Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1968, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Genzt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 Hlaut meiríhluta atkvæða í öllum kjör- dæmum landsins - minnst 60,4% / Reykja- vík en mest 80,9% / Austuríandskjördæmi Krtetján Eldjárn og Halldóra kona hans á heimili þeirra hjóna i gærdag. (Tímamynd—GE) DK Kristján Eldjárn, þjóðminjrvörður, sigraði í forsetakosningunum á sunnudaginn, með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða, og verður þar með forseti íslands næsta kjör- tímabil, sem hefst 1. ágúst næstkomandi. Sigur dr. Kristjáns var mun meiri en hinir bjart- sýnustu stuðningsmenn hans höfðu þorað að vona. Bar dr. Kristján sigur úr býtum í öllum kjördæmum landsins, og fékk yfir 60% atkvæða í þeim öllum, en mest 80,9% í Austurlands- kjördæmi. Á blaðsiðu 2 er ítarlega skýrt frá gangi kosning- anna og^úrslitum. Á baksíðu er viðtal við dr. Kristján Eldjárn, og birt eru ávörp, sem dr. Kristján og dr. Gunnar Tinoroddsen fluttu í gær. Um kl. 21,00 í gærkvöldi safnaðist saman mikill mannfjöldi við íbúð dr. Kristjáns í Þjóðminjasafni íslands, og hyllti hinn ný- kjörna forseta íslands. — Mynd og frásögn af þeim atburði er á blaðsíðu 3. mnm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.