Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						MtH>JW>AGUR 23. júlí 1968.
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
13
Mark úr hornspyrnu kom
íslenzka liöinu á sporið!
„B"-landslið íslands sigraði Færeyinga, 3:0. Staðan í hálfleik var jöfn, 0:0.
B-Iandslið íslands í knatt-
spyrnu, sem sumii* telja þó
réttara að kalla „BA-landslið"
þar sem nokkrir a-iiðsmenn
voru innanborðs, áttí í nokkr-
um erfiðleikum gegn Fœrey-
ingum í Þórshöfn á sunnu-
daginn. Eftir markalausan
fyrri hálfleik komst íslenzka
liðið loks á sporið  í  síðári
URDU VEÐURTEPPT-
IR Í FÆREYJUM!
Alf-Reykjavík. — fslenzku lands
liðin í knattspyrnu og handknatt-
leik, sem kepptu í Færeyjum um
helgina, áttu að koma heim á
sunnudagskvöldið. En þá var veð-
urútlit óhagstætt í Færeyjum og
komst flugvélin, sem átti að sækja
Þorsfeinn  Björnsson  varSi  vel    í
Færeyjum.
liðin, ekki þangað.
í gær, mánudag, biðu landsliðs-
mennirnir í Færeyjum eftir vél og
var ef til vill búizt við, að flogið
yrði þangað síðdegis. Er því ekki
loku skotið fyrir, að landsliðs-
mennirnir hafi komizt heim í nótt.
hálfleik, þegar hinn knái KR-
útherji, Hörður Markan, skor-
aði beint úr hornspyrnu, 1:0.
Fram að þeim tíma hafði leik-
urinn verið mjög þófkenndur og
fátt um fína drætti. En þetta
mark Harðar gaf íslenzka liðinu
byr undir báða vængi. Og þess
var ekki langt að bíða, að öðru
marki væri bætt við. Björn Lár-
usson skoraði 2:0 eftir góðan und-
irbúning Hreins Elliðasonar. Og
þriðja og síðasta markið skoraði
Gunnar Felixson eftir að hafa leik
ið á færeyska markvörðinn. Urðu
lokatölur því 3:0.
íslenzka liðið sýndi ekki eins
góðan leik og búizt hafði verið
við og var siigurino stærri en efni
stóðu til. Færeyingum hefur farið
mikið fram í knattspyrnu á s. 1.
2—3 árum og er skemmst að minn
ast, að síðast sigraði ísland að-
Mótherjar KR í Evrópubikarkeppninni:
Unnu á útivelli, en töp-
uðu 0:1 á heimavelli!
eins 2:1 hér heima á Laugardals-
vellinum. Færeyingar virðast eiga
nokkuð sterka varnarleikmenn,
en sóknarmenn þeirra voru ekki
beittir. í þau fáu skipti, sem þeir
sköpuðu sér marktækifæri,
notuðu þeir þau illa.
Miðað við, hve sterku b-lands-
liði fsland tefldi fram, er þessi
sigur í það minnsta. Það er t. d.
ekki hægt að ganga fram hjá
þeirri staðreynd, að þrír af leik-
mönnunum léku með a-landsliði
fyrir örfáum dögum, Jóhannes
Atlason, Magnús Jónatansson og
Guðni Kjartansson. Aðrir leik-
menn i liðinu hafa margir hverjir
leikið með a-landsliði, t. d. Magnús
Torfason, Guðmundur Pétursson
og Gunnar Felixson.
Þess má geta, að tveir leikmenn
yfirgáfu völlinn  vegna  meiðsla,
Gunnar  Fcl. skoraSi þriðja og  síö-
asta markiS.
Guðmundur Pétursson, markvörð-
ur, en Kjartan Sigtryggsson tók
við stöðu hans, og Magnús Jóna-
tansson, en Björn Árnason — bak
vörður í unglingalandsliðinu —
kom inn á fyrir hann.
Áhorfendur voru nokkuð marg-
ir, en keppnisveður ekki sem bezt.
