Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. ♦ Hringið í síma 12323 $nVHÍ9t Auglýsing i Hmanum kemur dagiega fyrir 80—100 þúsund lesenda. 150. tbl. — Sunnudagur 21. júlí 1968. — 52. árg. VA TN 0G VEIZLU- HÖLD í EYJUM KJ-Reykjavík, laugardag. f dag var „skrúfað frá“ vatn- inu í Eyjum, og þar með var náð merkum áfanga, ekki aðeins í vatnsmálum Vestmannaeyja, heldur í sögu bæjarins. Þetta mun vera fyrsta vatnsleiðsla í heiminum, svo vitað sé, sem lögð er á sjávarbotn. Margir gestir komu til Eyja af þessu tilefni, og voru þar á meðal ráðherrar, alþingismenn og aðrir sem átt hafa hlut að máli í sambandi við vatnsleiðsl- una. Þegar búið var að „skrúfa frá“ í fyrsta skipti, var höfð móttaka fyrir marga Eyjabúa og gesti, en síðan var haldin veizla fyrir þá, sem unnið höfðu að lagningu leiðslunnar. Ráð- gert hafði verið að taka leiðsl- una á land og tengja hana strax en tími vannst ekki til þess, og var því „skrúfað frá“ um borð í kapalskipinu, sem lagði leiðsl una á milli lands og Eyja. * f Bílabraut byggð við Tollstöðina KJ-Reykjavík, laugardag. Á næstunni verður byrjað að leggja bUabrú upp á bílabraut- ina fyrir framan Tollstöðina nýju við Reykjavíkurhöfn, en bUabraulin er hluti mikillar bflabrautar, sem liggja á frá Geirsgötu og vestur undir SIipp- inn. Bflabrúin, sem nú verður lögð, verður til bráðabirgða, svo að hægt verði að nýta bfla- stæðin á annarri hæð Tollstöðv- arinnar. Ögmundur Jónsson, verkfræð ingur hjá Almenna byggingafé- laginu, sagði Tímanum, að bygg ingin væri nú fokheld og byrj- að að pússa. Á neðstu hæðinni í byggingunni verða vörugeymsl ur, á annarri hæðinni bíla- geymslur og síðan koma tvær hæðir, þar sem verða skrifstof- ur. Er nú unnið að ýmsum frá- gangi á húsinu. Á næstunni, sagði Ögmundur, verður hafizt handa við að byggja bráðabirgðabrú, sem á að liggja yfir Pósthússtræti og upp á bflastæðið í Tollstöðinni. Er ekki enn þá ákveðið frvar endi brúarinnar kemur niður, en líklega verður að hafa brúna með beygju vegna þrengsla þarna. Bflabrautin, sem er hafn armegin við húsið, er hluti bíla brautar, sem á að liggja vest- an frá Slipp og alla leið austur í Geirsgötu. Seinna meir verður svo byggð sérstök varanleg brú, sem eingöngu er fyrir bflastæð in í Tollstöðinni. Það bflastæði verður eingöngu fyrir fólksbfla. Við gerð bflabrautarinnar hef ur verið notuð mflri! járnbind- ing og farið esftir erlendri reynslu, sem fengizt hefur við gerð slíkra brauta. Er þetta fyrsta bflabrautin, eða bflabrú- in, sem byggð er hér á Iandi, en hún á að leysa umferðar- vandamálm við höfnina. BÖar, sem þurfa að fara á milli bæj arhluta um hafnarsvæðið, eiga því ekki eftir tilkomu brautar- innar að trufla athafnalffið \dð höfnina. Þetta er fyrsti hluti bílabrautarinnar sem liggja á úr Geirsgötu og vestur aS Slipp. Þessi hluti brúarinnar er áfastur nýju Tollstöðinni. (Tímamynd Gunnar) Tilraunir eru hafnar á kölnu tiíni Gunnarsstaða OÓ-Reykjavik, laugardag. I þær fram á túninu á Gunnarsstöð-1 Óli Halldórsson. bónfli á Gunn- Tilraunirnar með hvcrnig bezt um, skammt innan við Þórshöfn á arsstöðum, sagði Tímanum í dag, er