Tíminn - 07.12.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.12.1968, Blaðsíða 1
24 síður Auglýsing í Tímanu'm kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 400 atvinnu- lausir í Rvík — ástandið víða mjög slæmt úti á landi KJ-Reykjavík, föstudag. TÍMINN leitaði sér í dag upplýsinga um atvimiuleysti á nokkrum stöSum á landinu, og gáfu þær upplýsingar ekki góSa mynd af atvinnuástandinu. f Reykjavík eru nú um fjögur hundruð manns skráðir atvinnulausir, og víða úti á landi er stór hluti verkalýðsins atvinnulaus, og talið að ástandið eigi enn eftir að versna á sumum stöðum. Reykjavík atvinnulausir í Reykjavík. Frá Ráðningarstofu Reykja- Skiptist hópurinn þannig, að víknr fékk blaðið þær upplýs- ^97 karlar eru skráðir atvinnu ingar hjá Ragnari Lárussyni, ^ausjr °§ 101 kona. Hefur tala að í gærkveldi, þegar lokið var s^ra®ra atv nnuleysingja auk- skráningu atvinnulausra, hefðu ^ nokkuð í vikunni. Af þess- alls verið skráðir 398 manns Framhald á bls. 10. YFIRLÝSINGAR DOKTORANNA JÓHANNESAR NORDAL OG JÓNASAR HARALZ LHskjaraskerðingin er varanleg til margra ára TK-Reykjavík, föstudag í nýútkomnu hefti Fjármálatíðinda, sem gefið er út af Seðlabankanum, rita þeir Jóhannes Nordal, bankastjóri, og Sigurgeir Jónsson, hagfræðingur, grein er nefnist: „Aukning út- flutnings er forsenda góðra lífskjara.“ Segja þeir m.a. að efnahagsvandinn, sem íslend- ingar standa frammi fyrir nú, sé ekki nema að litlu leyti sveifla í útflutningstekjum, sem muni með tímanum jafnast af sjálfu sér, heldur varanleg breyting ytri aðstæðna, sem þjóðarbúið verði að laga sig að og ganga út frá, þegar mörkuð er stefnan í efnahagsmál- um næstu árin“. í framhaldi af þessu segir: „Hversu róttækar ráðstafanir verða taldar nauðsynlegar, fer þó vissulega mjög eftir því, hvert menn telja eðli þeirra vandamála, sem við er að glíma: hvort um s« að ræða tímabundna lækkun útflutningstekna eða djúpstæðara vandamál, er varðar heildarskipan atvinnumála þjóðarinnar". Framsóknarmenn hafi sagt þjóð- inni satt og rétt frá í kosninga- baráttunni 1967, en ríkisstjórnin og hennar stuðningsflokkar, með dyggri aðstoð meistara Haralz og bróður Jóhannesar, logið að þjóð- inni og beitt hana blekkingum? Það, sem Framsóknarmenn sögðu var það, að viðreisnin stæði á al- :gerum brauðlfótum, væri spila- borg, sem myndi hrynja við minnsta andbyr. Það, sem fleytti þessu áfram væri óvenjulegur síldarafli og lygilega h:.gstæð verðlagsþróun á útflutningsvörum, sem hlyti að eiga sér stakmörk. Hvað er komið á daginn? — Það er óþarfi að rifja það upp, hvað stjórnarflokkarnir sögðu þjóðinni þá. Það man þjóðin öll. Og viti menn: Meistari Haralz þykist ekkert feigari en bróðir Jóhannes segist nú vera. Hann er líka orðinn vitur — en eftir á, eins og meistarinn. Þeir hafa lík- lega heyrt það einhvers staðar að betra væri seint en aldrei, og það lögmál hlyti að gegna um þá eins og alla aðra. Þetta er eðlilegt, því að þeir félagar hafa einmitt prédik að undanfarin ár, að á íslandi giltu nákvæmlega sömu lögmál og í stærstu ríkjum heims. — En er það nú víst? Meistari Haralz lét hafa við sig sjónvarpsviðtal á þriðjudaginn var. Þar sagði hann: Framhald á b’. 