ífWSP^'BISíPBSSF'fffl'SISifll
Slovan Bratislava, sama liðið og
KR mætir í Evrópubikarkeppni
bikarhafa, lék nýlega gegn sænsku
meisturunum Malmö í svokallaðri
Toto-keppni. Fyrri leikinn, sem
fram fór í Svíþjóð, Unnu Tékkarn-
ir 2:1, en blöð í Svíþjóð voru
sammála um, að leikurinn hefði
alveg eins getað endað 6:1 Tékk-
unum i vil. Hins vegar brá svo
við, þegar liðin mættust í síðari
leiknum í Tékkóslóvakíu, _ að
sænska liðið sigraði 1:0. Áttu
fæstir von á þeim úrslitum. En
þetta  sýnir,  að  tékkneska
getur átt misjafna leiki.
liðið
Breiðablik vann
Breiðablik sigraði ísafjörð með
2:1 í b-riðli 2. deildar á sunnudag-
inn og er Breiðablik því ekki leng
ur í fallhættu í 2. deild. Fallbar-
áttan stendur á milli ísafjarðar og
Selfoss annars vegar og Víidnga
hins vegar.
isl. landsliðið í handknattleik
hafði yfirburði gegn Færeyjum
Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik
sem lauk 11:8 íslandi í vil, hafði
íslenzka handknattleikslandsliðið
mikla yfirburði gegn Færeyingum
í síðari hálfleik og sigraði að lok-
um með 10 marka mun, 27:17. Svo
miklir voru yfirburðir íslenzka
liðsins í síðari hálfleik, að aldrei
var um spennandi leik að ræða.
Bergur Guðnason úr Val, sem
þarna lék sinn fyrsta „landsleik".
sýndi mjög góðan leik. Sérstaklega
var hann öruggur í vítaköstunum
í síðari hálfleik, þegar stærri
stjörnum hafði brugðizt bogalist-
in. Bergur er einhver mesti víta-
kastasérfræðingur okkar og kem-
ur sjaldan fyrir, að hann misnoti
vítakast. Slíkir menn eru nauðsyn
legir hverju liði, því að það er
dýrt að missa vítaköst — sérstak-
lega í jöfnum leikjum.
Aðeins einu sinni í leiknum
höfðu Færeyingar yfirhöndina.
Það var- í byrjun leiksins, þegar
þeir komust yfir 3:2. fslenzka lið-
ið jafnaði rétt strax og náði síðan
forystu. En Færeyingar vorul
aldrei langt á eftir og hafði ísland
aðeins þrjú mörk yfir í hálfléik, I
eins og fyrr segir.
Strax í síðari hálfleik náði fs-
land góðum kafla og náði 5 marka
forskoti, 14:9. Mistókst þó Geir
Hallsteinssyni að skora úr víta-
kasti. Enn átti munurinn¦¦ eftir að
aukast. íslendingar ferigu þrjú
vítaköst með stuttu millibili og
skoraði Bergur úr þeim öllum.
Á sama tíma varði Þorsteinn
Björnsson mjög vel og m. a. víta-
kast.
Mörk íslands skoruðu: Bergur
9, Jón H.. Einar M. og Ágúst 4
hver, Geir 8, Sigurður J., Hilm-
ar B. og Örn H.  1 hver.
Þess má að lokum geta, að marg
ir sterkir landsliðsmenn sátu
heima, þar á meðal fyrirliði ís-
lands í síðustu leikjum, Ingólfur
Óskarsson, en þeir áttu ekki heim
ángengt. Sýnir þetta, hve breidd-
in í handknattleiknum er mikil
hjá okkur. Hefur ísland örugglega
tveimur frambærilegum  landslið-
um á að skipa í handknattleik.
Pele hlnn brazilískl. Honum var stu ngiS í  steininn  ásamt öSrum  lelk.
mönnuni Santos.
PELE OG FÉLOGUM
STUNGIÐ I STEININN!
Gerðu aðsúg að dómara og særðu hann í andliti.
Sá atburður varð í Columbíu
í Suður-Ameríku í síðustu viku,
að öllum leikmönnum hins
fræga brazihska knattspyrnu-
Iiðs, Santos, var stungið í stein
inn að afloknum leik Santos og
úrvalsliðs Columbíu. Meðal
þeirra, sem látnir voru dúsa í
f angelsi,. var átrúnaðargoð
Brazilíumanna, Pele.
Nánari atvik voru þau, að í
miðjum leik mótmæltu leik-
menn Santos marki, sem Col-
umbíu-liðið skoraði. Var Pele
þar fremstur í flokki. Ætlaði
þá dómarinn að vísa honum út
af. Skipti engum togum, að leik
menn Santos umkringdu dómar-
ann og gerðu aðsúg að honum.
Særðist hann í andliti og varð
að yfirgefa völlinn. Annar dóm-
ari kom í hans stað og lauk
leiknum með sigri Santos 4:2.
Dómarinn, sem varð fyrir
árásinni, kærði Santos-leikmenn
ina umsvifalaust — og þegar
leiknum lauk, voru þeir hand-
teknir og settir í varðhald. Úr
því sluppu þeir ekki fyrr en eft
ir þrjá klukkutíma og ekki fyrr
en þeir höfðu allir undirritað
afsökunarbeiðni til dómarans og
áhorf enda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16