að græða upp kalskemmd tún, Langanesi. Hefur verið sáð og bor-1 að einhvers árangurs af tilraun- eru gerðar á vegum Rannsóknar- inn áburður í samtals 96 reiti á! unum væri að vænta næsta vor, stofnunar landbúnaðarins og fara I kölnu túninu. j en annars munu þær standa yfir LBTA HEYFANGA ÍFLÓA OGÁ HVANNEYRARENGI OÓ-Reykjavík, laugardag. Grasspretta er nú að taka svo- lítið við sér á Norðurlandi og eru bændur farnir að hugsa til heyskap ar, þótt ekki líti vel út með upp- skeruna í haust. Memi hafa reynt að fá slægjur í fjarlægum héruð- um, en gengiö það misjafnlega. Þó munu um 20 bændur í Hrútafirði heyja á engjum við Hvanneyri og nokkrir bændur úr Þistilfirði fara eftir hclgina suður o'g heyja í Fló- anum, skammt ofan við Eyrar- bakka. Jónas Jónsson, bóndi á Melum í Hrútafirði, sagði í dag, að jörð væri nú farin að grænka og út- hagi víða sæmilega sprottinn. Arfi og alls koriar illgresi sprettur upp úr kalskemmdum túnunum og tTanuiald á ttis. 14. í nokkur ár og éndanleg niðurstaða fæst ekki fyrr en alvarlegar kal- skemmdir koma næst. Þá á að sjást hvaða tilraunareitir eru bezt sprottnir. Það er Bjarni Guðleifsson, sem nú stundar nám í jarðvegsfræði, sem sér um þessar tilraunir. Eins og fyrr er sagt, er tilraunasvæð- inu skipt í 96 reiti. Hefur sams konar grasfræi verið sáð í alla reitina, en að öðru leyti fá þeir mismunandi meðferð. Eru reitirn ir ýmist tættir upp, plægðir eða látnir vera eins og þeir eru, hvítir af kali. Þá er settur mismunandi áburður í reitina, í suma er sett- ur eingöngu köfnunarefnisáburður, aðra kalkáburður. eða ýmist, kalk- saltpétur er settur í enn aðrar og síðan blöndur af þessum áburðar- tegundum og öðrum tegundum áburðar. Strax næsla vor kemur í ljós Framuaid á hls. 14. J VIÐRÆÐUR H0FUST I GÆRUAG NTB-Niamey-Niger, laugardag. Leiðtogar uppreisnarmanna í Biafra og Nígeríustjórnar náðu á föstudag samkomulagi um að hefja undirbúning að friðarvið- ræðum í höfuðborg Niger, Nia- mey í dag. Þetta kom fram í tilkynningu, sem gefin var út í lok fundar Nígeríunefndar Ein- ingarsamtaka Afríku í Niamey. Einnig var greint frá því, að bæru undirbúningsviðræðurnar ar árangur, myndu formlegar viðræður fara fram í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu. Leiðtojgar beggja deiluaðila, Nígeríu og Biafra, urðu við þeim tilmælum, að koma til Niamey á fund nefndarinnar, sem hófst I byrjun vikunnar. Leiðtogi Sambandsstjórnar Níg- eríu, Yakubu Gowon, og leiðtogi Biafra, Odumegwu Ojukwu, hafa báðir skýrt sjónarmið sín frammi fyrir nefndinni. Aðal- ritari Einingarsamtaka Afríku, Diwlo Telli, skýrði frá því í gær að undirbúningsviðræðunum yrði stjórnað af forseta Nígers, Hamani Diori. Hins vegar færu viðræðurnar í Addis Abeba fram undir stjórn Nígeríunefnd arinnar. Nígeríunefndin er skip uð leiðtogum Eþíópíu, Niger, Kamerun, Ghana, Kongó og Li- beríu. Nefndin kom saman til funda í Niamey í byrjun síðustu viku og var höfuðverkefni henn ar að reyna að finna lausn á hinni blóðugu borgarastyrjöld í Nígeríu, sem nú hefur staðið í rúmt ár. Framhald á blis. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.