10. Þarna er verið að flytja blóð- ugan stúdent af vígvellinum- Úeirðir í San Francisco NTB-San Frainsiseo, föstudag. Mikll átök urðu í gær milli ncmenda úr ríkismenntaskólan um í San Fransisco og lögreglu borgarinnar. Þrjátíu meiddust í hinum blóðugu átökum, og 26 voru handtekmir. í dag hafði lögreglan búið sig til varnar í menntaskólanum, þar eð nemcmlur hafa hótað að leggja undir sig skólann og taka stjórn hans í sínar liend ur. Óeirðir stúdentanna eiga upp tök sín í brottrekstri eins stundakennara ríkismenntaskól ans, svertingja að nafni, George Murray, sem er miðlimur rót- tæks félags blakkra manna og hvatt hafði svarta stúdenta til þess að bera vopn á sér. Nem- endur skólans kröfðust þess að hann yrði settur í emhætti aft ur, en því var ekki sinnt. Lögðu þá 800 nemendur undir sig helztu stjórnarmiðstöðvar skól ans. Mikið lögreglulið var sent til þess að flæma nemendurna úr Framhald á bls. 10. Niðurstöður Jóhannesar Nor- dals eru svo þær í grein þessari, að um sé að ræða djúpstæðara vandamál. í greininni lýsir hann svo, hve mikið óhagræði sú stefna í flestum greinum atvinnulífsins ef ekki öllum, hefur haft fyrir þjóðarbúskapinn. Að öðrum þræði er svo „síldargróðanum“ kennt um ófarir „viðreisnarinnar", þ. e. að sú stefna, sem tekin var upp í þjóðarbúskap íslendinga 1960 hefur borið svo illan ávöxt og lítinn árangur. Það er von að menn reki í roga- stanz. Menn spyrja: Er þetta ekki einmitt maðurinn, sem verið hefur aðalráðgjafinn í efnahagsmálum undanfarin „viðreisnarár“ ásamt Jónasi Haralz? Og hvað þá um meistara Haralz, er hann einnig sammála bróður Jóhannesi um að Stjórnleysi í lokunartíma verzlana OÓ-Reykjavík, föstudag. Kaupmannasamtök íslands hafa nú auglýst breyttan lokunartíma verzlana í desembermánuði, eins og venja er fyrir jólaliátíð. f þess um mánuði eru verzlanir almennt opnar lengur á laugardögum en venja er til, svo og á Þorláks- messu. Hitt er aimað, að fjöldl verzlana er opinn lengur frameft- ir á kvöldin og á laugardögum en lög leyfa. Dæmi eru einnig um, að verzlanir séu opnar á sunnudögum. Sigurður Magnússon fonnaður Kaupmannasamtakanna sagði hlaðinu í dag, að þetta til- tæki kaupmaima væri í trássi við gildandi reglur og í algjörri ó- þökk samtakanna og að í þessum efnum ríkti í rauninni algjör skálmöld og ringulreið. Aðallega eru það matvöruverzl anir, sem ekki fara að lögum hvað lokunartíma viðkemur. Hafa margir kaupmenn opið til kl. 20 á kvöldin og jafnvel til kl. 22. Nú hafa fleiri tegundir verzlana teki'ð upp þennan hátt og ein af stærstu húsgagnaverzlunum borgarinnar auglýstir dag eftir dag, að þar sé opið til kl. 22 á hverju kvöldi fram til ióla. Sigurður sagði, að þýðingar- laust væri að snúa sér til við- komandi yfirvalda til áð láta loka þessum verzlunum á löglegum tíma á kvöldin. Yfirvöldin fara ekki að lögum fremur en kaup- mennirnir og hreyfir enginn legg né lið til að koma lögum yfir þá brotlegu, þótt búið sé að marg- kæra athæfi beirra. Um opnunar- og lokunartíma verzlana er sérstök reglugerð, sem samþykkt er af borgarstjórn Reykjavíkur. En svo virðist sem e;nu gildi, hvort farið er eftir regluger'ðinni eða ekki. Hitt er svo annað mál, að við- skiptavinir þeirra kaupmanna, sem fara sínu fram, kvrarta síður en svo yfir lagabrotum og er enda oft þægilegt að geta skropp ið í matvöruverzlanir á kvöldín Og jafnvel á sunnudögum. í sum- um verzlunum hagar svo til, að á þeim er söluop og er þá selt þar út um allur varningur, sem er á boðstólum viðkomandi verzl unar og sýnist þá einu gilda, hvort viðskiptavinur>nn fær að koma inn eða norpa utan við opið og fá varninginn réttan þar út. Annars er löglegur lokunar- tími til jóla sem hér greinir: Laugardaginn 7. des. til kl. 16.00 Laugardaginn 14. des. til kl. 18.00 Laugardaginn 21. des. tilkl 22.00 Á Þorláksmessu, mánud 23. des., verða verzlanir opnar til kl. 24.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.