IBV Marteinn Geirsson Royale Union Jóhannes Eðvaldsson Celtic Jón Pétursson Fram GIsli Torfason tBK Halldór Björnsson KR Guðgeir Leifsson Charleroi Asgeir Sigurvinsson Standard Liege Asgeir Eliasson Fram Arni Sveinsson ÍA Ingi Björn Albertsson Val Matthias Hallgrimsson Halmia Teitur Þóröarson 1A Guðmundur Þorbjörnsson Val. Leikurinn gegn belgum hefst kl. 16:15 á sunnudaginn, en upp- haflega átti hann að hefjast kl. 15:00, en nú hefur hann veriö færður aftur til aö tryggt sé aö Jóhannes Eðvaldsson sem kem- ur samdægurs frá Bretlandi verði kominn I tæka tið. Litið hefur verið um æfingar hjá landsliðinu siðan 15. júli, en á morgun verður hafist handa með töflufundi og á föstudag heldur liðið til Þingvalla þar sem það mun dvelja fram að leiknum á sunnudag. —BB sýndu i undanúrslitaleik sinum i Bikarkeppni KSt i gærkvöldi. Þrátt fyrir framlengdan leiktókst hvorugu liðinu að skora mark, enda tilburðir beggja liða I þá átt fálmkenndir og slakir. Liðin verða þvi að mætast á ný, og mun sá leikur fara fram á vellinum i Kópavogi. Valsmenn léku gegn nokkuð hvössum vindi i fyrri hálfleikn- um, og þótt þeir væru meira meö boltann á miöjunni tókst þeim ekki aö skapa sér jafn-hættuleg tækifæri i hálfleiknum eins og blikunum. Hættulegasta tækifæri hálfleiksins átti Hinrik Þórhalls- son þegar hann var i góðu færi fyrir miöju marki Vals en skot hans fór beint i Sigurð Dagsson. 1 si'ðari hálfelik var sami gang- urinná leiknum, Valur átti meira i spilinu úti á vellinum, en blik- arnir vörðust vel og tókst að koma i veg fyrir að fslandsmeist- ararnir gætu byggt upp hættuleg- ar sóknarlotur. Inni á milli komu hættuleg hraðaupphlaup blik- anna, sem komu valsmönnum oft i opna skjöldu. Hættulegustu tækifærin voru þegar Þór Hreið- arsson ýtti boltanum hárfint framhjá eftir misheppnað út- hlaup Siguröar, og þegar Ólafur Hákonarson varði vel skot Inga Björns af stuttu færi. í framlengingunni voru vals- menn betri aðilinn, en sama sag- an var uppi á teningnun og áður. Þeir fengu litið næði til þess að byggja upp sókn. Þó fengu þeir hættuleg tæki- færi, t.d. þegar Atli Eðvaldsson komst inn i vitateig vinstra meg- in, en Gunnlaugur Helgason varði skot hans á linunni. Það þarf þvi nýjan leik, og ekki er óliklegt að blörarnir liti á leik- inn i gær sem sigur fyrir sig. Úr- slitin gefa þeim tækifæri á öðrum leik á si'num eigin velli. Það hlýt- ur að koma sér vel fyrir þá. Vonandi verður sá leikur betri knattspyrnulega séð en leikurinn i gærkvöldi. Hann fór að mestu fram á vallarmiðjunni, og þaðan komu svo langar sendingar sem sköpuðu enga hættu. Barátta blikanna var góð i leiknum, enda að margra áliti það eina sem gild- Úrslitin í kvöld Úrslitaleikurinn i 3. deild milli Aftureldingar og Reynis verður háður á Melavellinum i kvöld og hefet kl. 18.30. Sem kunnugt er léku þessi lið til úrslita i 3. deildar keppninni á Akureyri fyrir stuttu, en þá tókst ekki að fá úrslit i leik liöanna sem eru mjög jöfn aö getu. Þaö lið sem sigrar f kvöld mun leika i 2. deild að ári, en það liö sem tapar munleika aukaleik við Reynifrá Arskógsströnd um laust sæti i 2. deild vegna fjölgunar i efstu deildunum. ir gegn Val að gefa þeim aldrei tækifæri til þess aö byggja spil sitt upp. Dómari var Magnús Pétursson. Þótt dómgæsla hans hafi ekki verið gallalaus þá var hún samt mun betri en flest það sem dóm- arar hafa boðiö upp á i' siðustu leikjum. gk-. Dregið í skoska bikarnum t gærkvöldi var dregið um það hvaða lið leika saman I 8- liða úrslitum I skosku deildarkeppninni, en þar er liö Jóhannesar Eðvalds- sonar, Celtic, þegar nokkuð öruggt um aö komast áfram. Celtic á að leika gegn Dundee Utd. i kvöld á heima- velli sinum og má tapa leiknutn ef markamunurinn verður ekki mikill. Þessi lið leika saman 1 8- riöla úrslitunum: Rangers — Ciydebank eöa AUoa, Airdri eða Albion Rovers — Celtic eða Dundee Utd, Aberdeen Marton eöa Stirling Albion, Hearts — Hamilton, Falkirk eða East Fife. Fyrri umferöin veröur leikin 22. sept. en sú slöari 6. október. —BB HESTAMENN Ödýru spaðahnakkarnir komnir aftur verð kr. 23.900- Öll reiðtygi á mjög hagstæðu verði t.d. krossmúlar kr. 2850.-. Fyrir hesta: Hársnyrtief ni Hárnæring Vítamín Sárasmyrsl Hóf salvi Vöðvamýkjandi olía. Póstsendum TTTILIF Glæsibæ, sími 30350.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.